Þjóðviljinn - 11.07.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. júli 1974. í'APRirHO^ m I 1 \ 1 1 1 V/ V# KENJAR ’Mynd: Franrwisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson 76. Er yðar náð?... Nú, eins og ég segi: Lí-hurnm! Varlega! Annars... Uppgjafaryfirhershöfðinginn er Ifklega kominn á það, eða kannski hefur hann ruglast dálitið í höfðinu á vigvellinum. Hann er að þvælast á öörum ókræsilegri vettvangi, klæddur undarlegu samblandi af einkenni' búningi og nærbuxum, innan um betlara og óaldarlýðinn, sem litur valdsmanninum undrunar. tortryggnis-og hæðnis-augum. Helst litur út fyrir, að farlama og fátæki lýðurinn átti sig ekki algerlega á, hvers vegna striðshetjan er komin á meðal hans. Hershöfðinginn er annað hvort ruglaður eða drukkinn, nema hvort tveggja sé. Um leið og hann kemur auga á mann, sem gengur við hækju og staf, heldur hann aumingjann vera uppgjafarhermann, sem fórnað hefur heilsunni og limunum á vigvellinum. Hershöfðinginn les honum örlitinn ræðustúf meðhefðarhósta, eins og þegar hann hvatti liðið til framgöngu. Ég sé ekki betur en hann haldi á dálitlu i lófanum, liklega heiðursmerki, sem hann ætlar að hengja á undirmanninn, eins og gert er við hetjur vigvallanna, eftir að dáðirnar og blóðið hefur dropið úr þeim i ástkæru fósturmoldina. Betlarinn að baki hans veit betur. Auminginn gengur við hækju og staf, vegna þess að hann fék einu sinni lömunarveikina. Af þeim ástæðum hlær hann að hershöfðingjanum og orðu- veitingunni, og hann tekur fyrir munninn. Spænskar bókmenntir, einkum suður- ameriskar, eru troöfullar af þannig hershöfðingjum. Stefán Karlsson9 félagsfrœðinemi: Þannig forðar þú þér frá frekari vansœmd Vegna greinar Baldurs Hermannssonar Laugardaginn 29. júni birtist i Morgunblaðinu grein eftir Baldur nokkurn Hermannsson sem nefn ist „Um tjáningafrelsi og sorp- blaðamennsku”. Maöur sá er hér um ræðir hefur verið staðinn að þvi undanfarin ár að skrifa grein- ar i Morgunblaðið, þar sem fjall- að er á yfirborðslegan og reyfara kenndan hátt um alls konar efni. Hafa þessi skrif spannað all viö- tækt tilfinningasvið höfundar, allt frá hinni megnustu mannfyrir- litningu og kynþáttahatri til dýpstu samúðar hins „kristilega mannkærleika” með ófullburða fóstrum. Nú bregður svo við að maður þessi læst snúast öndverður gegn sinni fyrri iðju, og talar i um- ræddri grein með vandlætingar- tón um yfirborðsleg og lýð- skrumskennd skrif ýmissa blaða um menningar- og þjóðmál (og sorpblaðamennsku almennt), og það einmitt i þvi málgagni, sem þekkt er fyrir að fjalla á yfir- borðskenndan og forheimskandi hátt um þjóðfélagsmál yfirleitt — á þann hátt sem greinarhöfundur lýsir vanþóknun sinni á. t um- ræddri grein lýsir höfundur enn- fremur umhyggju sinni fyrir tjáningar- og skoðanafrelsi, og birtist sú umhyggja i þeirri ósk að réttvisin tukti blaðamenn Þjóð- viljans til fyrir að nota tjáningar- frelsi sitt til að segja skoðun sina á athæfi þeirra vl-manna. Þannig er merkingu hugtaka gjörsamlega umsnúið. Enda kemur fljótlega i ljós að greinar- höfundi gengur annað til með grein sinni en umhyggja fyrir menningarlegri blaðamennsku, þvi að i margnefndri grein kemur fram mjög svo lúaleg árás á Einar Braga rithöfund. Þar kem- ur fram sú skoðun að Einar Bragi sé litilmenni, sem þori ekki að standa gegn dómstólum landsins en flýi á náðir Rithöfundasam- bands tslands. Jafnframt segir i greininni að Einar Bragi hafi „svivirt tján- ingarskoðanafrelsi annarra ein- staklinga” eins og það heitir á máli greinarhöfundar. En út yfir tekur þó þegar maður þessi skor- ar á Einar Braga — mann sem hefur stolt fyrir land sitt og þjóð — að knékrjúpa fyrir hinni ömur- legu lágkúru vl-manna, sem hafa biðlað um ævarandi hersetu þjóð sinni til handa. Ég spyr: er hægt að svivirða og niðurlægja mann á borð við Einar Braga meira en hér er gert? Kæri Baldur! Afskipti þin af þessu máli og hinar lúalegu árás- ir þinir á Einar Braga hafa orðið þér til vansæmdar. Þú hefur með þessum árásum ráðist á mann,að hætti sorpblaðamanna, sem stendur þér langtum framar að andlegriog menningarlegri reisn. Ég skora á þig að rétta fram höndina til sátta og biðja Einar Braga opinberlega afsökunar á ummælum þínum. Þannig forðar þú þér frá frekari vansæmd. Alþjóða- ráðstefnu um Chile lauk í París PARIS 8/7 — Alþjóðleg ráðstefna um samstöðu með Chile lauk i Paris um helgina með hvatningu til alls heims um að unnið verði að endurreisn lýðfrelsis i Chile. Að ráðstefnunni stóðu fulltrúar verklýðssambanda og vinstri- flokka i átján Evrópulöndum. Þeir einbeittu sér sérstaklega að gerræði herforingjastjórnarinn- ar, réttarmorðum og grimmilegri meðferð á pólitiskum föngum. Meðal þátttakenda voru og fulltrúar andspyrnuhreyfingar- innar i Chile, m.a. Altamirano, formaður Sósialistaflokksins, og ekkja Allende forseta, Beatriz. Altamirano tók fram, að fjölda- morðin i Chile eftir valdatöku hersins ættu sér ekki hliðstæðu i hinni blóðugu sögu Rómönsku Ameriku. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar: Styrkir útgáfu merkra heimildar- rita A fjárlögum fyrir 1974 er veitt ein miljón króna til sjóðsins Gjaf- ar Jóns Sigurssonar. Um úthlutun þessa fjár voru settar nánari reglur með þingsályktun 29. april s.l. Er verðlaunanefnd sjóðsins heimilað að úthluta þvi i sam- ræmi við ákvæði um vexti sjóðs- ins, en þó má viðurkenna við- fangsefni og störf höfunda, sem hafa visindarit i smiðum. 1 regl- um sjóðsins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slikra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heim- ildarrita. — 011 skulu rit þess lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framför- um. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar á verðlaunanefndina, en sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Umsóknum skulu fýlgja rit eða ritgerðir eða greinargerðir um rit i smiðum. Verðlaunanefndin mun skipta fjárveitingu þeirri, sem Alþingi hefur veitt, ef ástæða þykir til, þegar umsóknir hafa verið kann- aðar. 1 verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar eru: Gils Guð- mundsson, Magnús Már Lárus- son, Þór Vilhjálmsson. Trésmiðir — T r ésmiðameist ar ar Vegna sumarleyfa verða engar uppmæl- ingar framkvæmdar á timabilinu frá 19. júii til 5. ágúst að báðum dögum meðtöld- um. Trésmiðafélag Reykjavíkur Meistarafélag húsasmiða Stefán Karlsson Barnlaust par vantar litla ibúð helst i eða nálægt miðbænum. Hringið i sima 30749 milli kl. 17 og 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.