Þjóðviljinn - 04.10.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1974. Rauðsokkar: Opið hús að Skólavörðustíg 12 Um mánaðamótin eignaðist rauðsokkahreyfingin samastað að Skólavörðustlg 12 i Reykjavlk, og verður þar jafnframt eins kon- ar kaffistofa fyrir gesti og gang- andi, þá sem rabba vilja saman I góðum félagahópi eða leita til hreyfingarinnar meö vandamál sin. Á hverjum degi milli kl. 5 og 7 siðdegis verður opið hús hjá rauð- sokkum, og verða þá alltaf tveir félagar til staðar til að veita upp- lýsingar um hreyfinguna og veita ráöleggingar við þeim vanda sem upp kann að vera borinn. Kaffi og öl fæst við vægu verði. t setustofunni liggja frammi er- lend og innlend timarit. í ráði er að koma upp visi að bókasafni. Rauðsokkar vonast til þess að fólk sem hefur áhuga á jafnréttis- málum og öðrum áhugamálum hreyfingarinnar liti við hjá sér að loknum vinnudegi — eftir þvi sem tök eru á — og tengist þannig hreyfingunni. Á kvöldin og utan hinna föstu siödegisstunda er húsnæðið vita- skuld notað til funda og annarrar starfsemi á vegum rauðsokka. Simi 2-87-98 Haustfundur hreyfingarinnar var haldinn i ófrágengnu húsnæð- inu 23. september sl. Elisabet Gunnarsdóttirtók þá við af Eiriki Guðjónssyni i miðstöð, en auk hennar eru þær Hjördis Bergs- dóttir, Vilborg Sigurðardóttir og Erna Egilsdóttir i miðstöðinni. Hið nýja húsnæði gerir það að verkum að starfsemi hreyfingar- innar færist i fastara form, og nokkrir starfshópar verða varan- legir. beir eru húshópur sem sér um rekstur hússins, leiðbein- endahópur sem sér um að aðstoða nýliða til starfs, og fjölmiðlahóp- ur sem sér um útgáfustarfsemi. Eins og áður eru starfshópar sem myndast vegna timabund- inna verkefna, óháðir áhrifavaldi miðstöðvar ellegar þörfum föstu hópanna. „Það er þetta starf sem gefur hreyfingunni lif”, sögðu rauðsokkar við blaðamenn um daginn. Siminn hjá rauðsokkum er 28798, og er svarað daglega milli 5 og 7. INSÍ hvetur til uppsagnar samninga Sunnudaginn 29. september var haldinn á Selfossi fundur for- manna aðildarfélaga I.N.S.t. og fjallaði hann m.a. um kjaramál iðnnema. Á fundinum var sam- þykkt svohljóöandi ályktun um kjaramálin: „Fundur formanna aðildarfé- laga I.N.S.I. lýsir fullum stuðn- ingi við yfirlýsingu miðstjórnar og formanna sérsambands ASl um uppsögn kjarasamninga og hvetur aðildarfélög I.N.S.l. til að segja upp samningum. Formannafundurinn telur að þær láglaunauppbætur, sem á- kveönar hafa verið með bráða- birgðalögum, komi iðnnemum sem öðru láglaunuöu fólki að tak- mörkuðum notum þvi þær eru of lágar og koma of seint. Fundur- inn lýsir þvi andstöðu við efna- hagsráðstafanir þær, sem dunið hafa yfir síðustu daga, og lýsir fullri ábyrgð á hendur rikis- stjórnarinnar vegna enn einna bráöabirgðalaganna I sögu is- lenskra bráðabirgðaráðstafana, verkalýðnum i óhag. Fundurinn mótmælir sérstaklega skerðingu á samningsfrelsi verkalýðshreyf- ingarinnar, þar sem með lögum hefur verið stöövuð greiðsla visi- tölubóta á laun og vill þess vegna skora á samtök launþega i land- inu að auglýsa sem fyrst, nýja kauptaxta, þar sem reiknaðar séu að fullu verðlagsuppbætur á laun samkvæmt samningum.” Tónleikar Tónleikar þriðjudag 8. október kl. 21 i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Einleikari: Manfred Scherzer, fiðlu, konsertmeistari Gewandhausorchester Leipzig. Forsala aðgöngumiða: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 og Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2. TÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar GÍSLA GUÐJÓNSSONAR Trésmlðameistara Hringbraut 60 — Hafnarfirði Ingunn Guðjónsdóttir, Ánna Guðjónsdóttir, Magnús Guöjónsson. sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar Meðal efnis I Stundinni að þessu sinni er spjall um réttir og önnur haustverk, finnsk teiknimynd, þ áttur um Súsi og Tuma og teiknimynda- saga um litinn indiánadreng og ævintýri hans. Höfundur þessarar sögu er vestur- Islenski teiknarinn Charles G. Thorson, sem lengi vann I teiknimyndagerð Walts Disney og átti hugmyndina aö ýmsum frægum mynda- sögupersónum, sem þar urðu til. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Bræöurnir Bresk fram- haldsmynd. 13. og siðasti þáttur. t sátt og samlyndi. þessi geristá árunum um og eftir 1860 I Liverpool i Eng- landi, sem þá er ört vaxandi útgerðar- og verslunarbær. Aðalpersónan, James Onedin, er ungur skipstjóri, harðskeyttur og óvæginn og ákveðinn í að eignast sitt eigið skip og afla sér auðs og metorða, hvað sem það kostar. James Onedin er leikinn af Peter Gilmore, en meðal leikaranna eru einnig Anne Stallybrass, Edward Chapman, Brian Rawlinson, Howard Lang, Jessica Benton og James Heyter. 21.25 tþróttir Svipmyndir frá iþróttaviðburðum helgar- innar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Söngur Andalúsíu Heimildamynd frá BBC um spænska skáldið Federico Garcia Lorca, ljóð hans og æviferil. Þýðand og þulur Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. Dustin Hoffman mun hann heita, maðurinn sem gægist inn á myndina þessa. Á miðvikudaginn kemur sýnir sjónvarpið bandaríska teiknimynd sem ber titilinn „Pabbi segir sögu”. Sagan á að gerast I ævintýraþorpi einu þar sem allir hlutir eru oddmjóir. Og svo kemur til sögunnar drengur, sem ekki hefur oddmjótt höfuð... Dustin Hoffman hlýtur að segja söguna vel. Þýðandi Jón 0. Edwald. Efni 12. þáttar: Edward hefur i ferð sinni til megin- landsins fundið Parker og komist aðraun um, að fyrir- tæki hans er á barmi gjald- þrots. Samkomulagið milli Edwards og Carters er orðið óviðunandi, og Edward viil öllu til kosta að losna við hann. David og Jill hafa ákveðið að ganga i hjóna- band, og nú kemur óvænt i ljós, að Jill hefur erft mikil auðæfi eftir föður sinn. Hún býðst til að lána fyrirtækinu þá peninga, sem þörf er á, til að losna við Carter og komast yfir erfiðleikana i sambandi við gjaldþrot Parkers, en bræðrunum er um og ó að þiggja hjálp hennar, og David endur- skoðar vandlega afstöðu sina til væntanlegs hjóna- bands. 21.20 Glymur dans I höll Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur sýna islenska dansa og vikivakaleiki undir stjórn Sigriðar Valgeirsdóttur. Jón G. Asgeirsson raddsetti og samdi tónlist fyrir ein- söngvara, kór og hljóm- sveit. Einsöngvar: Elin Sigurvinsdóttir, Unnur Ey- fells, Gestur Guðmundsson og Kristinn Hallsson. Aður á dagskrá á gamlárskvöld 1970. 21.50 Maður er nefndur Ólafur Bergsteinsson, bóndi á Argilsstöðum i Rangar- vallassýslu. Indriði G. Þorsteinsson ræðir við hann. 22.25 Að kvöldi dags. Sr. Páll Pálsson flytur hugvekju. 22.35 Dagsskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagiðNýr, breskur framhaldsmynda- flokkur. 1. þáttur. Blásandi byr. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndaflokkur Þriðjudagur 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Wladislaw Reymont. 12. þáttur. Heimkoman. Efni 11. þáttar: Eftir greftrun Boryna bónda kemur fjöl- skylda hans saman til að ræða skiptingu arfsins. Antek er enn i varðhaldi og Hanka neitar að skipta búinu, fyrr en hann kemur heim. Jagna verður stöðugt að þola ónot og glósur annarra kvenna i þorpinu, og illvigust þeirra allra er Hanka, sem vissulega á henni grátt að gjalda. Þar kemur að lokum, að Jagna hröklast að heiman og sest að hjá móður sinni. 21.25 Ert þetta þú? Endur- tekinn fræðslu- og leiðbeiningaþáttur um akstur með ljósum og notkun endurskinsmerkja i skammdeginu. 21.35 Því fer fjarri. Norskur skemmtiþáttur með stuttum, leiknum atriðum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.00 . Heimshorn Frétta- skýringaþáttur. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Þúsundþjalasmiöurinn Foca Sovésk teiknimynd. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.20 Sögur af Tuktu. Kanadiskur myndaflokkur fyrir börn. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Ingi Karl Jóhannsson. 18.35 Filahirðirinn. Breskur myndaflokkur fyrir börn og ■■■■■■ unglinga, að nokkru byggður á sögum eftir Rudyard Kipling. 4. þáttur. Kápa úr hlébarðaskinni. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Pabbi segir sögu (The Point) Bandarisk teiknimynd. Ævintýramynd þessi gerist i þorpi, þar sem allir hlutir eru oddmjóir. Eitt sinn fæðist þar drengur, sem er með hnöttótt höfuð, en ekki oddmjótt eins og aðrir þorpsbúar. Þorpsbúar líta hann hornauga vegna þessara „likamslýta”, og loks er hann dæmdur i útlegð, vegna þess, að i lögum rikisins stendur, að allir hlutir skuli vera odd- mjóir. Þýðandi Heba Júliusdóttir 21.40 Fyrsta tunglgangan Arið 1969 urðu aldahvörf i sögu jarðarbúa. Þeir fóru sina fyrstu ferð til tunglsins. Þetta er bresk heimilda- mynd um undirbúning fyrstu tunglferðarinnar og fyrstu spor manna á tunglinu. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamynda- flokkur. Likið i þyrni- runninum. Þýðandi Auður Gestsdóttir. 21.30 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 Jassforum Norskur músikþáttur. Pianistinn Paul Bley og tveir félagar hans leika „nútimajass”. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 Enska knattspyrnan 18.00 íþróttir Meðal efnis i þættinum verður mynd frá leik Fram og Real Madrid. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Sveinn Dúfa Fyrst les Gisli Halldórsson leikari, kvæðið um Svein Dúfu eftir finnska skáldið Johan Ludvig Runeberg i þýðingu Matthiasar Jochumssonar. Siðan verður sýnd finnsk biómynd frá árinu 1958, byggð á þessu sama kvæði. Aðalhlutverk Veikko Sinisalo;> Þýðandi Kristln Mantyla. Aðalpersónan, Sveinn, er finnskur piltur, yngstur I hópi margra syst- kina. Hann er hraustmenni að burðum, en er ekki talinn stlga I vitið, og er þar að auki hinn mesti klaufi til allra verka. Sveini leiðist, sem vonlegt er, að sæta sifelldum aöfinnslum og spéi, og ákveður þvi loks að ganga I herinn, i von um að verða þannig föðurlandi sinu og kónginum að einhverju liði. Og sú von bregst honum ekki, þvi þótt höfuðið sé i sljórra lagi, er hjartað á réttum stað. 23.25 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.