Þjóðviljinn - 29.09.1974, Síða 3
Sunnudagur 29. september 1974. ÞJöÐVILJINN — SIÐA 3
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari dvaldist
ásamt konu sinni i sumar i Grikklandi i tæpan hálf-
an mánuð, um það bil sem Kýpurdeilan stóð sem
hæst. Hánn hafði með sér nokkur grisk dagblöð gef-
in út á ensku, þar sem fjallað er á afdráttarlausan
hátt um herforingjastjórnina og Kýpurdeiluna.
Jafnframt þvi sem við glugguðum i þessi blöð,
notuðum við tækifærið til að spyrja hann nokkurra
spurninga um það sem fyrir augu bar i ferðalaginu.
Kúreki um nútt kallar griskur teiknari þessa mynd af Kissinger sem
teymir Kýpur I konuliki á eftir sér.
eru falleg. En það er bannað að
tina þau.”
Hlutur Bandarikjanna
— 1 fréttum hefur verið sagt
mikið frá megnri andúð grikkja á
bandarikjamönnum. Varstu var
viö hana?
— Já, i rikum mæli. Kannski
má fremur tala um hatur. Mót-
mælin á Sintagma, sem ég gat um
áðan,beindust t.d. fyrst og fremst
gegn Bandarikjastjórn. Skýring-
anna á þessu hatri er ekki
einungis að leita i þeim hlut sem
bandarikjamenn eiga I Kýpur-
striðinu, heldur kannski öllu
fremur i þeirri ábyrgð, sem þeir
bera á herforingjastjórninni.
— Herforingjastjórnin, segja
grikkir, það voru bandarikja-
menn. Hin opinbera réttlæting á
valdaráni herforingjanna var á
sinum tima óttinn við kommún-
ismann. En hvar er sá ótti nú?
segja þeir, horfinn eins og sjón-
hverfing?
er bannað að
blómin
Það
Flett í grískum
blöðum og rœtt
við Þorstein
Gunnarsson um
ástandið í
Grikklandi eftir
fall herforingja
stjórnarinnar
Það sem mest er áberandi i
blöðunum er mikill léttir vegna
falls herforingjastjórnarinnar.
Eftir sjö ára ógnarstjórn geta
landsmenn loks farið að hugsa og
segja nokkurn veginn það sem
þeim býr i brjósti.
Smádæmi sem segir sina sögu
eru leikhúsauglýsingarnar. Þar
bregður fyrir nöfnum eins og
,,Fólkið hefur sigrað”, „Fuglinn
Fönix er floginn, nú getum við
talað”, „Niður með her-
foringjana, upp með fólkið”
osfrv.
Mikið er um fréttir af útlögum
sem sifellt eru að koma heim. Út-
varpsmenn sem skipulögðu út-
sendingar á grisku frá nágranna-
löndunum, listamenn, her-
foringjar sem sýnt höfðu mótþróa
osfrv.
En einnig er mjög áberandi
andúð á bandarikjamönnum og
stjórn þeirra. Fréttir eru af eyði-
leggingu bila i eign bandarikja-
manna, hafnarverkamenn i
Pireus neita að losa bandariskt
skip, lesendabréf frá bandarikja-
mönnum þar sem þeir lýsa
skömm sinni á hegðan banda-
rikjastjórnar i Grikklandi.
tína
Hreinsanir og útifundir
Eins og kunnugt er kölluðu her-
foringjarnir gamlan stjórnmála-
skúm, Konstantin Karamanlis,
heim úr útlegð til að taka við
stjórnartaumunum þegar þeir
gáfust upp. Eins og nærri getur
varð hann að fara rólega i sakirn-
ar i fyrstu meðan hann var að
festa sig i sessi. Karamanlis er
mjög hægrisinnaður og sann-
færður andkommúnisti svo hann
hefur litinn áhuga á aö efna til
stéttastriðs i landinu.
Blöðin bera það með sér, aö
hann fer hægt i sakirnar. Þó
nokkur timi leið, þar til farið var
að þjarma að herforingjunum,
svo nokkru næmi. En að þvi rak,
að hann varð að hreinsa til i hern-
um. Hann byrjaði á að setja
Jóannides, þann sem mestu réð i
stjórninni, sem við tók af
Papadopúlos i nóvember sl„ á
eftirlaun, en þvi næst fóru ýmsir
herforingjar, sem sýnt höfðu
fasistastjórninni mótþröa, að fá
uppreisn æru og stöðuhækkanir.
Þannig var Pappas höfuðs-
maður, sem reyndi að flýja á her-
skipi þvi sem hann stjórnaði,
hækkaður i tign. Einnig greina
blöðin frá þvi, að miklar til-
færslur hafi verið gerðar innan
herlögreglu og almennu lög-
reglunnar. Bankastjóri sá við
grikklandsbanka, sem hafði meö
samskipti við herforingja-
stjórnina að gera, var rekinn, og
þannig mætti lengi telja.
En blöðin greina einnig frá
miklum útifundum og göngum.
Stundum kom til óeirða og jafnvel
blóðsúthellinga i þeim. Þá ber svo
við að farið er að tala um æsinga-
menn og „agents provocateurs”.
En það eru ekki vinstrimenn sem
nefndir eru þessum nöfnum eins
og venjan er i hinum vestrænu
lýðræðisrikjum. Nei, nú eru það
fyrrverandi starfsmenn leyni-
þjónustunnar og herlögreglunnar
sem i hlut eiga.
Hér hefur verið brugðið upp ör-
litilli mynd af ástandinu i landinu
á þessum timum eins og það
birtist i blöðunum. Nú skulum við
gefa Þorsteini orðið og biöja hann
að skýra frá eigin reynslu i
landinu.
Mikil spenna
— Við flugum frá London til
Aþenu morguninn 14. ágúst.
Þangað komumst við með siðustu
vél, þvi að þennan dag var öllu
flugi til Grikklands, Tyrklands og
Israel aflýst. Samferðfólkið voru
grikkir og erlendir frétta-
menn. Kvöldið áður höfðu friðar-
viðræðurnar i Genf farið út um
þúfur og tyrkir hafið aðra fram-
sókn sina á Kýpur, en það fréttum
við reyndar ekki fyrr en viö kom-
um til Aþenu.Ég hafði verið við
störf i Grikklandi á árunum ’63 og
’64 og miðað við reynslu mina þá,
voru nú nánast engir ferðamenn i
borginni, enda var okkur sagt, að.
þeim hefði verið ráðlagt að forða
sér i tæka tið, ef til styrjaldar
kæmi.
— Flugstöðin var lokuð i þrjá og
hálfan dag, og þann tima allan
fundum við fyrir þvi, að veruleg
hætta væri á beinum afskiptum
grikkja af átökunum á Kýpur.
Þeir höfðu verið niðurlægðir og
þeim sveið það sárt, að geta ekki
komið bræðrum sinum á Kýpur til
hjálpar. Stöku striðsglaða menn
hittum við, sem dreymdi um
landvinninga austur yfir
Evros-fljótið. Stöðugir mótmæla-
fundir voru á Sintagmatorginu i
Aþenu, Kýpurbúar fóru i hungur-
verkfall, og stór boröi var
strengdur framan við leiði
óþekkta hermannsins þar sem
stóð: Kissinger morðingi. Allt
þetta var látið óátalið af yfir-
völdum, en ljósmyndurum var
bægt frá,og umhverfis torgið var
öflugur lögregluvörður. Þegar
spennan náði hámarki sinu urðu
þarna átök, sem við urðum þó
ekki vitni að.
Blendnar tilfinningar
— Ég geri ráð fyrir að þessa
umræddu daga hafi athygli
heimsins beinst að Kýpur og inn-
rás tyrkja. Fyrir okkur var það
lærdómsrikt að fylgjast með við-
brögðum fólks i Aþenu. Það var
engu likara en borgin stöðvaðist i
hvert skipti sem fréttir voru lesn-
ar, fólk þaut út á götu með við-
tækin og jók styrkinn, bilstjórar
stoppuðu bllana, opnuðu glugga
og létu glymja i tækjunum. Hvar-
vetna mynduðust smahópar
kringum útvarpstækin og spenn-
an varð næstum þvi áþreifan-
leg.
— Þó að kröfur fólks um að
grikkir skærust i leikinn væru há-
værar voru tilfinningar fólks
blendnar. Þannig urðum við vitni
að þvi, að ungir piltar fylltu af-
greiðslusali Olympic Airways
siðasta flugdaginn og flykktust úr
landi til að losna undan her-
kvaðningu.
Að tala undir rós
— Þú hefur talað um ytri að-
stæður. Hafðirðu tal af fólki?
— Ég hef ekki komið til Grikk-
lands á timum herforingja-
stjórnarinnar, en þeir hrifsuðu
völdin i sinar hendur 1967. Vissu-
lega höfðu fréttirnar frá Kýpur og
striðsótti fólksins mikil áhrif á
okkur þessa daga i ágúst, — þessi
áhrif eru þó fyrst og fremst bund-
in stað og stund, en eftir situr rik
tilfinning af þvi að hafa heyrt þjóð
fagna frelsi, hvarvetna var
fögnuður fólksins slikur, að
maður hlýtur að gleðjast i hjarta
sinu.
— Annars hafa grikkir lært aö
tala i hálfkveðnum visum um við-
kvæm mál. Ég minnist til dæmis
Jannis: Hann var verkamaður og
hjálpaði mér að hreinsa gamla
steina i Delfi 1964. Hann sýndi
mér bakið á sér, sem var þakið
örum eftir svipuhögg, hann hafði
verið pyndaður i fangelsi vegna
pólitiskra skoðana. En þegar ég
gerðist liklegur til að spyrja
frekar, brosti hann, benti út yfir
dalinn og sagði: „Sjáðu reykinn
yfir olivutrjánum, finnst þér hann
ekki fallegur?”
— Ég get nefnt annað atvik
skylt þessu, frá þvi i sumar: Við
vorum á leið i áætlunarbil eftir
hraðbrautinni norður til Saloniki,
til leiðsagnar var ung stúlka með
hljóðnema. Þegar við vorum
komin drjúgan spöl frá Aþenu,
komum við auga á nýleg
hernaðarmannvirki rétt við veg-
inn, háa múrveggi með gaddavir
og varðturna. Þegar stúlkan sá
hvert athygli okkar beindist tók
hún hljóðnemann og svaraði
hugsanlegum spurningum okkar:
„Takið eftir blómunum sem vaxa
við vegbrúnina. Sjáið, hvað þau
— A timum herforingja-
stjórnarinnar hafi bandariskir
ferðamenn verið um 6000 dag
hvern, halda þeir áfram, en
núna 300. Horfnir!
— A sama hátt og herforingja-
stjórnin og bandarikjamenn eru
eitt og hið samá i skynjun fólks-
ins, eru bandarikjamenn hinn
eiginlegi óvinur grikkja i Kýpur.
Máli sinu til stuðnings verður
þeim tiðrætt um tvö áþreifanleg
dæmi: Annars vegar vopna-
sendingar bandarikjamanna til
tyrkja allan timann meðan á inn-
rásinni stóð. Hins vegar um-
kringdi 6. floti Bandarikjanna
Kýpur, þegar grikkir gerðu til-
raun til að skerast i leikinn og
sigldu þremur herskipum til
eyjarinnar.
— Grikkir eru sjálfir þeirrar
skoðunar, að andúð þeirra á utan-
rikisstefnu Bandarikjanna sé
ekki einangrað fyrirbæri, og eru
bæði stoltir og glaðir yfir þeim
ótviræða stuðningi, sem frakkar
hafa sýnt málstað þeirra.
— Þú nefndir þátt Bandarikj-
anna á Kýpur. Hvað um þátt
CIA?
— Nú mundi ég benda þér á
ólivutré, ætti ég nokkurt.
— Menn velta þvi fyrir sér,
hvað muni gerast i Grikklandi á
næstu mánuðum.
— Atburðarásin hefur orðið
mjög hröð siðan herforingja-
stjórnin hrökklaðist frá völdum,
en Karamanlis virðist styrkja
stöðu sina jafnt og þétt, og af við-
ræðum við fólk að dæma virðist
hann njóta virðingar, þó að
margir séu tviátta gagnvart of
skjótum almennum kosningum.
Hugur bandarikjamanna er skýr:
þeir tala um, að núverandi stjórn
sé „veik”.
— En Karamanlis hefur
óneitanlega sýnt sjaldgæfa póli-
tiska reisn, þegar hann dró grikki
út úr hernaðarsamvinnunni innan
Nató, enda mun grikkjum þykja
timi til kominn að losna undan
óhollum áhrifum undanfarinna 7
ára, og frábiðja sig bandariskri
forsjá.
—ÞH
A
iS&J
N ámsf lokkar
Kópavogs
munu starfa i tveim námskeiðum i vetur.
Innritun á fyrra námskeiðið, sem stendur
til áramóta, fer fram i skrifstofu Vighóla-
skóla, simi 40655, mánudaginn 30. sept.,
þriðjudaginn 1. okt. og miðvikudaginn 2.
okt. kl. 17,30 til 19 alla dagana. Forstöðu-
maðurinn Einar ólafsson, kennari verður
þar til viðtals á þessum tima.
Gert er ráð fyrir að kenndar verði eftir
taldar námsgreinar ef næg þátttaka fæst:
Stærðfræði, danska, enska, þýzka,
spænska, franska, bókfærsla, vélritun.
Um fleiri námsgreinar getur orðið að
ræða ef sérstakar óskir koma fram frá
nægilega mörgum.
1 námsflokkunum verður einnig gagn-
fræðadeild ef næg þátttaka fæst.
Fræðslustjórinn i Kópavogi.