Þjóðviljinn - 04.10.1974, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 4. október 1974. NOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavöröust. 19. Simi 17500 <5 linur) Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson RIKÍSSTJÓRN GEIRS OG OLAFS HEFUR SAGT VERKALYÐS HREYFINGUNNI STRÍÐ Á HENDUR Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja munu þær hækkanir á verðlagi, sem átt hafa sér stað i tið núverandi rikis- stjórnar eða þegar eru ákveðnar, valda a.m.k. 20-25% hækkun á framfærslukostn- aði almennings, og þetta er bara byrjunin. Á móti þessum gifurlegu verðhækkunum er svo hent i launafólk bótum, sem nema að jafnaði 6-7% launahækkun að sögn stjórnarherranna, og ná ekki 10% hjá þeim allra lægst launuðu. Svo er láglaunafólki ætlað að þakka alveg sérstaklega fyrir sig, —fyrir þá náð, að fá i sinn hlut nokkra mola af borði stjórnarherranna i sárabætur fyrir kaup- ránið. Þetta minnir satt að segja óhuggulega á samskipti helstu auðvaldsrikja heimsins með Bandarikin i broddi fylkingar við hungurþjóðimar. Þar láta auðhringar riku landanna greipar sópa um auðlindir heimkynna fátækra þjóða og draga að heita má allan arðinn af striti fjöldans á brott til að auka enn á efnahagslega yfir- burði auðvaldsheimsins og auka þannig sifellt bilið milli fátækra og rikra þjóða. Siðan fylgir jafnan annar þáttur, sem er sá, að skila litlu broti af rásfengnum til baka i formi svokallaðrar „efnahagsað- stoðar” eða „hjálparstarfsemi”, og með þvi móti, er ibúum fátækra landa ætlað að trúa þvi, að þeir eigi nú reyndar lif sitt að þakka hinum riku góðgerðarfélögum i fjarlægð. Það fer ekki milli mála að þetta er vinnuaðferð, sem Sjálfstæðisflokkurinn telur sjálfsagt að taka til fyrirmyndar hér innanlands i samskiptum stjómvalda og verkafólks. Og áróðurskvörnin er ekki sið- ur vel smurð, heldur en hjá hringasam- steypunum, sem lika verða að verja broti af miljörðunum sinum til að halda uppi nauðsynlegum heilaþvotti. Hér er sagt af talsmönnum Sjálfstæðis- flokksins: Kjaraskerðingin er reyndar bara vondum kommúnistum að kenna, sem búnir voru að sigla öllu i strand, en launabæturnar.þær eigið þið hins vegar að þakka háþróaðri réttlætiskennd forsvars- manna H. Ben. og Co. og pólitiskra lags- bræðra þeirra. Umfram allt skal þess gætt að verkafólk hljóti þá mola sem til þess hrökkva, fyrir náð stjórnarherranna, pólitiskra fulltrúa atvinnurekenda, en ekki fyrir eigin rétt. Fólk sem lýtur og þakkar i auðmýkt fyrir veitt náðarbrauð meðan loppa fjár- plógsmannsins lætur greipar sópa — slikt fólk eru óskabörn Sjálfstæðisflokksins i verkalýðsstétt. Það er ekki verið að svipta menn öllum kjarabótum siðustu þriggja til fjögurra ára nú vegna þess, að verðmæti þjóðar- framleiðslu islendinga hafi farið minnk- andi. Það kemur ekkert minna til skipta nú, þvi að þjóðarframleiðsla islendinga á mann gerði meira en tvöfaldast mælt i dollurum á árum vinstri stjórnarinnar samkvæmt alþjóðlegum skýrslum. En nýir stjórnarherrar ætla sér hins vegar að skipta þjóðartekjunum með öðrum hætti, þeir ætla að færa til baka þá fjármuni, sem á árum vinstri stjórnarinn- ar voru fluttir til alþýðuheimilanna á Is- landi. Þeir hafa nú hafist handa um þetta verkefni og eru ekki smátækir. En jafn- framt glymur áróðurskórinn um að al- menningur i landinu hafi lifað um efni fram og þjóðfélagið þoli ekki að borga verkafólki nema um 40.000,- krónur á mánuði nú i dýrtiðarflóðinu, enda þótt þjóðarframleiðslan á mann hafi tvöfald- ast á siðustu þremur árum. Sjálfstæðisflokkurinn er svo sannarlega trúr stéttarhlutverki sinu, þvi hlutverki að vera tæki hvers konar fjárplógsmanna i baráttu þeirra fyrir að auka hlut sinn af sameiginlegum arði þjóðarbúsins, en verjast sókn verkafólks til bættra kjara. Og hinir hægri sinnuðu foringjar Fram- sóknarflokksins dansa með i fullkominni andstöðu við vilja alls meginþorra kjós- enda Framsóknarflokksins, sem flestir eru vinstri sinnað félagshyggjufólk. Það segir meira en margt annað um stéttarlegt hlutverk annars vegar Sjálf- stæðisflokksins og hins vegar Alþýðu- bandalagsins, að á sama hátt og vinstri stjórnin þar sem Alþýðubandalagið mark- aði stefnuna lét það verða eitt sitt fyrsta verk að stuðla að kjarasamningum, sem samkvæmt einróma samþykkt allra fulltrúa á siðasta þingi Alþýðusambands- ins voru þeir hagstæðustu i samanlagðri sögu verkalýðshreyfingarinnar, — þá byrjar helmingaskiptastjórn hægri afl- anna undir forystu Sjálfstæðisflokksins feril sinn með einhverjum grófustu árás- um á lifskjör almennings, sem hér hafa sést,og segir verkalýðshreyfingunni i raun strið á hendur, hvað sem öllum fagurgala i orðum liður. Æ sér gjöf til gjalda Æ sér gjöf tii gjalda, seg- ir forn málsháttur. Nú ætlar bandaríska heimsveldið að gefa okkur íslendingum 7,2 miljarða. Reyndar verða það aðeins framámenn ríkisstjórnar- flokkanna/ sem mestan hlutann fá F sinn vasa; þeir hinir sömu framámenn flokkanna, sem stærstan hlut eiga í verktakasam- steypum þeim, sem vinna fyrir herinn að verklegum framkvæmdum. Þetta var ávöxturinn af ferö Einars Agústssonar til Washing- ton á dögunum. Þetta var þó ekki það einasta, þó lágkúrulegt sé; var þó sýnu verriferðin fyrir aðrar sakir. Það er gjaldið fyrir gjöfina. 1 samningum rikisstjórnarinn- ar við bandarikjamenn segir að 400 islendingar skuli taka við störfum jafnmargra bandariskra hermanna, en sú er talan, sem fækkun verður á i herstöðinni. Þetta atriði kallar yfir okkur enn aukið hernám, sem og gjafa- féð. A meðan gjafaféö, ölmusan, bindur það sem eftir er af siðferði þiggjendanna enn fastar á her- námsbásinn, færir 400 manna is- lenskt sérmenntað starfslið er- indrekum bandarisks hernáms nýtt vopn upp i hendurnar. Þegar þeir 400 islendingar, sem eiga að fá sérþjálfun i rekstri radarstöðva, eru orðnir sér- menntaöir og teknir við störfum, mun klingja i eyrum herstöðva- andstæöinga og NATó-andstæð- inga: Hvað eigum við að gera við þetta fólk sem hlotið hefur sér- menntun ef við rekum herinn og Rúmenia dýrari fyrir ferðafólk VtN —Liklega eru allir islcnding- ar horfnir úr Rúmeniu þetta árið og veröa þvi ekki aö sinni varir við um 20% kostnaðarhækkun sem nú hefur oröið viö nokkurs konar gcngishækkun á rúmensku lei. Rúmenska stjórnin hefur á- kveðið að skerða ferðamanna- gengi vestræns gjaldmiðils i land- inu um 25% og er það gert til mót- vægis við verðlagshækkanir á Vesturlöndum. Um leið er ferða- mönnum gert að skyldu að skipta að minnsta kosti 10 dollurum á dag i rúmenska myndt. ef við segjum okkur úr NATÓ? Og það mun verða bent á mann- vonsku þeirra, sem senda vilja herinn burt úr landinu,þeirra sem vilja segja skilið við hernað- arbandalagið NATÓ, en markmið rikisstjórnarinnar mun ná fram að ganga; frekari efling hernáms- ins, hernámsliðið mun enn festast i sessi. Það er reyndar umhugsunar- vert fyrir islenskt fólk, að i þrjú ár, þegar Einar Ágústsson var ráðherra utanrikismála i vinstri stjórn, hafði landhelgismálið al- gjöran forgang, en unnið var að undirbúningi endurskoðunar her- námssamningsins með uppsögn hans fyrir augum, ef brottför her- liðsins yrði ekki samkomulagsat- riði, og endanleg niðurstaða varð engin. En eftir að sá hinn sami Einar Ágústsson hafði verið utanrikis- ráðherra rikisstjórnar Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks i einn mánuð, er þegar búið að ganga frá samningum við Bandarikin um enn aukið hernám, sem gjald fyrir betlidalina. Þá var undirbúningurinn skammur, og hvorugur þurfti að hugsa sig um. Til þess að koma i veg fyrir að þessi endurnýjaði hernámssamn- ingur, með aukinni smán og auknu hernámi islensku þjóðar- innar, nái fram að ganga, þurfa hernámsandstæðingar hvar i flokki sem þeir standa, aö risa upp og mótmæla kröftuglega og reyna til hins ýtrasta að koma i veg fyrir það að þessi áform NATÓ-sinna nái fram að ganga. —úþ ÚTGERÐ OG FISKVERKUN ÞORMÓÐUR RAMMI H.F. SIGLUFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.