Þjóðviljinn - 29.11.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973.
i * f i vtíf . íít - / , , WWzÍSSÍÉk fe'fifffc'' ■ yMjSB* Wlmm m ! w hIII^ ^ -ÍHK - L i - Jiu-™ f
FYRIR VERKAKONURNAR ER
Ka u ptryggi ngi n
langmikilvægust
SEGJA KONUR 1 FRYSTIHÚSUNUM ÚTI Á LANDI
Fyrir utan kröfuna um
takmörkun vísitöluuppbóta
viö laun að 50 þús. kr. á
mánuði eru kröfurnar um
kauptryggingu og lág-
markslaun mesta nýmælið
í heildarkröf um ASI í yfir-
standandi kjara-
samningum. Nái þær f ram
að ganga ásamt hækk-
unum á f iskvinnslutöxt-
unum eru það fyrst og
fremst konur sem njóta
góðs af, því það eru þær,
sem eru aðalvinnuaflið i
fiskiðnaðinum, og það eru
þær, sem eru lausráðnar
og þvi kauplausar, þegar
samdráttur verður i
þessari atvinnugrein.
I kröfum Alþýðusambands
Islands er gert ráð fyrir, að lág-
markslaun verði 35 þús. krónur á
mánuði og að laun þau, sem.um
semst.verði grunnlaun og kaup-
greiðsluvisitala sett 100, en
verðlagsuppbætur greiddar að
fullu samkv. kauplagsvisitölu á 50
þús. króna mánaðarlaun og lægri,
en sama krónutala á hærri laun.
Krafist er 15% hækkunar á alla
fiskvinnslutaxta auk almennra
hækkana.
Þá er þess krafist, að atvinnu-
rekendur tryggi verkafólki, sem
unnið hefur hjá þeim i 4 vikur
föst vikulaun samsvarandi 40
stunda dagvinnu, skv. viðkom-
andi launatöxtum. Verkafólk hafi
viku uppsagnarfrest með sömu
kauptryggingu og það sem vinnur
að staðaldri hluta úr degi njóti
hlutfallslega sömu réttinda til
kauptryggingar og uppsagnar-
frests. Verkafólk, sem ráðið er
vertiðarbundið á fiskvinnslu-
stöðvum fjarri lögheimili, njóti
sömu réttinda eftir viku vinnu.
Um þessar kröfur ræddi Þjóð-
viljinn við nokkrar konur úr verk-
lýðshreyfingunni úti á landi og
bar þeim öllum saman um, að
kauptryggingin væri brýnasta
krafan nú, að þvi er verkakonur
varðaði.
Hver á það skilið,
ef ekki þær?
— Kauptryggingarkrafan er
langmikilvægust hvað snertir
verkakonurnar i frystihúsunum,
sem annars er alltaf hægt að
segja að fara heim hvenær sem
er, sagði Guðrún ólafsdóttir,
form. verkakvennafélagsins i
Keflavik. —■ A hinn bóginn verða
þær svo að vera tilbúnar að vinna
kannski 4ra-8 tima yfirvinnu,
hvenærsem er og hvernig sem á
stendur, og ég veit ekki, hver á
skilið að fá tryggt fast lágmarks-
kaup ef ekki fólk sem þannig
verður að standa sig.
Það er útilokað að byggja
afkomu sina algerlega á jafn
ótryggri vinnu, en amk. hér á
Suðurnesium er yfirleitt ekki um
önnur störf að velja fyrir konur.
Hinsvegar halda karlar yfirleitt
vinnu, þótt konurnar séu sendar
heim, þvi þótt það sé ekki sam-
kvæmt samningum, þá ráða þeir
sig hreinlega ekki uppá annað.
Hingað til hefur slikt verið
ómögulegt fyrir konur.
Ég á ekki von á aö atvinnurek-
endur verði svo mjög á móti
kauptryggingarkröfunni, þótt
sjálfsagt verði deilt um
upphæðina, þvi með þessu yrði
tryggt þjálfað starfsfólk i
húsunum. Það eru og verða að
visu alltaf til konur, sem kæra sig
ekki um að vera bundnar i vinnu,
en langflestar kvennanna vinna
af þvi að þær þurfa að afla tekna.
Sendar heim fyrst
Auður Bárðardóttir er i stjórn
verklýðsfélagsins á Stykkishólmi
og sagf:, að krafan um fast lág-
markskaup á mánuði væri fyrst
og fremst gerð vegna verka-
kvenna i fiskvinnu, þvi það væru
þær, sem fyrst væru sendar heim
við samdrátt i vinnunni meðan
eitthvað væri fundið til handa
körlunum.
Hingað til hafa verkakonur i
fiski ekki haft neina kaup-
tryggingu. Auðvitað verða konur,
sem vinna þannig úti allt árið,að
hafa fast lágmarkskaup og það
verður að miða viö þær, en ekki
hinar, sem sjálfar kæra sig ekki
um að vera nema dag og dag i
vinnu. Einsog ástandið er nú geta
komið mánuðir sem fólk i fisk-
vinnu nær ekki þvi lágmarks-
kaupi. sem annars er gert ráð
fyrir sem lágmarkskaupi i
landinu.
Auður sagði að lokum, að
verkakonur i Stykkishólmi væru
að þvi leyti betur settar en viða
annarsstaðar, að þar væri starf-
rækt barnaheimili fyrir 2ja til 7
ára börn og einmitt mikið notað
af konum i frystihúsvinnu.
Viku uppsagnarfrestur
of stuttur?
— Það er að fara á mis við
mannréttindi að hafa ekki at-
vinnu- og kauptryggingu, sagði
Bjarnfriður Leósdóttir i stjórn
verklýðsfélagsins á Akranesi.
Sagði hún hafa verið meira og
minna atvinnuleysi hjá konum
þar i haust, sum frystihúsin hefðu
algerlega lokað, en i öðrum verið
unnið óreglulega, td. aðeins 14
daga i ágúst i frystihúsi Haraldar'
Böðvarssonar og 11 daga i
september.
— Þetta hefur nær eingöngu
bitnað á konunum, sagði hún, þvi
körlunum er yfirleitt tryggð
vinna. Krafan um tryggð lág-
markslaun á mánuði er ma. gerð
til að vinna gegn þvi að konur séu
það ihlaupavinnuafl, sem þær
hafa verið. Þegar vinnan dregst
saman er spilað á ágæti þess, að
konur séu heima hjá sér og hjá
börnunum, annars séu þær
ómögulegar, en ef þær eru svo
ekki til taks til að bjarga
verðmætunum, þegar á þarf að
halda, eru þær lika ómögulegar.
Krafan miðar að þvi, að litið sé
á verkakonur i fiskvinnslu sem
raunverulegar manneskjur i
vinnu, sem þær lika eru svo
sannarlega, þvi hvernig færi um
þessa framleiðslugrein ef
konurnar kæmu ekki i vinnuna?
Hins vegar er ég hrædd um, að
viku uppsagnarfrestur sé of stutt-
ur.
Skyldur fylgja réfti
Ég tek heilshugar undir
kröfuna um kauptryggingu til
handa þvi fólki, sem er að vinna
fyrir sér, en býst við skiptum
skoðunum meðal húsmæðra, sem
sumar lita á vinnulaun sin sem
aukapeninga fyrir heimiliö og
vilja ekki vera bundnar i fastri
vinnu, sagði Guðlaug Þorsteins
dóttiri Hnifsdal, sem sjálf vinnur
i frystihúsi og er húsmóðir með 2
börn. Kvaðst hún sjálf td. ekki
treysta sér til að binda sig i heils-
dagsvinnu vegna barnanna, enda
ekkert dagheimili i Hnifsdal og
óhægt um vik að notfæra sér dag
heimilið á Isafirði.
— Vinnan i frystihúsunum úti á
landi byggist alveg upp á hús-
mæðrum, sagði hún, og það ætti
auðvitað að vera réttur þeirra að
fá tryggt visst kaup, en hitt er
annað mál, hvort þær vilja þá
lika taka á sig meðfylgjandi
skyldur.
(1 sambandi við ummæli
Guðlaugar um bindingu i heils-
dagsvinnu er rétt að benda á, að
kauptryggingu er lika ætlað aö ná
til þeirra, sem vinna fast hluta úr
degi).
Ekki siður atvinnu-
rekandanum í hag
— Það hefur stundum viljað
gleymast, að margar konur sjá
fyrir heimili ekki siður en karlar
og margar eru einhleypar og
þessar konur verða að hafa
öruggar tekjur, sagði Guðrún Sig-
þórsdóttir, sem er i stjórn verka-
lýðsfélagsins á Húsavik.
— Konur eru það mikið úti á
vinnumarkaðnum og þaö mikil-
vægur vinnukraftur, amk. i
frystihúsunum, þar sem undir-
staðan hvilir i rauninni á baki
þeirra, að þær eiga heimtingu á
atvinnu- og kauptryggingu einsog
aðrir.
Slik trygging væri ekki siður
atvinnurekandanum i hag, þvi
með henni væri auðveldara að
halda sama fólki i starfi.
Auðvitað sækir fólk frekar i störf
með föstum launum og föstum
vinnutima ef völ er á. Hér á Húsa-
vik höfum við verið svo heppin að
hata nokkurnveginn næga at-
vinnu og á fundum Fiskiðjusam-
lagsins er mikið rætt, hvað gera
eigi til að halda þjálfuðu fólki á
vinnustaðnum. Segist stjórnin
vilja gera allt sem hægt er til
þess, svo ég sé ekki betur en eðli-
legt væri að koma til móts við þær
kröfur um hækkaða taxta i fisk-
vinnunni og lágmarks-
kauptryggingu, sem gerðar eru i
yfirstandandi kjarasamningum.
ólina Magnúsdóttir, sem er
varaformaður verklýðsfélagsins
á Eskifirði, sagði, að þar hefði
ástandið verið slikt að undan-
förnu, að konur hefðu almennt
verið atvinnulausar frá þvi um
mánaðamótin ágúst/september.
— Það hefði vissulega verið
æskilegt að hafa svona
kauptryggingu nú, sagði hún, en
fjöldi kvennanna hefur ekkert
haft, þvi hér er ekki i neitt annað
að hlaupa. Atvinnuleysið stafar af
þvi, að það standa yfir breytingar
á frystihúsinu og hafa karlmenn-
irnir haft vinnu við þær.
Ég reikna með betra ástandi
i framtiðinni, þvi með 1 1/2 — 2
togurum ætti atvinnan að verða
næg og þess vegna ætti lika að
vera aðgengilegra fyrir atvinnu-
rekendur að semja um kaup-
trygginguna, þegar þeir sjá
framá, að litið þyrfti að gripa til
hennar i raun. Kannski yrði lika
með þessu lögð meiri áhersla á að
sjá fólki alltaf fyrir einhverri
vinnu.
Það fólk, sem unnið hefur viö
fiskvinnslu,hefur fram að þessu
átt við það að búa að vera rekið
heim i hvert skipti sem vinnan
hefur verið búin, sagði Hulda
Sigurbjörnsdóttir, sem vinnur i
frystihúsi á Sauðárkróki, — en
með kröfunni um kauptryggingu
er miðað við að það hafi tryggt
amk. 8 tima kaup daglega og það
er mikil breyting frá núverandi
aðstöðu.
Auk þess sem þetta skapaði
verkafólkinu öryggi ætti það að
leiða til þess að atvinnurekandinn
hagaði verkefnum þannig að hafa
vinnuna sem jafnasta. Með þvi að
hækka taxtana i fiskvinnunni
jafnframt, sem er sjálfsagt vegna
þess hve kulsöm og erfið þessi
vinna er, yrði þessi vinna lika
eftirsóttari og sama fólkið héldist
i henni og ætti það að vera
atvinnurekendum i hag.
Mér finnast konur yfirleitt
mjög ánægðar með þessa kröfu
um kauptryggingu. —vh
I