Þjóðviljinn - 01.08.1974, Side 6

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974. MEIRIHLUTAMYNDANIR í KAUPSTÖÐUM LANDSINS Nú hafa tekist meiri- hlutamyndanir í öllum kaupstöðum landsins. Kaupstaðirnir eru 19 talsins með höfuðborginni og fjölgaði þeim um 5 á síðasta ári. í 13 kaupstöðum er um að ræða samanbrædda meirihluta, en í 6 bæjarfélögum fékk einn framboðslisti hreinan meirihluta; Sjálfstæðis- flokkurinn í 3 bæjar- félögum, Samtökin og Framsóknarf lokkurinn í einu, vinstri menn í einu og Alþýðubandalagið i einu bæjarfélagi. Þau 6 bæjarfélög, sem einn listi náði meirihluta i eru Reykjavik, Seltjarnarnes, Bolungarvik, Dalvik, Ólafsfjörður og Neskaup- staður. 1 Reykjavik bætti Sjálfstæðis- flokkurinn við meirihluta sinn, og á þar nú 9 borgarfulltrúa af 15. Framsóknarflokkurinn tapaði einum fulltrúa og á nú tvo, Alþýðuflokkurinn á einn eftir enn, og Alþýðubandalagið hefur þrjá borgarfulltrúa — bætti við sig einum frá kosningunum 1970. Borgarstjóri er sá sami og fyrir kosningar, Birgir Isleifur Gunnarsson, og forseti borgar- stjórnar er Ólafur B. Thors. Tvær konur eiga sæti i borgar- stjórn. Seltjarnarnes Seltjarnarnes er einn hinna nýju kaupstaða. Þar voru kosnir 7 bæjarfulltrúar, en til þessa höfðu verið kosnir 5 hreppsnefndar- menn. Sjálfstæðismenn hafa löngum haft meirihluta á Nesinu, og gera enn. Þeir fengu báða nýju bæjarfulltrúana i kosningunum i vor og hafa þvi 5 af 7 bæjar- fulltrúum. Framsóknarmenn eiga einn bæjarfulltrúa, en vinstri menn einn. Bæjarstjóri á Seltjarnarnesi verður áfram Sigurgeir Sigurðsson. Forseti bæjarstjdrnar er Karl B. Guðmundsson. Engin kona á sæti i bæjarstjórn Seltjarnarness. Bolungarvík Bolungarvik er nýr kaupstaður. Þar fékk listi Sjálfstæðisflokksins 4 bæjarfulltrúa, en listi jafnaðar- manna, sam vinnumanna og óháðra fékk 3 bæjarfulltrúa. Erfitt er með viðmiðunartölur frá fyrri kosningum i Bolungarvik, þvi þar hefur ekki verið kosið siðan 1958. Bæjarstjóri verður fyrrverandi sveitarstjóri, Guðmundur Kristjánsson, og forseti bæjarstjórnar Kristjánsson. er Ólafur Ein kona á stjórninni. sæti i bæjar- ólafsfjörður 1 kosningunum i vor féll eldforn meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Ólafsfirði og listi vinstri manna fékk meirihluta, 4 bæjarfulltrúa en ihaldið 3. Bæjarstjóri ólafsfirðinga, Asgrimur Hartmannsson, sem einnig hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hefur verið ráðinn bæjarstjóri fram til áramóta. Frestur til þess að sækja um embætti bæjarstjóra er út runninn, en ákvörðun um hver ráðinn verður var ekki tekin þeg- ar þetta var skrifað, en umsækj- endur voru 3 eða 4 talsins, og mal- ið i athugun, eins og þar stendur. Forseti bæjarstjórnar er Ar- mann Þórðarson. Engin kona á sæti i bæjarstjórninni. Dalvík 1 hinum nýja kaupstað, Dalvfk, fékk listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Framsóknar- flokksins kjörna 4 menn og þar með meirihluta i bæjarstjórninni. Alþýðubandalagið fékk 1 bæjar- fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn einn, og listi óháðra kjósenda, sem skipaður var sjálfstæðis- mönnum, fékk 1 bæjarfulltrúa. Frá Grindavfk Frá Seyðisfirði Sambræöslur í 13 kaupstööum Bæjarstjóri verður fyrrverandi sveitarstjóri, Valdimar Braga- son, og forseti bæjarstjórnar Hilmar Danielsson. Engin kona á sæti i bæjar- stjórninni. Neskaupstaður Þar kom sjálfsagt fæstum á óvart að Alþýðubandalagið skyldi halda meirihluta sinum á þessum stað. Hittkom kannski á óvart, að þeir skyldu fá kjörna 6 bæjarfull; trúa af 9, sem raunin varð á. Framsóknarmenn eiga einn bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokk- urinn tvo, en kratar, sem nú buðu fram lista með yfirskriftinni Jafnaðarmenn og óháðir, þar sem þeir höfðu tapað bæjarfulltrúa sinum i kosningunum 1970, fengu nú engan að heldur. Bæjarstjóri verður áfram Logi Kristjánsson, sem við þvi starfi tók siðastliðið sumar af Bjarna Þórðarsyni sem gegnt hafði þvi i tvo áratugi. Forseti bæjarstjórn- ar er Kristinn Jóhannsson. Ein kona á sæti i bæjarstjórn Neskaupstaðar. Kópavogur t Kópavogi voru nú i fyrsta sinn kjörnir 11 bæjarfulltrúar. Af þeim fengu sjálfstæðismenn 5, Alþýðu- bandalagið 3, sameiginlegur listi Framsóknar og Samt. 3 og kratar 1. Meirihluta þar mynduðu svo Sjálfstæðisflokksmenn og tveir framsóknarmenn af sam- eiginlega listanum, sem áður er getið um, en i minnihluta er sá þriðji af þeim lista, fulltrúi Sam- takanna, kratinn og þrir Alþýöu- bandalagsmennirnir. Bæjarstjóri var endurráðinn Björgvin Sæmundsson, og forseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigurð- ur Helgason, fasteignasali, bæjarfulltrui Sjálfstæðisflokks- ins. Ein kona á sæti i bæjarstjórn- inni. Hafnarf jörður 1 Hafnarfirði, eins og i Kópa- vogi, voru nú i fyrsta sinn kjörnir 11 bæjarfulltrilar. Þar hlutu kosn- ingu 5 Sjálfstæðisflokksmenn, tveir kratar, tveir af lista félags Öháðra borgara, einn Alþýðu- bandalagsmaður og einn fram- sóknarmaður. Meirihluta i Hafnarfirði mynda ihald og óháðir. Bæjarstjóri var endurráðinn Kristinn Ó. Guð- mundsson, og forseti bæjar- stjórnar var kjörinn Stefán Jóns- son frá ihaldi. Ein kona á sæti i bæjarstjórn- inni. Keflavik Siðasta kjörtimabil stóðu að meirihluta i Keflavik Sjálfstæðis- flokksmenn og framsóknarmenn. Sá meirihluti var endurnýjaður, en meirihlutasamstarfið siðasta kjörtimabil kostaði framsóknar- menn einn bæjarfulltrúa, sem sjálfstæðismenn unnu af þeim nú i vor. Meirihlutinn samanstendur þvi af 4 sjálfstæðismönnum og tveim- ur framsóknarmönnum. Minni- hlutann skipa 2 kratar og einn Alþýöubandalagsmaður. Bæjarstjóri var endurráðinn Jóhann Einvarðsson, og forseti bæjarstjórnar var kjörinn Tómas Tómasson úr röðum ihaldsins. Engin kona á sæti i bæjarstjórn Keflavikur. Grindavík Grindavik er einn nýju kaup- staðanna. Til þess hafa þar verið kjörnir fimm menn i hrepps- nefnd, en nú voru kosnir sjö i bæjarstjórn. Meirihluta mynda tveir fulltrú- ar af lista Alþýðuflokks, og tveir fulltrúar af lista Framsóknar- manna og vinstri manna, en Grindvikingar eru næstum einir um það, að greina opinberlega á milli framsóknarmanna og vinstri manna og eiga lof skilið fyrir framtakið. Sjálfstæðismenn eru i minni- hiuta með þrjá bæjarfulltrúa. Bæjarstjóri var ráðinn fyrrum sveitarstjóri, Eirikur Alexand- ersson, og forseti bæjarstjórnar kratinn Svavar Arnason. Tvær konur eiga sæti i bæjar- Stjórn Grindavikur, og er það hlutfallslegt landsmet. Akranes A Akranesi er endúrnýjaður meirihluti frá fyrra kjörtimabili. Hann skipa tveir framsóknar- menn, einn krati og einn Alþýðu- bandalagsmaður af sameiginleg- um lista þess, Samtakanna og Frjálslynda flokksins. t minnihluta eru fjórir sjálf- stæðismenn. Bæjarstjóri siðustu fjögur ár hefur verið Gylfi ísaksson, verk- fræðingur, sem ekki gaf kost á sér til starfans áfram. Umsóknar- frestur um stöðu bæjarstjóra á Akranesi rann út þann 25. júli og bárust aðeins tvær umsóknir. Eitthvað mun vefjast fyrir meiri- hlutanum að gera upp á milli um- sækjenda, og er þvi ekki orðið ljóst hver þar verður bæjarstjóri næstu árin. Forseti bæjarstjórnar er Daniel Ágústinusson úr liði Fram- sóknarflokksins. Engin kona situr i bæjarstjórp Akraness. ísafjöröur A Isafirði var endurnýjaður sá meirihluti, sem baririn var samari með miklum bægslagangi eftir kosningar þar 3. október 1971, en þá var kosið til nýs bæjarfélags, sameinaðra byggða Isafjarðar- kaupstaðar og Eyrarhrepps. Þessi meirihluti er myndaður af 4 sjálfstæðismönnum og 3 fulltrú- um af sameiginlegum lista Sam- takanna og Alþýðuflokksins. Bæjarstjóri var endurráðinn Bolli Kjartansson, en hann tók við þvi embætti 1972. Forseti bæjar- stjórnar var kjörinn Jón Ben As- mundsson frá ihaldi. I minnihluta . eru einn fulltrúi Alþýðubandalags og einn fulltrúi framsóknarmanna. Ein kona situr i bæjarstjórn tsafjarðar. Sauöárkrókur Meirihluta á Sauðárkróki mynda þrir fulltrúar Framsókn- arflokks og einn fulltrúi Alþýðu- flokks. Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn buðu fram s'ameiginlegan lista á Sauð- árkróki i siðustu kosningum og var á þeim lista ekki að finna fulltrúa frá Alþýðubandalaginu fyrr en i fjórða sæti, og á þvi sá flokkur engan bæjarfulltrúa. Minnihlutann skipa þrir sjálf- stæðismenn. Bæjarstjóri undanfarið hefur verið Hákon Torfason. Hann hefur nú látið af þeim starfa og bæjarstjóri hefur verið ráðinn Þórir Hilmarsson, verkfræðing- ur.. Forseti bæjarstjórnar er Jón Karl Karlsson framsóknarmað- ur. Engin kona situr i bæjarstjórn Sauðárkróks. Sigluf jörður Á Siglufirði endurnýjuðu borgaraflokkarnir þrir meirihl. sinn með nokkuð sérstæðum hætti, eins og frá hefur verið skýrt i blaðinu. Ihaldið á þrjá bæjarfulltrúa i þessum nýja meirihluta, kratar tvo og fram- 1 sóknarmenn eru þar tveir. 1 minnihluta eru tveir bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins. Ihaldsmaðurinn Stefán Friðbjarnarson, sem verið hefur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins á Siglufirði um nokkurt skeið, og jafnframt bæjarstjóri, gaf ekki kost á sér til embættisins áfram, og hefur verið ráðinn ungur fram- sóknarmaður með lögmenntun til bæjarstjórastarfans, og heitir sá Bjarni Þór Jónsson. Forseti bæjarstjórnar er Knút- ur Jónsson úr liði Sjálfstæðis- flokksins. Engin kona situr i bæjarstjórn Siglufjarðar. Akureyri A Akureyri var enginn formleg- ur meirihluti myndaður siðasta kjörtimabil, nema hvað Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur höfðu með sér samvinnu um embættismannakjör, stöðu- veitingar og nefndarkosningar. Framsókn muri hafa þreyst á þessu samstarfi, þvi nú hafa fulltrúar þeirra, sem eru 3, myndað meirihluta formlega með tveimur mönnum af lista jafn- aðarmanna og einum bæjar- fulltrúa Alþýðubandaiagsins. 5 sjálfstæðismenn eru i minnihluta. Bæjarstjóri var endurráðinn Bjarni Einarsson. Forseti bæjar- stjórnar var kjörinn Valur Arn- þórsson, úr framsóknarliðinu. Ein kona situr i bæjarstjórn Akureyrar. Húsavik Á Húsavik mynda meirihluta fulltrúar allra flokka nema Sjálf- stæðisflokks. Meirihlutann skipa þvi þrir framsóknarmenn, tveir af lista jafnaðarmanna og tveir af lista óháðra og Alþýðubandalags- ins. Minnihlutamenn Sjálfstæðis- flokksins eru 2. Bæjarstjóri á Húsavik var endurráðinn Haukur Harðarson, sem gegnt hefur þvi starfi frá miðju ári 1972.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.