Þjóðviljinn - 29.11.1973, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973.
Embœttaveitingar i Háskólanum:
Skýringar Magnúsar
I gær barst blaðinu beiðni um það frá ráðuneytisstjór-
anum í menntamálaráðuneytinu að birt yrði svarbréf
menntamálaráðherra, AAagnúsar Torfa Olafssonar, til
Félags stúdenta í heimspekideild Háskóla íslands við
opnu bréfi þess um ráðstöfun loktorsstarfa í heimspeki.
Hið opna bréf stúdentanna hef ur verið birt hér í blaðinu,
en einnig hafa birst hér nokkrar fleiri greinar þar sem
embættisveiting menntamálaráðherra hefur sætt gagn-
rýni. Þjóðviljanum er Ijúft að birta svarbréf ráðherra, og
má vera að tækifæri gef ist síðar til að gera athugasemdir
við málið hér í blaðinu.
Reykjavik, 27. nóvember 1973.
Stjórn Félags stúdenta i heim-
spekideild Háskóia tsiands hefur
sent mér „opið bréf” dags. 20.
þ.m., varðandi ráðstöfun tveggja
lektorsstarfa i heimspeki við
heimspekideild. Er i bréfinu leit-
að svara við eftirfarandi spurn-
ingum:
„1. Hver var ástæða þess, að
menntamálaráðherra gekk i
berhögg við vilja tveggja Há-
skóladeilda með áðurgreindum
embættisveitingum með þvi
að:
a) Veita Páli Skúlasyni ekki
þá stöðu, sem hann hafði hlotið
meðmæli i, þ.e. lektorsstöðu I i
heimspeki?
b) Veita borsteini Gylfasyni
ekki þá stöðu, er mælt hafði
verið með honum i, þ.e. lekt-
orsstööu i stjórnmálalegri
heimspeki við námsbraut. i
þjóðfélagsfræðum ?
2. Hvi var dr. Jóhann Páll Árna-
son ekki látinn sitja við sama
borð og aðrir umsækjendur og
dómnefnd látin fjalla um hæfni
hans til starfs þess, er hann
sótti um?”
Af þessu tilefni skal eftirfar-
andi tekið fram:
Fyrri lektorsstaðan i heimspeki
af þeim tveimur, sem hér er um
að tefla, var auglýst laus til um-
sóknar haustið 1972 með umsókn-
arfresti til 30. nóvember 1972. Um
stöðuna sóttu fimm menn.
Umsóknirnar voru sendar há-
skólarektor 6. desember 1972 og
óskað tillagna heimspekideildar
um ráðstöfun stöðunnar. I þvi
sambandi skal vakin athygli á, að
hvorki er lögskylt né venja, að
skipaðarséu dómnefndir um lekt-
orsstöður með þeim hætti, sem
fyrir er mælt um varðandi pró-
fessorsembætti og dósentsstöður,
heldur leitað beint umsagnar við-
komandi háskóladeildar. Er
henni þá i sjálfsvald sett, hvort
hún felur sérstökum mönnum
innan vébanda sinna að fjalla um
umsóknir og láta i té álit, sem
deildin geti haft til hliðsjónar, er
hún veitir umsögn sina. t þessu
tilviki fór heimspekideild hins
vegar fram á það við mennta-
málaráðuneytið með stuðningi
háskólaráðs, að henni yrði heim-
ilað ,,að ráða menn utan deildar-
innar til að gegna dómnefndar-
störfum” um lektorsembættið,
þar sem innan deildarinnar væru
þá „engir menn hæfir til að takast
þessi dómnefndarstörf á hend-
ur”. Ráðuneytið veitti umbeðna
heimild, enda tekið fram af hálfu
beggja aðila, að heimildin yrði
ekki skoðuð sem fordæmi fyrir
skipun dómnefnda um lektors-
stöður. Réði deildin siðan þá Pál
S. Árdal, prófessor við Queen’s
University i Kanada, og dr. Jó-
hann Pál Arnason, Heidelberg, til
þess að láta i té álit um umsækj-
endur. Með bréfi háskólarektors
3. ágúst s.l. var ráðuneytinu skýrt
frá þvi, að heimspekideild hefði
fjallað um umsóknirnar og heföi
atkvæðagreiðsla farið á þá lund,
að 7deildarmenn hefðu lagt til, að
Páli Skúlasyni yrði veitt staðan,
en 5 greitt Þorsteini Gylfasyni at-
kvæði. Aðrir umsækjendur höfðu
ekki hlotið atkvæði á deildarfund-
inum. Með bréfi rektors fylgdu
álitsgerðir Páls S. Ardals og Jó-
hanns Páls Arnasonar.
Þegar hér var komið sögu,
hafði veriö auglýst laus til um-
sóknar önnur lektorsstaða i heim-
speki viö heimspekideild með
umsóknarfresti til 7. ágúst 1973.
Umsækjendur um þá stöðu
reyndust fjórir hinir sömu og
höfðu sótt um fyrri stöðuna, en að
auki dr. Jóhann Páll Árnason. Eg
taldi eðlilegt, að ákvörðun um
veiting beggja starfanna yrði tek-
in samtimis og tilkynnti deildar-
forseta heimspekideildar, að af-
staða til tillögu deildarinnar um
skipun i fyrri stöðuna mundi þvi
ekki verða tekin fyrr en borist
hefði tillaga varöandi þá stöðu,
sem siðar var auglýst. Deildin
hafði óskað heimildar til að leita
til tveggja manna utan deildar-
innar um að meta hæfi umsækj-
enda um seinni stöðuna, og var á
það fallist af hálfu ráðuneytisins.
jafnframt var þess óskað, að
deildin geröi tillögu um ráðstöfun
kennslunnar, ef forsendur til
skipunar yrðu ekki fengnar fyrir
upphaf kennslutima.
Bréfaskipti um þessi atriði fóru
fram milli háskólans og ráðu-
neytisins i ágúst og september s.l.
Hinn 3. október barst mér svofellt
bréf frá deildarforseta heim-
spekideildar:
„A fundi sinum i dag samþykkti
heimspekideild eftirfarandi til-
lögu og varatillögu varðandi veit-
ingu lektorsembætta i heimspeki
og ráðstöfun kennslu, unz veiting
I lektorsstöðu hefur farið fram:
„Heimspekideild samþykkir aö
beina þeim eindregnu tilmælum
til menntamálaráðherra, að
lektorsstarf það i heimspeki,
sem auglýst var i Lögbirtinga-
blaði nr. 67/1972, og deildin hefur
löngu afgreitt fyrir sitt leyti,
verði veitt nú þegar.
Bendir deildin sérstaklega á, að
þar sem skortur er á hæfum
mönnum til að meta hæfi um-
sækjenda um lektorsstarf það,
sem auglýst var i Lögbirtinga-
blaði nr. 51/1973, er nauðsynlegt
að veita fyrra embættið, svo að sá
sem það hlýtur, geti tekið sæti i
dómnefnd”.
Tillaga til vara:
„Heimspekideild ákveöur að
fela Páli Skúlasyni að annast
kennslu i heimspeki til B.A.-prófs
á lektorslaunum, ásamt þeim
stundakennurum, sem þegar hafa
verið samþykktir, unz lektor i
heimspeki hefur verið skipað-
ur”.”
Fulltrúar heimspekideildar
komu einnig á fund minn og lögðu
áherslu á þær óskir deildarinnar,
sem i bréfinu greinir, þ.e. að fyrri
lektorsstöðunni yrði ráðstafað
þegar, ekki sist til þess að vænt-
anlegur lektor gæti tekið þátt i
meðferð umsókna um siðari stöð-
una. Aðsvo komnu taldi ég rétt að
verða við eindregnum tilmælum
deildarinnar og ganga frá skipun
I fyrri stöðuna. Var Þorsteinn
Gylfason skipaður i þá stöðu 16.
október s.l., en heimspekideild
jafnframt heimilað að ráða Pál
Skúlason til að annast kennslu i
heimspeki til B.A.-prófs gegn
lektorslaunum, þar til siðari
lektorsstöðunni hefði verið ráð-
stafað.
Skömmu siðar sneri deildarfor-
seti heimspekideildar sér munn-
lega til ráðuneytisins og spurðist
fyrir um, hvort fallist mundi
verða á að deildin leitaði til er-
lendra sérfræðinga um mat á um-
sóknum um seinni lektorsstöð-
una, en af kostnaðarástæðum er
slikt að jafnaði ekki gert nema
með samþykki ráðuneytisins.
Með hliösjón af þvi, að farið hafði
verið að óskum deildarinnar um
að ráðstafa fyrri stöðunni á undan
hinni, þar sem það hafði verið
taliðnauðsynlegt til aö geta sett á
stofn „dómnefnd”, var þessari
málaleitan varðandi erlenda sér-
fræðinga synjað, en eftir sem áð-
ur var deildinni heimilt að láta
„dómnefnd” innan vébanda sinna
eða utan fjalla um umsóknirnar,
ef hún hefði kosið það, sbr. það
sem áður var rakið. Samkvæmt
bréfi deildarinnar frá 26. október
s.I., þar sem greint er frá fundi
heimspekideildar þann sama
dag, mun hins vegar ekki hafa
náöst samkomulag i deildinni um
slika málsmeðferð. Var ráðu-
neytinu tjáð, að við atkvæða-
greiðslu um umsækjendur hefðu
II mælt með þvi, að Páli Skúla-
syni yrði veitt staðan, en 5 mælt
með dr. Jóhanni Páli Arnasyni.
Miðhliðsjón af þeim málalyktum
var Páll Skúlason skipaður i
lektorsstöðuna 2. nóvember s.l.
Um ástæður fyrir skipun Þor-
steins Gylfasonar i fyrri lektors-
stöðuna, er fljótsagt, að sú
ákvörðun var reist á tveimur for-
sendum:
1. Af fimm umsækjendum um
stöðuna hlutu tveir atkvæði i
heimspekideild, Páll Skúlason
7 atkvæði og Þorsteinn Gylfa-
son 5 atkvæði. Stóð þvi hið
raunverulega val á milli þeirra
tveggja.
2. Þeir tveir menn, sem heim-
spekideild hafði fengið til að
meta umsóknir um stöðuna,
Páll S. Árdal, og Jóhann Páll
Arnason, skiluðu álitsgerðum
sinn i hvoru lagi. Alitsgerð Jó-
HORN
í SÍÐU
Þangað ber
að sœkja
fé, sem fé
er fyrir
Sfðan borgaraflokkarnir kom-
ust i stjórnarandstöðu hafa þeir
veriðóragir við að leggja eitt og
annað til, sem þeir segja að sé
til hins betra fyrir fólkið i land-
inu. Einkum á þetta við um
skattamál.
Alþýðublaðið boðar það eftir
doktornum Gylfa Þorsteinssyni
Gislasyni að almenningur eigi
að vera tekjuskattslaus, og
Morgunblaðið hefur klifað á þvi
undanfarið að lækka eigi alla
skatta, nema söluskatt.
Og nú hefur kvisast að rikis-
stjórn hins vinnandi fólks ætli
sér að lækka tekjuskattinn en
hækka söluskattinn.
Það virðist vera af sú tið aö
söluskattur var talinn óréttlát-
asti skattur allra skatta.
Þegar núverandi stjórn tók
við völdum var skattakerfið i
megnasta ólestri. Ráðherrar
boðuðu að stjórnin ætlaði sér að
vera stjórn hins vinnandi fjölda,
og þar með að ætlunin væri að
auka félagslega þjónustu;
glima við félagsleg verkefni og
leysa þau á félagslegum grunni.
Þetta hefur jú orðið raunin á i
mörgu tilliti. En til til þess að
auka samneyslu, til að auka fé-
lagslegt öryggi landsfólksins,
þarf fé. 1 þvi skyni fékk rikis-
stjórnin sér fræðinga að lagfæra
og breyta þeim óskapnaði sem
skattakerfið var orðið, og þá
jafnframt með i huga, að félags-
lega sinnuð rikisstjórn þarf
meira fé um leikis en rikisstjórn
sem vinnur að málum með
hagsmuni einstakra gróða-
manna fyrir augum. Því var
það að fólk, að minnsta kosti
það fólk sem bjóst við stórátaki
á félagslega sviðinu, bjóst við
auknum skattgreiðslum. Sú
varð samt sem áður ekki raunin
á. ótalmörg reiknisdæmi, þar
sem borin eru saman þau
skattakerfi tvö sem um ræðir,
það sem viðreisn gerði fólki að
búa við og það sem vinstri
stjórnin gerði fólki að búa við,
sýna, aðskattareru lægri á fólki
eftir vinstristjórnar-skattkerfi
en þvi frá viðreisn.
Sú kenning hlýtur að vera fá-
ránleg, að hægt sé að auka sam-
neyslu og félagslegt öryggi jafn-
framt þvi að lækka skatta, enda
hefur sú orðin raunin á, að rikis-
sjóður hefur ekki öllum stund-
um verið yfirfullur af fé.
Og nú vilja menn gripa til
þess úrræðis aö lækka tekju-
skatta, sem lagðir eru á fólk eft-
ir þvi hversu mikið það vinnur
sér inn, en hækka þess i stað
söluskatt, sem greiðist eftir
neyslu, þannig að sá sem hefur
stóra fjölskylduá sinu framfæri
borgar mun meira en sá sem
engum þarf fyrir að sjá.
Væri ekki sæmra fyrir þá
ágætu herra sem telja sig enn
vera að vinna að verkefnum fé-
lagslega sinnaðrar rikisstjórnar
að standa upp i fullri hæð og
segja sannleikann: Félagslega
sinnuð rikisstjórn þarf meira fé
en borgaraleg rikisstjórn þar af
leiðandi þýðir ekki að tala um
skattalækkun.
Hins vegar getur félagslega
sinnuð rikisstjórn gert ráðstaf-
anir til þess að ná þeim tekjum
sem hún þarf frá öðrum en þeim
sem litlar hafa tekjurnar, slik
stjórn getur hert skattaerftirlit,
flýtt dómum i skattsvikamálum
og þyngt refsingar i slikum
þjófnaði. Þá gæti slik rikissjórn
aflagt að jöfnunartekjur fólks úr
rikissjóði, svo sem fjölskyldu-
bætur og þess háttar tekjur, séu
skattlagðar!
ivieo siiKum aogeroum lengi
rikisjóður stórum meira fé til
sinna þarfa, og tekjulágt fólk
fengi þá tækifæri á að nota tekj-
ur sinar sjálft, en einmitt slik
uppákoma þýðir skattalækkun
hjá hinum minnimáttar, en að
sjálfsögðu ekki hjá hinum sem á
annað borð eru aflögufærir.
enda ástæðulaust.
Enginn skyldi samt sem áður
ætla að tekjuskattur sé allsendis
réttlátlega álagður eins og hann
er. Það er til að mynda hin
mesta óhæfa að fjölskylda með
600 þúsund króna árstekjur, þar
sem a.m.k. 500 þúsund færu til
lifsframfæris, þurfi að greiða
tekjuskatt af þvi fé sem hún hef-
ur til þess að veita aukna lifs-
fyllingu, eftir sama skattstiga
og sú fjölskylda sem hefur
margfalda þá upphæð til að
leika sér með. Þetta er atriði
sem sjálfsagt og eðlilegt er að
lagfæra.
Og eins og tekjuskattur er
ekki alls réttlætis verður þá er
söluskattur heldur ekki með öllu
sá fjandi sem hann hefur oft á
tiðum verið gerður að. Það er til
að mynda i fyllsta máta órétt-
látt að söluskattur sé lagður á
matvöru og fatnað, sem kæmi
þá þyngst niður á þeim fjöl-
skyldum sem þurfa að fæða
marga munna og klæða marga
búka. Hins vegar er heldur ekk-
ert óréttlæti i þvi að munaður sé
söluskattlagður og það veru-
lega. Hvers vegna skyldi til
dæmis ekki vera lagður veru-
legur söluskattur á það sem
efnamenn geta veitt sér og
sólundað fé i, eins og til dæmis
bila af verðlagi frá hálfri miljón
og upp i þrjár miljónir, á
nautnavörur, skrautvörur og
glys, óuppbyggilegar skemmt-
anir og utanlandsferðir og ann-
að af þeirri náttúru?
En samt sem áður; hver leið
sem valin er til þess að standa
undir siauknum kröfum um fé-
lagslega aðstoð til eins og ann-
ars, þá hlýtur það að munast að
til þess þarf fé, og það fé ber að
sækja þangað sem fé er fyrir, en
ekki i vasa þeirra sem þurfa
fjárins með til að lifa mann-
sæmandi lifi. — úþ
Magnús Torfi ólafsson.
hanns Páls fjallaði fyrst og
fremst um rit umsækjenda, svo
sem fyrirsögn hennar ber með
sér: „Athugasemdir við nokkur
rit umsækjenda um lektors-
stöðu i heimspeki við Háskóla
Islands”. I lok álitsgerðarinnar
segir: „Niðurstaða min af at-
hugun á ritverkum hinna fjög-
urra (áður er tekið fram, að
ekkert verði sagt um fimmta
umsækjandann, þar sem engin
rit fylgi umsókn hans — innskot
hér) er sú, að traustust tök á
heimspekilegri hugsun komi
fram hjá þeim, sem fyrst er
talinn (þ.e. Páli Skúlasyni —
innskot hér); fleira ber auðvit-
að að taka til greina, þegar
skipað er i kennarastöðu, en
það er þessari umsögn óvið-
komandi”.
Páll S. Ardal gerir hins veg
grein fyrir átta atriðum, sen.
hann leggi til grundvallar mati
á hæfni umsækjenda til að tak-
ast lektorsstöðuna á hendur, og
fjallar siðan um þá hvern og
einn með hliðsjón af þeim kröf-
um. 1 upphafi ályktunarorða
hans segir á þessa leið i þýð-
ingu (álitsgerðin er rituð á
ensku): „I huga minum er eng-
inn efi um það, að ég tel Þor-
stein Gylfason langbest fallinn
umsækjendanna til að takast á
hendur lektorsstöðuna við Há-
skóla Islands”. („There is no
doubt in my mind that I consid-
er Þorsteinn Gylfason by far
the most suitable candidate for
the post of lecturer at The Uni-
versity of Iceland”.) Telur Páll
þessum dómi til stuðnings bæði
framlag Þorsteins til að efla
áhuga á heimspekilegum fræð-
um á tslandi, ritfærni hans og
prýðilega háskólamenntun.
Mér er engin launung á þvi, að
rækileg álitsgerð Páls S. Ardal
réð úrslitum um ákvörðun
mina varðandi ráðstöfun fyrri
lektorsstöðunnar.
Að lokum skal vikið að lektors-
stöðu við námsbraut i almennum
þjóðfélagsfræðum, þar sem Þor-
steinn Gylfason kom einnig við
sögu. Sú staða var auglýst i júli
s.l. sem „lektorsstaða i stjórn-
málafræði, einkum á sviði stjórn-
málaheimspeki eða alþjóða-
stjórnmála”. Þrir menn sóttu um
starfið, þeirra á meðal Þorsteinn
Gylfason. Hann var þó samtimis
meðal umsækjenda um tvær lekt-
orsstöður i heimspeki við heim-
spekideild, og var ekkert sem
benti til annars en áhugi hans
beindist fyrst og fremst að öðru
hvoru þeirra starfa. Með bréfi há-
skólarektors 21. september s.l.
var ráðuneytinu tjáð, að stjórn
námsbrautar i almennum þjóðfé-
lagsfræðum hefði mælt með þvi,
að Þorsteinn Gylfason yrði settur
um eins árs skeið til að gegna
lektorsstöðu þeirri, sem laus var
við námsbrautina. 1 greinargerð
námsbrautarstjórnar kom fram,
að tillagan um þennan skamm-
timahátt á ráðstöfun stöðunnar
var beinlinis reist á þeim forsend-
um, að ekki væri séð, hver verða
mundu afdrif umsóknar Þor-
steins um lektorsstöðu i heim-
speki.
Bréf þetta er sent dagblöðunum
til birtingar, þar sem hið „opna
bréf” stjórnar Félags stúdenta i
heimspekideild var birt þar.
Magnús T. ólafsson.
Til
stjórnar
Félags stúdenta i heimspekideild
Háskóla Islands,
Reykjavik.