Þjóðviljinn - 01.08.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974.
Hefur öryggisráðstejha
Evrópu siglt í strand?
Þann 18. september verður ár
liðið frá þvi að annar áfangi
öryggismálaráðstefnu Evrópu-
rikja hófst i Genf. Þar starfa
embættismenn, og bjartsýnisfólk
vonaði að þeir yrðu ekki nema
nokkra mánuði að ganga frá
sinum málum og siðan mætti
ljúka ráðstefnunni með fundi
æðstu manna. En þessi áfangi
hefur mjög dregist á langinn og
fengið á sig svip seinvirkrar tog-
streitu, og nú er þegar vitað, að
embættismennirnir munu alls
ekki ljúka sér af fyrir ársafmælið.
Það hafði verið ætlunin að ljúka
þriðja áfanga ráðstefnunnar með
fundi utanrikisráðherra eða
æðstu manna i Helsinki i sumar.
Þeir bjartsýnustu vona enn, að af
slikum fundi geti orðið fyrir
áramót, en þó eru þeir miklu
fleiri sem efast um það. Sumir
segja það verði enginn fundur,
ágreiningurinn sé of mikill. Og
það eru fulltrúar Vesturlanda
sem einkum kvarta — um að lönd
Austur-Evrópu vilji ekki slaka á.
Landamærin
Ráðstefna um öryggi og
samstarf i Evrópu er haldin að
frumkvæði Austur-E vrópu-
rikjanna, og eitt helsta markmið
þeirra var að fá staðfestingu á
núgildandi landamærum i
Evrópu. Einnig landamærum
Þýskalands og milli þýsku
rikjanna.
t Genf fást menn ekki beinlinis
við hernaðarleg málefni.
Borgaralegir fulltrúar rikja tala
saman, meðan afvopnunarmálin
eru falin öðrum (sem einnig
starfa mjög hægt.jj Þrjú aðal-
mál Genfarráðstefnunnar eru
þessi: 1) Helstu öryggismál —
fullveldi rikja, friðhelgi
landamæra og svo framvegis. 2)
Samstarf milli rikjanna á sviði
efnahagsmála, visinda, tækni og
umhverfisverndar og 3).
samstarfið á sviði mannlegra
samskipta — undir það fellur
menningarsamstarf og óskir
Vesturlanda um aukna
upplýsingamiðlun og betri mögu-
leika á mannlegum samskiptum
milli austurs og vesturs.
Kröfur Vesturvelda
Það er um þriðja málaflokkinn,
sem nú er deilt. Vesturveldin hafa
haldið fast við það sjónarmið, að
ef að ráðstefnan eigi að hafa
rauntækt gildi, þá sé ekki nóg að
gefa út hástemmdar yfirlýsingar
um öryggi og samstarf i Evrópu.
Orðin yrðu sneidd inntaki, ef
menn um leið geta ekki bætt að
nokkru hin áþreifanlegu
samskipti milli fólks i austri og
vestri. Vesturveldin telja sig ekki
bera fram sérlega róttækar
kröfur i þessum efnum, en
allavega vilja þau allmiklu rýmri
möguleika á samskiptum fjöl-
A
iS&'J
Lögtaksúrskurður
Að beiðni bæjarstjóra Kópavogs úrskurð-
ast hér með lögtak fyrir útsvörum til
Kópavogskaupstaðar, álögðum 1974, sém
falla i eindaga 15. ágúst 1974, samkvæmt
d-lið 29. gr. laga nr. 8/1972, um tekju-
stofna sveitarfélaga. Fari lögtak fram að
liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa, til tryggingar ofangreindum gjöld-
um, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð
bæjarsjóðs Kópavogs, nema full skil hafi
verið gerð.
26. júli 1974.
BÆJARFÓGETINN
í KÓPAVOGI.
A
Lögtaksúrskurður
Að beiðni bæjarsjóðs Kópavogs úrskurð-
ast hér með lögtak fyrir aðstöðugjöldum
til Kópavogskaupstaðar, álögðum 1974,
sem gjaldfallin eru samkvæmt 39. gr. laga
nr. 8/1972. Fari lögtak fram að liðnum 8
dögum frá birtingu úrskurðar þessa, á
kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjar-
sjóðs, til tryggingar ofangreindum gjöld-
um, nema full skil hafi verið gerð fyrir
þann tima.
26. júli 1974.
BÆJARFÓGETINN
í KÓPAVOGI
Frjáls skipti á mötinum og skoöunum hafa til þessa mest veriö iökuö
meðal æöstu manna — eins og þegar Nixon lýsti slnum hugsjónum fyrir
sovéskum sjónvarpshiustendum.
Auglýsingasíminn er 17500
w
)
skyldna, sem klofnar eru milli
austurs og vesturs, þau vilja
ákveðnar reglur um sameiningu
fjölskyldna, um hjónabönd yfir
landamærin osfrv.
Og að þvi er varðar upplýsingar
vilja þau aukna möguleika á að
koma prentuðu máli og útvarps-
sendingum til landa Austur-
blakkarinnar, sem hafa aðra
afstöðu til prentfrelsis en Vestur-
lönd. Þau vilja bæta ferðamögu-
leika á milli, m.a. fyrir
blaðamenn, og þau vilja að
vestræn blöð hafi frjálsan aðgang
að blaðsölustöðum fyrir austan.
Deilan um tímann
Frá byrjun ráðstefnunnar var
það ósk Austanmanna, að hún
yrði stutt. Að menn stefndu sem
fyrst að fundi æðstu manna,
meðan ráðstefnan héldi enn
athygli almennings. Allt átti að
ganga fl'jótt og vel. Fundur æðstu
manna átti að staðfesta, áð
vandamál Evrópu væri nú eins
nálægt þ.vi að yera Iéyst, óg
hugsast gæti.ienda þótt álfan væri
skipt á milli tveggja valdakerfa.
Afstaða VesturveJda var sú, að
timinn skipti 'minna máli. Það'‘
skipti méstu að negla niður viss
atriði svo að ráðstéfnan yrði
annað og meira en skrautsýning.
Þegar iráfðstefnan hófst með
fyrsta áfanga i Helsinki sl.
sumar, var það Ijóst að þriðji
málaflokk'ur — upplýsingafrelsi
og mannleg samskipti, yrði
erfiðastur viðurei^nar. H,efur það *
staðfestst siðan. ,
Páskatiðindi
Eftir langt þóf miðaði i fyrsta
sinn verulega áfram um páska-
leytið i ár og þá i máli, sem
sósialidku rikin þöfðu mikinn
áhuga á. Vesturveldin töldu sig
þá gera mikla tilslökun tneð þyi
að samþykkja, að i drögum að
aðalsamþykkt ráðstefnunnár,.
sem léiðtogar munu seinna .meir
skrifa undir, sé svo að orði kveð-
ið, að landamæri Evrópu.séu frið-
helg og óbreytanleg.
Með þessu var slegið föstu, eins
og Austurblökkin háfði lagt til, að
landamæradeilduriskuli ver.a úr
sögunni i álfunni. Og þar með. i
reynd alh tal um endur-
sameiningu Þýskalands. '
Þó með einum fyrirvará:
Samþykkt var, aö þótt i gðalyfir-
lýsingunni skuli kveðið, á um
friðhelgi landamæra og óbreytán-
leik, þá er þó gert ráð fyrir þvi að
annarsstaðar i textanum k'omi
formúla um að landamærum
megi breyta með friðsamlegum
samningum. Ekki er enn vist,
hvar þessi formúla á að koma inn
i textann, en menn hafa talið, að
það mál mætti leysa.
Vesturveldin voru á þeim
buxum, að með þessari tilslökun
af þeirra hálfu væri nú.'komið ab
viðmælendum þeirra ,,að láta
eitthvað i staðinn”. Austur-
blökkin hlaut einnig að vita, ab
Vesturblökkin ætlaðist til þess
arna. En engu að íiður hefur
siðan i april engu miðáð um
samningu nýrra texta, sem lúta
að hinum erfiða þriðja málaflokki
um „skipti á hugmyndum,’
upplýsingum og mannfólki”.
Röksemdir að austan
Sósialisku rikin i Áustur-
Evrópu hafa uppi tvænaðalrök-
semdir gegn Vesturblökkinni.. 1
fyrsta lagi, að það sé ekkért
frekar sérhagsmunir- Austur-
blakkarinnar að semjá um landa-
mærin i Evrópu, heldur sé það
sameiginlegt ábúgamál alkr^
landa að semjá um þessa undjr-
stöðu örýggiá i álfunni. Þvi háfi
Vestúrveldin ekki, rétttil ,,að fá
eitthvað i'staðinn” fyrir þetta
samkomulag., j
Hin er sú, að ýmsar óskir
Vestur.velda lúti'i raun að málum,
semi i raun . réttri séu innan-
rikismál viðkömandi rikja, sem
ráðstefnan geti þá ekki, skiþt sér
af, og sé, ef. svo ber undir, betra
að leysa með tvihliða samningum
milli einstakra rikja.
I þessum efnum þafa Sovét-
menn.að sögn verið einkar stif.ir.
Þéir hafa að.visu slegið nokkuð af
(t.d, að menn geti gerst
áskrifendur að véstræniím
blöðum, en þau verði hipsvegar
ekki seld frjáls) en Vesturveldin
hafa talið þær tilslakanir mjög
ófullnægjandi.
Þvi hefur málum þokað litið, og
finnskir skipuleggjendur fyrsta
áfangans og væntanlega hins
þriðja eru að verða gráhærðir á
sifelldu stússi við að panta og
afpanta hundruð hótelherbergja i
Helsinki.
Eftir páska héldu menn að
tregða Austanvera væri tengd
hinum mörgu kosningum og
stjórnaskiptum i Vestur-Evrópu
— að þeir vildu biða og sjá hvað
setur. Siðan voru það Vestur-
veldin sem fóru að nota timann
sem pressu. Þau kröfðust skjótari
árangurs á þeim forsendum, að
það væri æskilegt að komast hjá
sumarfrium og hjá framlengingu
ráðstefnunnar um óákveðinn
tima. Þetta gekk ekki heldur, og
siðan ákváðu menn að fara i
sumarfri, enda þótt Austanmenn
vildu halda áfram að vinna.
Fundum lauk 26. júli. Sumarfri er
til 2. september. Þá hefjast fundir
og 9. september hefst ráðstefnan
aftur af full.um krafti. Og um
þessa hluti var, satt best að segja,
heilmikið rifist fram og 'aftur.
Si'ðustu dagana i Genf var samt
ýmislegt, sem bénti til meiri .
bjartsýni, meðal anpars þóttust
menn komast að þvi,
að sovéski aðalsendifull-
trúinn hefði meira umboð til
sámningagerðar, en hann hefði
látið i veðri vaka. En margt er
mjög i lausu lofti, ástandið býður
upp á ágiskanir um það hvert
stefni. Má 'vera að einhverjar
smátilslakanir i þriðja málflokki
séú á leiðinni að austan. Og
einhverntimann, segja sumir,
kemur að þvi, að Vestanverar
gera sér frekar litið að góðu, af
þvi að þeir verða orðnir þreyttir á
öllu saman og vilji bara ljúka
ráðstefnúnni af.
i þessu samhengi virðast
Sovétn'kin tefla með það fyrir
augum, að Bandarikin hafi e.t.v.
•meiri áhuga á fundi æðstu manna
en á.hinum eiginlegu niðurstöðum
ráðstefnunnar. Bandarikin hafa
ekki haft sig mikiö frammi á
ráðstefnunni, en i Moskvu gátu
þeir Ni'xon og Brezjnéf bersýni-
lega sameinast um þá ósk, að
ljúka henni af sem fyrst.
Þó hefur Kissinger siðar bætt
þvi við, að Bandarikip muni ekki
hláupast frá sjónarmiðum
Vesturvéldanna i þriðja mála-
llokki.
Stífnín
Vestrænir fréttaskýrendur,
velta mjög fyrir sér þvi sem þéir 1
kalla austræna stifni’ i þessum
málum . og , fipnst að kröfur ''
Vesturveldarina i þessum efnum
séu hreint ekki róttækar. En það
virðist aúfeljóst, að Austanverar
eru smeykir við vestraén áhrif og
samskipti sern fara út fyrir eftir-
lit'hins opinberá — hvort sem
rnénn vilja nú rekja þanri ugg til
vantraust.s á eigin valdakerfi eða
einhvers ánnars,
Hinsvegar; bregða diþlómatar
Ausjanvera fyrir sig bjartsýni i
einkaviðræðum i Genf, segjandi
sem svo, að frjálfelegrf og betri
samskipti muni koma smþtt og
smátt í takt við aukið.samstarf og
aukria 'velferð hjá þeim, — én
. vestrænir aðilar eigi ekki að
reyria „að þvinga fram slika
þróiln. Þeir segja að eiginlega
skuli timinn sjálfur annást fram-
farirnar en-ekki ráðstefnan. Og á
meðan er haldið áfram að þrasa i
Génf.
( Byggt á Information).
■;..t *
Viðlagasjóður auglýsir
Viðlagasjóður hættir að greiða kostnað af
flutiiingi búsíóða Vestmannaeyinga til
Eyja eftir n.k. áramót.
Kostnaður við flutning fram að n.k. ára-
mótum verður, þvi aðeins greiddur, að um
hann sé tilkynnt og eftir honum óskað
fyrir 1. sept. n.k. á skrifstofu Viðlagasjóðs
i Reykjaviik eða i Vestmahnaeyjum.
' - } ■ ■ .' . \ . ‘ ’ ,., .
VIQLAGASJÓÐUR.