Þjóðviljinn - 29.09.1974, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 29.09.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur 29. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 fé\oðor ‘ 0, * 8 vando * £*** ‘ i. fé\a9ste'!' p° Vos\n°8ar t . fr\ó\s' L B**ot 1 1 té\a9s9'c , cét aö Vísa til hinna sérlegu fjárafla- manna Eins og sérleg sauðargæra — sóma þó að litið rækið — vcrður kannski ykkar æra arðsamasta fyrirtækið. —R K ven naskóli u n ara Kvennaskólinn i Reykjavik, verður 100 ára þriðjudaginn 1. október næstkomandi. Kvenna- skólinn er elsti starfandi gagn- fræðaskóli á Islandi og var fyrstur i mikilli hreyfingu i islenskum skólamálum, sem hófst með þjóðhátiðarárinu 1874 og stjórnarskrárbreytingunni þaö ár. Stofnandi skólans var frú Þóra Melsteð og maður hennar Páll Melsteð. Unnu þau hjón i mörg ár að þvi að koma honum á fót, en mættu miklu fálæti Islendinga. Það var ekki fyrr en safnað hafði verið fé i Danmörku að skólinn komst á legg. Fyrstu árin var skólinn til húsa i ibúðarhúsi Páls og Þóru við Austurvöll, en innan fárra ára höfðu þau hjónin byggt yfir hann nýtt hús á sama stað og stendur það hús enn við hlið Landsima- hússin. (Sigtún eða Sjálf- stæðishús). Þegar frú Þóra lét af skóla- stjórn hafði nemendafjöldinn fjórfaldast og auk fjögurra bekkja starfaði sérstök vefnaðar- deild og önnur deild fyrir hús- stjórnarkennslu. Frú Þóra stýrði skólanum i 32 ár, en auk hennar hafa 3 konur veitt skólanum forstöðu, þær Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnheiður Jónsdóttir og dr. Guðrún P. Helgadóttir. Mestu umskiptin i sögu skólans urðu 1909, þegar hann fluttist I húsið við Frikirkjuveg 9, en þá hafði frk. Ingibjörg H. Bjarnason tekið við skólastjórn. Þetta hús er ennþá einu húsakynni Kvenna- skólans. Þann vetur komst nemendafjöldinn i fyrsta sinn yfir 100, og bjuggu margar náms- meyjanna i skólahúsinu. í 73 ár var skólinn einkaskóli styrktur af riki og bæ, en árið 1947, i skólastjóratið frk. Ragnheiðar Jónsdóttur varð skólinn rikisskóli, og gilda um hann almennar reglur um gagn; fræðaskóla með nokkrum undan- tekningum. Skólinn hefur m.a. skólanefnd, og er núverandi formaður hennar frú . Sigriður Briem Thorsteinsson. 1 skólanum eru nú yfir 200 stúlkur, og hafa alls á fimmta þúsund nemendur setið i honum. Siðan á styrjaldarárunum siðari hefur aldrei verið unnt að taka við nema hluta þeirra nemenda, sem um skólann hafa sótt. Það er hafið yfir efa, að þessi mikla aðsókn er lifakkeri skólans og ræktarsemi nemenda hans ungra og gamalla gerir honum nú kleift að minnast þessara timamóta. Hinn 1. okt. næstkomandi, daginn sem skólinn var fyrst settur fyrir 100 árum, verður sérstök setningarathöfn i Dóm- kirkjunni, og hefst hún kl. 2. Allir velunnarar skólans og nemendur \ hans eldri og yngri eru velkomnir til þessarar athafnar. A eftir býður menntamálaráðherra afmælisárgöngum skólans og nokkrum öðrum gestum til kaffi- drykkju i ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Klukkan 15.30 — 22 þennan afmælisdag býður skólinn öllum, sem hug hafa á, að koma i skóla- húsið og skoða sýningu á þáttum úr starfihans og gefa þannig fólki kost á að koma i skólahúsið og rifja upp gamla daga. Sýning þessi verður einnig öllum opin •miðvikudaginn 2. okt. kl. 14 — 22, og fimmtudaginn 3. okt. kl. 14 — 19. A sýningunni verður seldur minnispeningur, sem nemenda- samband kvennaskólans hefur látið gera. Langmest vinna hefur hins vegar verið lögð i að huga að fortið skólans og nemendum hans með það i huga að gefa út bók, sem verð sé svo ágætum ferli, sem skólinn hefur átt. Bókin, sem Almenna bókafélagið mun gefa út eftir nokkrar vikur, mun geyma nöfn allra þeirra, sem setið hafa i bekkjum skólans, mikinn fjölda mynda af nemendum hans frá fyrstu tið til þessa dags, ævisögu frú Þóru Melsteð og greinar um aðra skólastjóra ásamt yfirliti um sögu skólans. Alþingi, Reykjavikurborg og nemendasamband kvenna- skólans hafa veitt styrk til allrar þessarar vinnu, en fjöldi manns hefur að auki lagt smátt og stórt að mörkum til þessa verks. Má telja vist að skólasögu Islendinga sé nokkur fengur i þessu verki, en auk þess verður bókin uppsláttarrit um mikinn fjölda islenskra kvenna og er þá ógetið kennara- og skólanefnda- tals sem i bókinni verður. Skólanefnd og skólastjóri Kvennaskólans i Reykjavik hafa haft forgöngu um samningu þessa verks og vilja þannig halda á lofti þessum þætti islensks skóla- starfs. (Frá Kvennaskólanum) Skipa- smíðar gildur þáttur í atvinnulifi á Austurlandi Skipasmiðar cru orðnar tals- vert þýðingarmikil iðngrein hér- lendis. A Austurlandi eru skipa- smiðastöðvar bæði á Seyðisfirði og i Neskaupstað og vinna þar við nýsmiði og viðgerðir samtals hátt á annað hundrað manns. A Seyðisfirði eru reknar þrjár skipasmiðastöðvar, tvær sem smiða stálskip að 100 tonnum, og ein sem smiðar minni báta úr tré. Um 100 manns starfa að skipa- smiðinni beint og óbeint, og er mikil atvinnuleg lyftistöng að þessu i tæplega þúsund manna byggð. Dráttarbrautin h.f. er stærsta fyrirtækið i iðnaði i Neskaupstaö og er hún jafnframt. stærsta skipasmiðastööin á Austurlandi. Vinna þar til jafnaðar um 40 menn. (Úr kynningarriti SSA) F®ml.jfWr|#a Otiw £v,tt, fínar •>« <or„u og nýju • p bókaklúbbi AB ókeypis og kaupiö bækurá betra verði Bókaklúbbur AB er stofnaður með það fyrir aug- um, að hæqt sé að qefa félögum klúbbsins kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Félagar geta allir orðið, haf i þeir náð lögræðisaldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. Bókaklúbbur AB mun gefa út 6-8 bækur árlega. Féalgsbækurnar munu koma út með eins eða tveggja mánaða millibili. Um það. bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með þvi að senda Bókaklúbbi AB sér- stakan svarseðil, sem prentaður verður í hverju fréttabréfi AB. Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bólk, en þá, sem boðin er hverju sinni i Fréttabréf i, oq auka bækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birt er i Fréttabréf inu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin í hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svar- seðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðrum kosti ver»ur litið svo á, að félaqinn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamt póstgióseðli. Félaginn endursendír síðan póstgíró- seðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða banka- stofnun. Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur fyrstu 18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Askriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félags- réttindum sinum með því að segja sig skrif lega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfresturgildir fyrir nýja félaga, en þó að- eins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum iruian átján mánaða. 6 fyrstu bækur i Bókaklúbbi AB: 3 f jölfræðibækur: 2 skáldsögur: Fánar að fornu og nýju Sjóarinn, sem hafið hafn- Uppruni Mannkyns aði eftir Yukio Mishima Fornleifafræði Máttúrinn og dýrðin eftir Islenzkt Ijóðasafn. Graham Greene. Ég vil vera með----------------------— Umsókn nýrra félaga Vinsamlega skráið mig i Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein fyrir kvöðum nýrra félaga um kaup á bókum. Nafn Nafnnúmer Heimilisfang. Almenna bókafélagid Austurstræti 18 — Reykjavik Pósthólf 9 — Símar 19707 & 16997 ÍOO

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.