Þjóðviljinn - 29.09.1974, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. september 1974.
TVÖ ATRIÐI VORU ÁKVEÐIN í MÁLEFNASAMNINGI STJÓRNARINNAR
Samráð við NATO og
samráð við Bandaríkin
verið i einhverju ólagi þá stund-
ina, þvi forsætisráðherra okkar
neyddist til að ganga að þeim
afarkostum sem bretar settu hon-
um-, þrátt fyrir það þó formaður
Sjálfstæðisfl. fullyrti að flestar
þjóðir Nató styddu okkur.
Er það sannarlega lærdórhsrik-
ur stuðningur, sem felst i þvi að
neyða smáþjóð til að gefa stór-
veldi afnotarétt af auðlindum sin-
um ákveðið timabil. Enda i fullu
samræmi við markmið og eðli At-
lantshafsbandalagsins.
Menn kannski minnast þess
lika, að i fyrrasumar héldu bretar
uppi njósnaflugi með ströndum
landsins, sem forsætisráðherra
okkar sagði að væri með öllu
óþolandi. En þó kom það á daginn
að varnarliðið okkar með allan
sinn flugflota gat ekki einu sinni
stuggað þessari einu njósnaflug-
vél út fyrir landhelgismörkin.
Hefðum við þó ekki átt að vera
á flæðiskeri staddir með svona
vel varið land.
Við verðum að hafa landið var-
ið, þvi rússneski flotinn er á næstu
grösum, segir Morgunbl. 10. þ.m.
Nú ætla ég að leyfa mér að
minna Morgunbl. á ummæli rit-
stjóra þess, Styrmis Gunnarsson-
ar, i útvarpsþætti i vor. Hann
sagði eitthvað á þá leið ef ég man
rétt að sviar gætu ekki verið þátt-
takendur i Atlantshafsbandalag-
inu vegnacillitsemi við nágranna
slna finna. Þvi þá mundu rússar
krefjast herstöðva i Finnlandi til
mótvægis.
Þarna er ég alveg sammála rit-
stjóranum. En nú langar mig til
að spyrja ritstjórann: Hvað telur
hann eðlileg viðbrögð rússa gegn
ameriskri herstöð á tslandi? Eiga
þeir annarra kosta völ en senda á
vettvang flota til mótvægis við þá
ógnun sem þeim stafar af amer-
iskri herstöð hér?
Ef rússnesku valdhafarnir eru
ekki þvi meiri sauðir, hljóta þeir
að vera reiðubúnir hvenær sem er
að eyða þeirri herstöð sem þeir
telja sér stafa hættu af.
Þess vegna er það ljóst, að
Sjálfstæðismenn eru ekki hræddir
viö rússa. Þeir meira að segja
telja þá svo meinlausa, að það sé
alveg óhætt að ógna þeim héðan
með amerískri herstöð.
Þvi tæplega eru aumingja
mennirnir svo sljóir að þeir sjái
ekki að þrjú þúsund manna lið ver
ekki þetta stóra land fyrir innrás
annars mesta herveldis heims.
Þá er spurningin: Hver er hin
raunverulega ástæða fyrir þeirri
ofurást sem Sjálfstæðismenn
hafa á hinum ameriska her? Við
skulum vona að það séu ekki
fjöldamoröin sem þessi her hefur
stundað undanfarin ár i Asiu.
Hitt vitum við, að herinn er ekki
hér til að verja landið, þó auðtrúa
sálum sé ætlað að trúa þvi.
Ef svo væri að herinn væri hér i
okkar þágu, þá mundum við vera
látnir borga herkostnaðinn.
Eru þessir menn raunverulega
svona hræddir við sina eigin þjóð,
alþýðu þessa lands, að þeir telji
vissara að hafa hér ameriskan
her til að halda henni i skefjum ef
hún færi að gerast óþæg?
Hermennirnir eru hér aufúsu-
gestir, sagði Morgunbl. 10. þ.m.
Þeir eru svo miklir aufúsu-
gestir að þeim hefur leyfst að
taka sér rétt, sem öllum is-
lendingum er bannaður (A ég þar
við sjónvarpsreksturinn). Og svo
langt ganga sumir menn i þjón-
ustu sinni við hinn erlenda mál-
stað, að þeir telja sjálfsagt að
þeir hafi þennan rétt fram yfir
alla landsmenn. Og svo er herinn
orðinn heilagur, að þeir sem dirf-
ast að gagnrýna erindreka hans á
tslandi mega eiga von á málsókn
og þar með fjárútlátum og
fangelsi. Kemur það þó úr hörð-
ustu átt, þvi fáir munu telja sig
Framhald á bls. 13
Nú hefur ný stjórn verið mynd-
uð, og hefur hún birt sinn
málefnagrundvöll. Ég held að fá-
ir hafi verið nokkru nær eftir að
hafa hlustað á forsætisráðherra
túlka stefnu hinnar nýju stjórnar.
Þó voru þar tvö atriði sem virtust
það ákveðin að mark væri á þeim
takandi.
Það var: góð samvinna við
Nató og samráð við Bandarikin
um varnir landsins.
Með öðrum orðum: Við eigum
að halda áfram að vera þægir við
Atlantshafsbandalagið hvaöa
niðingsverk sem það styður; jafn-
vel þó það niöist á okkur sjálfum
eins og kom fram við útfærslu
landhelginnar, þá skulum við
samt lúta þvi i auðmýkt.
Nú á að hafa samráð viö
Bandarikin um varnir landsins.
Einu sinni var okkur sagt að við
réðum þvi sjálfir hvort hér væri
erlendur her eða ekki. Okkur var
lika sagt að hér yrði aldrei her á
friðartimum.
Nú spyr ég þessa hernaðar-
postula: Hefur nokkurntima i
veraldarsögunni rikt viðtækari
friður á jarðkringlunni en einmitt
núna, og getið þið vonast eftir að
meiri friður riki i náinni framtið?
Þvi tæpast telja aðdáendur
Nato það til ófriðar, þó Atlants-
hafsbandalagið með Bandarfkin i
broddi fylkingar vinni markvisst
að þvi að steypa lýðræðisstjórn-
um i smárikjum og halda ein-
hversstaðar styrjöld gangandi.
Allsstaðar hafa Bandarikin not-
að til þessarar iðju her viðkom-
andi rikis, en hafi það ekki dugað,
hafa þeir bætt það upp með eigin
her.
! ljósi þeirra staðreynda er að-
eins skiljanlegt hvers vegna ame-
riskur her þarf að vera hér. Þessu
til sönnunar má aðeins minna á
sem dæmi Guatemala, San
Domenigó, athyglisverða tilraun
á Kúbu, nýlendur portúgala i
Afriku, Grikkland á sinum tima
og Chile fyrir einu ári. Þar tókst
þeim sérstaklega vel upp, þvi þar
voru myrtir, aö þvi að talið er, um
þrjátiu þúsund manns fyrir að-
eins nokkrar miljónir dollara.
4
Jónas
Magnússon,
Strandarhöfði,
skrifar
Sem betur fer hafa nú tekið
völdin I Grikklandi og Portúgal
menn með mannlegri sjónarmið,
enda hefur litið heyrst um ame-
riska aðstoð við þessi riki, siðan
þau hættu að kúga smælingjana.
Látum það nú vera, þó forustu-
menn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarfl. telji sér samboðið
að vera þátttakendur i þeim
hernaðarsamtökum, sem ein-
göngu hafa verið notuð til að kúga
þá sem minni máttar eru. En það
er verra að þeir skuli geta dregið
þjóðina með sér til að vera sam-
ábyrg verstu niðingsverkum sem
sagan getur um (samanber Viet-
nam).
Nú verður landið varið áfram,
segja herstöðvasinnarnir fagn-
andi. En fyrir hverjum er landiö
varið?
Þaö vill svo til að við höfum dá-
litla reynslu af vörnum landsins.
Bresk herskip sigldu hvað eftir
annað á Islensku varðskipin i
fyrrasumar. Varðskipin okkar
voru varnarlaus gagnvart þeim.
Sennilega hafa varnir landsins
FRÆÐIRIT OG HANDBÆKUR
Saga, íslensk og almenn
Björn Þorsteinsson:
Ný islandssaga — Þjóðveldisöld. Verð ib. kr. 700.
íslenska skattlandið. Verð ib. kr. 800.
Enska öldin í sögu islendinga. Verð ib. kr. 700.
Einar Olgeirsson:
Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga.
Verð ib. kr. 900.
Jón J. Aðils:
Einokunarverslun Dana á islandi. Verð ib. kr. 1.000.
Jón Sigurðsson:
Hugvekja til íslendinga. Inngangur ettir Sverri
Kristjánsson. Verð ib. kr. 400.
Ásgeir Hjartarson:
Mannkynssaga — Fornöldin. Verð ib. kr. 1.350.
Sverrir Kristjánsson:
Mannkynssaga 300-630. Verð ib. kr. 1.100.
Bergsteinn Jónsson:
Mannkynssaga 1648-1789. Verð ib. kr. 1.100.
Jón Guðnason:
Mannkynssaga 1789-1848. Verð ib. kr. 1.100.
Albert Mathiez:
Franska byltingin. Tvö bindi. Verð ib. kr. 1.870.
David Horowitz:
Kalda stríðið. Pappírskilja. kr. 300.
r
Islensk bókmenntasaga
Sigurður Nordal:
islensk menning. Verð ib. kr. 800.
Um islenskar fornsögur. Verð ib. kr. 500.
Hermann Pálsson:
Sagnaskemmtun íslendinga. Verð ib. kr. 500.
Jón Helgason:
Handritaspjall. Verð ib. kr. 600.
Tvær kviður fornar. Verð ib. kr. 600.
Kviður af Gotum og Húnum. Verð ib. kr. 650.
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi:
Þorsteinn Erlingsson. Verð ib. kr. 700.
Helge Toldberg:
Jóhann Sigurjónsson. Verð ib. kr. 500.
400.
Listir
Björn Th. Björnsson:
Aldateikn. Þættir úr listasögu heimsins. Verð ib. kr.
1.500. ,
Ernst Fischer:
Um listþörfina. Pappírskilja. kr.
K.S. Staníslavskí:
Líf i listum. Verð ib. kr. 500.
Myndlist:
Cézanne Matisse
Gauguin Michelangelo
Goya Rembrandt
Manet Velazquez
Verð kr. 140 hvert hefti.
Náttúrufræði
Þorleifur Einarsson:
Jarðfræði, saga bergs og lands. Verð ib. kr. 1.500.
Jarðfræði. Stytt útgáfa. Verð ib. kr. 1.200.
Wilhelm H. Westphal:
Náttúrulegir hlutir. Verð ib. kr. 400.
A.l. Oparin:
Uppruni lífsins. Verð ib. kr. 200.
Vistfræði
Hjörleifur Guttormsson:
Vistkreppa eða náttúruvernd. Verð ib. kr. 1.100.
Uppeldisfræði
Félagsfræði
Peter Berger:
Inngangur að félagsfræði.
Jóhann Páll Árnason:
Þættir úr sögu sósíalismans
Pappírskilja. kr. 300.
Pappírskilja. kr. 400.
Matthias Jónasson:
Nýjar menntabrautir. Verð ib. kr. 500.
Mannleg greind. Verð ib. kr. 700.
Matthias Jónasson, Guðmundur Arnlaugsson, Jó-
hann S. Hannesson:
Nám og kennsla. Verð ib. kr. 900.
Vmsir höfundar:
Uppeldi ungra barna. Matthías Jónasson sá um út-
gáfuna. Verð ib. kr. 600.
(Verðið er tilgreint án söluskatts)
MÁL OG MENNING — HEIMSKRINGLA, Laugavegi 18