Þjóðviljinn - 19.05.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. mal 1974.
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
kirkjugarði i Osló var framtið
min.
— Nú verðurðu að reyna að
sofa, sagði hvitklædda hjúkrun-
arkonan sem kom með kvalastill-
andi töflur. En það voru ekki
verkirnir sem héldu vöku fyrir
mér. Mig verkjaði ekki lengur I
mjöðmina, mig klæjaði aðeins
ögn I handleggsbrotið og höfuð-
verkurinn hafði dofnað — allt
voru þetta smámunir. Það voru
hugsanirnar sem létu mig ekki I
friði. Æ ofaní æ hafði ég endurlif-
að slðustu andartökin við drynj-
andi fossinn,og þegar ég reyndi að
hugsa um eitthvað annað, komu
minningarnar frá næstu árum á
undan fram i staðinn, árunum
með mömmu og pabba...
Eitt af þessum kyrrlátu kvöld-
um, ég sat við borðstofuborðið og
las lexiurnar minar. Mamma var
að bjástra hljóðlega kringum
mig, hrædd um að trufla, ég
þurfti næði til að læra. Allt I einu
sagöi hún: — Hann er giftur þess-
ari prentsmiðju,' og röddin var
hörð og bitur. En þegar bjallan
hringdi nokkru seinna, sagði hún-
kvlðafull: — Þú mátt ekki segja
pabba að ég hafi sagt...
Og svo kom pabbi, hafði unnið
frá klukkan sex um morguninn,
hann var þreyttur og borðaði sið-
búinn kvöldverðinn án þess að
segja margt, las siðan blaðið,
spurði mig ögn um skólann og
settist siöan við skrifborðið við
útreikninga sina. Allt var eins og
vanalega.
En einmitt þetta kvöld lauk
mamma ekki við uppþvottinn
eins og hún var vön. Hún mátti
annars ekki til þess hugsa að bolli
biði óuppþveginn til næsta dags,
fór nú inn i svefnherbergið og beið
þar þangað til pabbi fór inn að
hátta og ég heyrði brot úr sam-
ræöum gegnum vegginn. Þau töl-
uðu ensku eins og þau gerðu alltaf
þegar mömmu var mikið niðri
fyrir og þegar ég átti ekki að
fylgjast með, en nú hafði ég lært
nógu mikið til að skilja. —...al-
ways alone, ég hitti aldrei nokk-
urn mann... alein alian liðlangan
daginn... skilurðu það ekki,
Andreas? heyrðist rödd mömmu
dálitið æst og skerandi. Og róleg
og lágvær rödd pabba: — ...aðal-
atriðið að Fredrik eigi gott heim-
ili... má ekki trufla hann... enga
gesti þegar hann er að vinna... og
hverjum ættum við að bjóða,
þekkir þú einhverja?
Ég átti að ná góðu prófi, pabbi
hafði ákveðið það, sjálfur hafði
hann engrar menntunar notið.
Miðskóii, verslunarskóli og siðan
prentsmiðjan, — það var allt á-
kveðið.
Þegar ég tók af skarið, þegar ég
neitaði að halda áfram verslunar-
skólanum og afsagði að byrja i
prentsmiðjunni, þvi að ég vildi
verða listamaður, málari — nú
hefði ég viljað gefa mikið fyrir að
það hefði aldrei gerst. Pabbi varð
ekki reiður, sat aðeins þarna ör-
vilnaður og tautaði eitthvað.
Hann hafði hugsað sér, hafði von-
að.hafði gert ráðfyrir... hann átti
þessa prentsmiðju, hafði unnið
sig upp úr engu, „byrjaði með
tvær hendur tómar, Fredrik”.
Hann átti aðeins einn son, „Ég
hef gert allt fyrir þig, vonaðist til
að þú sýndir mér þá tillitssemi,
það er þér fyrir bestu...” En vita-
skuld, þegar það var ekki nógu
fint að vera heiðarlegur prent-
ari...
Það leið langur timi áður en við
gátum talað saman i vinsemd eft-
ir þetta, það var ekki fyrr en ég
var kominn i handiða- og mynd-
listaskólann, ef til vill var hann
að vona að það myndi leiða mig
inn i hinn hagnýta veruleika
prentlistarinnar. Svo keypti hann
bilinn, það varð ekkert úr ein-
menningsferðalaginu mínu með
litakassa og trönur sem ég hafði
verið að bollaleggja. Ég gat
ómögulega neitað þegar hann bað
mig og mamma varð svo glöð.
Af hverju kom aldrei neinn til
okkar, af hverju vorum við alltaf
ein? Fjölskylda mömmu var i
Bandarkjunum... hún hafði hitt
pabba, unga norðmanninn
Andreas, þegar hann vann i
prentsmiðju i Chicago... en ætt
pabba... gott heimili handa Fred-
rik... gott heimili... Litlu töflurn-
ar tvær, sem sú hvitklædda hafði
gefið mér, fóru að hafa áhrif,
minningarnar runnu saman,
myndirnar urðu óskýrar...
mamma... pabbi... ég gat naum-
ast greint þau lengur... Hið síð-
asta sem ég man áður en svefninn
tók mig I alvöru I fang sér, var al-
varlegt andlitið á pabba með
hvita örið eins og lýsandi slöngu i
brúnu hörundinu...
Ég stóð i hólklaga rúmi, jarð-
göngum eða hvelfingu, opinni i
báða enda, það var I rökkrinu.
ískyggileg vera kom reikandi á
móti mér með hendur fyrir and-
Nýkomin indversk
bómullarefni og mussur i miklu
-—jq. Jasmin Laugavegi 133 __
@ sa
BóklialdsaóstoÖ
með tékkafeerslum
r^BÚNAÐARBANKINN
\f\/ REYKJAVÍK
liti, gekk framhjá, hvarf... og ég
starði inn i myrkrið á eftir henni,
Rauöur pollur birtist, hann
stækkaði meðan ég horfði á hann,
varð að blóðhafi...
Hjúkrunarkonan hafði dregið
gluggatjöldin frá og sólin skein
inn I herbergið, ég hafði sofið
samfellt heila nótt. Hún sagði ein-
hver vinsamleg orð áður en hún
fór aftur út, en ég svaraði ekki,
var með hugánn annars staðar.
En svo áttaði ég mig, ég mundi
hvar ég var, mundi eftir öllu sem
hafði gerst, og minningarnar
flykktust að mér á ný. Ég stugg-
aði þeim frá mér, ég gat ekki af-
borið þær, ég varð að hugsa um
eitthvað annað. Þessi undarlegi
draumur, hvað gat hann táknað?
Þessi undarlegu mjóu göng, þau
táknuðu vlst eitthvað, þannig var
það vist oft I draumum. En ég
vissi svo sem ekkert um slikt,
þetta urðu ekki annað en vanga-
veltur, ég varð engu nær. Og
minningarnar komu aftur.
— Við hefðum getað haft það
allt öðru visi. Mamma hafði talað
um að flytja, hún gat aldrei
gleymt þvi að faðir hennar hafði
átt stórt hús I útjaðri Chicago,
hana langaði I eigið hús, vinnu-
stúlku og bil, gat aldrei sætt sig
við að búa i venjulegri ibúð, það
var svo lágkúrulegt. En pabbi
þorði ekki að kaupa hús; fyrst
varð fyrirtækið að standa traust-
um fótum, þetta voru erfiðir tim-
ar, hann varð að eiga eitthvað i
bakhendinni. — Og Frekrik verð-
ur að hafa eitthvað upp á að
hlaupa, þegar hann tekur við. Og
þá var það sem hann sagði: — Við
hefðum getað haft það allt öðru
vlsi, ef allt hefði farið eins og til
stóð; Það var vlst i sambandi við
einhvern arf; einhver óréttur
hafði verið framinn — ég hafði
ekki áttað mig á samhenginu.
Það var vist ekki gott að reyna
of mikið á hugann, ég fann að
sviminn eftir heilahristinginn var
ekki alveg horfinn; enn á ný
fannst mér sem ég væri aðeins að
hálfu staddur i herberginu. Ef til
vill voru það áhrifin af sterku
töflunum, það var eins og himna
hefði dregist yfir augun I mér, en
hún var gegnsæ, ég svaf ekki — og
enn birtust myndir á græna
veggnum.
Þá sá ég hvelfinguna úr
draumnum greinilegar, það var
porthvelfing en ekki neitt tákn;
það var port sem ég kannaðist
við, sem ég hafði komiö i.Ég stóð
þarna og horfði út á götuna, hún
var dimm og skuggaleg, götuljós-
ið dauft og aðeins skin úr litlu
rúöunum I knæpunni við hliðina á
portinu.
Ég sneri mér við og gekk inn i
þröngan bakgarðinn. Beint á móti
var þriggjahæða múrsteinshús,
bakhús með háum, mjóum glugg-
um. Ég sá ljós I nokkrum þeirra.
Til hægri var brúnt grindverk
meö kamraröð og ruslatunnum
fyrir framan, til vinstri voru tvö
timburhús, hrumlegir öldungar,
sem hölluðust hvort að öðru.
Römmum þef sló fyrir vit mér.
Ég vissi nákvæmlega hvert ég
var að fara, ég stikaði beint að
timburhúsinu sem næst stóð og
stansaði fyrir utan glugga á
fyrstu hæð. Ég horfði inn i eldhús,
gamaldags, fátæklegt eldhús með
stórum viðarofni og gufuhettu
sem stóð langt fram i herbergið,
tveim tréstólum og þrifæti.
Kertisbútur i flösku á eldhús-
bekknum varpaði flöktandi birtu
á magurt og fölt drengsandlit,
yfir bók og langar sterklegar
hendur á hreyfingu, sterklegar
hendur með rispum og sárum,
vinnulúnar hendur ungs vinnu-
þræls...
„Þótt kóngar fylgdust allir að
með auð og veldi háu,
þeir megnuðu ei hið minnsta
blaö
að mynda á blómi smáu.
I hægri hendi heldur Andreas á
litlum trébút sem hann slær takt-
inn með i eldhúsborðið, þannig á
hann best með að læra. Lemur
það inn I sig, ef svo mætti segja.
Rétt eins og frökenin gerir, þegar
hún gengur um skólastofuna og
slær taktinn með spanskreyrnum
meðan þau þylja sálmaversin.
Já, hún er líka snögg að beita
honum á annan hátt þegar þörf
krefur.
Frökenin hefur aldrei lamið
Andreas með spanskreyrnum,
hún hefur aldrei haft ástæðu til
þess. Aldrei hefur hann verið
sendur heim úr skóla til aö láta
Finnski leikflokkurinn
Tilateatteri
sýnir leikritið „Heldur syng ég en græt” i
Norræna húsinu mánudaginn 20. mai kl.
20:00.
Aðgöngumiðar seldir i kaffistofu Norræna
hússins frá hádegi á mánudag.
Norræna húsið
NORRÆNA
ALLIR VELKOMNIR. HUSIÐ
Til sölu
Caterpillar-bátavél og togspil
Til sölu er 150 hö. Caterpillar-vél, með
skrúfu, öxli og fleiru, togspil, 2 1/2 tonna,
lágþrýst með dælu.
Vélin er til sýnis hjá Slippstöðinni h.f., Akureyri.
Vél og spil þarf aö endurnýja. Upplýsingar gefur Guðni
Jóhannsson, heimasimi 17662.
Fiskveiðasjóður íslands
Útvegsbankahúsinu,
simi 24310.
AUGLYSING ,
Lyfjatæknaskóli Islands
Lyfjatæknaskóli íslands tekur til starfa á
þessu ári.
Samkvæmt 2. kafla reglugerðar um nám
og starfsréttindi lyfjatækna nr. 183/1973
eru inntökuskilyrði gagnfræðapróf eða
hliðstæð próf.
Umsóknir um skólavist skal senda skóla-
stjóra Lyfjatæknaskóla Islands, Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
fyrir 10. júni 1974. Samkvæmt 6. gr. ofan-
nefndrar reglugerðar skal umsókninni
fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskirteini.
2. Almennt læknisvottorð.
3. Vottorð samkvæmt36. gr. lyfsölulaga
(berklaskoðun).
4. Sakavottorð.
5. Meðmæli (vinnuveitenda og/eða
skólastjóra).
Umsóknir um undanþágu til að gangast
undir próf án undangenginnar skóla-
göngu, sbr. ákvæði 1 til bráðabirgða i
greindri reglugerð, sendist skólastjóra
Lyftæknaskóla íslands, Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu fyrir 30. júni
1974. Umsókninni þarf að fylgja vottorð
samkvæmt ofannefndri 6. gr., svo og vott-
orð lyfsala um starfstima i lyfjabúð. Slikt
próf verður haldið samkvæmt ákvæðum 4.
kafla nefndrar reglugerðar, væntanlega i
október næstkomandi.
Skólastjórn er heimilt að stytta námstima
væntanlegra nema, sem þegar hafa lokið
verklegu námi i lyfjabúð og námskeiði
fyrir starfsfólk i lyf jabúðum. Próf og lög-
gilding slikra nema getur orðið árlega frá
birtingu auglýsingar þessarar, þó i siðasta
sinn árið 1976. Þeir aðilar, sem ætla að
notfæra sér þetta bráðabirgðaákvæði,
geta leitað til skólastjóra skólans, sem
veitir frekari upplýsingar.
Skólastjóri.
17. mai 1974.