Þjóðviljinn - 22.12.1973, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 22. desember 197:1. Hestalækningar á íslandi George J. Houser er Kanadamaður frá Montreal, af þýskum ættum, kann tíu tungu- mál og er að Ijúka við að skrifa doktorsritgerð um hestalækningar á is- landi. Og ekki nóg meö það að hann ráðist þarna i verk, sem lítt hefur verið sinnt áður og krefst þvi mikillar fyrirhafnar og undir- búnings, heldur lagði hann einnig á sig að læra islensku til þess að geta kannað hérlend gögn og heimildir og skrifar rit- gerðina þar að auki á þvi máli. Vift náftum á dögunum tali af Bob, eins og kunningjar hans kalla hann, en um þessar mundir er hann flesta daga á Landhókasal'ninu viö lestur og heimildakönnun. Ilann helur viöa leilaö lil aö heyja aö sér efni i ritgeröina, og segir aö sér hafi ekki veitt af tungu- málakunnáttu sinni, sem er þó óvenjulega mikil, til þess. Auk islensku kann hann norsku, dönsku, sænsku, þýsku, ensku, Iriinsku, læreysku, irsku og latinu. Boh Ilouser nam viö Sir Ge- orge Williams-háskólann i Montreal og varö þar lektor i ensku. Kn svo l'ékk ég slyrk til þess aö stunda nám i þjóð- fræöi i Sviþjóö, segir hann. Viö háskólann i llppsölum. I»ar nam ég þjóöl ræöi og þjóð- siigulræöi hjá Bo Almíjuist, sem nú slendur lyrir Irish KolkloreCommission i Duhlin. Útfrá þjóölræöináminu lékk ég áhuga á þessu efni, sem ég valdi mér til að skrifa um rit- gerö, siigti hestalækninga á Is- iundi. Kru miklar heimildir til um þær? I»ær eru ekki miklar á is- lensku, og sumt af þvi sem lil er prenlað orkar tvimælis hvaö sannleiksgildi snertir. Dar hefur margt verið mis- skiliö. Ilestala-kningum hér á landi helur veriö gel'inn gnum- ur i Danmörku og Dýskalandi, en svo sem ekkert hér á landi. íýg hef þvi sótt mikið i heim- ildir þangaö. Kg hef lika til samanburðar kannaö róm- versk rit og grisk, en i þeim kemur fyrir sitthvaö sem svipar til islenskra húsráöa viö hestalækningar. Hvaöa rit diinsk og þýsk eru þaö, sem þú heíur einkum stuösl viö? l»aö eru einkum ýmis handrit. Danskur dýralæknir, Kristian Boers, sendi 1929 frá ser hók, sem fjallar um alþýö- legar dýralækningar á hestum og kúm i Danmörku, og 1925 samdi Svi aö nafni lleurgren hók, þarsem er aö finna mikið elni um dýralækningar al- þýöu, en þvi miður fylgja þvi ekki nægilegar úlskýringar. Dessháttar skilgreiningar vantar mjög viöa i rit, sem fjalla um alþýölegar dýra- lækningar. Kg hef reynt aö salna upplýsingum um aö- ferðir viö hestalækningar, sem hændur á íslandi notuöu i gamla daga. Ilvernig stóö á þvi aö þú fékkst áhuga á þessu sérstaka efni? l»aö var þegar mér varö Ijóst hvaö þaö halöi verið rannsakað litiö og liliö skrilaö um þaö. I»aö er aö segja hvaö island varöar. ()g sumt af þvi, sem hel'ur veriö skrifaö, er ekki vel ábyggilegt, lil dæmis sumt hjá Jónasi frá Hrafna- gili. ()g nú skrifar þú um þetla á islensku. Ileföi ekki veriö auðveldara aö nota til þess mál, sem þú þekktir vel áöur, lil dæmis ensku? Detla er islenskt efni, og þvi ekki rétt aö skrifa um þaö á ööru máli. Detta er þáttur i menningarsögu íslands. og þvi varla viöeigandi aö um hann sé ljallaö nema á is- lensku. Kn þetta er ekki eina ástæöan til þess aö ég læröi málið. Mér þykir vænt um máliö og ákvað þess vegna aö læra aö tala þaö. Aður var ég orðinn læs á málið. Ilelur þetta þá ekki allt saman verið leikna verk, hæði aö læra máliö og safna i rit- geröina og skril'a hana? George .1. Ilouser — Nokkuð svo. Sumarið 1969 fékk ég styrk úr Visindasjóði til þess aö fara kringum landiö og safna efni hjá gömlum hændum. Kg hef notaö jöfnum höndum cfni, sem ég hef safn- aö á íslandi, efni úr islenskum bókmenntum. úr gömlum timaritum og endurminninga- ritum. Kg hef lika boriö sam- an islenska efniö og efni, sem ég hef lundið i mállýskusöín- um og þjóöminjasöfnum i Danmörku, Sviþjóö og Noregi. Kg hef að ég held skoðað ílest þaö, sem skrifað hefur verið á dönsku, sænsku og norsku um alþýðlegar lækningar á dýr- um. l»á varð únnt að bera þaö saman viö islenskt efni og sjá aö hvaöa leyti islensk munn- mæli eru ólik munnmælum á hinum Noröurlöndunum. Og þar er um talsverðan mun að ræöa. l»ú hefur unnið aö þessu verkefni stöðugt Irá 1969? — Já, og unnið að þessu jöfnum höndum hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Eg er svo að segja búinn með rit- gerðina, á ekki annað eftir en aö leiðrétta. Kg hef svo hugsaö mér að verja ritgerðina við lláskóla islands,ef hún verður tekin til varnar þar. Kg vona aö hún veröi fulltilbúin i janú- ar eöa febrúar. — tlefurðu fengiö einhverja styrki til verksins, annan en þennan úr Visindasjóði? — Kg fékk styrk úr Visinda- sjóði i þrjú ár, og þar áður var ég á styrk frá íylkinu Quebec til að stunda nám i Sviþjóð. En Visindasjóður er eini aðilinn, sem styrkt hefur mig til samn- ingar ritgerðarinnar. Sem stendur hef ég engan styrk, og mér er bráð nauðsýn að ná mér i einhverja atvinnu til aö komast af, meðan ég er að ganga endanlega frá ritgerð- inni. Mér myndi til dæmis láta vel að kenna ensku eða frönsku, svo og að þýða úr þessum tungumálum og fleir- um og á þau. — Hvað tekurðu fyrir ef allt engur að óskum með ritgerð- ina. þaö er að segja ef Háskól- inn tekur hana til varnar og ef þú stenst doktorsprófið? — Þá tek ég f.yrir kennslu i þjóðfræði i Danmörku eða Kanada. Þvi miöur er engin þjóöfræðideild viö Háskóla Is- lands, en ef svo væri vildi ég gjarnan vera hér áfram. Það er gott aö vera á tslandi. Þjóðfræöi er næsta timaírek visindagrein, og i sambandi viö rannsóknir sinar hefur Bob Ilouser orðið aö leggja stund á margar visindagreinar, orö- sifjafræði, sögu, bókmenntir, dýralækningafræði. Meðal rita, sem hann hefur tint upp- lýsingar saman úr, eru Bisk- upasögur og Sturlunga. Rit- gerðin er 347 bls. að stærð. Þess má einnig geta að 1971 birtist eftir Houser grein i Ár- bók Hins islenska fornleifafé- lags, og bar hún titilinn Hjátrú eöa reynsluvit. Þessi grein er fyrsta samantektin, sem prentuð er á islensku um hestalækningar, og má segja að þaö sé ekki vonum fyrr hjá þjóö, sem lengst af sögu sinn- ar treysti á hestinn sem sitt eina farar- og flutningatæki á landi og kallaði hann réttilega sinn þarfasta þjón. Verður varla annað sagt en að við stöndum i verulegri þakkar- skuld við erlendan mann, sem tekið hefur fyrir efni, sem is- lcndingi hefði staðið næst að gera skil, og kostað til þess mikilli vinnu og fyrirhöfn i fleiri ár. — i greininni i Árbókinni lagði ég út af umsögn Jónasar frá Hriflu, sagði Bob. — Hann segir einhversstaðar að þvi hafi verið trúað að fylfullum merum yrði gott af fjósamoði, og kallar það hjátrú. En ég sýni fram á i greininni að fjósamoð er einmitt hollt fy 1- ifullum hryssum, og þetta 'þöföu bændur lært af reynsl- (jnni. Þannig er um margt, :;em kallað er hjátrú. Bændurnir, sem ég kynntist þegar ég var að safna upplýs- jngum úti á landi, sagði Bob ijnnfremur, sýndu mér mikla ■/elvild og áhuga. Og þeir voru imér alveg sammála um að ll-étt væri að skrifa um þetta á islensku. — Það er gott að þú skulir leggja á þig að safna þessum fróðleik, sem annars hefði gleymst með okkur, sögðu þeir. Og það væri leitt ef bókin þin yrði ekki á islensku. dþ Rætt viö George J. Houser, kanadískan lektor í ensku, sem samið hefur ritgerö til doktorsprófs um hestalækningar á íslandi — og skrifað hana á íslensku Bréf til blaðsins Sunnudaginn 21. nóv. sl. skart- ar á forsiöu Þjóðviljans furðufrétt um sundlaugarmál Mývetninga. Þar sem frétt þessi er mjög vill andi, vildi ég koma hér i stuttu máli leiðréttingu á framfæri: Það er alrangt að hér eigi aö velja á milli sundlaugar hjá Reykjahlið og sundlaugar við barnaskólann á Skútustöðum. Það er gamalt og nýtt áhugamál Mývetninga að byggja sundlaug við jarðhitasvæði hjá Reykjahlið, og þekki ég engan Mývetning sem er á móti þeirri framkvæmd. Ungmennafélagið Mývetningur hefur um áratugaskei'ð haft það mál á dagskrá, en það félag hefur ætið verið frumkvöðull félags- legra framfara hér i sveit. Ýmis Ijón hafa þó verið á veginum til þess að félagið hefði bolmagn til þessara framkvæmda. Til er samþykkt almenns hreppsfundar Starri í Garöi: Hafa skal það sem sannast reynist her fyrir 2 árum aö á vegum hreppsins skuli byggö sundlaug hjá Reykjahlið, og var sú fram- kvæmd miðuð viö plastlaug og vandaða búningsklefa. Opinber- um aðilum ber aö styrkja fram- kvæmdir sem þessa, og verður auðvitað ekki ráðist i kostnaðar- sama byggingu nema tryggt sé að það framlag liggi á lausu. Um það hefur sveitarstjórn sótt. en lof- oröið liggur ekki fyrir. enda sjálf- sagt i mörg horn að lita hjá við- komandi opinberum stofnunum. Nú hafa tveir af fimm hrepps- pefndarmönnum krafist að ákveðin sé bygging 25 m. laugar búinnar böðum, hitapottum og sem vandaðastar aö öllum búnaði, flisalagðrar i hólf og gólf o.sv.frv. Er full.vrt að slik sund- höll kæmi til með að kosta tugi miljónir kr. Hér er þvi nokkuð annað og meira á ferðinni en rætt hefur verið til þessa. Þaö er þvi eðlileg og sjálfsögö ákvörðun meirihiuta hreppsnefndar að skjóta þessu máli enn á ný til al- menns sveitafundar. en það hefur verið venja hér. að almennur sveitafundur taki ákvörðun i mikilsverðum málum. Það er vandséð á hverju sú full- vrðing er byggð, sem kemur fram i frétt Þjóðviljans að til boða standi ókeypis heitt vatn til sundlaugar hjá Reykjahlið. t þaö minnsta er þaö algerlega ófrágengið mál. Það hefur þvi ekki komið undir þá gerðað menn séu ginkevptir fyrir ókevpis heitavatn i þessu augna- miði eiða ekki. Það má fullvrða að enn er eindreginn vilji fyrir bvggingu sundlaugar hjá Revkjahlið. Hitt gætu orðið skiptar skoðanir um. sem eðlilegt er. hvernig að þessari fram- kvæmd skal staðið. Það um stærð, búnað og þá um leið kostnað. Til að mynda verða Mý- vetningar að kosta einir það sem fram yfir er 16 m. laugarlengd, en önnur byggðarlög og rikari hafa hingað til látið sér nægja að byggja innan 16 metra mark- anna. Þá er að vikja að sundlauginni við barnaskólann á Skútustöðum. í sumar hófst bygging 12 m. langrar sundlaugar á Álftabáru rétt við barnaskólann. Auk steinsteyptra búningsklefa með böðum. Byggingin er langt á veg komin. Laugin verður hituð með afgangs raforku frá barnaskólanum. en hann er hitaður upp með rafmagni og nýt- ir ekki að fullu yfir sumartimann þau árskilóvött sem hannkaupir. Að hita laugina með oliu hefur aldrei komið til tals, né heyrst fyrr en i tittnefndri fréttaklausu i Þjóðviljanum. Segja má fremur að hér sé sami orkugjafi og við væntanlega sundlaug hjá Reykjahlið, þ.e. jaröhitinn við Námafjall. Raf- magn það sem notað er hér i sveit kemur frá rafstöðinni i Bjarnar- flagi. Sundlaugarbygging þessi kemur til með að kosta á aðra miljón og er algerlega byggð á kostnað UMF Mývetninga. Félagið fékk lán frá Skútustaða- hreppi. sem greiðist upp um leið og hreppurinn ræðst i sund- laugarbyggingu hjá Reykjahlið. Engir opinberir styrkir koma hér til. Bygging þessarár laugar torveldar þvi á eng- an hátt byggingu sundlaug- ar hjá Reykjahlið eða get- ur fyllilega komið i hennar stað. þvi þessi laug veröur tæpast Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.