Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 5
Fimmtudagur 23. mal 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Litli leikklúbburinn:
Sýnir Pilt og
stúlku
í Færeyjum
Litli leikklúbburinn á isafiröi
æfir um þessar mundir leikritið
Pilt og stúlku undir stjórn Iielgu
Hjörvar. Hefur norræni
menningarsjóöurinn boöiö
klúbbnum i leikferð til Færeyja
þar sem fyrirhugaöar eru þrjár
sýningar.
Helga skýrði blaðamanni frá
þvi að frumsýningin yrði þann 8.
júni og yrðu nokkrar sýningar á
ísafirði áður en lagt verður upp i
Færeyjarförina þann 20. júni.
Auk þess verður leikritið væntan-
lega sýnt á þjóðhátið Vestfiröinga
i Vatnsfirði um miðjan júli.
Leikendur i Pilti og stúlku eru
Reynir Ingason, Maria Ingólfs-
dóttir, Sigrún Vernharðsdóttir,
Margrét ólafsdóttir, Magnús
Magnússon, Guðmundur Stefán
Maríasson ofl.
Fyrr i vetur var Helga á Seyðis-
Kökubasar LR
Lúðrasveit Reykjavikur heldur
nýstárlega hljómleika á morgun
kl. 3. Þeir ætla að koma sér fyrir á
þaki Hljómskálans, en i skálan-
um sjálfum ætla eiginkonur
þeirra að hafa kökubasar meðan
karlarnir blása og tromma á þak-
inu.
firði og inntum við hana eftir
störfum hennar þar.
— Ég setti upp Verkstjórann
eftir Bengt Bratt, þann sama og
samdi Elliheimilið. Var það sýnt
á vegum Leikfélags Seyðis-
fjarðar. Frumsýningin var i lok
mars og sýningar urðu alls fimm,
þar af ein á Fáskrúðsfirði.
— Hvernig er þetta leikrit?
— Þetta er nokkurs konar þjóð-
félagsleg krufning. Það gerist á
vinnustað og f jallar um samskipti
sex manna á lager, mismunandi
uppeldi, aðstöðu og stöðu þeirra á
vinnustaðnum. Sýnt er hve van-
megna þeir eru þar sem lagerinn
er aðeins hluti af öllu stóra
hjólinu, hvernig þeir eru rændir
öllu frumkvæði og hvernig það
kemur niður á samskiptum
þeirra i millum.
1 óspurðum fréttum sagði
Helga okkur frá þvi að á þriðju-
dagskvöldið var finnski leikflokk-
urinn Tila á ferð á ísafirði og
sýndi þar leikrit um Hó Sji Min.
Vakti það stormandi lukku áhorf-
enda. Frá tsafiröi fór flokkurinn
til Akureyrar þar sem hann sýndi
i gærkvöld en i kvöld sýnir hann i
félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
—ÞH
GiÖRBREYTING TIL BATNAÐAR
Fjöldi báta af ýmsum stærð-
um verður gerður út frá Siglu-
firði i sumar. Skuttogarinn á
myndinni er hinn nýi togari
Þormóðs ramma h.f., smiðað-
ur á Spáni, en hann hlaut nafn-
ið Sigluvik, SI 2. Togarinn er
nú farinn i fyrstu veiðiferðina.
A valdatima vinstri stjórn-
arinnar hefur orðið gjörbreyt-
ing til batnaðar i atvinnulifinu
úti um byggðir landsins. Nýju
togararnir hsfa átt stóran þátt
i uppbyggingunni i bæjum og
þorpum. Alls staðar eru fram-
kvæmdir, mikil atvinna og
framfarahugur.
(Ljósm. Július Júliusson)
Heilsugæslustöð í Breiðholti
Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytiö hefur sent frá sér
eftirfarandi greinargerð:
I Morgunblaðinu 16 þ.m. á bak-
siðugrein undir fyrirsögninni:
„Ovissa i framkvæmdum vegna
afstöðu rikisvaldsins” og undir-
fyrirsögnin var: „Heilsugæslu-
stöð i Breiðholti.”Megninefni
þessarar greinar var svo tekin
upp i leiðara sama blaðs hinn 17.
þ.m. og sem slikt lesið yfir
þjóðinni með morgunkaffinu
þann dag. Svo óvenjulega rangt
er farið með málsatvik i grein
þessari og leiðara, að ekki verður
hjá þvi komist að gera við það
athugasemdir. Skal nú vikið að
þeim rangfærslum, sem borgar-
stjóri er borinn fyrir i grein
Morgunblaðsins.
Það er rangtaðheilbrigðisráðu-
neytið hafi neitað Reykjavikur-
borg um samninga um smiði
heilsugæslustöðvar i Breiðholti.
Ráðuneytið tilkynnti heilbrigðis-
málaráði hins vegar, að það hefði
ekki vald til þess að gera sam-
komulag um fjármögnun bygg-
ingarframkvæmda sveitarfélags,
fyrr en f járveiting hefði fengist til
byggingar á fjárlögum.
' í bréfi ráðuneytisins frá 29.
april s.l., sem borgarstjóri vitnar
i, er i upphafi visað til fyrri bréfa-
skrifta um heilsugæslustöð i
Breiðholti svo og til fundar i heil-
brigðisráðuneytinu, sem haldinn
var 22. april sl„ þar sem saman
komu fulltrúar frá heilbrigðis-
ráðuneytinu, fjárlaga- og hag-
sýsludeild fjármálaráðuneytisins
um það, að hliðstæð samnings-
gjörð vegna heilsugæslustöðvar i
Breiðholti væri útilokuð og þetta
máttu borgaryfirvöld vita, enda
hefur Alþingi enn ekki veitt fé til
heilsugæslustöðvarinnar i
vegum hlutaðeigandi ráðuneytis
og annarra væntanlegra eignar-
aðila. A grundvelli þeirrar frum-
athugunar og greinargerðar með
henni, geri ráðuneytið tilllögur til
fjárlaga- og hagsýslustofnunar
Rangfærslum Morgunblaðsins og borgarstjóra svarað
og frá Reykjavikurborg. Siðan
segir i bréfinu orðrétt: ,,I sam-
ræmi við þær upplýsingar, er
fram komu á þeim fundi frá Gisla
Blöndal, hagsýslustjóra, þá mun
fjármálaráðuneytið ekki taka
þátt i neinni samningsgerð um
framkvæmdir sveitarfélaga, sem
ekki eru komnar inn á fjárlög
rikisins.”
Samningur sá um byggingar-
framkvæmdir i Arnarholti, sem
fé var veitt til á fjárlögum 1973 og
1974, og sem borgarstjóri visar
til, er eins og honum er vel
kunnugt gerður af þremur
aðilum, þ.e.a.s. af Reykjavíkur-
borg, heilbrigðisráðuneytinu og
fjármálaráðuneytinu. Yfirlýsing
hagsýslustjóra fyrir hönd fjár-
málaráðuneytisins á fyrr-
nefndum fundi tók af öll tvimæli
Breiðholti, gagnstætt þvi sem
gildir um Arnarholt.
.1 fyrrnefndu bréfi ráðuneytisins
frá 29. aprll sl. er hins vegar
öðrum þræði reynt að gera
borgaryfirvöldum ljóst, að lög nr.
63 frá 12. mal 1970, um skipan
opinberra framkvæmda, eiga að
ná til allra þeirra aðila, sem
sækja ætla fé i rikiskassann til
framkvæmda i héraði.
Lög um skipan opinberra fram-
kvæmda voru sett til þess að
koma að skipulegri röðun þeirra
verka, sem rikissjóður teldist
geta tekið þátt i að fjármagna
hverju sinni. Samkvæmt þeim
lögum skal standa að undir-
búningi verka nokkuð á annan
veg, heldur en hingað til hefur
verið gert. Þannig er ætlast til
þess, að fram fari frumathugun á
Karlakórinn
í Höllinni
Tónlist á þakinu — kökubasar inni
1 tilefni þjóðhátiðar efnir
Karlakór Reykjavfkur til hljóm-
leika i Laugardalshöllinni næst
komandi laugardag 25. mai
klukkan 5 siðdegis.
Stjórnandi er Páll Pampichler
Pálsson sem fyrr, en hann hefur
nú stjórnað kórnum i 10 ár. Ein-
söngvarar eru Guðmundur Jóns-
son og Friðbjörn G. Jónsson, en
undirleik á hljóðfæri annast Guð-
rún A. Kristinsdóttir og nokkrir
hljóðfæraleikarar úr Sinfóniu-
hljómsveit Islands.
Hljómleikarnireru fyrir styrkt-
arfélaga kórsins og aðra velunn-
ara, en þó verða nokkrir að-
göngumiðar seldir við inngang-
inn.
um fjárveitingar til einstakra
framkvæmda. Að fenginni slikri
fjárveitingu skal gera samning
um áætlunargerð og er þátttaka
rikissjóðs i kostnaði vegna
áætlunargerðar háð skriflegu
samþykki fjármálaráðuneytisins
á þeim samningi. — Að lokinni
áætlunargerð, skal hlutaðeigandi
ráðuneyti senda fjárlaga- og hag-
sýslustofnun áætlunina til
athugunar. Sé áætlunin byggð á
raunhæfum forsendum, að mati
fjármálaráðuneytis, skal hún
koma til athugunar við gerð fjár-
lagafrumvarps fyrir næsta ár.
Þegar það er svo haft i huga, að
frumathugun skv. fyrrnefndum
lögum var hvergi nærri fullgerð
að þvi er snertir heilsugæslustöö i
Breiðholti, er það undarlegt að
halda, að hægt sé aö setja slikt
verk i gang, framhjá öllum fyrr-
greindum fyrirmælum laga.
Til slíkra framhjáhlaupa hefur
þetta ráðuneyti ekkert vald.
Ráðuneytinu er hins vegar vel
ljós þörfin á heilsugæslustöð i
Breiðholti og raunar viðar i
Reykjavik og nágrenni, en þvi er
lika vel ljóst, að tómt mál er að
lofa Reykjavík fjárveitingu eða
semja um hana, meðan það er
yfirlýstur vilji Alþingis, sem
fram kemur i 35. grein laga nr. 56
frá 1973 um heilbrigðisþjónustu,
en þar segir m.a. svo: „Ráðherra
lætur gera áætlanir um heil-
brigðisstofnanir samkvæmt 16. og
26. grein. Gera skal áætlun til 10
ára i senn og endurskoða hana á
tveggja ára fresti. Leita skal
umsagnar landlæknis um
áætlunina. Þau umdæmi, þar sem
erfitt er að halda uppi heilsu-
gæslu, skulu hafa forgang um
byggingu heilsugæslustöðva.”
Þetta hefði vel mátt koma fram
i frásögn Morgunblaðsins og eins
hitt, að það er Alþingi og Alþingi
eitt, sem veitt getur fé úr rikis-
sjóði, en ekki einstakir ráðherrar
né ráðuneyti. Að skamma
ráðuneyti fyrir vanrækslusyndir i
þessu efni er að hengja bakara
fyrir smið.
Páll P. Pálsson hefur stjórnaðl
Karlakór Reykjavikur I 10 ár
Kosningasamkoma
á Neskaupstað
Kosningasamkoma Alþýðubandalagsins á
Neskaupstað verður haldin föstudaginn 24. mai
i Egilsbúð og hefst kl. 20.30. •
Dagskrá:
1. Stutt ávörp
2. Einsöngur Sigriðar E. Magnúsdóttur við
undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
3. Kristin og Böðvar syngja nýja og gamla
baráttusöngva.