Þjóðviljinn - 29.09.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.09.1974, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Sunnudagur 29. september 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími biaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og ' helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 27. sept. til 3. okt. er i Holtsapóteki og Laugavegsapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn 1 Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. KÖNNUN HEILBRIGÐISEFTIRLITS RIKISINS_______________ Á HOLLUSTUHÁTTUM KÍSILIÐJUNNAR VIÐ MÝVATN BENDIR TIL HÆTTU Á KÍSILVEIKI OG GASEITRUN Heilbrigöiseftirlit ríkisins taldi að ástæða væri að gera sem gleggsta grein fyrir vinnuaðstöðu starfsmanna Kísiliðj- unnar við Mývatn vegna hættu á sjúk- dómum og eitrunar af völdum kísiiryks og gastegunda. í vetur framkvæmdi Einar Valur Ingi- mundarson, umhverf isverkf ræðingur umhverfis- og mengunarathugun við Kisliðjuna og skilaði Heilbrigðiseftirlitið siðan skýrslu til verksmiðjustjórnarinn- ar nyrðra og fleiri aðila, þar sem skýrir frá niðurstöðum athugana Einars Vals. Þjóðviljinn hefur undir höndum bréf frá starfsmönnum Kísiliðjunnar, þar sem þeir fara fram á, að rannsókn á vinnuskilyrðum og hollustuháttum i Kisiliðjunni fari fram. Þetta bréf er reyndar frá árinu 1972 og talsverðar úr- bætur hafa síðan verið gerðar á hollustu- háttum við Kísiliðjuna, einkum hvað snertir rykmengun. Bréf starfsmannanna fer hér á eftir: liðandi vitiskvalir" „Fundur starfsmanna i Kisil- iðjunni h.f. haldinn 7.4.’72 kemur þeirri áskorun til Verkalýðsfélags Húsavikur, að það láti fara fram svipaða rannsókn á hollustuhátt- um og vinnuskilyrðum i Kisiliðj- unni h.f. og á sér stað i Alverinu i Straumsvik um þessar mundir. Á undanförnum árum hafa margsinnis orðið slys i verk- smiðjunni af völdum gasleka (HS). Flytja hefur orðið menn burtu, algjörlega blinda, liðandi vitiskvalir. Ennfremur er afar- mikið ryk i verksmiðjunni og um- hverfis, sem ætla má mjög hættu- legt lungum manna (samanber kisilveiki). Fundurinn óskar eftir að niðurstööur þessara rann- sókna verði birta starfsmönnum, og þeim gerð ljós skaðsemis- mörk, bæði varðandi ryk og gas (H2S).” Rykskilja — kisilveiki Þjóðviljinn spurði Einar Val hvað hefði helst vakið athygli hans, þegar hann vann að um- hvefisathugun sinni i Kisiliðjunni i vetur er leiö. „Fyrst og fremst tók ég eftir hinni geysilegu tæringu innviða verksmiðjuhúsanna þarna. Það má segja, að þessi verksmiðja sé sláandi dæmi um það, hvernig á ekki að ganga frá efnaverkfræði- legu mannvirki. Viðhaldskostn- aður hlýtur að vera geypilegur. Þarna eru t.d. þykkir bitar, tærð- ir niður um marga cm i þykkt. Mér skilst að menn séu blátt áfram að gefast upp á viðhald- inu.” Varla er slikt loft .mjög heil- næmt að vinna i? „Menn aðlagast merkilega fljótt öllum fjandanum og hætta að taka eftir þvi sem þeim i byrj- un fannst óþolandi”. Hvaða mengunarvarnir eru viðhafðar við Kisiliöjuna? „Það stendur vist til að setja rykskiljur Jóns Þórðarsonar á alla strompana fjóra, sem á verk- smiðjunni eru. Sem stendur er rykskilja á einum strompanna. Sú rykskilja er þar til reynslu, og ég held að ljóst sé, að sú rykskilja henti mjög vel. Vissir byrjunar- örðugleikar gerðu vart við sig, en nú hefur verið ráðin bót á þeim og hefur þessi eina rykskilja verið keyrð hátt á 3. þúsund klukku- stunda. Með þessum rykskiljum ætti að vera hægt að ná aftur 98% af þvi ryki sem út færi ella”. Hvað er kisilveiki? „Kisilveiki er sjúkdómur, sem margs kyns rykefni, sem inni- halda kisil geta valdið.. Veikinnar verður oft ekki vart fyrr en mörgum árum eftir að vinnu i kisiírykinu var hætt. Kornastærð kisilryksins ræður miklu um, hve mikið situr eftir i lungnablöðrum, en ástæða er til að ætla, að rykið við Mývatn, liggi einmitt á mjög óheppilegu korna- stærðarbili. Útþenslugeta lungn- anna fer minnkandi eftir þvi sem meiri trefjamyndun á sér stað (fibrosis). og einkenni kisilveiki (silicosis) koma i ljós: þurr hósti og andþrengsli. Kisilveiki á háu stigi, hefur viða dregið menn til dauða. Eftirlit er haft með heilsu- fari starfsmanna, teknar eru röntgenmyndir og viðast hvar mæld lungnastarfsemin i heild. Nú stendur til að hægt verði að framkvæma fullkomið lungna- próf á starfsmönnum Kisiliðjunn- ar næsta sumar, þvi forráðamenn hennar munu nú hafa fest kaup á tækjum, sem nauðsynleg eru til slikra hluta, en hafa hingað til ekki verið nyrðra. Gaseitrun Starfsmennirnir töluðu um vitiskvalir og blindu af völdum gasleka. Hvernig lýsir þetta sér? „Já, ég gerði mælingar á magni brennisteinsvetnis viðsvegar um verksmiðjuna, og þær mælingar gáfu sannarlega tilefni til að at- huga málið nánar meðal starfs- manna. Reyndar skilst mér að loftræst- ing hafi verið aukin i verksmiðj- unni, en þó er það svo, að viða er erfitt að koma loftræstingu viö. Og ég veit að menn hafa þó nokkrum sinnum farið til læknis með bruna i augum. Hinsvegar er það þannig i sveitum, að þótt menn kenni sér meins, fái jafnvel eitrunarkast sem liður hjá á sól- arhring, þá fara þeir ekki til læknis, þar eð það er þvilikt fyrir- tæki. Þegar ég var nyrðra, þá höfðu starfsmenn engan trúnað- arlækni. Nú hafa hins vegar verið gerðar ráðstafanir til að slikur verði skipaður. Þegar menn vinna i lofti, mjög menguðu af brennis.teinsvetni, fylgir þvi sársaukafullt angur i augum og timabundin skerðing á sjón. Það sést aðeins skýrt eins og út um litinn blett og myndast baugur i kring um ljós sem horft er á. Þessu fylgir svo höfuðverkur og ógleði, menn hætta að finna lykt, fá hósta, svima, verða sljóir eða hálfvegis meðvitundarlausir. Þegar við Jón Þórðarson unn- um við að koma upp rykskilju hans, þá leið okkur afar illa eftir að við komum úr eimyrjunni þarna á þakinu. Við höföum augnaangur, þurran hósta, geislabaugasjón og fundum varla lykt. Ég var i þrjá dag að jafna mig”. 2000 tonn af ryki út í andrúmsloftið á ári Er vitað hve mikið magn það er af kisilryki, sem fer út i andrúms- loftið ef engin hindrun er á vegin- um? „Verksmiðjan getur framleitt 24000 tonn af kisilgúr á ári. Það hefur verið áætlað að um það bil 2000 tonn sleppi úr sem kisilryk á ýmsum stigum framleiðslunnar. Þetta er 8% hráefnistap á ári, og hlýtur þvi að vera beinn hagnaður af þvi að setja undir þennan leka”. /,Gaseitrunin virðist úr sögunni" Við höfðum samband við Ingi- mar Hjálmarsson, héraðslækni á Húsavik, sem væntanlega verður trúnaðarlæknir starfsmanna Kisiliðjunnar. Ingimar sagði að bætt loftræsting hefði útrýmt þeim gaseitrunartilfellum, sem vart var við fyrst eftir að starf- semi Kisiliðjunnar hófst. Hann sagði að engin merki um kisil- veiki hefðu gert vart við sig. Sagði Ingimar að starfsmenn hefðu undir höndum tæki til að mæla sýrustig andrúmsloftsins, og ættu þeir að hætta vinnu, ef sýrustigið færi yfir ákveðið há- mark. Þá sagði Ingimar að i sum- ar heföi farið fram allsherjar Einar Valur Ingimundarson, um- hverfisVerkfræöingur, sem fram- kvæmt hefur umhverfis- og mengunarúttekt á Kfsiliöjunni viö Mývatn. rannsókn á heilsufari starfs- manna Kisiliöjunnar, og jafn- framt væru þeir röntgenmynd- aðir árlega. Við bárum það undir Einar Val Ingimundarson, hvort sýrumæl- ingartækið væri nægjanlegt til að koma i veg fyrir gaseitrun. Sagði Einar að þörf væri á sirit- andi mæli. Mælitæki starfsmann- anna væri oft ekki tekið fram, þegar sýrumagn loftsins væri mikið. ,,0g ætli allir starfsmenn þori að ganga út, þótt þeir viti að sýru- magn loftsins sé hátt?” Þjóðviljinn fjallar nánar um þetta mál næstu daga. —GG. íkveikia hjá Sjálfstæðis- flokknum Brennandi óánœgja innan flokksins? Tilraun var gerð til að brenna ofan af íhaldinu nýja húsið í Bolholtinu i fyrrinótt. Var kveikt i eldfimum efnum á fyrstu hæð hússins, en eldurinn barst þaðan í uppsláttá efstu hæðinni. Slökkviliðinu gekk þó til allrar hamingju vel að slökkva eldinn og hlutust því minni skemmdir af tiltækinu en efni stóðu til. Málið er að sjálfsögðu i rannsókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.