Þjóðviljinn - 19.05.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. mal 1974.
©
Undirbúa safn til
sögu íslenskra kvenna
nýkomin frá Gautaborg at
norrænni ráðstefnu um
kvennasögu/ þe. um sam-
hæfingu upplýsinga- og
bókaþjónustu á því sviði.
Þegar við hringdum i hana
núna til að spyrja um ráðstefnuna
kom fram, að þátttakendur voru
rúmlega 20 bókasafnsfræðingar
og fræðimenn frá öllum Noröur-
löndunum og auk hennar var frá
fslandi Svanlaug Baldursdóttir
bókasafnsfræðingur. Það stóð til,
að Anna Sigurðardóttir færi lika,
en af þvi gat þvi miður ekki
orðið , þegar til kom, og var
mikill skaði , sagði Else Mia, þvi
óliklegt er að nokkur önnur
manneskja hérlendis sé jafn fróð
um þessa hluti og hún.
Ráðstefnan var haldin i
Háskólabókasafninu i Gautaborg
og voru framsöguerindi eftir-
farandi:
Nynne Koch bókasafns-
fræðingur Konunglega bóka-
safninu Kaupmannahöfn og
Inger Westberg bókasafnsfr.
Kvennasögusafninu Háskólanum
i Gautaborg höfðu framsögu um
skilgreiningu á visindagreininni
Kvennasaga og bókfræði hennar.
Kari Skjönsberg lektor frá ósló
flutti erindi um Flokkunar- og
skráningarkerfi kvennasögu-
safna og próf. Sture Allén Gauta-
borg um tölvuunnar bókaskrár.
Þá höfðu Beata Losman bóka-
safnsfr. Gautaborg og Sofie
Rogstad kand. mag. ósló fram-
sögu um heimildasöfnun, flokkun
heimilda og skráningu.
Þegar sagt var frá kvennasögu-
söfnum eða aðdraganda þeirra
kom fram, að þau eru misjafn-
lega á veg komin, sagði Else Mia,
en allsstaðar amk. einhver visir
að sliku.
— Lengst er þetta sennilega á
veg komið i Sviþjóð, sagði hún, en
þar er Kvennasögusafnið i Gauta-
borg ein af deildum Háskólabóka-
safnsins og miðstöð kvennasögu-
rannsókna i Sviþjóð. Safnið gefur
út ritröð og aðfangaskrá, sem
kemur út nokkrum sinnum á ári.
Þá hefur Háskólinn i Gautaborg
haft kvennasögu á námsskrá um
nokkurt skeið.
í Danmörku hefur kvennasögu-
safn verið við Háskólabókasafnið
i Árósum frá 1964 og Konunglega
bókasafnið hefur hafið söfnun
sama efnis. I Noregi var þriggja
ára fjárveiting veitt árið 1972 og
ákveðið að nota hana til flokkunar
og skráningar á fyrirliggjandi
efni, sem er m.a. skjalasöfn
kvennasamtaka, og á verkinu að
ljúka með heimildaskrá. í
Finnlandi er nú i undirbúningi að
Hún var á hraðferð að
vanda, hún Else Mia
Sigurðsson bókasafns-
fræðingur, þegar við
hittum hana á tröppum
Norræna hússins rétt fyrir
blaðaverkfall, og kom i
Ijós, að hún var þá
Inger Westberg, forstöðumaður Kvennasögusafnsins f Gautaborg. Hér
eru einnig skráð gögn til sögu kvenna á íslandi.
ORÐ
í
BELG
Að afloknu löngu prentara-
verkfalli og blaðleysi hefjum
við nú jafnréttissfðuna á ný og
vonum, að þið lesendur munuð
ekki liggja á liði ykkar frekar
en fyrri daginn i sambandi við
orðabelginn. Og þá er best að
byrja á þvi sem fyrir lá áður
en verkfallið hófst.
Setjarinn ekki
jafnréttismaður
Friðaá Timanum hringdi og
benti á, hvernig misréttið
kemur greinilega fram hjá
setjara og umbrotsmanni i
framhaldsfyrirsögn i siðustu
Lesbók Morgunblaðsins á við-
tali við hjón um jafnrétti og
samhjálp á heimilunum. Þar
stendur nefnilega aðeins ,,Hjá
Ornólfi” og þó auðséð á
greinaflokknum, sem viðtalið
er úr, að tilgangur blaða-
mannsins er að hvetja til
aukins jafnréttis.
Já, svona má afskræma
hlutina þegar ekki eru allir
samhentir, það þekkjum við
því miður alltof vel i sambandi
við þessa siðu hér i Þjóðvilj-
anum.
útsendari
andstæðinga?
Og þá skulum við taka Tim-
ann. Or honum fengum við
meðfylgjandi úrklippur,
snyrtilega lfmdar uppá blað,
frá R.S.E. á Isafirði, sem
skrifar eftirfarandi:
„Varið ykkur þarna á
Þjóðviljanum. Það er aug-
ljóst, hvernig fariö hefur fyrir
þeim á Timanum. Stjórnar-
andstæðingar hafa komið þar
inn flugumanni. Hann siðan
gert út þetta fornaldarfyrir-
brigði, sem kallast Heimilis-
timinn með það fyrir augum
að blaðið yrði minna keypt og
lesið.Þ
f-/£ I M I L /5 M I ^ ^
„Konur og börn fyrst”. í hvert sinn, sem hætta
er á ferðum, má búast við þessu kalli, vegna þess
að það er eðli mannsins að hjálpa þeim, sem eru
minni máttar.
or alvörumál fyrir stúlku a0
lst _ en enn meira alvörumál aö
ist ekki
Tengdamamma er sama
Því miður...
Og þá er komið að Þjóðvilj-
anum, en úr honum klippti
Hlédlseftirfarandi auglýsingu
á sl. ári:
Aðstoðarstúlka
Þjóðviljinn vill ráða konu til aðstoðar á af-
greiðslu blaðsins, a.m k. hálfan daginn,
meö vinnutima fyrir hádegi til kl. 13 við
ymis afgreiöslu- og skrifstofustörf.
Má hafa nteö sér barn, 1 eða fleiri.
Upplýsingar á auglýsingadeild Þjóðvilj-
ans, virka daga frá kl. 9—6.
En nei, þvi miður. Svo gott i
er það ekki á Þjóðviljanum að
við höfum komið okkur upp
barnagæslu, enda kemur i
ljós, að hér hefur tveim aug-
lýsingum slegið saman.
„Maðurinn minn"
Svo við höldum áfram með
blöðin, þá er hér dýrðlegt svar
úr dálkinum „Visir spyr”, en
þannig tala — enn — ýmsar
konur. Spurt er um blöðin:
,,..Við hjónin förum
stundum til útlanda, og ef við
erum lengri tima, þá fáum við ■
þau alltaf send. Manninum
minum finnst þau alveg
ómissandi.”
Konubíll!
Að lokum auglýsing, sem
Lesandi siðunnar klippti úr
Morgunblaðinu.
Bylting án breytingar
hugarfarsins ekki nóg
Og nú vendum við okkar
kvæði i kross og lftum til
annarra landa. Frá Ingibjörgu
Haraldsdóttur, sem búsett er
á Kúbu, er nýkomið bréf, þar
sem hún segir ma. frá nýjum
fjölskyldulögum eða laga-
frumvarpi. Kemur þar glöggt
i ljós, hvernig jafnvel
marxistísk bylting verður ekki
til þess af sjálfu sér að breyta
viðhorfum fólks varðandi mis-
munun kynjanna hvað sem
öllum yfirlýstum stefnum
liður og þótt fullur vilji sé fyrir
hendi af opinberri hálfu. En
gefum Ingu orðið:
Þessi lög eða réttara sagt
uppkast að lögum verða rædd
á öllum vinnustöðum landsins
áður en þau verða samþykkt
og sénnilega einnig i hverfa-
nefndum til að heimavinnandi
húsmæður geti lika tekið þátt i
umræðunum. Við fyrstu sýn
fannst mér sem þessi lög væru
snilldin sjálf, enda er þar
fjálglega talað um jafnrétti
kvenna, óskilgetin börn ekki
lengur til i lögum (þe. öll börn
teijast skilgetin), hjónaband
ekki lengur skilgreint sem
„sáttmáli”, heldur ,,frjáls.
sameining” osfrv. En svo
kom babb i batinn. Allskonar
setningar fóru öfugar oni mig
og ég fór að efast. I ljós kom,
að uppkastið er samið af tiu
doktorum, sem eru sjálfsagt
allra góðra gjalda verðir, en
þeir eru allir KARLKYNS!
I greinargerð með upp-
kastinu stendur, að þessum
lögum sé ætlað að styrkja
hjónabandið og fjölskylduna,
sem séu uppistaða rikisins.
Nú hef ég komist að þeirri
niðurstöðu, að i þessum
lögum sé vissulega margt
gott, enda eru enn i gildi (á
mörgum stöðum) lög frá 1889,
sett af spönsku krúnunni á
sinum tima! Það er ótvirætt i
framfaraátt að konan er ekki
lengur undirgefin karlinum að
lögum, að börn fædd utan
hjónabands hafi sömu réttindi
og önnur osfrv. En þetta er
engin byltingarlöggjöf. Það
mikilvægasta við þetta held ég
að verði umræðurnar sem
eiga að fara fram. Þar hlýtur
margt skemmtilegt að koma
fram.
Ég rakst af tilviljun á ágæta
grein eftir Juliet Mitchell i
Timariti MM nr. 3-4 1971. Þar
er ma. fjallað um löggjöf i
Sovétrikjunum á árunum 1920-
30. Þá átti að gera algera
byltingu, afnema hjónabandið
osfrv. En þjóðin var ekki undir
slikt búin, það vantaði fólk til
að iðnvæða landið, svo að
Stalin gamli setti það i lög, að
fólk ætti að gifta sig og eignast
börn, enda væri þvi mikil
hamingja fylgjandi!
Vissulega væri fáránlegt að
ætla sér að afnema hjóna-
bandið á Kúbu. Það sem gera
þarf hér er fyrst og fremst að
ala fólk upp án fordóma.
Reyna að skapa skilyrði fyrir
jafnrétti kynjanna á barna-
heimilum, i skólum osfrv. En
ég er ekki alltof bjartsýn á, að
þetta verði gert, þvi að uppal-
endurnir eru haldnir for-
dómum. Hef ég sagt þér
söguna um manninn, sem
flokkurinn neyddi til að skilja
við konuna?
Hann var kallaður fyrir
flokksdeildina á vinnustað
sinum og honum sagt: Konan
þin heldur framhjá þér, þú
verður að gera eitthvað i
málinu. En hann gerði ekkert.
Eftir smátima er hann aftur
kallaður fyrir og sagt: Ef þú
skilur ekki við, konuna, verð-
urðu rekinn úr flokknum. Og
hann skildi við konuna. Það
þarf auðvitað ekki að taka það
fram, að hefði framhjáhaldið
veriðhans megin, hefði ekkert
gerst. Það er karlmannlegt að
eiga hjákonur, en guð hjálpi
konu, sem heldur framhjá.
Hún er hórkona. Auðvitað
hugsa ekki allir hérlendir
svona, en ailtof margir. Og
engum dettur I hug, að maður
sem hugsar svona sé þaraf-
leiðandi minni byltingar-
maður eða marxisti! Þetta er
flókið mál.
Kvenfólkið hér hjálpar litið.
RAUÐUR
Vel með farinn „konubíH" tegund Sunbeam Alpine GT
sjálfskiptur, árgerð 1 970. Ekinn 25.400 km., er til sölu
vegna endurnýjunar.
Bíllinn er ætið geymdur í bilskúr og eingöngu ekið
innanbæjar.
Verð 425.000,—
Upplýsingar veittar að Haðalandi 2 og í sjma 37930.