Þjóðviljinn - 01.08.1974, Side 12
DlOÐVIUINN
Fimmtudagur 1. ágúst 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfja-
búöa i Reykjavik 26. júli- 1. ágúst verö-
ur I Vesturbæjarapóteki og Háaleitis-
apóteki.
Tannlæknavakt fyrir skólabörn i
Reykjavik er i Heilsuverndaratööinni i
júli og ágúst alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
Slysavaröstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstööinni. Simi
21230.
V í ðtækar
þjóðnýtingar
í Bretlahdi
LONDON 31/7 — Breska stjórnin skýrði frá þvi i
dag að hún hefði ákveðið að þjóðnýta skipasmiða*-
stöðvar i landinu.
baö var Anthony Wedgwood
Benn, sem skýröi frá þessu á
fundi neöri deildar bresks þings-
ins viö hávær mótmæli stjórnar-
andstöðunnar. Sagöi hann aö
þjóönýtingin næöi til þrettán
stærstu skipasmiöastööva Bret-'
lands og þrettán annara fyrir-
tækja, sem sjá um viögerðir á
skipum, framleiöa vélar og annan
tæknibúnað. En minni fyrirtæki á
Ian Smith
heldur velli
i Ródesíu
SALISBURY 31/7 - Ródesiufylk-
ingin, sem er flokkur Ians Smith,
forsætisráðherra i Ródesiu, vann
enn einu sinni sigur i þingkosn-
ingunum, sem fram fóru i landinu
i gær. 1 þriðja skipti i röð fékk’
flokkurinn öll þau- 50 þingsæti
sem hviti minnihlulinn hefur rétt
á, samkvæmt stjórnarskrá lands-
ins.
I Rhódesiu eru 250.000 hvitir
menn, og um fimm miljónir
Afrikubúa, en aðeins 7000 Afriku-
buar hafá kosningarétt og eru 16
þingsæti þeim ætluð.
Merkingar-
reglur um
kjötvörur
á leiðinni?
Einsog kunnugt er, var að
tilhlutan Viðskiptaráðherra
sett reglugerð i september sið-
astliönum, um vörumerkingar
neyslu og nauðsynjavara.
Reglugcrð þessi gerir ráð fyr-
ir, að komið verði á all ýtar-
legum merkingum á umbúðir
almennra neysluvara, merk-
ingum, cr greini m.a. frá eðli, “
samsetningu, framleiðanda og
pökkunardegi vörunnar. Var
reglugerð þessi að ýmsu leyti
sniðin eftir reglum, sem um
þessi efni gilda i nágranna-
löndum okkar og hafa rutt sér
mjög til rúms á seinni árum.
Samkvæmt upplýsingum úr
viðskiptaráðuneytinu, hafa nú
verið samin i samvinnu við
Þórhall Halldórsson, forstöðu-
mann heilbrigðiseftirlits
Reykjavikur, drög að auglýs-
ingu um merkingar unninna
kjötvara, en samkvæmt reglu-
gerðinni skal með auglýsing-
um ákveða merkingarreglur
neysluvara hverju sinni.
Auglýsingin gerir ráð fyrir „
að allar uhnar kjötvörur, sem
settar eru i neytendaumbúðir,
aðrar en niðursuðuvörur, beri
með sér upplýsingar, m.a. um
heiti, samsetningu og meðferð
vörunnar, nettó-þyngd henn-
ar, nafn og heimilisfang fram-
leiðenda, pökkunardag og sið-
asta söludag.
Auglýsingardrög þessi hafa
nú verið send til umsagnar
ýmissa aðila viðskiptalifsins
og neytenda, og er ekki að efa,
að hér er á ferðinni mjög
timabær og þörf breyting
þessara mála, og fagnaðarefni
fyrir neytendur á Islandi.
Anthony Wedgwood Benn
þessu sviöi yröu ekki þjóönýtt.
Hann hélt þvi fram aö skipa-
smiðaiðnaðurinn hefði vanrækt
að gera nauðsynlegar fjárfesting-
ar til aö tryggja atvinnu og til aö
tryggja Bretum hæfilegan hluta
markaðsins. Sagöi hann aö iönaö-
urinn væri ekki samkeppnishæfur
nefna geröar væru miklar skipu-
lagsbreytingar.
Tillagan um þjóönýtinguna
veröur lögö fram I þinginu I
haust, en fram að þeim tima mun
stjórnin ræöa ýmis framkvæmda-
atriöi viö yfirmenn fyrirtækj-
anna. •
Eftir friðarsamninga
Lífið að
færast í
eðlilegt horf
NIKOSIA 31/7 — Glafkos
Klerides, forseti Kýpur,' sendi
Samcinuðu þjóöunum mótmæla-
oröséndingu i dag vegna þess aö
Tyrkir héldu áfram framsókn
sinni viö bæina Kyreniu og
Karavas, og bættu þar stööú sina
þrátt fyrir vopnahléö. Annars
viröist allt með kyrrum kjörum á
cynni og hefur ekki verið skýrt
frá neinum öörum brotum á
vopnahlénu.
Klerides sagði á blaðamanna-
fundi að hann væri reiðuxúinn til
viðræðu um stofnun sambands-
rikis á Kýpur. Hann sagði að leið-
togi tyrkneska minnihlutans,
Rauf Denktash, sem er náinn vin-
ur hans, væri einnig samþykkur
sambandsriki, þar sem bæði
Tyrkir og Grikkir hefðu sjálf-
stjórn.
Klerides var ánægður yfir þvi
að friöarsamningar skyldu hafa
tekist i Genf, en hann sagði að
Kýpur-Grikkir hefðu oröið að
gera tilslakanir sem erfitt væri að
þola,-
Lifið er nú að færast i. eðlilegt
horf i Nikosiu og voru búðir og
bankar opnuð i dag i fyrsta skipti
i tblf daga.
Grikkir eru ánægðir með
friðarsamningana i Genf, en telja
þó að Tyrkir hafi sýnt mikla
hörku i samningaviðræðunum.
Lita Grikkir svo á að þeir hafi
orðið að slaka til, og hafi megin-
ástæðam verið sú hve þeir voru i
slæmri stöðu i byrjun vegna
stefnU herforingjastjórnarinnar
áður en hún lét af völdum.
Aðstoðarmenn á Kleppi
Hœttu störfum
á miðnœtti
A miönætti siðastliðnu
gengu aöstoðarmenn viö
Kleppsspltala út úr þeirri
stofnun, og munu ekki koma
þangað til starfa fyrr en viö þá
hefur veriö samiö um kaup.
En eins og blaöiö hefur áöur
skýrt frá voru þeir settir i 14.
launaflokk eftir samninga viö
opinbera starfsmenn, en siöar
lækkaöir um 2 launaflokka, og
una þeir ekki sliku ráöslagi.
Aðstoðarmennirnir héldu
með sér fund i gærdag. Klukk-
an hálf fjögur barst þeim til-
kynning frá stjórn ríkis-
spitalanna þess efnis, að sam-
kvæmt heimild i lögum yrðu
þeir skikkaðir til að vinna enn
i þrjá mánuði. Þótti fundar-
mönnum, að viðhöfðu samráði
við lögfræðing BSRB, sem til-
skipun þessi kæmi þaö seint,
aö þeim bæri ekki að hlita
henni og munu ekki gera. Á
þaö skal bent, að langt er um
liðið slöan forsvarsmönnum
rikisspítalanna var ljóst, að
uppsögnin átti að taka gildi á
miðnætti I nótt, 1. ágúst.
Þjóöviljinn hafði samband
viö Þórunni Pálsdóttur, for-
stöðukonu á Kleppi, og sagði
hún, að við þetta skapaðist hið
versta ástand á sjúkrahúsinu.
Ekki væri um annað að ræða
fyrir sjúkrahúsið en loka ein-
hverjum deildum þess og út-
skrifa sjúklinga.
Þórunn sagði, að álaginu
þyrfti að dreifa, og yrði það
gert með þvi, að flytja sjvik-
linga af órólegu deildunum
yfir i opnar deildir og loka
þeim og hafa sjúklingana I
vinnuhópum.
Þá sagði Þórunn, að aug-
ljóst væri, að þeir sjúklingar
sem útskrifaðir yrðu, ættu
þess ekki kost að fá i heima-
húsum þá aðhlynningu, sem
þeir þyrftu með, óg væri þetta
mjög slæmt fyrir sjúklingana.
Að'lokum sagði Þórunn að
Kleppsspitali, eða forráða-
menn hans, hefðu rætt þann
vanda, sem með þessu kæmi
upp,við fulltrúa rikisspitalana
og heilbrigðismálaráðuneytis-
ins, en allt hefði komið fyrir
ekki.
Þaö skal tekið fram, að mál
þetta situr fast i fjármála-
ráðuneytinu, og er ábyrgð að
lýsa á þess hendur. En þeir,
sem þar starfa og eiga að sjá
um aö semja við aðstoðar-
mennina, hafa ekki haft i
frammi neina tilburði til þess.
—úþ
Náinn ráðgjafi Nixons
dæmdur í fangelsi
WASHINGTON 31/7 — John verandi ráðgjafi Nixons forseta,
Ehrlichman, náinn vinur og fyrr- var i dag dæmdur i tuttugu mán-
aða til fimm ára fangelsi fýrir
hlutdeild sina i innbortinu i skrif-
stofu sálfræðings Daniels Ells-
berg.
John Ehrlichman var fundinn
sekur um að hafa fyrirskipað inn-
brotið, og var það þáttur i upp-
lýsingasöfnun um Daniel Ells-
berg, sem þá var ákærður fyrir að
hafa birt leyndarskjöl Pentagons
um styrjöldina i Vietnam. Þeir
þrir ménn, sem frömdu innbrotið,
voru dæmdir um leið óg Ehrlich-
man, og fékk einn þeirra, Gordon
Liddy, eins til þriggja ára fang-
elsi, en hinir fengu skilorðs-
bundna dóma. Þessir þrir menn
höfðu allir ‘verið dæmdir fyrir.
þátttöku sina i innbrotinu i Vatns-
gátt. Litið var svo á að þeir menn,
sem fengu skilorðsbundna dóma,
hefðu verið blekktir af mönnum,
sem þeir báru traust til.
1 gærkvöldi mælti dómsmála-
nefnd fulltrúadeildar Banda-
rikjaþings rpeð þriðju ákærunni á
hendur Nixon forseta. Fulltrúa-
deild Bandarikjaþings ér ekki
bundin af þessu áliti nefndarinn-
ar, en flest bendir þó til þess nú að
hún fari eftir þvi og dragi forset-
ann fyrir rétt.
Vonsvikinn umhverfisverndarmaður
Hótaði að sprengja
upp forsetahöllina
PARIS 31/7 — Vonsvikinn upp-
finningamaður lagði i dag vörubil
fyrir framan Elysée-höllina i
Paris, meðan þar stóð yfir fundur
rikisstjórnar'Frakklands, og hót-
aði hann aö sprengja i loft upp bil-
inn, sem hann sagöi aö væri hlað-
inn sprengiefni og 500 lltrum af
bensini.
Eftir hálftima samningavið-
ræður miili bilstjórans og
öryggisvarða forsetahallarinnar,
féllst hann á að aka burt og var þá
handtekinn. En lögrelgan fann
ekki svo mikið sem púðurkerlingú
i bilnum.
Maður þessi, sem var um
fimmtugt, ók upp að aðalinngangi
forsetahallarinnar i morgun, og
sagðist ætla að sprengja hann upp
i loft, ef André Jarrot, umhverfis-
verndunarráðherra Frakklands,
vildi ekki veita athygli tækjum,
sem hann hefði fundið upp til að
berjast gegn loftmegnun frá bil-
um. Hann sagðisthafa lagt kröfur
sinar fyrir ráðherrann og ef hann
gengi ekki að þeim myndi hann
sprengja bilinn og allt i nágrenni
hans með. Hann útbýtti siðan
bæklingum um uppfinningu sina
og skýrði blaðamönnum frá
hvernig hann hefði reynt
árangurslaust i tvö ár að vekja
áhuga yfirvaldanna á uppfinning-
unni. Hún átti að draga mjög úr
eitruðum útblæstri frá bilvélum.