Þjóðviljinn - 29.09.1974, Blaðsíða 8
{8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. september 1974.
Fyrsta metsölubókin 200 ára gömul:
Þrautir Werthers
— bylting í
bókmenntum?
Á mikjálsmessu 1774
kom út í Leipzig lítil skáld-
saga í formi sendibréfa,
Þrautir Werthers unga.
Höfundurinn var Goethe,
sem þá var aðeins 25 ára
gamall og ekki sérstaklega
vel þekktur.
„Þrautir Werthers unga” var
bók, sem byrjaöi nýtt skeið i bók-
menntum, en var um leið annað
og meira en bókmenntaatburður.
Bókin var gefin út án þess að höf-
undar væri getiö, en sú leynd stóö
ekki lengi i hinum þröngu bók-
menntamannahópum þess tima.
Bókin varð mjög fljótt heims-
fræg, og var það Goethe sjálfum
ekki alltof að skapi, þar eð hann
var, meðan hann lifði, barasta
höfundur Werthers flestum les-
andi mönnum.
Útbreiðslu þessarar bókar
verður aðeins likt við metsölu-
bækur okkar tima, en að visu með
þeim muni, að skyndifrægð Go-
ethes geröist án þess að auglýs-
ingamaskina mikil og vel smurð
væri i gangi.
Wertherstískan
„Þrautir Werthers unga” var
þýdd á öll bókmenntamál
Evrópu. Napóleon hafði bókina i
farangri sinum þegar hann var
að leggja undir sig Egyptaland.
Klæðaburður Werthers, blár
frakki, gult vesti og gular buxur,
varð tiska meðal æskumanna
timans. Mojframleiðendur byrj-
uðu snemma að spekúlera með
Werthersdýrkunina.
Þá komu út margar eftirliking-
ar af Werther og einnig rit sem
stefnt var gegn þessari skáld-
sögu. Þekktast þeirra var
„Skemmtanir Werthers unga”
sem páfi upplýsingastefnunnar,
Friedrich Nicolai, gaf út. En þaö
sem mönnum þótti verst við
Wertherstiskuna var það, aö
furðu margir ungir menn fylgdu
fordæmi söguhetjunnar og
frömdu sjálfsmorð — en Goethe
hafði einmitt með góðum árangri
sjálfur veriö að skrifa sig frá
slikri lausn á hugarvili þegar
hann setti saman skáldverk
þetta.
En skáldsagan er reyndar um
sjálfsmorö. Werther er viðkvæm-
ur og draumlyndur ungur maöur
sem er fullur af tilfinningardýrð,
sjálfhverfur fram úr hófi og svif-
andi á milli sæluvimu og djúprar
örvæntingar og þunglyndis. Hann
verður ástfanginn af Lottu, sem
aö sinu leyti er trúlofuð Albert og
af þeim sökum sviptir Werther
sig lifi.
Mörg svör
Þessi ofureinfaldi söguþráður,
sem rakinn er i bréfum frá
Werther meö innskotum frá „út-
gefanda” sem þykist vera, býður
lesandanum upp á mörg vanda-
mál, sem ná hápunkti i þeirri
spurningu, hversvegna einmitt
þessi skáldsaga varð vinsæl um
heim allan fram yfir þúsundir
annarra.
En sú spurning sem liklega
skiptir mestu máli lýtur að ástæö-
unni fyrir sjálfsmorði Werthers.
Var það af örvæntingu yfir von-
lausri ást til Lottu? Sú er hin
venjulega skýring, enda liggur
hún beinast við. Eða var það
vegna þess að hann, borgarinn,
var ekki viöurkenndur af samfé-
lagi þar sem aðallinn réð lögum
pg lofum? Sé svo, þá hefur hann
orðið fórnarlamb hnignandi
aðalsveldis og Goethe með nokkr-
um hætti einn af þeim sem ruddu
hugmyndum frönsku byltingar-
innar braut. Werther er nú um
stundir oft túlkaður einmitt á
þennan hátt. En hér er reyndar
aðeins um einn af þáttum verks-
ins að ræða. Eða bar Werther i
sér „dauðabakteriuna”, var
sjálfsmoröiö snar þáttur af eðlis-
eigindum hans, sem leitar að or-
sök siðar i þvi sem fyrir Werther
kemur?
Þessi túlkun stendur kannski
einna næst textanum sjálfum. Og
það sem Goethe siðar sagði sjálf-
ur um Werther sinn bendir i sömu
átt — nefnilega aö Werther var
fyrst aðdáandi hinnar klassisku
heiðrikju Hómerskvæða.en siöar,
þegar myrkrið lýstur hann, er
hann aðdáandi hins keltneska
skálds Ossians (sem þá var mjög
i tisku en var reyndar aldrei til)
og hins skuggum slungna orða-
málverks sem birtist I kvæðum
sem Ossfan voru eignuð. „Þeir
herrar, gágnrýnendurnir, hafa
ekki tekið eftir þvi, að Werther
lofaði Hómer þegar hann var með
öllum mjalla, en Ossian hinsveg-
ar, þegar hann er af göflum geng-
inn”. Þetta sagði Goethe árið
1829. En þessi ummæli sýna einn-
ig, að Goethe hefur ekki skiliö
sjáifan sig til fulls, þvi einnig á
þeim tima, þegar Werther er aö-
dáandi Hómers var hann mjög
spenntur og innhverfur og sjálfs-
morðshugleiðingarnar koma upp
þá þegar. Hann er i hættu þegar
frá upphafi sögunnar. Þvi verður
þeirri spurningu áfram ósvarað,
að hve miklu leyti þróun Werth-
ers frá aðdáanda Hómers til læri-
sveins Ossians sé orsök eða af-
Goethe 24 ára að aldri.
leiðing eöa blátt áfram tjáning á
formyrkvun sálar hans — eða þá
kannski ekki einu sinni það.
Forvitni og umrót
Menn geta nefnt ýmsar aðrar
ástæður fyrir sjálfsmorðinu, og
visað til heimilda um þær i text-
anum. Og þar með höfum viö
færst allmiklu nær ráðningu á
þeirri gátu, hvers vegna bókin
varð svo vinsæl. Hún er ekki
frumstætt, einhliða verk, eins og
flestar skáldsögur samtiðarinn-
ar, heldur endurspeglar hún
manneskjuna — einnig mann-
eskjuna Goethe — i þversögnum
hennar og margbreytileika. Og
sagan endurspeglar manneskj-
una viö alveg ákveðnar aðstæður,
sem riktu fyrir hið mikla uppgjör,
sem þá, fimmtán árum fyrir bylt-
inguna 1789, hafði náð tökum á
þýskri hugsun og hugsun megin-
landsins. Aðstæður, þegar menn
voru á ný að vakna til áhuga á
menningu fornaldar — um leið og
með þeim vaknar áhugi á skáld-
skap sem sýndist upprunalegur
og alþýðlegur eins og söngvar
Ossians.
Slðan um 1760 hafði heimur
andans verið á hreyfingu. Eftir aö
menn höfðu hresst sig á alsgáðri
skynsemdarhyggju, voru þeir al-
teknir af firnalegri forvitni, þrá
eftir þvi óræða, löngun eftir að
taka þátt i sálarstyrjöldum ann-
arra. Hér við bættist óskin um að
vinna — að minnsta kosti i huga
sér — bug á þeim fjötrum sem
þeim voru riðnir vegna uppruna
og stéttar.
Werther túlkar alla þessa
strauma. Þeim er safnað saman i
skáldsögunni, sem um leið veitir
þeim útrás. Menn sem sjálfir að-
hylltust óliklegustu viöhorf, gátu
fundið i þessari litlu bók sjálfa sig
með sinum óljósu geðshræring-
um, þeir gátu samsamað sig
þessari persónu.
1 þessu tilliti eru „Þrautir
Werthers unga” á andlegu sviði, f
heimi bókmennta hliöstæöa við
það sem taka Bastillunnar i Paris
1789 var á hinu pólitiska sviði,
m.ö.o. bylting. Enda þótt sögu-
hetjan hafi ekki framið sjálfs-
morö fyrst og fremst vegna þess
að hún var af lægri stigum, m.ö.o.
af félagslegum ástæðum, þá er
útkoma bókarinnar engu að siður
skyld frönsku byltingunni fimm-
tán árum siðar sem tákn og stór-
merki um upphaf nýs tima, þess
nútima sem við þekkjum og er ef
til vill senn liðinn.
Einkamál
og skáldskapur
Efnivið bókarinnar hefur Go-
ethe tekið saman úr ýmsum stöö-
um. Þar er að verki ást hans til
Charlotte Buff, sem trúlofuð var
ritara sendisveitar Hannover við
hæstaréttinn i Wetzlar, Johann
TÍU ENGLAR GEFI SIG FRAM
Þegar Ford forseti náöaði
Nixon sagði hann i ræðu sinni:
„Ég held aö nú sé nóg komið og
að ég geti ekki trúaö skoðana-
könnunum fyrir þvi að segja
mér hvað er rétt. Ég trúi þvi að
réttur sé máttur, og að ef ég hafi
á röngu aö standa, þá skipti það
ekki máli þótt tiu englar sverðu
að ég hefði á réttu að standa”...
Gabriel kom að Niunda skýja-
belti, blés i horn sitt, og allir
englar stilltu sér upp i raðir eftir
tign.
— Jæja, sagði hann, ég vil tiu
sjálfboðaliða úr fyrstu röö og
miöju.
Enginn hreyfði sig.
— Látið ekki svona, strákar.
Þetta er mjög mikilvæg sendi-
ferð. Þiö fáið að komast niður á
jöröina.
Samt sem áður gaf enginn sig
fram.
Gabriei gerðist nú heitt i
hamsi: Ef að enginn gefur sig
fram, þá verð ég að láta kylfu
ráða kasti og velja tiu úr hópn-
um.
— Hvað eigum við aö gera?
spuröi engill úr öftustu röð.
— Ég vil að tiu englar fari til
Washington.
— Ertu frá þér, Gabriel. Jafn-
vel englar geta týnt þar lifi.
— Ég veit að það er hættulegt,
enda bjóðum við öllum sem
vilja fara áhættuþóknun. En
þetta er mjög mikilvægt starf og
getur á þvi oltið framtið Banda-
rikjanna.
— Hvert er verkefniö? spurði
engill nokkur.
— Við viljum að tiu ykkar fari
til Hvita hússins og sverji, að
Gerald Ford hafi haft rétt fyrir
sér þegar hann náöaði Nixon,
fyrrum forseta, sagði Gabriel.
— Ertu alveg snar, hrópaði
engill einn. Af hverju ættum við
að vilja sverja annað eins?
— Hr. Ford.sagöi Gabriel.þarf
á öllum stuðningi aö halda sem
hann getur fengið. Þetta
náöunarmál hefur sett hann i
klipu, og ef hann fengi tiu engla
sér til stuðnings þá gæti hann
kannski snúið dæminu við i sinu
landi.
— Hver sá sem fer að vasast I
sliku, sagði engill nokkur,
hlýtur að vera klikkaður.
Þessu mótmælti Gabriei.
— En við verðum að sýna
miskunn. Það er okkar starf.
Af öllum þessum þúsundum hér
uppi hljóta að finnast tiu englar
sem eru fúsir til að sverja að
ákvörðun Geralds Fords hafi
verið rétt.
Einhver sagði þá: Það er
langlinusamtal til þin, Gabriel.
— Ég skal taka þetta að mér,
sagði djúp bassarödd I simann.
Gabriel varð hvitur sem nár.
— Mér þykir það leitt, Lúsifer,
sagði hann, en ég held ekki að
þú sért sá rétti i þessa sendiferö.
En ég kann vel að meta að þú
gafst þig fram.
— Ég veit meira um þetta mál
en nokkur annar, sagöi Lúsifer.
— Það vitum við vel. En það
er dálitiö erfitt með trúnaðar-
traustið i þessu sambandi. Til
eru menn sem halda að Water-
gatemáliö hafi allt saman verið
þin hugmynd, sagði Gabriel.
— Þú ert alltaf að þjarma að
mér, Gabriel. Þú sagöir rétt I
þessu að þú vildir fá tiu engla til
að sverja, að hr. Ford hafi á
réttu að standa. Ég býð fram
mina þjónustu og ég vil ekki
einu sinni áhættuþóknun.
— Þvi miður, Lúsifer. Séffinn
vill, að þú komir ekki nálægt hr.
Ford.
Slðan þú þurrkaðir út þessa
átján og hálfa minútu af segul-
bandsupptökunum, telur hann,
að þaö sé best að þú haldir þig
fyri.r utan dyr Hvita hússins.
— Herra minn trúr, sagði
Lúsifer gramur.manni verða á
ein mistökjog svo leyfir enginn
manni að gleyma þeim. —