Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 14

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mal 1974. Listabókstafir Alþýðubandalagsins og framboð sem Alþýðu- bandalagið styður Hreint f lokksframboö af hálfu Alþýðubanda- lagsins hefur listdbók- stafinn G. Við sveitar- stjórnarkosningarnar í kaupstöðum og hrepp- um 26. maí stendur Al- þýðubandalagið víða að framboðum með öðrum, eða það styður óháð og sameiginleg framboð/og er þá listabókstafurinn ekki G. G-listar í kaupstöðum I eftirtöldum kaupstöðum býður Alþýðubandalagið fram G-lista: Keykjavik Kópavogi Hafnarfirði Keflavik ísafirði Siglufirði Akureyri Dalvik Neskaupstað Gskifirði. Annað en G í kaupstöðum t eftirtöldum kaupstöðum stendur Alþýðubandalagið að framboðum eða styður þau, sem hafa annan listabókstaf en G, og eru bókstafirnir settir fyrir framan staðarheitið: F Seltjarnarnesi B Xírindavik I Akranesi II Bolungarvik II Sauðárkróki II ólafsfirði K Húsavik H Seyðisfirði K Vestmannaeyjum. G-listar í hreppum 1 eftirtöldum kauptúna- hreppum býður Alþýðubanda- lagið fram G-lista: Garðahrcppi Njarðvikum Borgarnesi Hellissandi (Neshr.) Grundarfirði (Eyrarsveit) Skagaströnd (Höfðahr.) Raufarhöfn Egilsstöðum Reyðarfirði Fáskrúðsfirði (Búðahr.) Höfn i Hornafirði Selfossi. Annað en G i hreppum t eftirtöldum kauptúna- hreppum stendur Alþýðu- bandalagið að framboðum eða styður þau, sem hafa annan listabókstaf en G, og eru bók- stafirnir settir hér fyrir fram- an staðarheitið: H Sandgerði I Garði (Gerðahr.) H Mosfellssveit H Ólafsvik L Stykkishólmi I Patreksfirði K Bildudal (Suðurfjarðahr.) V Þingeyri H Suðureyri H Blönduósi H Stokkseyri A Eyrarbakka í Hveragerði. Utankjörstaða- atkvœðagreiðslan Utank jörstaðaat- kvæðagreiðsla stendur yfir. í Reykjavík er kos- ið í Hafnarbúðum dag- lega kl. 10—12, 14—18 og 20—22, nema á sunnu- dögum aðeins f rá 14—18. Alþýðubandalagsfólk! Kjósið nú þegar utan- kjörstaðar, ef þið verðið ekki heima á kjördag. Minnið þá stuðnings- menn á að kjósa í tíma, sem verða f jarri heimil- um sínum 26. maí. Látið kosningaskrif- stof ur vita af f jarstöddu Alþýðubandalagsfólki og öðrum líklegum kjós- endum Alþýðubanda- lagsins. Miðstöð fyrir utan- kjörstaðaatkvæða- greiðslu á vegum Al- þýðubandalagsins er að Grettisgötu 3 í Reykja- vík, sími 2-81-24, starfs- menn Halldór Pétursson og úlfar Þormóðsson. Kosningaskrifstofur Miðstöð fyrir allt landið er að Grettisgötu 3 í Reykjavík, símar 2- 86-55 (almenni síminn) og 2-81-24 (utankjör- fundarkosning). Símanúmer hjá öðrum kosningaskrif stof um Alþýðubandalagsins eru þessi (svæðisnúmer fyr- ir framan): Keflavlk 92-3060 Kópavogi 91-41746 Hafnarfirbi 91-53640 Akranesi (eftir kl. 19) 93-1630 Borgarnesi 93-7269 Grundarfirði 93-8731 Ólafsvik 93-6360. Opið 20.30 — 22.00. Sauðárkróki 95-5374 Siglufirði 96-71294 Dalvik 96-61428. Akureyri 96-21875 Húsavik 96-41452 Neskaupstað 97-7571. Vestmannaeyjum: úti I Eyjum simi um 02, nr. 587. Selfossi (eftir kl. 17) 99-1888. AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500 Einar Minning Óvænt barst okkur sú fregn, að félaga okkar, Einari Helgasyni lækni á Ólafsfirði, hefði verið svipt frá sinu ábyrgðarmikla starfi, aðeins 48 ára að aldri. Hið ótimabæra fráfall hans verður okkur tilefni til að minnast fram- lags hans að sameiginlegu starfi okkar við Háskóla Ernst-Moritz- Arndt i Greifswald. Einar Helgason starfaði frá þvi i nóvember 1956 og þar til i júli 1962 við ýmsar deildir háskóla okkar, fyrst sem kandidat og siðar sem aðstoðarlæknir og deildarlæknir. Lengst af, þ.e. frá 1957 til 1962, starfaði hann við lyf- lækningadeild háskólans og treysti þar verklega og fræðilega þekkingu sina á þvi sviði sem fjallar um meðferð smitsjúk- dóma, einkanlega meðferð á berklum og sykursýki. A árinu 1962 var honum veitt viðurkenning á tslandi, sem sér- fræðingi i lyflækningum. Auk læknisstarfa sinna vann hann að rannsóknum á fituefnaskiptum, fitu- og efnaskiptasjúkdómum. Um þessar rannsóknir sinar Helg ritaði hann greinar i mörg visindarit. Einar Helgason hóf menntun sina i Þýska alþýðulýðveldinu, er honum var boðið þangað á vegum miðstjórnar SED, og sannaði hann i öllum störfum sinum verðleika sina til að njóta þess boðs. Hann naut mikillar virðingar af hálfu sjúklinga sinna og samstarfsmanna. Hann var mjög góður, áhugasamur og starfsamur læknir. Þegar ég kynntist honum fyrst, árið 1958, dáðist ég strax að hógværð hans og visindalegum læknisstörfum, og i þvi starfi, sem við siðan unnum saman, kynntist ég brátt hljálpsemi hans og skýrri póli- tiskri skoðun og lærði að meta þessa eiginleika. Hann beitti póli- tiskum grundvallarskoðunum sinum á eftirbreytnisverðan hátt i starfi sinu sem læknir. Þegar hann hvarf héðan til heimalands sins, lét hann eftir sig stórt skarð i vinnuhópnum. Félagar hans i Sósialska einingarflokknum, fyrri sam- starfsmenn hans við lækninga- asoii stofurnar i Greifswald og ekki sist fyrrverandi sjúklingar hans munu halda minningu hans i heiðri. MR. Prof. Dr. sc. med. IIQUer forstjóri ly flæknisdeildar. Kveðja Ingunn Ingvarsdóttir F. 14.10 1917 - Þegar mannlegur máttur orkar ekki lengur að lækna eða lina þjáningar, verður engill dauðans velkominn gestur. Ekki sist þegar sá, sem hann sækir heim, hefur til að bera óbilandi traust á forsjón Guðs og litur á lífið á jörðu hér sem forskóla á langri þroska- braut eilifs lifs. Þessa eiginleika átti Ingunn Ingvarsdóttir i rikum mæli. Við- mót hennar einkenndist af hjarta- hlýju og kimni, og erfiðleikana, sem óumflýjanlega verða á vegi okkar allra á lifsleiðinni, sigraði hún með bjartsýni og jákvæðri af- stöðu sinni til lifsins. A morgun verður henni fylgt siðasta spölinn, og mun þar kveðja hana í hinsta sinn maður hennar, Magnús Bergsteinsson, sem var henni góður og tryggur lifsförunautur. Hann sér á eftir góðum félaga, en þau áttu lik lifs- viðhorf og áhugamál. Þau höfðu yndi af ferðalögum og áttu góðar minningar um fjölmargar glað- værar samverustundir. Þegar tóm gafst frá dagsins önn, dvöldu þau oft í sumarhúsi sinu sem þau reistu af dugnaði og áhuga á fyrstu búskaparárum sinum i hrjóstrugu landi sem með árun- um hefur breyst i gróðursælan og fagran stað. Þangað lá oft leið barna þeirra, barnabarna og kunningja á góðviðrisdögum. Þegar börnin hennar 6 höfðu slitið barnsskónum, vann Ingunn utan heimilis i mörg ár eða þar til starfsþrekið þraut. Hún var vin- sæl meðal vinnufélaga sinna, og fylgja henni velfarnaðaróskir þeirra yfir móðuna miklu. Nú kveður Ingunnii öldruð móðir sem sér á eftir þriðja barni sinu, öðru á þessu ári. Henni fylgja kveðjur fjögurra systkina hennar, Jóns, Guðmundar og Baldvins, en hann hafði vænst D. 16.5. 1974 þess að hitta systur sina innan fárra daga eftir áralanga fjar- veru frá ættlandinu, og frá systur, Aslaugu, sem búsett er i Banda- rikjunum. Frá börnum, tengdabörnum og barnabörnum fylgja henni hjartans kveðjur og þakklæti með þessum orðum: Hvil þig móðir, hvil þig, þú varst þreytt; þinni hvild ei raskar framar neitt. A þina gröf um mörg ókomin ár óta! munu falla þakkartár. (J.M.Bj.) A.H. Leiklistarskóli leikhúsanna Dagana 4. og 5. júni n.k. fer fram inntökupróf i Leiklistar- skóla leikhúsanna i Reykjavik sem mun taka til starfa I haust. Markmið prófsins er að kanna hæfni væntanlegra nem- enda til að flytja talað mál og tjá sig I hreyfingum. Æski- legt er að væntanlegir umsækjendur séu á aldrinum 17—24 ára, en er þó ekki skilyrði. Umsóknir.með upplýsingum um aldur og menntun, skulu hafa borist skrifstofu Leikfélags Reykjavikur fyrir 1. júni 1974. Nánari upplýsingar eru veittar I skrifstofum Þjóö- leikhússins, simi 11204, og Leikfélags Reykjavikur, simi 10760. Prófgjald er kr. 1.500,00. Þjóðléikhúsið Leikfélag Reykjavikur BIBLÍAN er BÓKIN Fæst nú í nýju, fallegu bandi < vasaútgáfu' hjó: -- bókaverzlunum — kristilegu félögunum — Ðiblíufélaginu HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG SkólavörðuhæO Rvlk . (ftuðOran&oofofit Slmi 17805 Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum r JbÚN AÐARBAN KIN N \Q/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.