Þjóðviljinn - 29.09.1974, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. september 1974.
Hann horfði á dótið fyrir fram-
an sig. Peningakassann, gylltu
bókstafina, hendurnar á sér,
kúlupennann sem hann notaði til
að kvitta með. Úrið á handleggn-
um sem vantaði tuttugu
minútur i tvö. Stimplana,
stimpilpúðann. Allt i einu varð
þetta raunverulegl. Slagæðin i
hálsi hans og gagnaugum hamað-
ist núna, núna, núna. Hugsanir
hans stöðnuðu og urðu þýðingar-
lausar. 1 stað þeirra komu þrjár
nýjar hugsanir: Hin vita ekki
neitt. Hvað sem er getur komið
fyrir og ég get sjálfur ákveðið
það. Kannski er ég að tapa glór-
unni... getið er.... að fara i
bankann. Endirinn á setningun-
um tveimur náði til hans. Nú tók
hann eftir að hin voru að hlæja.
Hann tók eftir þvi,að sekúnduvis-
irinn á úrinu hans hafði farið
framhjá sexunni neðst á skifunni.
Nákvæmlega jafnlengi hafði jóla-
sveinninn staðið fyrir innan dyrn-
ar; nú gekk hann að kringlótta
borðinu við gluggann og byrjaði
að skrifa. Borck fannst sem blóð-
iö sem hamraði fyrir innan aug-
un, væri i þann veginn að blinda
hann. Jólasveinninn var eini við-
skiptavinurinn i bankanum. Þau
hin höfðu talað svo hátt að jóla-
sveinninn — ungi jólasveinninn
með skæru augun og rjóðu kinn-
arnar — hlaut að hafa heyrt hvað
þau sögðu. Jólasveinninn hló
ekki. Hann greip um kúlupennann
sem var festur með keðju i hólk á
miðju borði — til þess að hann
yrði ekki hirtur, bankinn tryggði
sig fyrir þjófnaði á kúlupennum,
flaug P rck i hug — hann laut
fram yfir borðið án þess að brosa,
lagði eyðublað — sem úr fjarlægð
virtist vera úrborgun gegn ávis-
un — á þann hluta borðsins sem
hann hafði rýmt til á.
Sekúnduvisirinn fór framhjá
tólf og fór að silast áfram i áttina
að sexunni aftur. Borck tók eftir
þvi að hann var búinn að lyfta
fætinum. Hann renndi til augun-
um, gætti þess þó að jólasveinn-
inn hyrfi honum ekki alveg sýn-
um, og gat naumlega greint fót -
stigið i hálfrökkrinu undir borð-
inu. Nú hefði hann getað lotið
fram og ýtt á það, en hann gerði
Brúðkaup
Þann 17. ágúst, voru gefin sam-
an i hjónaband i Háteigskirkju af
séra Jóni Þorvarðarsyni Nanna
Þorláksdóttir og Sæmundur örn
Sigurjónsson. Heimili þeirra er
að Lokastig 28a.
Stúdió Guðmundar.
það ekki. Hann heyrði þau hin
hlæja að einhverju sem enn var
sagt um jólasveininn i bankanum,
og honum fannst hann vera viðs
fjarri þeim. Bakvið jólasveininn,
fyrir utan bankagluggana, sá
hann að búið var að kveikja ljósin
á jólatrénu á torginu. Borck þok-
aði fætinum aftur undir stólinn og
hugsaði: Þetta hlýtur að vera i
fyrsta skipti i dag sem engir við-
skiptavinir eru hér inni. Af hverju
er hann að sóa tima i það að
skrifa á miðann hérna inni? Af
hverju er hann ekki búinn að
skrifa hann áður? Hvað hefði ég
sjálfur gert?
Hann fann hvernig slagæðin i
hálsinum hamaðist og hugsaði
með sér að náunginn tæki eftir þvi
þegar hann nálgaðist. Hann
reyndi aftur að lyfta fætinum og
fann að hann gat það ekki lengur.
Hann sá sjálfa.n sig fyrirsér á leið
niður brekku á reiðhjóli með bil-
aöa hemla — hvenær hafði það
gerst? Honum datt i hug að segja
eitthvað, eitthvað stutt: — Miri-
am? Og hann vissi að hann hafði
ekki ráðrúm til þess. Jólasveinn-
inn ýtti stólnum frá borðinu með
hægð og reis á fætur.
Bakvið hann opnuðust dyrnar
og barn kom inn i bankann.
Drengurinn ýtti á hurðina með
báðum höndum, hélt henni opinni
með báðum höndum þangað til
dragsúgurinn feykti til lausum
blöðum á kringlótta borðinu við
gluggann. Jólasveinninn leit af
blöðunum og i átt til dyra. Hann
var staðinn upp og stóð með eyðu-
blað i vinstri hendi, hægri höndin
var i hægri skikkjuvasanum.
Borck sá að hann horfði stund-
arkorn á drenginn. Siðan sá
Borck að hann sneri baki að
drengnum og gekk rakleitt til
hans með eyðublaðið i vinstri
hendi i brjósthæð.
— Hæ, jólasveinn, hrópaði
drengurinn.
Jólasveinninn sneri sér við,
hikaði andartak, sagði hljóðlega
hæ við snáðann með furðulega
djúpri rödd.
— Mamma, hrópaði drengur-
inn útum dyrnar, sem hann hafði
haldið opnum með báðum hönd-
um. — Mamma, jólasveinninn
þurfti lika að fara i bankann!
Þann 10. ágúst voru gefin sam-
an i hjónaband i Laugarneskirkju
af séra Braga Friðrikssyni Lilja
Hilmarsdóttir og Þórður H.
Ólafsson. Heimili þeirra er i Osló.
Stúdió Guðmundar.
0BSm
Vöruflutningaskipi, sem selt hefur verið til Svfþjóðar, hleypt af stokk-
um I Leningrad.
Sovétskip á
heimsmar ka ð
Jólasveinninn var kominn
skrefi nær Borck. Hann leit upp
og augu þeirra mættust. Svo
nærri virtist hann enn yngri en
Borck hafði haldið, á hálsi hans,
bak við bláleitt nonskeggið, sést I
bláa, þrútna slagæð. Borck taldi
vist að hans eigin slagæð væri á-
lika þrútin.
1 bakgrunni sjónmáls Borcks
sleppti drengurinn annarri hendi
af hurðinni og hrópaði út i kuld-
ann: —-Mamma! Mamma! Jóla-
sveinninn ræskti sig dimmradd-
aður og var i þann veginn að rétta
fram miðann i vinstri hendi til
Borcks, þegar hratt fótatak
drengsins yfir gólfið stöðvaði
hann.
— Jólasveinn, jólasveinn!
Drengurinn hafði þrifið i
skikkju jólasveinsins. Þetta var
fallegur litill snáði með ljóst hár
og 1 bláum frakka með svörtum
silkikraga. Hann var i svörtum
lakkskóm. Borck sá litlu svörtu
skóna við hliðina á brúnu skónum
jólasveinsins; á yfirleðrinu á
vinstri skó jólasveinsins sá hann
slitfar i ódýru, litlausu leðrinu
sem minnti hann á eitthvað:
Hvernig fékk maður einmitt
svona far á vinstri skóinn?
— Mig langar i eldflaug og
Bítlahúfu, jólasveinn.
Jólasveinninn leit niður á
drenginn; það vottaði ekki fyrir
brosi i augum hans þegar hann
svaraði með óeðlilega djúpri
röddinni: — Jæja, litli vinur?
— Fæ ég eldflaug? hrópaði
drengurinn og togaði i skikkjuna.
— Já, svaraði jólasveinninn.
Borck heyrði hin hlæja og vissi að
honum sjálfum stökk ekki bros
fremur en jólasveininum.
— Fæ ég eldflaug? hrópaði
drengurinn og togaði i skikkjuna.
• — Já, svaraði jólasveinninn.
Borck heyrði hin hlæja og vissi að
honum sjálfum stökk ekki bros
fremur en jólasveinunum.
• — Fæ ég eldflaug? Hvað ertu
með i vasanum? Ertu með eld-
flaug i vasanum?
Jólasveinninn kippti allt i einu i
skikkjuna, svo að drengurinn
missti á henni takið. Borck tók
eftir þvi að fólkið hætti að hlæja.
• — Ertu með eldflaug i vasan-
um? hrópaði drengurinn með
skerandi röddu.
■ — Nei, svaraði jólasveinninn.
Drengurinn hljóp i kringum hann
og reyndi að ná taki á skikkjunni
hinum megin frá.
— Fæ ég eldflaug og Bitlahúfu
og hlaupahjól?
• — Já, svaraði jólasveinninn.
■ — Fæ ég það allt?
— Þú færð allt.
■ — Allt sem ég óska mér?
— Allt sem þú óskar þér.
Jólasveinninn sneri sér við likt
og umræðuefnið hlyti að vera
þrotið og leit á miðann sem hann
hélt ennþá á i vinstri hendi. Kona
i stuttri, svartri loðkápu var kom-
in i bankadyrnar.
• — Percy! kallaði hún úr dyrun-
um.
■ — Mamma, hrópaði drengur-
inn án þess að færa sig úr stað. —
Mamma, jólasveinninn segir að
ég fái allt sem ég óska mér.
■ — Þetta er vist góður jóla-
sveinn, heyrði Borck Cordelius
segja. Pelsklædda konan brosti i
áttina til Cordeliusar, áður en hún
settist við borðið.
— Percy, sagði hún þegar hún
var sest, — ertu nokkuð að angra
jólasveininn?
— Allt sem ég óska mér?
spurði drengurinn aftur og hljóp
að hinni hliðinni á jólasveininum,
þar sem höndin var á kafi i vas-
anum og jólasveinninn gat aðeins
varið sig með þvi að stugga
drengnum með mjöðminni. Þá
leit móðirin upp.
• — Percy! hrópaði hún reiði-
laust.
• — Jólasveinninn er með geim-
stöðina mina i vasanum, kallaði
drengurinn og leit dálitið
hræðslulega á jólasveininn sem
hafði ýtt honum frá sér.
— Ætli það, sagði móðirin, en
hún hélt áfram að horfa i áttina
að Borck og peningakassanum i
stað þess að skrifa.
I annað sinn horfðust Borck og
jólasveinninn i augu. Eins og sið-
búið viðbragð við einhverju sem
hann hafði hugsað á undan flaut
orðið vélhjól gegnum huga
Borcks. Vinstri fótarpedali, fyrsti
gir niður, upp i hlutlaust og áfram
i annan, þriðja, fjórða. Svona leit
vinstrifótarskórinn þinn einu
sinni út. Hann sá hvernig jóla-
sveinninn dró að sér höndina með
A undanförnum árum hafa 17
lönd i Evrópu, Asiu og Afriku
keypt vöruflutningaskip og tank-
skip, sem smiðuð hafa verið i
Sovétrikjunum.
Nú kaupa lönd eins og Sviþjóð,
Vestur-Þýskaland og Noregur,
sem ráða yfir háþróaðri skipa-
smiði, skip frá Sovétrikjunum.
Helztu útflutningsskipin eru
vöruflutningaskip af gerðinni
„Besjitsa”, sem er 13.600 tonn,
„Feodosia” 16.700 tonn, „Kalin-
ingrad” 8.300 tonn, málmflutn-
ingaskipið „Baltika”, sem er
35.800 tonn, og tankskipin „Sofia”
50.000 tonn og „Veliki Oktjabr”
16.500 tonn.
„Kuwait Shipping Company”
hefur þegar keypt hálfan annan
tug skipa af tegundinni
„Besjitsa” og „Feodósia” og Svi-
þjóð hefur keypt nokkur skip af
tegundinni „Baltika”.
Sovétrikin framleiða nokkrar
tegundir flugbáta, sem fluttir eru
út til rúmlega 40 landa. Þeir eru
„Volga” 6 sæta bátur, fljótaskipin
„Raketa”, og „Meteor” og sjó-
skipið „Kometa”. „Kometa” hef-
ur notið mikilla vinsælda erlend-
Nú er lokið i Sovétrikjunum til-
raunum með nýjan flugbát „Vo-
stok”. Mun þessi gerð með timan-
um koma i stað „Raketa”.
Skrokkurinn á þessari nýju teg-
und er allur soðinn saman úr ál-
plötum. Skipið má jafnt nota i
söltu vatni, sem fersku.
Sovézk skipt til sérstakra
tæknilegra verkefna eru flutt út
til margra landa. Þar má néfna
fljótandi 100 tonna krana, fljót-
andi skipakviar, sem eru 4.500,
8.500 og 12.000 tonn, 1200 hestafla
dráttarbáta, dýpkunarskip og
sanddælur.
Sovésk kranaskip geta siglt i
öldugangi og slæmum veðrum.
Eftir tveggja til þriggja ára notk-
un Tsjernomorets-krana, hafa
kíupin borgað sig.
Útflutningur „Sudoimport”
eykst með hverju árinu, sem lið-
ur. 1 náinni framtið verður farið
að flytja út nýjar gerðir skipa,
s.s. 50.000 tonna tankskip, 300
tonna kranaskip, 3000 hestafla
björgunar- og dráttarskip og far-
þega-flugskip, sem fara yfir 40
hnúta á klst.
ís.
(APN)
Sveinafélag
pípulagningamanna
Sameiginlegur fundur sveina- og
meistarafélaga pipulagningamanna
verður haldinn mánudaginn 30. sept.
næstkomandi kl. 8.00 e.h., i Félagsheimili
Seltjarnarness.
Fundarefni: Landakaup.
Önnur mál.
Fjölmennið.
STJÓRNIN
Húsbyggjendur —
Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikur-
svæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
IIAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi Sími: 93-7370.