Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1974. DIOÐVIUINNX MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb> Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞEIR BRÝNA RÁNFUGLSKLÆRNAR Þegar þessi orð koma fyrir augu les- enda verður e.t.v. búið að tilkynna um myndun nýrrar rikisstjómar. Fyrir liggur að samkomulag hefur tekist milli Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokkiins um öll atriði, nema skiptingu ráðuneyta, sem enn er deilt um nú siðdegis á föstu- degi. Málgögn Sjálfstæðisflokksins fara þessa dagana hamförum til að telja þjóðinni trú um að allt sé i kaldakoli nú við stjórnar- skiptin og dagblaðið Visir lýsir reyndar yfir þjóðargjaldþroti. Greinilega er það ætlun áróðursstjóra Sjálfstæðisflokksins að æra upp i þjóðinni skelfingu við hrun sem við blasi, svo að auðveldara verði fyrir afturhaldsstjórnina að koma fram áformum sinum um verulega kjaraskerð- ingu verkalýðsins. I þessum þokkalega til- gangi er einskis svifist. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins segja að þjóðin sé gjaldþrota, en staðreyndin er sú að islenska þjóðarbúið er i dag rikara en nokkru sinni fyrr, ekki sist vegna hinnar miklu atvinnuuppbyggingar, sem átt hefur sér stað siðustu þrjú ár fyrir for- göngu vinstri stjórnarinnar. Þjóðartekjur á mann eru nú hér ein- hverjar þær allra hæstu i heimi og hafa hækkað mjög verulega á undanförnum ár- um. Þjóðarframleiðsla á manna i dollurum var á siðasta ári 4750 dollarar og voru ís- lendingar þá i þriðja hæsta sæti meðal þjóða heims samkvæmt viðurkenndum aíþjóðlegum skýrslum. Þá hafði þjóðar- framleiðslan hvorki meira né minna en tvöfaldast á þremur árum, mælt i dollur- um. Þróunin varðandi þjóðarframleiðslu á mann siðustu sex ár hefur verið á þessa leið: 1968 2269 dollarar 1969 1929 dollarar 1970 2377 dollarar 1971 2940 dollarar 1972 3635 dollarar 1973 4750 dollarar Það er að visu gert ráð fyrir þvi, að nokkuð muni draga úr vexti þjóðartekna á þessu ári vegna versnandi viðskiptakjara, en samt er yfirleitt ekki reiknað með þvi að þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur fari lækkandi á þessu ári frá metárinu i fyrra. Þá er einnig á það að lita, að á siðasta ári þurftu íslendingar að greiða lægri hluta af útflutningstekjúm sinum i afborg- arnir og vexti af erlendum lánum en um fjöldamörg undanfarin ár. Kenning talsmanna Sjálfstæðisflokksins er sú, að hér hafi verið blómlegt bú fyrir fjórum árum, en nú blasi við þjóðargjald- þrot, þegar þjóðarframleiðslan hefur tvö- faldast að verðgildi, mælt i dollurum, og greiðslubyrðin af erlendum lánum nemur lægri hluta af útflutningstekjum en um áraraðir. Sem sagt stóraukin þjóðarframleiðsla og tvöföldun þjóðartekna þýðir sam- kvæmt kenningum Visis og annarra spá- manna Sjálfstæðisflokksins, hreint og klárt þjóðargjaldþrot! Leiðin til að forða þjóðargjaldþroti er þá væntanlega sú samkvæmt röksemda- færslu þessara sömu vitringa að skera þjóðarframleiðsluna niður um helming. „Sársaukafullur uppskurður” — „veru- leg skerðing á lifskjörum þjóðarinnar”. Þannig hljóða hótanirnar, sem nú birtast daglega i ritstjórnargreinum ihaldsblað- anna. Það ætti svo sem ekki að vera vandi að skilja, hvar fiskur liggur undir steini, og hvað að baki býr þeirri öfugmælakenn- ingu að tvöföldun þjóðarframleiðslu leiði til þjóðargjaldþrots. Það eru ránfuglsklær Sjálfstæðisflokks- ins, sem nú er verið að brýna til að hrifsa i hendur fésýslubraskaranna stóraukinn hluta þjóðarteknanna, og til þess á að nota þau skuggaöfl i hægri armi Framsóknar, sem jafnan ná að marka stefnu þess flokks, þegar hann stjórnar með Sjálf- stæðisflokknum. Þjóðviljinn vill biðja menn að muna það vel, að þeir erfiðleikar sem við er að glima i islensku atvinnulifi stafa ekki af þvi að verakfólk, sem nú hefur innan við 50.000,- i dagvinnutekjur á mánuði hafi of hátt kaup. Það er fjarstæða að hér þurfi að skera niður kaup lágtekjufólks. Þvert á móti er það tvimælalaust of lágt miðað við þær háu þjóðartekjur, sem okkur hafa verið tryggðar. En það er annað sem þörf væri á að skera niður i þessu eyðsluþjóðfélagi, það er braskaralýðurinn, sem mergsýgur bæði undirstöðuframleiðslugreinar þjóð- arinnar og islensk alþýðuheimili. í þeim efnum gekk vinstri stjórnin þvi miður alltof skammt, enda þótt Morgunblaðið ætti jafnan varla nógu sterk orð til að lýsa þvi hve harðleikin vinstri stjórnin væri við verslunarstéttina og hvers konar milliliði. Og nú hyggst þessi lýður, sem séð hefur ofsjónum yfir bærilegum kjörum verka- fólks og ekkert er heilagt utan illa fenginn gróði, ryðjast að kjötkötlunum á ný i skjóli afturhaldsstjórnar. Bardagalaust mun það ekki ganga. Það hefur verið verkefni Alþýðubanda- lagsins innan vinstri stjórnar að tryggja verkafólki og öðrum láglaunahópum kjarabætur i raun. Það verður nú verkefni Alþýðubandalagsins að standa við hlið verkalýðshreyfingarinnar i baráttunni sem íramundan er gegn ránfuglunum, sem nú hugsa sér til hreyfings. Hr eindýr av eið ar n ar standa nú sem hæst Leyfilegt er að fella 850 dýr í haust Hreindýraveiðarnar á Austur- indi standa nú sem hæst, og efur menntamálaráðuneytið, em veitir leyfi tii veiðanna og kveður fjölda þeirra dýra sem ;Ila má, heimilað að felld verði 850 hreindýr i ár. Vaiðitiminn hófst 15. ágúst sl. og stendur hann til 15. september nk. Veiðarnar eru háðar leyfum trúnaðarmanns rikisins. Er reynt með þessu eftirliti að koma i veg VG n o ^ f Þegar vopnin snúast í höndum manna I Þjóðviljanum 22. ágúst 1974 ritar S.dór umsögn Ingólf Guð- brandssonar, forstjóra ferða- skrifstofunnar (Jtsýn, um gjald- þrot bresku ferðaskrifstofunnar Horizon og afleiðingar þess. 1 samtali þeirra Ingólfs og S.dórs kemur fram, að fjöldi Islendinga hafi skaðast fjárhagslega og ýmis óþægindi hafi skapast vegna þessa gjaldþrots, en það kemur glöggt fram I greininni, að þessir ferðamenn hafi verið á vegum ferðaskrifstofunnar Otsýnar. Ingólfur fer ekki I grafgötur með, að ástæða gjaldþrotsins sé sú, að eitt af hinum „vafasömu” leiguflugfél. sem skotið hafa upp kollinum viða um heim, hafi tekið að sér rekstur umræddrar ferðaskrifstofu og klúörað svo rækilega málum að til gjaldþrots kom. en honum láist að geta þess, að ferðaskrifstofan var orðin gjaldþrota þegar fráfarandi rekstraraðilar tóku við rekstri hennar, I von um, að geta ráðið fram úr þáverandi örðugleikum fyrir að aðrir fari á hreindýra- veiðar en þeir sem vel kunna með byssu að fara og mega teljast sæmilegar skyttur. Að öðrum kosti er mikil hætta á að illa takist til og dýrin særist og veiði- og finnst mér Ingólfur skjóta þarna á skakkt mark. 1 samtali Ingólfs og S.dór varar Ingólfur fólk við, að ferðast með ferðaskrifstofum sem eiga sinar eigin flugvélar, þ.e. reka vafa- samt leiguflug, eins og hann segir I greininni og bendir jafnframt á, að það sé mun öruggara að ferð- ast á vegum ferðaskrifstofa sem versla við virt flugfélög. í fram- haldi af þessum ráðleggingum Ingólfs langar mig til að vita. Hvað er vafasamt leiguflugfélag? Er það flugfélag sem einhver á og þú öfundar hann af, eða er það eitthvað sem þú ert hræddur um, að taki viðskipti frá þér vegna þess, aö það getur boðið betri kjör og þjónustu en þú gerir? Ég er þeirrar skoðunar, aö ef draga ætti fram hvað sé vafasamt og hvað sé ekki vafasamt, sé afar vafasamt, að versla við ferða- skrifstofu sem verslar við vafa- samar ferðaskrifstofur. Reykjavik, 22. ágúst ’74 Elias V. Einarsson. mennirnir missi af þeim. Hefur stundum borið við að klaufar kæmust á veiðar, en allt er reynt sem hægt er til að koma i veg fyrir það. í júni sl. voru hreindýr hér á landi talin, og eftir þvi sem næst verður komist er talið að þau séu nú 3395, þar af 624 kálfar. Talningin fer fram eftir myndum sem teknar eru úr flugvél, og er þvi eins nákvæm og frekast er mögulegt. Þó segja talningamenn að hún sé ekki nákvæmari en þaö að reikna megi með að stofninn sé 10% stærri en kemur fram við talningu. Mikil ásókn er I hreindýraveið- arnar og fá færri en vilja leyfi. Hreindýrakjöt hefur unnið mjög á hér á landi á undanförnum árum eftir að veitingahús fóru að bjóða gestum sinum það. og þykir kjötið hið mesta lostæti. En þótt mönn- um þyki kjötið gott, þá munu flestir stunda hreindýraveiðarnar af „sportlegum” áhuga frekar en ágóðavon vegna kjötsölunnar. — S.dór Vladivostok, (APN). Flokkur eftirlitsmanna með villidýrum á Kamtjatka á austurströnd Sovét- rikjanna hefur verið á refaveið- um að undanförnu. Þar er þó ekki um að ræða venjulega tegund refa, heldur afbrigði, sem einungis finnst á Kamtjatka og hefur vakið athygli loðfeldasala sökum þess hve feldur refanna er fallegur. Feldurinn er nær eld- rauður, enda hefur refurinn hlotið Sumargleði á Mallorka og Costa del Sol í frétt frá Sunnu segir að ferða- skrifstofan muni efna til Sunnu- gleöi fyrir farþega sfna á Mall- orka og Costa del Sol dagana 29. og 30. ágúst, en þá verða yfir 1000 Sunnufarþegar á þessum stöð- um. Þótti sjálfsagt I tilefni þjóð- hátiðarársins og hinna fjölmörgu velheppnuðu þjóðhátiða I byggð- um landsins að taka smásyrpu einnig utan landsteinanna og þá þar sem flestir landar dveljast ytra á þessum tima. Sunnugleðin á Mollor'ka 29. ágúst verður i hinum kunna næturklúbb Jack E1 Negro, sem söngflokkurinn Valdemosa rekur. nafnið „ognjovka”, en ogn á rússnesku er sama og eldur. Refirnir sem veiddust voru sendir með flugvél til Veiðimáia- stofnunarinnar I Kirov vestan Úrais. Fyrstu ,,eld”-refirnir, sem stofnunin fékk i fyrra, hafa reynst vel fallnir til uppeldis. Þeir hafa lagað sig ágætlega að breyttu loftslagi og hegða sér fullkomlega eðlilega. Eldrauður refur frá Kamtjaka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.