Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. desembcr 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Kin myndanna á svningunni, Klettar og vötn. Aðalfundur Félags íslenskra leikara Aðalfundur Félags fslenskra leikara var haldinn þann 10. desember sl. i Iðnó uppi. Fundur- inn var mjög fjölsóttur, og voru nær 80 félagar á fundinum, en fé- lagareru alls 142. þar sem 11 nýir bættust i hópinn á þessum fundi. Félagar eru leikarar. söngvarar og leikmyndateiknarar. Formaður félagsins, Klemenz Jónsson, gaf ýtarlega skýrslu um starfsemina á árinu. 'Þar kom m.a. eftirfarandi fram: Mikið hefur á árinu verið unnið að kjaramálum stéttarinnar, gerðir voru nýir kjarasamningar við þjóðleikhúsið og leikfélag Reykjavikur (þ.e. B og C samn- ingar). t þeim felst mikið at- vinnuöryggi fyrir leikara þar sem 20 leikarar verða á þessu ári fast- ráðnir á leikhúsunum til viðbótar við þá, sem fyrir voru. Einnig standa yfir samningsviðræður fyrir leikara og söngvara, sem vinna hjá útvarpi og sjónvarpi. Þá er ennfremur verið að semja fyrir leikmyndateiknara. Á þessu ári hefur Leikfélag Akureyrar fastráðið átta leikara, og _er þar nú starfandi þriðja at- vinnuleikhúsið hér á landi. Fund- urinn lýsti yfir mikilli ánægju með þetta lofsverða framtak Leikfélags Akureyrar og skoraði jafnframt á Akureyrarbæ og Al- þingi aðauka að mun fjárframlög til Leikfélags Akureyrar. Þá var á fundinum mikið rætt um leiklistarskólamálið Sigurður Reynir Pétursson hef- ur verið lögmaður félagsins i s.l. 15 ár og hefur unnið mikið og margþætt starf að samningamál- um fyrir félagið, ennfremur að uppbyggingarstarfi félagsins Formaður þakkaði honum fyrir hönd allra félaganna og sæmdi hann gullmerki félagsins Úr stjórn félagsins áttu að ganga leikararnir Klemenz Jóns- son, sem verið hefur formaður i s.l. sex ár, og Gisli Alfreðsson rit- ari félagsins. Þeir voru báðir endurkjörnir til þriggja ára. Aðrir i stjórn eru: Bessi Bjarnason, sem er gjald- keri. Brynjólfur Jóhannesson, sem er varaformaður og Guðrún Asmundsdóttir sem er með- stjórnandi. Þýskur listamaður sýnir á Mokkakaffi Þýskur listamaður, Alfred Schmidt, sýnir um þessar mundis á Mokkakaffi ■andslagsmyndir frá ís- landi. Hann er hér i f jóröa Nemendur í skólanefnd Rikisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á alþingi um breyting á lögum um Hótel- og veitingaskóla tslands. Efni frumvarpsins er að nemendur fái aðild að skólanefnd, en óskir hafa komið fram um það af þeirra hálfu. t athugasemdum með frum- varpinu segir, að ráðuneytið áliti slika stefnu eðlilega og muni einnig athuga um breytingar i þessa átt við aðra skóla, þar sem nemendur eiga ekki nú þegar svipaða aðild. Samkvæmt frumvarpinu fá nemendur 1 af 6 i skólanefnd. skipti, og hann hélt sýningu á Mokka fyrir 2 árum. Alfred sagði i spjalli við frétta- mann, að hann væri mjög hrifinn af landi og þjóð og hann reyndi i myndum sinum að ná fram hinu einfalda og sterka i náttúrunni án þess að fara troðnar slóðir i myndsköpuninni. tslenskt lands- lag er svo myndrænt og ungt, að það væri ekki annað hægt en hrifast af sköpunarverki sem birtist til að mynda i Surtsey og Heimaey. Alfred er myndlistarmaður að mennt og hefur viða farið. Hann var um tima þekktur ráðgefandi á sviði umbúða og hefur skrifað bók um umbúðir og neytendur. Hann hefur sem myndlistarmað- ur kynnst fátækt og velmegun, en nú er honum efst i hug að starfa sjálfstætt að myndsköpun. Hann mun sýna myndir frá tslandi i Danmörku i mars næstkomandi og hann hefur einnig sýnt myndir héðan i Þýskalandi. Sýning Alfreds stendur yfir til 5. janúar. SJ F. BJÖRNSSON adíóverslun - Bergþórugötu 2 - sími 23889 FIDELITY RADIO ÓDÝRIR STEREO PLÖTUSPILARAR MEÐ MAGNARA OG HÁTÖLURUM Jólagjðfin í ár er kuldaúlpa frá okkur ★ AMERISKAR ★ ENSKAR ★ FINNSKAR ★ ÍSLENZKAR ★ ÚLPUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA 1-2-3 0 Verzlanir fullar af nytsömum jólagjöfum OPIÐ til kl. 11 í kvöld VINNUFATABUÐIN Laugavegi 76 — Hverfisgötu 26 — Hafnarstrœti 5 ATH. Nýja verzlunin okkar er að Hafnarstrœti 5 Tryaavaaötumeqin ----------------GLEÐILEG JÓL-----------

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.