Þjóðviljinn - 01.02.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1974, Síða 5
Föstudagur 1. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ■ Bakhlið húss er oft ærið torkennileg miðaö við framhliðina, og ekki á þetta síður við um húsaþökin. Ekki er vlst að allir borgarbúar kannist viö húsin á myndinni sem þó eru nálægt hjartastað borgarinnar f gamla miðbænum. Einhverja viðmiðun má þó fá af Engey I baksýn og höfuðstöðvum Standard Oil á islandi t.h. Frú Fjose kemur í næstu viku Þingmaður Kristilega þjóðar- flokksins i N'oregi, frú Berglind Fjose, sem var félagsmálaráð- lierra i stjórn Korvalds, kemur hingaö til lands 2. febrúar nk. Hingað kemur frúin að tilhlutan áfengisvarnarráðs, Norræan félagsins og Stórstúku islands. Mun frúin flytja erindi i Norræna húsinu og tala á opnum fundi i Templarahöllinni. Eins og fram kom í viðtali við Ingólf Guðmundsson, prest- menntáðan Kennaraháskóla- kennara, sem birtist hér i blaðinu fyrir allnokkru og fjallaði ma. um nauösyn á stofnun kristilegs flokks hérlendis, vænta fylgj- endur þeirrar skoðunar nokkurs af komu frúarinnar hingað til lands, og má búast við að þeir sem huga hafa á stofnun sliks flokks hugsi sér til hreyfings meðan frúin dvelur hér og fái hjá henni upplýsingar um það hvernig standa beri að slikri flokksstofnun og rekstri. Rannsaka þarf efnis innihald álreyksins Aukinn áhugi álversmanna á hreinsitœkjum Jóns Þórðarsonar eftir árangur sem af þeim varð við Mývatn Nú virðist sem álvers- mennirnir i Straumsvik hafi skyndilega fengið aukna tiltrú á hreinsi- tækjum þeim sem Jón Þórarinsson að Reykja- lundi hefur smiðað og gerðar hafa verið til- raunir með i Straumsvik og i kisilgúrverksmiðj- unni við Mývatn, þvi þeir hafa boðist til þess að gerast umboðsmenn tækjanna og söluaðilar á erlendum markaði. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá áður, gáfu tæki þessi mjög góða raun við Mývatn, en þar reyndist hreinsihæfni þeirra vera 99%, Hins vegar hafa niðurstöður nokkurra rannsókna i álverinu hvað varðar hreinsihæfni rokkað frá 20% og að 90%, og telja kunnáttumenn að kenna megi um ónákvæmni við sýnatöku af efni þvl sem sest i tækin. Álversmenn voru á fundi á þriðjudaginn með umhverfis- verkfræðingi heilbrigðiseftir- litsins og fleirum, en þar var lögð fram niðurstaða kannananna við Mývatn. Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur, sagði að samkomulag hefði orðið um það að athuga eiginleika þess efnis sem færi i gegnum hreinsi- tækin, þvi vel gæti verið að einhver kolasalli væri i álreyknum, og ef svo er þá er rykið orðið vatnsfælið, en tækin sem verið er að reyna eru einmitt grundvölluð á notkun vatns með ákveðnum hætti til hreinsunar- innar. Einar sagði að efnasamsetning reyksins hefði ekki verið athuguð til þessa, né heldur athugað með kornastærð reyksins og dreif- inguna á þeim, en þetta getur spilað verulega inn í varðandi nýtni tækjanna, og þá hvernig hreinsiúðinn skuli samsettur. Nú mun liggja fyrir að reyna enn nýja gerð af hreinsitæki i álverinu, og mun Einar Valur hafa eftirlit með þeirri tilraun, svo og með sýnatökum og efna- greiningu reyksins og rann- sóknum á kornastærðinni. —úþ Hvalur 8. til gœslu- starfa í byrjun febr. Sauðárkrókur: Meira byggt en nokkru sinni fyrr Útlit er fyrir að meiri byggingaframkvæmdir verði hér á Suðárkróki á þessu ári en nokkru sinni fyrr i sögu kaupstaöarins. í fyrra og það sem af er þessu ári hefur verið úthlutað lóðum undir S(> íbúðir á Sauðárkróki. i fyrra var aðeins byrjað á þremur af þessum ibúðum, en nú strax með vorinu munu framkvæmdir við aðrar ibúðir hefjast. Það eina sem menn kviða fyrir er að ekki verði unnt að fá nógu marga iðnaðar- menn til starfa. Af þessum ibúðum verða :i(> ibúðir i fjölbýlis- húsum, 21 íbúð i raðhúsum og 29 einbýlishús. Þá er unnið að breytingum á frystihúsi Fiskiðjunnar hér sem miða bæði að stækkum og endur- bótun á þvi sem fyrir er. Einnig er unnið að viðbótarbyggingu við gagnfræðaskólann fyrir 8 milj. kr. fjárveitingu, sem veitt var til verksins. Þá er og unnið að flug- vallargerðinni, en til hennar voru veittar 12 milj. og hafnarfram- kvæmdir verða hér á árinu fyrir 15 milj. kr. A þessu sést að hér er meiri atvinna en nokkru sinni fyrr i sögu Sauðárkróks. Þegar það svo bætist ofan á, að aldrei hefur önnur eins vinna verið i frystihúsunum eins og nú eftir að skuttogararnir komu, en þeir hafa veitt alveg sérstaklega vel. Má sem dæmi nefna að Drangey landaði um siðustu helgi 160 tonnum eftir 10 daga veiði- ferð, Skafti er að landa hér nú 110 tonnum eftir 9 daga ferð og Hegranesið er langt komið með að fylla sig. Afli þessara skipa skiptist á milli 3ja frystihúsa, tveggja á Sauðárkróki og svo frystihússins á Hofsósi. Þar er nú einnig meiri en nóg vinna, sem er meira en verið hefur um áratuga skeið. tbúum Sauðárkróks hefur fjölgað verulga á siðustu árum og munu nú vera orðnir um 1700. Er öruggt að þeim hefði fjölgað meir ef húsnæði hefði verið fyrir hendi. en svo hefur ekki verið. —Hreinn Litið lagðist fyrir kappana Eigendur hafa enn ekki afhent landhelgisgæslunni skipið Háskólamenn taka laun eftir kjara- samningi BSRB Hvað dvelur orrainn langa spyrja menn, hversvegna hefur Ilvalur 8., sem landhelgisgæslan hefur fengið loforð fyrir til land- helgisgæslustarfa,enn ekki verið sendur á miðin? Að þvi er Hafsteinn Hafsteins- son blaðafulltrúi hjá landhelgis- gæslunni sagði okkur i gær hefur orðið dráttur á þvi að eigendur skipsins afhentu gæslunni það, þar eð meira hefur þurft að gera við skipið en ætlað var i fyrstu. Þó sagði Hafsteinn að von væri til þess að skipið gæti farið út til gæslustarfa i byrjun febrúar. Hafsteinn sagði að enn hefði ekki á það reynt hvort erfitt myndi að manna skipið, um það væri ekk- ert hægt að segja fyrr en gæslan hefði fengið það afhent. Mjög rólegt er nú á miðunum. Þó eru nú 55 togarar á miðunum kringum landið, þar af 36 breskir. Ekki kvað Hafsteinn að vart hefði orðið við þá togara hér við land sem sviftir hafa verið veiðileyfi á Islandsmiðum. Þá gat hann þess að v-þýsku togararnir hefðu nú mjög hægt um sig. Vegna þeirrar fullyrðingar LONDON 28/1 Lögreglan breska hefur að likindum komið i veg fyrir að frönskum ráðherra yrði rænt með þvi að handtaka Marokkómann, Pakistana og ameriska stúlku á Heathrow- flugvelli i fyrra mánuði. Þau voru handtekinn fyrir að reyna að smygla vopnum inn i samtakana „Seljum landið” að ekki væri orðið hægt að komast um hafið umhverfis Island vegna rússneskra kafbáta spurðum við Hafstein hvort islensku varðskip- in hefðu eitthvað orðið vör við þessa ógnvalda. Sagði Hafsteinn að hann hefði aldrei heyrt á slikt minnst. Hefði varðskip oröið vart við rússneskan kafbát hér við land hefði það strax verið tilkynnt viðkomandi ráðuneyti en til sliks hefði aldrei komið svo hann vissi. —S.dór landið. Marokkómaðurinn hefur viðurkennt, að vopnin hefði átt að nota við rán á frönskum ráð- herra, en fyrir hann vildu þau fá 30 fanga i Marokkó úr haldi. Stúlkan hefur borið, að hún hafi ekki vitað að skammbyssum hafði verið komið fyrir i farangri hennar. Háskólamenn klufu sig út úr BSRB á sinum tima vegna þess að þeim þótti þeir vera snið- gengnir við kjarasamninga, sem gerðir voru af BSRB. Nú hefur BSRB hins vegar náð samningum við rikisvaldið um kaup og kjör félagsmanna sinna i frjálsum samningum, en Banda- lag háskólamanna hins vegar ekki, og var mál þeirra tekið fyrir i Félagsdómi i gær, og fór þá frant fyrsti málflutningur. En hvað skyldu hinir vigreifu kröfugerðarmenn gera meðan svona stendur á fyrir þeint? Skyldu þeir taka laun eftir þeim samningum sem enn eru i gildi hjá þeim? Ó. nei! Nú taka þeir laun eftir samningum þeim sem mörg stór orð með litilsvirðingarmerkingu hafa verið látin falla um. samningi rikisins og BSRB! —úþ Atti að ræna ráðherra?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.