Þjóðviljinn - 29.11.1973, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.11.1973, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 af erlendum vettvangi ’Uppbygging’á kostnað hinna fátœku Pinochet valdið. kærleikar við auð- um bandariska dollara i jólagjöf. A kostnað verkamanna, smá- bænda og lágtsettra embættis- manna. Með harkalegum ráðstöf- unum á að afnema allar þær um- bætur sem stjórn Allendes kom á. Til dæmis. — Launamenn i Chile eiga að vinna 48 stundir á viku i stað 44 áður og fá engar aukreitis greiðslur fyrir þær fjórar stundir sem nú bætast við. — Sá hállur litri af mjólk sem börn i fátækrahverfunum fengu gefins á dag i stjórnartið Allendes verður frá þeim tekinn. — Visitöluuppbætur á laun, sem Allende kom á, verða af- numdar og öll laun fryst. — Akvæði þau sem alþýðufylk- ingarstjórnin setti um námarks- verð á nauðsynjavöru hafa verið lýst ,,hlægilegt lýðskrum" og framleiðendur og innflytjendur fá frjálsar hendur um verðlagningu. menn og starfsmenn hins opin- bera hafa verið reknir úr vinnu fyrir pólitiskar skoðanir — meðal þeirra t d. um 800 verkamenn við É1 Teniente, sem er stærsta kop- arnáma heims neðanjarðar. Margir hafa týnt lifi — flestir þeirra sem herforingjarnir hafa látið my.rða voru verkamenn úr fátækrahverfum borganna. Fáir vita hve margir þeir eru — bandariska leyniþjónustan segir þá ekki færri en 2000, og ekki ýkir hún i þessu tilviki. Nema siður væri. Fjandinn þekkir sina Eins og fyrr var bent á hefur herforingjastjórnin sterka bandamenn — ekki sist þá smá- borgara og atvinnurekendur sem með löngum verkföllum og verk- bönnum (frægast er dæmið af eigendum vörubifreiöa) reyndu Eins og menn rekur minni til, tóku borgaraleg blöð viða um heim heldur vel i valdarán her- foringja i Chile. Að minnsta kosti var ekki mikið um fordæmingar af þeirra hálfu. Skrif þeirra voru yfirleitt i afsökunartón: Allende átti ekki betra skilið,sögðu þau, sósialistum fylgir svo mikil ó- stjórn. Herforingjar i lausu lofti? Þegar svo það kom betur á dag- inn með hverri viku sem leið, að herforingjarnir i Chile voru ekki þeir ópólitisku hófsemdarmenn, sem af var látið, heldur fasistar i beinni merkinguþess orðs, þá fór heldur að sljákka i málgögnum þessum. Blóðsúthellingar og mis- þyrmingar beint fyrir augum vestrænna blaðamanna höfðu meiri áhrif en svo að óhætt væri talið að taka opinskátt undir fögn- uð yfir þvi að nú væri „lögum og reglu” komið á aftur i Chile. Þess i stað ber talsvert á þeirri til- hneigingu að ræða um „herfor- ingjastjórnir” sem einhverja dul- arfulla abstraksjón sem engin skýring fæst á. „Herforingja- stjórnir” eru alltaf svona, segja menn og yppta öxlum. Allavega vilja þeir sem minnst af þvi vita, að hershöfðingjar eru i ósköp venjulegum stéttarlegum tengsl- um við auðstéttir heima fyrir og erlendis og reka erindi þeirra. Um greiðasemi herforingja- alræðisins i Chile við frændur þess i auðstéttum má lesa marg- an fróðleik i nýlegu Spiegel-hefti, og verða staðreyndir i þessum pistli einkum þaðan teknar. Öllu við snúið Þau fáu blöð sem út fá að koma I Chile hafa nú um hrið rekið mikla áróðursherferð til að þókn- ast yfirboðurum sinum. Þau hafa til að mynda sagt ýmsar hjart- næmar sögur af ungum sveinum, sem hafa gefið dollarana sina til endurreisnar þjóðfélagsins, eða þá borgaralegum frúm sem gefa skartgripi i sama skyni, og svo samtökum þýskættaðra manna i Chile, sem efna til góðgeröaleik- sýninga til að „við getum hlegið aftur saman". En hætt er við, að þeir Chilebú- ar séu ekki ýkja margir sem hafa hug á að „hlæja” núna. Allt beridir til þess, að hinir nýju vald- hafar ætli að „endurreisa” sam- félagið fyrst og fremst á kostnað þeirra, sem enga skartgripi eiga og ekki ætla að gefa börnum sin- Itoi'garakerlingar leinja potta sina I tið Allendes: svartamarkaðsverðlag komið á lifsnauðsynjar. dró saman seglin og bar fyrir sig „skort á hráefni”. British Ley- land, sem er stærsta bilasam- setningarfyrirtæki Chile, hefur nú boðað stórfellda framleiðslu- aukningu á siðustu mánuðum ársins, en þóttist áður ekkert geta vegna „skorts á varahlutum". Það sakar ekki að geta þess, að Verkamenn að fara niður f E1 Teniente koparnámurnar. 100.000 hafa verið reknir úr vinnu. 1000% verðbólga Um leið lækkaði stjórnin að miklum mun gengi escudos gagn- vartdollar. Innfluttar nauðsynja- vörur hafa þar með tifaldast i verði eða meir — eða um 200—1800% eftir vörutegundum. Kiló af sykri kostaði áður 24 escudos en nú 120. Mjólkurlitri hefur hækkað úr 8 escudos i 30. Verkamaður greiðir um það bil einn tiunda hluta af mánaðar- launum sinum fyrir eitt kiló af nautakjöti. Menn muna eftir þeim kerlingafans úr smáborgarasétt, sem alltaf var verið að birta myndir af öðru hverju i Morgun- blaði og sjónvarpi á dögum All- endes: hristu þær tóma potta og bölvuðu vöruskorti. Þetta fólk, sem hefur fjárráð, leitaði áður á svarta markaðinn — nú er hið nýja verðlag á matvöru i ýmsum greinum orðið hærra en það var áður hjá svartamarkaðsbröskur- um. En þeir sem fátækir eru neyðast einfaldlega til að borða minna — þeir geta ekki lengur treyst á verðbindingu lifsnauð- synja, sem á dögum Allendes var einatt dreift með samhjálp ibúa fátækrahverfanna. ' Og þeir geta heldur ekki gert verkfall, þvi öll verkalýðsfélög hafa verið leyst upp og verkföll hafa verið úrskurðuð skemmdar- verk. Meira en 100.000 verka- að koma stjórnsýslu Alþýðufylk- ingarinnar á kaldan klaka. Við heyrðum það oft um það leyti að Allende var myrtur, að framleiðslan i landinu hefði stór- lega dregist saman. Auðvitað var marxismanum kennt um. Nú til- kynnir til dæmis stærsta pappirs- verksmiðja landsins, Papalera, að hún hafi aukið framleiðslu sina á dag um 46% frá sem var fyrr á árinu, þegar sama verksmiðja þessi tiðindi gerast án þess að Papalera hafi flutt inn hráefni eftir valdatöku hersins, og án þess að Leyland hafi flutt inn varahluti á sama tima. Fjandinn þekkir sina: útibú Leyland i Chile hefur nýlega gefið stjórn- inni bila fyrir um tvær miljónir króna henni til lystisemda. Kærleikar eru miklir á báða bóga. Strax fáeinum vikum eftir valdaránið höfðu fyrri forstjórar aftur tekið við þeim fyrirtækjum sem sett höfðu verið undir eftirlit hins opinberai tið Allendes — ekki sist til að koma i veg fyrir efna- hagsleg skemmdarverk eigend- anna. Nokkru siðar tilkynnti efnahagsmálaráðherra herlor- ingjaklikunnar, Eernando Léniz, sem áður veitti lorstöðu hinum volduga blaðahring „E1 Mer- curio", — að þúsund fyrirtæki, sem Allende hefði þjóðnýtt, yrðu aftur afhent fyrri eigendum. Sömu leið fóru ýmsar jarðeignir, sem teknar höfðu verið eignar- námi. Og herforingjastjórnin er þegar farin að ræða um að greiða bandarisku auðfyrirtækjunum Kennecott og Anaconda, sem námur þeirra i Chile voru þjóð- nýttar af Allende, meirihátlar skaðabætur. Það er og augljóst, að slika stefnu kunna menn að meta i ýmsum slöðum. Blaðið Washing- ton Post segir að „hin efnahags- lega einangrun”, sem Salvador Allende hafði afhjúpað á þingi Samcinuðu þjóðanna fyrir ári sið- an, „virðist vera undan að siga”. Bandariska landhúnaðarráðu- neytið hefur þegar veitt herfor- ingjunum lán til að kaupa 120 þús- und tonn af korni. Edward Kennedy öldungardeildarþing- maður minnti á það i þessu sam- bandi, að á þrem árum hefði stjórn Allendes samanlagt ekki fengið nema áttunda hluta þess- arar upphæðar i vöruskiptalán. „Bandarisk hjálparnefnd” og Alþjóða gjaldey rissjóðurinn senda á næstunni sendinefnd til Chile, hinni nýju stjórn til hress- ingar, þar á eftir koma sendi- nefndir lrá Samameriska þróun- arbankanum og Alþjóðabankan- um. Eduardo Cano hershöfðingi, nýr yfirmaður landsbankans i Chile, hefur heimsótt kollega sina, einræðisherra Brasiliu, til að ræða við þá um þróun efna- hagstengsla milli herforingja- stjórnanna beggja „á grundvelli gagnkvæms skilnings og svipaðra skoðana”. AB tók saman. íb Stjórnmála- samband við Kúbustjórn (Irimur Grimsson spyr: — Er ekki stjórnmálasam- band milli íslands og Kúbu? Ilafi stjórnmálasamhand vcrið milli rikjanna áður en sc ckki nú, hvenær rofnaði það og hvcrs vcgna? Og sé ckkert st jórnm álasa m band milti islands og Kúbu, hvenær verður þvi komið á? Hörður Helgason i utan- rikisráðuneytinu svaraði og sagði að sambandið við Kúbu væri ágætt og að það hefði aldrei rofnað. Nýlega hefur sendimanni verið breytt úr minister i ambassador, og mun Haraldur Krojer afhenda skilriki upp á það bráðlega. Ambassadorinn mun hafa aðsetur i Washington. -úþ Ambassador á Kúbu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.