Þjóðviljinn - 23.03.1974, Blaðsíða 1
DJÚÐVUHNN
Laugardagur 23. mars 1974 — 39. árg. — 69. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
k' á
HERINN BURT
Sl. fimmtudagsmorgun, 21. mars, bundust stjórn-
arflokkarnir fastmælum um það hvernig brott-
flutningi hersins verði hagað. Herinn fer i fjórum á-
föngum á tveimur árum, bandariska hermanna-
sjónvarpið verður strax takmarkað við völlinn ein-
an, Keflavikurflugvöllur verður hluti af islensku
landi á eðlilegan hátt. Hér er um að ræða áfanga-
sigur. Nú reynir á framkvæmdina, en það mun
liggja fyrir innan næstu vikna hvort Bandarikja-
menn fallast á tillögur rikisstjórnar eða hvort al-
þingi segir upp herstöðvasamningnum, eins og
rikisstjórnin mun gera tillögu um ef Bandarikja-
menn fallast ekki á tillögur islensku rikisstjórnar-
innar.
Rœtt við Magnús Kjartansson, ráðherra, um
samkomulagið í rikisstjórninni um brottflutning hersins
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
kom saman til fundar i fyrra-
kvöld og fjallaði um samkomu-
lagið i rikisstjórninni. Samþykkti
miðstjórnin samhljoða að flokk-
urinn stæði að tillögunum.
Blaðið sneri sér til Magnúsar
Kjartanssonar vegna fréttarinn-
ar frá rikisstjórninni um sam-
komulag um tilhögun brottflutn-
ings bandariska hersins. Þjóð-
viljinn spurði fyrst! I hverju er
samkomulagið fólgið?
Herinn burt
— Það er fólgið i þvi að nú hef-
ur endanlega verið gengið frá
brottflutningi bandariska hersins
frá tslandi og áfangaskiptum
brottflutningsins. Áfangarnir
verði þannig að f jórðungur liðsins
verði farinn fyrir lok þessa árs,
1974, annar fjórðungur fyrir lok
kjörtimabilsins, þriðji fjórðung-
urinn fyrir lok næsta árs, 1975, og
afgangurinn fyrir mitt ár 1976.
Þannig verði herinn farinn að
fullu einu ári eftir lok kjörtima-
bilsins og helmingur hans fyrir
lok kjörtimabilsins
Rétt er að taka það fram að við
ráðherrar Alþýðubandalagsins
lögðum áherslu á að herinn færi
að fullu á kjörtimabilinu. Þetta
atriði var sérstaklega rætt þegar
málefnasamningur stjórnar-
ilokkanna var gerður. Við Al-
þýðubandalagsmenn óskuðum þá
eftir þvi, að við gerð málefna-
samningsins skyldi tekin ákvörð-
un um að brottflutningi herliðsins
lyki á kjörtimabilinu. En sam-
starfsflokkar okkar i rikisstjórn
vildu ekki kveða skýlaust á um
þetta efni og þess vegna er talaö
um að stefnt skuli að brottflutn-
ingi hersins á kjörtimabilinu.
Þannig getum við með engu móti
sakað samstarfsflokkana um
vanefndir þótt brottflutningurinn
dragist eitt ár fram yfir lok kjör-
timabilsins.
En hitt cr að sjálfsögðu megin-
atriði þessa máis, að nú hefur
vcrið tekin endanlcg ákvörðun
um það hvernig brottflutningi
herliðsins verði háttað og settar
hafa vcrið ákveðnar dagsetning-
ar i þvi skyni.
Skuldbindingar
— Þetta var fyrsti hluti sam-
komulagsins innan rikisstjórnar-
innar, en siðan eru ákvæði um
skuldbindingar gagnvart Atlants-
hafsbandalaginu og hvernig þær
skuli uppfylltar.
— Það er rétt að i sambandi við
afgr. þessa máls i rikisstjórn-
inni lögðu samstarfsflokkar okk-
ar á það áherslu að gengið yröi
frá þvi hversu skuldbindingum
Islands innan NATO skyldi hátt-
að. Við Alþýðubandalagsmenn
erum andvigir aðild Islands að
NATO, en þegar stjórnarsamn-
ingurinn var gerður var samið
um að aðild Islands að Atlants-
hafsbandalaginu skyldi óbreytt. 1
umræðum um skyldur okkar inn-
an NATO i rikisstjórninni höfum
við Lúðvik Jósepsson jafnan lagt
á þaö þunga áherslu að hlita bæri
að fullu fyrirvörunum frá 1949 um
að hér skuli ekki vera erlendur
her né erlendar herstöðvar á frið-
artimum. Innan þessa ramma er
það samkomulag sem við höfum
nú gert i rikisstjórninni.
Lendingarréttur
Þar er um það að ræða að flug-
vélar á vegum NATO skuli hafa
lendingarrcttindi á Keflavikur-
flugvelli þegar þörf þykir að mati
Framhald á 14. siðu.
o Sjónvarpið takmarkað víð
völlinn og lokað á næsta ári.
o Brottflutningi hersins lokið á
miðju ári 1976 — helmingur
farinn fyrir lok kjörtímabils
o Keflavíkurflugvöllur
verði aftur eðlilegur hluti
af íslensku landi
Aðalatriðin
Samkomulag tókst í rikisstjórninni um tillögur
um brottflutning hersins sl. fimmtudag 21. mars.
Tillögurnar gagnvart Bandaríkjamönnum eru i
meginatriðum þessar:
1. Herinn fari i f jórum áföngum. Fyrsti f jórðung-
ur fyrir árslok 1974, annar f jórðungur fyrir mitt ár
1975, þriðji f jórðungur fyrir árslok 1975 og afgang-
urinn fyrir mitt ár 1976.
2. Til að fullnægja skuldbindingum islands við
NATO leggur íslenska ríkisstjórnin til að málum
verði komið fyrir á þennan hátt:
• Flugvélar á vegum NATO hafi lendingarleyf i á
Keflavíkurflugvelli þegar þurfa þykir að mati ís-
lenskra stjórnarvalda. Þó skal ekki vera hér föst
bækistöð herflugvéla.
• Vegna lendinganna hafi NATO heimild til að
hafa hér 100—200 manna hóp flugvirkja og annarra
tæknimanna sem ekki eru hermenn til að sjá um
eftirlit með flugvélunum.
• Við brottför hersins taki íslendingar við allri
löggæslu á flugvellinum.
• islendingar taki við radarstöðvunum á Suður-
nesjum og í Hornafirði ef þurfa þykir.
Þetta voru aðalatriði tiilagnanna. Jafnhliða á-
kvörðun um tillögur þær sem að ofan er greint frá
tók ríkisstjórnin þær ákvarðanir, sem ekki eru
samningsatriði við Bandaríkjamenn:
• Sjónvarp hersins verði þegar í stað takmarkað
við völlinn einan. Sjónvarpinu verði alveg lokað á
miðju næsta ári.
• Öll stjórnarfarsleg meðferð mála á vellinum
falli undir stjórnarráð Islands og hin einstöku ráðu-
neyti þess með venjulegum hætti, eins og hvert ann-
að íslenskt landsvæði.
Og loks um málsmeðferð:
• Sendiherra Bandarikjanna hefur verið beðinn
um að koma tillögum ríkisstjórnarinnar á framfæri
við stjórn sína. Síðan mun utanríkisráðherra ræða
við fulltrúa Bandarikjastjórnar. Náist þá ekki sam-
komulag verður lögð fyrir það þing er nú situr —
þ.e. á næstu vikum — tillaga ríkisstjórnarinnar um
uppsögn herstöðvasamningsins.
Tillögurnar verða fljótlega lagðar fyrir
í gær sendi rikisstjórnin frá sér frétta-
tilkynningu i tilefni af þvi samkomulagi,
sem gert hefur verið milli stjórnarflokk-
anna um herstöðvamálið. Fréttatilkynn-
ingin er á þessa leið:
„Rikisstjórnin gekk i gær frá drögum að
viðræðugrundvelli við Bandarikjamenn
um endurskoðun varnarsamningsins.
Hafa þær tillögur nú verið kynntar utan-
rikismálanefnd Alþingis og viðræðufund-
ur við Bandarikjamenn verður væntan-
lega ákveðinn á næstunni”.
Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðvilj-
inn fékk hjá Einari Ágústssyni, utanrikis-
ráðherra, hefur nú þegar verið óskað eftir
slikum fundi með fulltrúum rikisstjórnar
Bandarikjanna sem fyrst, en bandariski
sendiherrann hér hefur komið þeim boð-
um á framfæri, að Bandarikjamenn séu
ekki reiðubúnir til viðræðna fyrir 1. april
n.k.