Þjóðviljinn - 22.12.1973, Síða 3
Laugardagur 22. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
r
Sjö Islendingar til samvinnustarfs í Austur-Afríku
Samkvæmt sammngi Norður-
landa og Austur-Afríkuríkj a
Þann fjórða janúar næst-
komandi fara utan sjö ungir
islendingar, sem ráönir eru til
Lán í þágu
Sigöldu-
virkjunar
Eins og fram kom i frétt Lands-
virkjunar hinn 12. þ.m. sam-
þykkti stjórn Alþjóðabankans
daginn áður lán til Lands-
virkjunar að fjárhæð 10 milljónir
Bandarikjadollara i þágu Sig-
ölduvirkjunar. Hlutaðeigandi
lánssamningur var undirritaður
hinn 20. þ,m, ásamt rikis-
ábyrgðarsamningi. Undirrituðu
samningana þeir Haraldur
Kröyer, sendiherra Islands i
Washington, fyrir hönd Lands-
virkjunar og rikissjóðs og Munir
P. Benjenk, aðstoðarstjóri fyrir
hönd Alþjóðabankans. !
starfa lijá samvinnusamtökunum
i tveimur Austur-Afrikurikjum,
Keniu og Tansaniu. Þar sem hér
veröur um alllanga dvöl að ræöa
liafa þeir fjölskyldur sinar með
sér, svo að alls veröa i liópnuin
tuttugu og fimm manns.
Við náöum tali af einum
Austur-Afrikufaranna, Ólafi
Ottóssyni, aðalféhirði Samvinnu-
bankans, og skýrði hann okkur
svo frá aö fimm þeirra félaganna
færu til Keniu, en tveir til
Tansaniu. Sjálfur er Ólafur
ráðinn til starfa i bæ að nafni Kisii
i Keniu, um sextiu kilómetra
austur af Viktoriuvatni. Hann
verður þar ráðunautur hjá Rural
Banking, en svo nefnast sjóðir til
afurðalána, sem verið er að reyna
að koma á fót hjá sem flestum
samvinnufélögum þar um slóðir.
Með Ólafi fer eiginkona hans,
Steinunn Árnadóttir, og dætur
þeirra þrjár.
Ráðning þeirra sjömenning-
anna er samkvæmt samningi
milli rikisstjórna Keniu og
Tansaniu annarsvegar og
Norðurlandanna hinsvegar, en
milligöngu um ráðningar og
fleira annast dönsk stjórnar-
stofnun um þróunarmál, Danish
Interna tional Development
Agency.
Ólafur kvað fyrirhugað að hann
yrði i Keniu hálft þriðja ár. Kisii
er uppi i fjöllum, þar sem hiti er
hóflegur á afriskan mælikvarða,
eða rúmlega tuttugu stiga meðal-
hiti. bar er rigningasamt, og
annan hvern dag eða rúmlega
það má búast við skúr siðdegis,
og verður þá frekar svalt. —
Enska er opinbert mál i Keniu
ásamt svahili, sem er tunga af
bantústofni en hefur orðið fyrir
mikilum áhrifum frá arabisku,
ensku og fleiri málum.
Innflytjendur leggja
21,8% á kaupverð bíla
1 samvinnublaðinu Hlyn er lagningu og álagningu innflutta
nokkuð merkileg grein um skatt- bila. Þar segir svo meðal annars:
Ein ég sit
og sauma
Einu sinni áttu þessi orð rétt á sér. En ekki lengur.
Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við
höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni
fyrr.
Verðlagning á fjögurra manna fólksbíl af gerSinni
Vauxhall Viva de luxe, árgerð 1973:
Innkaupsverð................................. kr. 119.385
Flutningsgjald, vátrygging, uppskipun ....... — 27.227
Ryðvörn og annar kostnaður ............... — 23.441
Álagning .................................... — 26.018
Samtals ..................................... kr. 196.071
Toilar .......................... kr. 166.597
Söluskattur ..................... — 42.483 — 209.080
Samtals útsöluverð ................ .. kr. 405.151
Skattlagning rikissjóðs nemur því 175% af innkaupsverði
bifreiðarinnar og 51,6% af útsöluverði hennar hér á landi.
t hneykslan sinni yfir þvi hvað
rikissjóður fær i sinn hlut, sem þó
að dómi undirritaðs er fjarri þvi
að vera nóg, gleymdu þeir kaup-
félagsmenn að geta þess hver
væri álagningarprósenta þeirra
innflytjenda af innkaupsverði
umrædds bils, en 26 þúsund króna
álagning á 119 þúsund króna
farartæki er 21,8% álagning, sem
undirrituðum finnst yfrið nóg
fyrir það eitt að flytja inn eitt slikt
farartæki. -úþ
Olía fyrir
ullarvörur
Þann 14. desember s. 1. voru
undirritaðir samningar i Moskvu
um kaup Sambands isl. sam-
Síðustu
bátasölur
fyrir
áramót
Siöustu bátasölur fyrir áramót
áttu sér stað 18. desember. Þá
seldi Viðir AK i Cuxhaven 79,2
tonn fyrir 3 miljónir 652 þúsund,
meðalverð kr. 46,10. Gunnar
Jónsson VE seldi i Bremerhaven
64,1 tonn fyrir 2 miljónir 815
þúsund, meðalverð 43,90. örvar
mun hafa selt sama dag, eöa
daginn áður, i Ostende i Belgiu og
fékk 67 króna meðalverð.
vinnufélaga á 10.000 lestum al
gasoliu auk ýmissa matvara frá
Samvinnusambandi Sovétrikj-
anna.
Jafnframt þessum kaupum
voru gerðir samningar um sölu til
Samvinnusambands Sovétrikj-
anna á 20.000 ullarpeysum og
10.000 ullarteppum að verðmæti
tæpar 20 milj. króna. Gert var
samkomulag um frekari sölu iðn-
varnings til jafns við andvirði
oliufarmsins.
Viðræðurnar fóru fram við V/O
„Raznoexport” um hin hefð-
bundnu ullarvöruviðskipti fyrir
árið 1974. Lýstu Sovétmenn yfir
vilja sinum, að halda áfram
þessum viðskiptum og verður
viðræðum haldiö áfram eftir
hátiðirnar.
Af hálfu Sambands isl. sam-
vinnufélaga tóku þátt i þessum
samningum Harry Frederiksen,
framkv.stj., Andrés
Þorvarðarson, viðskiptafulltrúi
og Hjörtur Eiriksson, verk-
smiðjustjóri.
,#Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett I fótinn og vélin
saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. # Þræðingarspor, allt frá
1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á
vélinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing.
VERÐ 32.802,00.
A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
$ Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900
SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga-
vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS,
Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt.
Tökum gamlar vélar sem greiöslu upp í nýjar.
jjoígatöO