Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 3
Föstudagur 4. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Karen Erla t.v. og Valgerður aðstoðuðu við æfingu I Iðnó I gær. Kvenfólkið sœkir fram Stúlkur senu menn í Iðnó Finnst dýrt að lifa í Reykjavík Sífellt eru konur að teygja sig meira inn á hefðbundin yfirráða- svæði karla. Við höfðum spurnir af þvi að enn eitt virkið væri fall- ið, að þessu sinni i Iðnó. Þar hafa tvær stúlkur verið ráðnar i störf senumanna, þ.e.a.s. til að bera sviðsmuni og leiktjöld tii á milii atriða. Við brugðum okkur á æfingu á Islendingaspjöllum i gær og hitt- um þar fyrir stúlkurnar en þær heita Karen Erla Erlingsdóttir og ValgerðurErlendsdóttir og eru 18 og 22 ára. Og hvað skyldi hafa ráðið þvi að þær sóttu um þetta starf? Karen: — Ég er utan af landi, frá Fáskrúðsfirði, og er hér I menntaskóla. Ég þarf að leigja mér húsnæði hér i borginni og þarf þvi á peningum að halda. Ég var kokkur á bát frá Fáskrúös- firöi i sumar og hafði að visu ágætar sumartekjur, en þær hrökkva skammt upp i niu mán- aða dvalarkostnað i borginni. Valgerður: — Ég er myndvef- ari og það gefur litið af sér fyrir óþekkt fólk. Maður getur a.m.k. ekki byggt afkomu sina á þvi. Þvi þurfti ég að verða mér úti um vinnu. — En er enginn áhugi á leik- húsinu sem rær að baki? Karen: — Jú, ég vildi kynnast þessum heimi. Það er ekki mikið um leikhússtarfsemi á lands- byggðinni, i mesta lagi að það sé sett upp eitt leikrit á ári. — Hvernig er vinnutiminn? — Aðra vikuna vinnum við tvö kvöld en hina vikuna fjögur. Svo þurfum við að vera á minnst tveimur æfingum fyrir hverja frumsýningu. — Og hvernig likar ykkur leik- húslifið? — Alveg prýðilega. Þetta er skemmtilegt starf og ólikt öðru sem maður hefur reynt. Þess má geta að Karen Erla er I 6. bekk Menntaskólans i Reykja- vik. Valgerður lauk námi við Myndlista- og handiðaskóla Is- lands fyrir hálfu öðru ári, en i fyrravetur var hún við fram- haldsnám I Tékkóslóvakíu. Við hittum Guðmund Pálsson framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavikur og spurðum hann hvort einhver stefnubreyting fæl- ist i ráðningu stúlknanna. — Nei, nei. Þetta er bara i fyrsta skipti sem kvenfólk hefur sótt um þetta starf. Svo einfalt er þaðnú. —ÞH Athugasemd frá Jóni Þórðarsyni Þjóðviljinn hafði i gær eftir Jóni Þórðarsyni, uppfinningamanni, að hann teldi sig ekki hafa haft nægilega langan tima til að full- komna hreinsitæki þau sem ætlað var að hann smiðaði fyrir álverið. Jón Þórðarson hefur ekki sagt neitt þessu likt við Þjóðviljann — blaðamaður mun af misgáningi hafa ruglað saman umsögn Jóns og Einars Vals Ingimundarsonar, verkfræðings, sem gjörla þekkir til hreinsitækja Jóns og tilrauna hans með þau. r Ohugnanlegt Umsóknarfrestur um sið- ustu ibúðirnar á vegum Fram- kvæmdanefndar byggingará- ætlunar rennur út í kvöld. Fyrirsjáanlegt er að umsóknir verða að minnsta kosti 700 um þær 160 ibúðir sem úthluta á, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, sem sæti á I Fram- kvæmdanefnd byggingaráætl- unar og úthiutunarnefndinni fyrir ibúðirnar. Þjóðviljinn ræddi við Guðmund siðdegis i gær og spurði biaðamaður fyrst hvernig ástatt væri hjá þvi fóiki sem sækti um ibúðir þessar, en hér er um að ræða 96 þriggja herbergja ibúðir, 64 tveggja herbergja. — Það er einkum einkenn- andi að ibúðaleiga hefur hækkaö gifurlega að undan- Guðmundur J. Guðmundsson langstærsti hópurinn, einkum mjög ungt fólk. Mörg ungu hjónanna sem sækja um hafa ekki búið saman fram að þessu vegna erfiðleika á þvi að fá ibúðir, mörg búa inni á heimilum foreldra o.s.frv. Það er alveg greinilegt að mjög nauðsynl. er að hefja hið fvrsta fél.legt átak til þess að leysa vanda þessa unga fólks sérstaklega. Nú, i hópi um- sækjenda, eru mjög margar einstæðar mæður, og stór hóp- ur fólks á efri árum, sem aldrei hefur eignast ibúð, en hefur varið aurunum til þess að hjálpa börnunum við aö byggja eða til skólagöngu barnanna. — Nú er hér um að ræða siðasta áfanga FB-Ibúðanna. Hvað tekur við? Segir Guðmundur J. Guðmundsson um úthlutunarstarfið vegna síðustu FB-íbúðanna þar sem eru 4-5 umsœkjendur um hverja íbúð förnu. Siöan I vor virðist hafa orðið mánaðarleg hækkun. Fjögurra herbergja ibúðir kosta um og yfir 30 þúsund krónur á mánuði, þriggja her- bergja 20, 25, 27 þúsund, tveggja herbergja þetta frá 12 og allar götur upp i 20 þúsund. Fyrirframgreiðslur hafa færst i vöxt aftur. Krafist er sex mánaða fyrirfram, eins árs fyrirfram — og leigu- samningur fæst ekki nema um sama tima og fyrirfram- greiðslan nær yfir. — Nú hefur mikið verið byggt á siðustu árum og fólks- fjölgun I Reykjavik hefur ekki verið eins mikil og á fyrri ár- um. — Hér er um margskonar áhrif að ræða. I fyrsta lagi nýtist húsnæði i Reykjavlk mjög illa. Tvær manneskjur, einkum eldra fólk, er i fimm herbergja ibúðum. Fólkið not- ar spariféö i steinsteypu. Hér er það verðbólgan. I annan stað hefur á undanförnum ár- um litið verið byggt af litlum ibúðum, og fólk fær siður en áður leigt i kjallara- eða ris- ibúðum. En fleira kemur til: hin al- menna verðlagsþróun, vaxta- hækkun og lánsfjártakmark- anir hafa auðvitað mikil áhrif. Fólk þorir ekki að leggja i það að kaupa ibúðir, þeir sem hafa keupt gefast upp. Allt þetta fólk leitar út á markað leigu- ibúðanna. Og þetta hagnýta leigusalar sér I mörgum til- fellum. Þeir segja fólki upp til þess að geta hækkað leiguna og til þess að fá meiri fyrir- framgreiðslu — o.s.frv. En það er rétt að taka fram að I Reykjavik er allt annað á- stand á þvi húsnæði sem til er og fólk verður að sætta sig við en var 1968 þegar fyrst var út- hlutaö FB-íbúðum. Þar hefur orðið gjörbreyting á. — Er þetta fólk á öllum aldri, sem sækir um? — Já, þetta er fólk á öllum aldri, en með afar mismun- andi aðstæður. Ungt fólk er — Þessar 1250 ibúðir FB hafa gjörbreytt húsnæðisá- standinu meðal láglaunafólks I Reykjavik. Þaö sem tekur við af svipuðu tagi er bygging verkamannabústaðanna. Nú er hafin bygging á fyrri hluta 1. áfanga, 114 ibúðum, en alls eiga að vera 308 ibúðir i þess- um áfanga og hefur stjórn Verkamannabústaðanna þeg- ar sótt um lóð fyrir siðari hlut- ann. Fyrstu ibúðum verka- mannabústaðanna á að út- hluta i júni 1975, þannig að þetta tengist saman. En mikið meira þarf til að leysa fram úr þessum málum. — Það verður erfitt að út- hluta 160 Ibúðum þegar um- sækjendur eru um eða yfir 700. — Það er best að segja ekki margt um úthlutunina, en það verður óhugnanlegt að þurfa að úthýsa verulegum fjölda fólks, sem býr við afar bág- bornar aðstæður og á fyllsta rétt á þvi að njóta kjara á borð við þau sem boðin eru I FB- ibúðunum. Ungt fóik er langstærsti hópurinn, sem sækir um FB-Ibúöirnar i Breiðholti. Nýtt hjá Helgafelli I gær komu út á forlagi Heiga- fells þrjár bækur: Hcrmann og Didí eftir Guðberg Bergsson, Djúpið eftir Steinar Sigurjónsson og Móðir sjöstjarna lleinesens I þýðingu Ulfs Iljörvars. Hermann og Didi er fjórða skáldsaga Guðbergs Bergssonar. Bókin er um 150 siður. Djúpið er liðlega 100 siður og ber á titilblaði einkunnina „til ragnars — tónlist i efri árin”. Á kápu bókar Heine- sens segir um Móður sjöstjörnu: ,,Að stil og samsetningu er Móðir sjöstjarna einhver skemmtileg- asta saga Williams Heinesens, ásamt Slag vindhörpunnar, sem hún er i tengslum við. Stillinn er ljóðrænn og glettinn. En likt og gerist I söguljóði er dýpt sög- unnar fólgin i þvi hvernig höfund- ur lætur eilifar goðsagnir og ævintýri og þjóðsögur samlagast umhverfi og stund i vitund hins unga drengs, sem er smám sam- an að uppgötva lifið, hann sér hið bráðlifandi sögufólk ganga út og inn um heim arfsagnanna.” Þessi umsögn er merkt KK, og Guðbergur Steinar Heinesen þess er getið að þýðing Úlfs sé Þjóðviljinn mun að sjálfsögðu meö ágætum. geta bókanna betur siðar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.