Þjóðviljinn - 22.12.1973, Qupperneq 7
Laugardagur 22. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Trúin á mátt orösins
Kristinn E. Andréssoní Ný
augu. Timar Fjölnismanna.
Bókaútgáfan Þjóðsaga.
Reykjavik 1973.
1 inngangi hinstu bókar sinnar
segir Kristinn E. Andrésson frá
þvi, að enda þótt hann hafi eins og
aðrir af hans kynslóð fest trú á is-
lenskar fornbókmenntir, hrifist af
þeim, þá hafi -hann aldrei gert
þær að viðfangsefni sinu. Pólit-
iskir stormar samtiðarinnar áttu
hug hans allan, og hann tók þátt i
þeim ekki hvað sist með þvi að
halda á lofti þvi sem nýtt var og
róttækt i bókmenntum okkar
tima. En hann kveðst þar fyrir ut-
an hafa verið mjög heillaður af
þeirri þjóðlegu endurreisn sem
hófst með Fjölnismönnum, af
áhrifum þeim sem þeir höfðu á is-
lenska menningu, tungu, þjóðar-
vitund. Hann gengur svo langt i
hrifningu sinni að telja, að með
Fjölnismönnum hafi nýtt Island
orðið til.
Bók Kristins er mælskur vottur
þessarar aðdáunar, hún er um
leið niðurstaða af viðleitni höf-
undar til að rekja saman þá pólit-
iska strauma og menntastrauma
sem voru forsenda Fjölnis, og i
þriðja lagi vill Kristinn að for-
dæmi Fjölnismanna sé leiðarljós i
nútimanum. Um þessa hluti hefur
Kristinn tekið saman mikið efni.
Hann rekur æviferil Fjölnis-
manna, samtiðarlýsingar á þeim,
samskipti þeirra innbyrðis og við
Jón Sigurðsson. Hann ver um
hálfri bókinni til að segja frá
ýmsum helstu áhrifamönnum á
sviði heimspeki og bókmennta
næstu öld áður en Fjölnir byrjaði.
Þar er franska upplýsingin kom-
in, með sérstökum köflum um
Voltaire, Rousseau og Diderot og
þýska rómantikin — sér i lagi
Heine, Tieck og Novalis, og ekki
er heldur þeim gleymt sem ekki
komst fyrir i flokki, Goethe.
Brynjólfur og
Jón Sigurðsson
Þvi miður hefur Kristni ekki
enst heilsa og aldur til að vinna
þennan efnivið eins og vert væri.
Það er sem gnótt efnisins vilji
sprengja af sér alla ramma og
lesanda finnst fljóta með helst til
mikið af aukaatriðum.
Hér er þess ekki kostur að vikja
að ráði að mati Kristins á mönn-
um og málefnum, enda aðrir
menn færari um að gera athuga- ,
semdir t.d. við túlkun Krist-
ins á framlagi einstakra fröm-
uða nitjándu aldar til islenskr-
ar endurreisnar. Sjálfsagt
munu menn fyrst og fremst festa
athygli við það, hve ákveðinn
Kristinn er i þvi að halda fram
málstað Fjölnismanna, og þá
einkum rökum Brynjólfs Péturs-
sonar, i ágreiningi þeirra við Jón
Sigurðsson.
Oftar en ekki andar köldu i garð
Jóns og alltaf þegar vikið er að
þvi baráttumáli Fjölnismanna að
alþing hið nýja skuli saman koma
á Þingvöllum. Um það segir t.d.
,,Jón litur á Þingvelli sem góðan
hvildarstað fyrir þingmenn úti i
náttúrunni, eða fyrir menn til að
lyfta sér upp á tyllidögum. Hann
hefði eflaust reist sér sumarbú-
stað við Þingvallavatn ef hann
hefði verið uppi nú á dögum '. Á
öðrum stað má lesa svofelldan
mannjöfnuð: ,,Og i öllu starfi
Brynjólfs, ritum hans og bréfum,
lýsir sér viðsýni og mannúð. log-
heit ástin á islandi, hrein og ó-
blandin einlægni hans við málstað
og framtiðarheill lslands ... Jón
Sigurðsson átti ekki eðliskosti
Fjölnismanna, ekki djúpvisku
þeirra, ekki þau innilegu tengsl
við náttúru tslands og sjálfa til-
veruna sem þeim var af guðs náð
gefin”. Sjálfur kveðst Kristinn
trúa þvi að ,,sú kemur tið i heil-
brigðu islensku þjóðfélagi að Al-
þingi verður aftur háð á Þing-
velli, haukþing á bergi, undir
verndarhlif dulmáttugrar náttúru
staðarins".
Snillingur og
samielag
Þessi ummæli visa okkur að þvi
sem nærtækast er að fjalla um:
söguskilningi Kristins sjálfs.
Staða og hlutverk bókmennta i
samfélagi og þjóðarsögu er eitt
hans mesta áhugamál. Að sjálf-
sögðu spyr hann mjög um þjóðfé-
lagslegar forsendur bókmennta,
um þá ..undirstrauma þjóðlifs-
ins" sem geta skýrt hreyfingu
eins og þá sem kennd er við
Fjölni. En hann hefur i reynd
miklu meiri áhuga á hinum þætt-
inum i víxláhrifum samfélags og
bókmennta, ekki sist hugsjóna-
rita. Með öðrum orðum: hann
hefur miklu fremur hugann við á-
hrif þau sem stórskáld og aðrir
snillingar hafa á samfélagið, á
þjóð sina, en við lögmál þessa
sama samfélags. I hans meðför-
um verður þjóðfélagið miklu
frekar efniviður sem sniilingar
móta i hendi sér en að snillingar
séu afsprengi vissra þjóðfélags-
legra forsenda — enda þótt Krist-
inn taki það frarn, að þeir rithöf-
undar og andans menn séu mestir
sem skynja og skilja best fram-
vindu og þróun.
Af þessum sökum verður bókin
að verulegu leyti andheit lofgjörð
um mátt orðsins, um þann kraft
sem birtist i snillingnum og gefur
öðrum nýja sýn, ljær þeim ný
augu. Þvi hyllir Kristinn jafnt
herskáa trú hinnar frönsku
átjándu aldar á mannlega skyn-
semi sem þá „viðáttu hugarflugs-
ins”, „löngun eltir þvi óendan-
lega” sem hann telur aðal þýskr-
ar rómantikur. Þeir menn ,,sem
breyta hugsunarhætti miljóna
manna" eru honum aðdáunarefni
og ráðgáta i senn. Hann hikar
ekki við að kalla Goethe eina af
,.guðs gjöfum til mannkynsins”.
Og á heimaslóðum hyllir hann
Tómas Sæmundsson með svo-
felldum orðum: ,,Þvi betur sem
maður kynnist Tómasi, þvi betur
kemur i ljós hvilikt stórmenni
hann var og hversu viðsýnn frá
unga aldri. Hvilik djörfung og
hugkvæmni, ákafi og sannfæring-
arkraftur, hvilik ástriða að verða
þjóð sinni til gagns, að vekja hana
til lifs og menntunar...." Slika
menn vill Kristinn setja ofar
..raunköldum rökhyggjumönn-
um" hvort þeir heita Jón Sigurðs-
son eða Voltaire, enda þótt hann
geti einnig virt gáfur þeirra og
vfgfimi.
Tvihyggja
Aður var minnst á stuðning
Kristins við hugmyndir Fjölnis-
manna um Alþingi á Þingvöllum,
sem hann telur þar vel komið
,'undir verndarhlif dulmátlugrar
náttúru staðarins". Þessi sama
dulhyggja kemur og lram i túlkun
Kristins á snillingum: Goethe er
guðs gjöf, það undur sem skáld-
skapur Jónasar Hallgrimssonar
er verður ekki „skýrl né skilið,
heldur aðeins skynjað eða fundið
með hjartanu og nefna má dulrænt
eðlis". Andspænis undrum listar
og snilligáfu gripur Kristinn til
tvihyggjú af þeirri tegund sem er
Krislinn E. Andrésson
mjög útbreidd með tslendingum.
Hann beitir rökum skynsemdar
og þekkingar, en aðeins að vissu
marki. Til að skilja Fjölni ,,varð
að leita undir yfirborðið, stjórn-
arhættina, embættismannavald-
ið, eins menningarstarfsemina,
til lifsmáttarins sem bjó með al-
þýðunni sjálfri". En þetta nægir
honum ekki. Af trúarlegri tilfinn-
ingu og augljósri trúarþörf lætur
hann ,,dulda krafta” taka við þar
sem þessum skýringum sleppir.
„Þetta haggar ekki i neinu gildi
hinnar þjóðfélagslegu baráttu...
né þeim lögmálum sem fram-
vinda þjóðfélagsins fylgir. Hér er
aðeins um að ræða hærra svið
sem tekur til tilverunnar allrar,
þar með náttúrunnar og mann-
lifsins, og einnig til trúarbragð-
anna”. Þessa kennd finnur Krisl-
inn hjá Fjölnismönnum. ( „Þeir
Fjölnismenn voru allir einlægir
trúmenn og i innstu tengslum við
náttúruna og lilveruna alla” —
en, sem fyrr segir, það voru rök-
hyggjumenn eins og Jón Sigurðs-
son ekki að dómi Kristins).
Framhald á 14. siðu
Þegar Allende tók viö
Régis Iíebrayr Salvador All-
ende. Félagi forseti. IVTál og
menning. R. 1973.
Á það er minnst oftar en ekki
þessa d'aga, að'bókaframléiðsla
sé i vaxandi mæli bundin við
sjálfan jólamarkaöinn, lagi sig
að flestu leyti að hans þörfum.
Þó eru á þessu undantekningar -
fjögur forlög hafa látið aö sér
kveða i þá veru að gefa út hand-
hæg fræði- og uppflettirit um
náttúruvisindi, heimspeki, sögu,
stjórnmál. Hér er átt við lær-
dómsrit Bókmenntafélagsins,
aifræðasafn Menningarsjóðs,
kiljur AB og Máls og menningar.
Er fyllsta ástæða til að minna á
þetta framtak i kauptiðinni.
Félagi forseti er að meginhluta
viðtal sem Régis Debray átti við
Salvador Allende þegar hann
hafði nýlega tekiö við embætti
forseta Chile. Debray er ungur
Frakki, sem kom allmikið við
sögu hinnar nýju vinstri-
hreyfingar, endurskoðun á
stefnum og starfsháttum hinna
hefðbundnu verklýðsflokka. Eins
Allcnde
Mennt og máttur
eftir Max Weber
Mennt og máttur heitir bók
eftir þýska félagsfræö-
inginn Max
komin er út
Lærdómsrit
félagsins.
Weber sem
í flokkinum
Bókmennta-
í bókinni eru tveir fyrirlestrar
Webers. Fjallar annar um hlut-
verk fræðimanna með sérstöku
tilliti til þeirrar kröfu að þjóðfé-
lagsfræðin séu hlutlaús fyllilega.
Hinn fjaliar um hlutverk stjórn-
málamanna með tilliti til kenn-
inga Webers um eðli rikisvaldsins
og þróunar þess á Vesturlöndum.
Helgi Skúli Kjartansson þýddi.
Inngang ýtarlegan skrifar Sig-
urður Lindal. Lætur hann þar i
Ijósi von um að fyrirlestrarnir
megi stuðla að þvi að „uppvax-
andi kynslóð á lslandi teídi sér
skyldara en áður að standa sjálfri
sér og öðrum heiðarleg skil á
endanlegri merkingu orða sinna
og athafna.”
Max Weber
og fleiri úr þeim herbúðum fékk
hann sérslakan áhuga á mögu-
leikum byllingahrey finga
Rómönsku Ameriku, kynnti sér
reynslu Kúbumanna og iiélt siðan
til Boliviu um þa>r mundir að Che
Guevara háði þar skæruhernað
og var handtekinn þar. Þaðan fór
hann til Chile þegar honum var
sleppt úr haldi.
Eins og vænta málti kemur það
lram i viðlalinu að Debray hefur
áhyggjur af þvi, að alþýðu-
fylkingin i Chile kunni að biða
ósigur fyrir skemmdarstarfsemi
innlends og erlends auðmagns,
fyrir uppreisn hersins kannski,
hann óttast að hún flækist um of i
neti borgaralegra laga og stofn-
ana, geti ekki fært völd i hendur
alþýðunnar svo um muni og ein-
angrist Irá henni. Allende ber
fram sin mótrök, hann viður-
kennir allan þennan vanda — þá
þegar, i ársbyrjun 1971, eru
ýmsar blikur á lolti með morð-
tilræðum og efnahagsiegri
skemmdarstarfsemi. En hann
treystir á það að félagslegar
umbætur geti styrkt svo þá
hreyfingu sem setti hann i for-
setastól, að hún komist út úr
hverri raun og eins þótt hann
sjállur falli fyrir kúlu launmorð-
ingja. Rök hans eru hógvær og
skynsamleg, laus við rómantiska
ofbirtu. En Allende hefur þá
þegar vanmetið möguleika aftur-
haldsins — bæði til að beita fyrir
sig ýmsum hópum millistéttar
fólks og svo til að nota herinn.
Spurningu um hugsanlega upp-
reisn hersins afgreiðir Allende
reyndar furðu létt. „Hvað sem
þvi liður þá biðum við eftir að þeir
láti til skarar skriða. Við höldum
vöku okkar”. Þessi afstaða
reyndist háskaleg eins og siðar
kom á daginn. Vonandi gleymast
sist þeir lærdómar ósigursins i
Chile, að sist af öllu er hægt að
treysta borgurunum til að virða
leikreglur borgaralegs lýðræðis.
Það gera þeir ekki með þvi að
alþýðuhreyfing aðeins biði og
„haldi vöku sinni”.
Viðtalið gefur allgðða mynd af
þeim vanda sem við blasti þegar
Allende tók við. Það gefur einnig
mikið alúðlega mynd af
manninum Allende, mannleika
hans og drengskap. I þvi sam-
bandi er Iróðlegasl að lesa um
samband hans við Fidel Castro og
Che Guevara, viriáltu sem all-
harkalegur skoðanaágreiningur
aldrei skyggði á.
I þýðingu sinni kállár llaraldur
Jóhannsson Allende „höluð
rikis", oger erfitt að sædta sig við
svo hráa þýðingu. Mér likar
heldur ekki við orð eins og
„háfjármálavald” eða „Alverka-
lýðsfélag” og ég veil satt að segja
ekki hvað átl er við með orðinu
„uppfylking”. Haraldur Jóhanns-
son tekurog saman alllangan inn-
gang. Sá Iróðleikur er nokkuð
þurr, i stil uppflettibókar. Verri
eru sjálf hlutföllin i þeim inn-
gangi. Þar hefði mátt sleppa
ýmsum aukaatriðum úr fjar-
lægari sögu, en fjalla þeim mun
ýtarlegar um hluli sem nær eru,
skipta mestu fyrir Chile og Suðúr-
Ameriku nú um stundir
Arni Bergmann
Tímaritiö
skák er
komið út
Niunda og tiunda hefti af Tima-
ritinu Skák eru komin út. Þar
segir m.a. frá Minningarmóti
Ts jógrins og IBM-motinu i
Amsterdam, úrslitakeppninni i
Portoroz milli Portisch Gellers
og Polugaévskis. Þá er gerð grein
fyrir haustmóti Taflfélags
Reykjavikur, Færeyjaför Akur-
eyrarskákmanna og skákstyrk
islenskra skákmanna i stigum.
Fastir liðir eru eins og venja er
til: lærið að flétta, skák mánaðar-
ins og fleira. Ritstjóri er Jóhann
P. Jónsson.