Þjóðviljinn - 25.08.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Side 2
2 SIÐA — ÞJ6UVILJ1NN SunnMdagwr 25. égúst 1974. Litið við í skóla- görðum: Leiðinlegast að reita arfann Flestir starfshópar eiga sinn annatima einhvern tíma á árinu. Nú er að hefjast annatími garð- yrkjufólks um allt land, en hæst stendur hann fyrstu tvær vikurnar i september þegar kartöflur eru teknar upp. Þó er til hópur garð- yrkjufólks, og hann ekki lítill, sem ekki hefur tíma til að bíða fram í septem- ber til að annast upp- skeruna, þá er nefnilega hafinn hjá því annars- konar önn, og ekki svo létt- væg, sjálf skólagangan. Þessi hópur er krakkarnir sem stunda garðyrkju f skólagörðum Reykjavíkur. Þeirra uppskerutími stendur nú sem hæst, verk- inu verður að vera lokið áður en barnaskólarnir hefja göngu sina í byrjun september. Einn góð- viðrisdaginn í vikunni heimsóttum við krakkana í Laugardalsgarði, sem voru þá að Ijúka við að taka upp allt nema kartöflurnar, en upptaka þeirra er geymd til síðasta dags. Og það var sitthvað skemmti legt sem krakkarnir fræddu okkur um þann tíma sem við stóðum við. Róbert Gunnarsson sem fékk 9,8, og Elfas Gubmundsson sem fékk 19. Eg fékk 9,8 — ég 10 Um það bil sem við vorum að yfirgefa skólagarðinn i Laugar- dal hittum við tvo snaggaralega stráka, RóbertGunnarsson 11 ára og Elias Guðbrandsson 12 ára, og greinilegt var að á milli þeirra var nokkur keppni um hvor hirti sinn garð betur og fengi hærri einkunnir. — Ég fékk 9,8 fyrir minn garð siðast, sagði Róbert. — En ég fékk þá 10, sagði Elias. — Ég fékk nú lika 10 þar áður, svaraði þá Róbert og var eölilega nokkuö rogginn. En hvort heldur þeir fengu 9,8 eða 10, þá báru garðarnir peirra það með sér að þeir höfðu báðir vandað sig sem mest þeir máttu i allt sumar, enda lét árangurinn ekki á sér standa, bæði næpur þeirra og rófur svo og annað grænmeti var mjög vel sprottið, og þeir voru um það bil að ljúka við að taka upp, allt nema kartöflurnar. Framhald á bls. 13 Skemmtilegast að taka upp sagði unga garðyrk jufólkið Ólöf Adda til vinstri, en hún á garðinn. Meft henni er vinkona hennar ofan úr Breiftholti, Sigrún Á Gunnarsdóttir Ekkert mjög gaman Gunnar Valdimarsson tv. og Pétur Valgeirsson, en þelr voru aft hjólpa systur Gunnars, sem er á skátaskóla. Tvær litlar vinkonur áttu i sýni- legum erfiðleikum með að koma uppskerunni fyrir i plastpoka einum all-stórum, og það var kannski ekki nema von að þetta væri erfitt þegar þess er gætt að þær eru bara 7 ára og 8 ára. Þær heita Ólöf Adda Sveinsdóttir, sem á garðinn, og hún á heima i Njörvasundi og er bara 7 ára, en hin heitir Sigrún A. Gunnarsdóttir og á heima uppi Breiðholti og er 8 ára. Sigrún var þarna aöeins til að hjálpa vinkonu sinni. — Við erum vinkonur af þvi að ég átti einu sinni heima i Njörva- sundinu, þegar við vorum litlar, og siðan erum við alltaf vinkonur, sagði Sigrún. Ólöf sagði að það væri ekkert mjög gaman að eiga garð, og hún sagðist helst ekki ætla að fá garð næsta sumar, en Sigrún sagði aftur á móti að hún væri alveg ákveðin i að fá sér garö uppi Breiðholti. — Þar eru nefnilega lika skólagarðar, sagði hún. Ólöf sagði það það væri mest gaman að taka upp, en sér hefði fundist heldur leiðinlegt að setja niður, einkum fræið, — Þá var rok og það fauk allt saman, sagði hún. Og svo var nú allra verst að reyta arfa, alveg ógurlega leiðinlegt. — Hvað hefurðu fengið i einkunn fyrir garðinn þinn? — Ég fékk 7 siðast Og með þaðkvöddum við þær vinkonurnar, og okkur fannst það mjög gott hjá svona litilli hnátu að fá 7 i einkunn fyrir að annast heil 5 beð með margvislegu grænmeti. r Eg er bara að hjálpa systur minni — Blessaður, ég á ekkert i garð- inum, hún systir min á hann, en hún er á skátaskólanum ‘á Olfljótsvatni og ég mátti til með að hjálpa henni, þar sem það varð að taka upp núna, sagði Gunnar Valdemarsson 8 ára, en hann og vinur hans Pétur Valgeirsson 6 ára voru að taka upp rófur og næpur i grið og erg. — Hjálpaðir þú henni kannski lika við að setja niður i vor? ' — Já, já, ég gerði það, en ég reytti ekki arfa, það er svo svaka- lega leiðinlegt. — Veistu hvað hún ætlar að gera við alla þessa uppskeru? — Við borðum þetta heima, og svo gefumvið lika afa og ömmu með okkur, þau eru voða fegin að fá nýtt grænmeti hjá okkur. — Af hverju fékkst þú þér ekki garð sjálfur? — Ég gleymdi þvi og varð of seinn, en ég ætla alveg ákveðið að fá mér garö næsta sumar. — Og ég lika og ég ætla að selja alla uppskeruna og græöa, sagði Pétur. — Heldurðu að það sé hægt að græða á að hafa garð og selja grænmeti? — Areiðanlega. Margir krakkarnir gera það, þau ganga bara i hús og bjóða rófur, næpur og kál, og fólk kaupir af þeim og þá fá þau miklu meira fyrir en ef þau seldu það i matarbúðir. — Ætlar þú lika að selja þina uppskeru, Gunnar, ef þú færð garð næsta sumar? . — Ég veit ekki, ætli það, okkúr þykir svo gott að borða þetta heima.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.