Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1974. Á ferð og flugi Myndavélin Morguninn eftir keyrði Sigurður Hlööversson, og siðan Hannes Bald mig um staðinn svo ég gæti myndað það sem mér sýndist. Og það var henst til og frá, og talsverðar tilfæringar voru viðhafðar. Þó voru þessar tilfæringar ekki neitt hjá þvi sem siðar varð um daginn, þegar formaður Alþýðu- bandalagsins, Ragnar Arnalds, sentist með mig fram allan Skagafjörð með tilheyrandi stoppum og útafbeygjum, prili og klifringum, svo myndirnar mættu verða sem glæsilegastar. Þvi for- maðurinn hefur auga fyrir mynd- rænum hlutum. En allt þetta erfiði varð til einskis. Þegar suður kom, varð sá hryllilegi raunveruleiki ljós, að myndavélin sem blaðið hafði leystmig út með var vita ónýt, og hafði verið siðan gosið hófst i Eyj- um á sinum tima! Og þarna fóru forgörðum myndiraf formanninum við véla- viðgerðir á jappanum, af sumar- húsi ólijós i F'ljótunum, af rústum heimkynna hinna landsfræðgu Bakkabræðra og mynd af for- manninum á svölum hálfbyggðs húss sins i Varmahlið með Mið- skitjuskarð i baksýn. Svona mætti lengi telja eöa þar til geðshrær- ingin skekur skrokkinn og andinn liggur marflatur vegna jafnvæg- isleysis. Afglapaskarð Ragnar formaður kann talsvert af sögum af örnefnum á leiðinni frá Siglufirði til Varmahliðar. Hann var þó varla búinn að hita sig upp þegar við komum að Strákagöngum. Þar beið ung og falleg kona við opið og beiddist fars i gegn. Hún var norsk. Hún var lfka gift, og hún vildi alls ekki fara með okkur lengra en gegn um gatið. Og þegar hún yfirgaf okkur vestan ganganna hafði ég logið upp sögu um ægilegan berg- þursa sem byggi i göngunum, og eftir að hún var blessunarlega laus við okkur sagði Ragnar mér af Afglapaskarði. Og af þvi að ég var nýbúinn að ljúga að blessaðri konunni hélt ég lika að hann væri aö ljúga að mér, svo ég gáði i þjóösögur Jóns Árnasonar eftir þvi hvort formaðurinn segði satt, enda varinn góður þegar um er að ræða frásagnir stjórnmála- manna. Ég segi ekkert um það hvort það hafi komið mér á óvart eða ekki, að það sem formaðurinn sagði bar heim og saman við þjóösöguna af Afglapaskarði. I sem stystu máli er hún svolát- andi: Brún fjallagarðsins, sem skilur Siglufjörð og Skagafjörð, þar sem heitir Siglufjarðarskarð, er ,,svo þunn sem saumhögg”. Þar um lá almannavegur til Siglufjarðar úr Skagafirði. Dyr voru höggnar i brúnina, að likindum af forn- aldarmönnum. Var skarðið, eða dyrnar, fjórar hestlengdir og reiðingsbreitt. Við skarðið var bundinn illkynj- aður andi, sem birtist i „strokkmynduðum skýjastólpa er kom úr lofti niður ofan yfir hvað helst sem undir varð”..... ,,og lá það dautt samstundis”. Af þessu var að sjálfsögðu hin mesta raun. A fyrri hluta 18. aldar var þing- eyskur klerkur mikið fyrir norð- lenskum kollegum sinum. Sá hét Þorleifur Skaftason, og er meðal annars um hann sagt i þjóðsög- um, að hann ,,var tröllaukinn að manndómi”. Var Þorleifur feng- inn til þess að reka hinn illa anda á brott úr skarðinu fyrir tilstuðlan Steins biskups. Hlóð Þorleifur altari úr grjóti annars vegar i skarðið, messaði Afleiöingar þriggja ára valdatiöar slöustu rlkisstjórnar uröu meöal annars þær, aö húsby ggingar hófust aftur á Siglufiröi aö einhverju marki. ~ .............. Þetta er hiö einstæöa ráöhús siglfiröinga. og stefndi „vondum öndum i skarð er sunnar liggur i fjalls- brúninni, Afglapaskarð, og þykir siðan iskyggilegt”. Hafa menn gengið i það i villu og þá bana beðið. Fól í Fljótunum En formaðurinn fór ekki um Af- glapaskarð, heldur sem leið ligg- ur um Mánárskriður, þar.sem er nú erfiðasti þröskuldurinn á sam- göngum um landveg við Siglu- fjörð, og siðan eins og leið liggur i Fljótin. 1 gömlum heimildum segir að fóli einn bjó eitt sinn á Grindli hinum minna i Fljótum. Átti hann son, sem eitt sinn „var að kyrtja sér af matarleifum”. Brást fólinn, faðir hans, hinn versti við, tók dreng og hengdi hann upp á fótunum i dyragættina og lamdi með vendi. Svo hart gekk fólinn fram við hýðinguna, að þrisvar varð hann að bæta á vöndinn. Ekki lét hann staðar numið við flenginguna fyrr en dró af hljóðum sonarins. Eftir þetta var drengurinn tek- inn niður og færður i rúm. Lést hann samdægurs af völdum hirt- ingarinnar. Forfeður Ólijós En það eru fleiri i Fljótum en fólar einir. Úr Fljótunum er einn- ighann ólijó, sem myndaði rikis- stjórn fyrir annan. Þetta minnir á Bakkabræður og þeirra vinnu- brögö. 1 Þjóðsögum Jóns Arnasonar er þess getið að Bakkabræður séu annað hvort upprunnir frá Bakka i Fljótum og kenndir við þann staö siðan, eða Bakka i Svarf- aöardal. Heldur hallast Jón þó að þvi, ab þeir hafi verið úr F’ljótun- um. En á þeim tima er Jón lét efa- semdir i ljós um það, að þeir væru þaöan, hafði heldur ekki fæðst neinn Ólafur Jóhannesson. ólijó er fæddur i Fljótunum. Hefðu Bakkabræður verið frá Bakka i Svarfaðadal, hefði Olijó fæðst sem Svarfdælingur. En þetta gat Jón Arnason að sjálfsögðu ekki vitað. Fljóta-Graður Þab er ástæða til að taka það fram, að það var ekki formaður- inn sem sagði mér sögurnar af Fljóta-Graði, svo fólk fari ekki að halda að hann sé dónalegri en gerist og gengur. Þar komu aðrir til, enda skagfirskt að vera kven- samur, og skagfirskt að segja kvennafarssögur. Fljóta-Graður var, eins og nafniö bendir til, stórtækur til Framhald á 11. siðu. Siglufjörður — Skagafjörður — Sauðárkrókur 2. HLUTI Steinar Jónasson, hótelstjóri Höfn Siglufirði: Bæta þarf þjónustuna úti á landi Þegar undirritaöur hafði lokið við að greiða hótel- reikninginn á Hótel Höfn Siglufirði tók hann hótel- stjórann, Steinar Jónas- son, tali: — Hvað ertu búinn að reka hótelið lengi? — í sex ár. — Og nú ætlarðu aö loka i vet- ur. Er þetta i fyrsta skipti i sex ár, sem þú verður að loka hótel- inu? — F’yrsti veturinn, já. — Hvað veldur? — Fjárhagsörðugleikar. Ég tapaði á rekstrinum 400 þúsund krónum á siðasta ári af þvi að hafa opið yfir veturinn, og ég hef ekki efni á þvi að tapa öðrum 400 þúsund krónum i ár, eða jafnvel meiru. Raunverulegur rekstrar- grundvöllur er ekki lengur fyrir hendi þegar sumartraffikinni lýk- ur i september, kannski 100 manns sem gista hér fram að áramótum. — Hvernig gefur gistinýtingin verið i sumar? — Allsæmileg. Allt upp i 80%. Ég er að visu með annað hótel lika, Hótel Hvanneyri, yfir sumartimann, til þess að taka toppana. Þar er aöeins gistiað- staða, en hér er einnig matsala auk gistingar. — Hvað þyrfti að gerast til þess að þú gætir haldið hótelinu gang- andi allt árið? — Ég veit nú eiginlega ekki ■hvaðá að segjaþviég er á móti öll- um styrkjum og hef alltaf verið. En það þarf einhvers konar breyting að koma til, til dæmis að leigja þetta hús til gistingar fyrir skólakrakka, sem hingað koma viða að til náms i gagnfræðaskól- anum. Einnig mætti hugsa sér að sjóvinnuskólinn, þegar hann kemur hingað, fengi hér þá þjón- ustu sem til þarf, mat og gistingu. Þetta held ég að sé besta lausnin. — Hvað hefurðu boðið bæjar- yfirvöldum upp á með nýtingu þennan vetur? — Ég hef boðið þeim upp á nýt- ingu húsnæðis hér fyrir skólafólk, húsnæði og mötuneyti. Þetta hef ég boðiö þeim i þrjá vetur, en þau hafa ekki séð ástæðu til þess að þekkjast boðið. — Þú ert i þann mund að hefja stórviðgerð á húsinu. Er við- haldskostnaður mikill? — Viðhaldskostnaður á svona húsi er mikill. Ég býst við að ég þurfi að leggja út 8-9, jafnvel 10 hundruð þúsund krónur til við- halds þetta árið. — Lokaorð? — Að minu viti þyrftum við að halda þeim ferðamannastraumi til landsins sem þegar er orðinn. Ferðalög hingað mega að minu viti ekki minnka, en þó þarf að hafa gætur á þvi, að þjóðin beri þá böggla, sem fylgja ferðamanna- straumnum. Til þess að við get- um haldið þeim ferðamanna- straumi sem fyrir er, þarf að bæta gistiaðstöðuna úti á landi og koma til móts við þá aðila sem Steinar Jónasson vilja sinna feröamönnum svo hægt sé að veita þeim sómasam- lega þjónustu. — úþ Föstudagur 4. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sigurður Hlöðversson, tæknilegur framkvæmdastjóri Húseininga hf. Fyrsti grunnur að Húseininga húsi, grunnurinn að bæjarstjóralbúðinni. Sigurður Hiöðversson Timburhús hafa sál Húseiningar h.f. á Siglufirði eru nú við það að senda sin fyrstu hús á markaðinn. Þegar þetta birtist er væntanlega byrjað á að reisa fyrsta húsið, en það verður reist á Siglufirði og er ætlað seni Ivera bæjarstjórans þar. Sigurður Hlöðversson tækni- fræðingur er tæknilegur fram- kvæmdastjóri Húseininga, og við spurðum hann eftir þvi hvert verð væri á húsunum. — Verðið er mismunandi, frá 2 miljónum og 600 þúsund krónur og upp i 3 miljónir og 400 þúsund. — Hvað er þá áætlað að hús- byggjandinn sé búinn að kosta miklu til við húsgrunninn? — Það er nú erfitt að segja nokkuð til um það, þvi það fer að sjálfsögðu mikið eftir byggingar- landinu. Grunnar eru til dæmis dýrari hér á Siglufiröi en viða annars staðar, vegna þess aö byggingarland stendur i miklum halla, og byggja veröur heilan kjallara undir húsið. — Hvað þarf sá, sem kaupir af ykkur Húseiningarhús, að leggja fé i annaö en húseiningarnar og grunninn? — 1 húsið vantar eldhúsinnrétt- ingar og skápa, vatnslagnir og hreinlætistæki, hitalagnir og kynditæki. Aætla má, að þetta sem hér er talið kosti um 800 þús- und krónur. Við þetta bætist raf- magnsidráttur, en raflagnir eru allir fyrir i einingum, aðeins eftir að draga i rörin; eldavél, vifta, málning og annar frágang- ur gætu fært viðbótarkostnaðinn upp um 400 þúsund, svo að hægt er að reikna með að heildarkostn- aðurinn auk hússins sjálfs og grunnsins sé um 1200 þúsund. Heildarkostnaður við byggingu stærsta og dýrasta hússins færi þvi ekki langt yfir 5 miljónir, það er að segja ef grunnurinn kostar ekki þeim mun meir. — Húsnæðismálastofnunin hef- ur samþykkt þær teikningar og þann byggingarmáta, sem þið hafiö á. Hvað er Húsnæðismála- stjórnarlán hátt á þessum hús- um? — Það er sama og lánað er út á aðrar nýbyggingar, 1060 þúsund krónur. Við erum búnir að selja 9 hús, og Húsnæðismálastofnunin er búin að samþykkja, að greiða lánið til okkar á meðan á fram- kvæmdum stendur hér hjá okkur. — Getið þið eitthvað lánað væntanlegum kaupendum? — Nei. Það verður að greiða húsið upp þegar við afhendum það út úr verksmiðjunni. — Er uppsetningarverðið inni i uppgefnu verði húsanna? — Nei. Það er gert ráð fyrir að kaupandinn sjái sjálfur um upp- Húseiningar hf. ættu að geta framleitt amk. 60 hús á ári setningu hússins. Þó mun fyrir- tækið leitast við að senda að minnsta kosti einn kunnáttumann með húsinu til þess að leiðbeina við uppsetningu. Við gerum ráð fyrir að það séu 30-40 dagsverk við að reisa svona hús. Uppsetning húsanna er mjög einfalt verk, og getur hvaða tré- smiður sem er séð um það verk með litilsháttar leiöbeiningum. Annar stór kostur, sem dregur mjög úr kostnaði við uppsetningu .húsanna er, að ekki þarf krana eða önnur slik verkfæri við að reisa einingarnar, þvi þær eru það léttar að tveir menn eiga auð- velt með að reisa hverja einingu og stilla hana af. — Hvern telurðu vera aðal kost svona húsa? — Einn kosturinn er sá, að byggingartimi þeirra er mun skemmri en steinsteyptra húsa. Þetta er mikill kostur á stöðum þar sem litið er um iðnaðarmenn, og einnig þar sem erfitt er að verða sér úti um iðnaðarmenn. Vegna hins stutta byggingartima gerum við okkur vonir um að fá það verkefni að reisa eitthvað af þeim þúsund leiguibúðum, sem byggja á viða um land, þvi á mörgum þeim stöðum þar sem þau eiga að risa er mikill hús- næðisskortur, og þvi mikilvægt að byggingartiminn sé stuttur. — Standast þessi hús islenska veðráttu? — Samsettar einingar og gluggar hafa verið prófaðar hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins og hefur sú prófun komið mjög vel út og lofar sér- staklega góðu með þéttleika og þol húsanna. — Geta kaupendur húsanna einhverju ráðið um innra og ytra útlit húsanna? — Fólk getur ráðið mjög miklu. Það getur teiknað sitt hús sjálft, þvi við höfum mismunandi stórar gluggaeiningar með mismunandi stórum gluggum og mismunandi veggjaeiningum. I lofti eru kraft- sperrur, þannig að enga burðar- stólpa þarf til að halda lofteining- unum uppi og engir innveggir eru burðarveggir. Þvi getur fólk rað- að innveggjaeiningunum eftir vild. Það er rétt að taka það fram, að teikni einhver kaupandi sitt hús er það að sjálfsögðu hlutverk arkitekts okkar aðgera hina end- anlegu byggingarnefndarteikn- ingu. Það sem við sendum frá okkur til kaupendanna eru allar út- veggjaeiningar til að fullgera út- veggi hússins, allar þakeiningar, sperrur og lofteiningar til þess að fullgera þak og loft, þakjárn, rennur og niðurföll, allir innvegg- ir, allar innihurðir og jafnframt allar útihurðir, isett gler i alla glugga. Og, eins og ég sagði áðan, i einingunum er komið fyrir rör- um fyrir raflögn, dósir, tenglar og fullfrágengin rafmagnstafla. — Hver er hugsanleg fram- kvæmdageta verksmiðjunnar? — Verksmiðjan er mjög vel bú- in verkfærum og tækjum, en þó vantar okkur tvær vélar enn. Eft- ir aö þær eru komnar til miðast framkvæmdagetan við þann mannafla sem við höfum á að skipa svo og við það húsnæði sem við höfumyfir að ráða. Hæglega ættum við aö geta framleitt 60 hús á næsta ári. Með þvi að framleiða .60-100 hús á ári gerum við okkur vonir um að geta lækkað bygging- arkostnaðinn töluvert mikið. Það eru ekki bara reykvikingar sem þurfa að drattast með hina nýju stétt öreiga á bakinu og sjá þeim farborða. Vesalingar þessir virðast viða staðsettir. t blaði Alþýöubandalagsins i Norðurlandskjördæmi vestra, Mjölni, fundum við svolátandi lista yfir hina nýju öreiga og öfugar skattgreiðslur þeirra: Haukur Jónasson kaupmaður: endurgr. úr rikissjóði kr. 18.319.00 Sigurjón Sæmundsson. prent- smiðjueigandi: cndurgr. úr rikis- sjóði kr. 3.350.00 Oddur Thorarensen kaupmað- —■ Gera brunamálasamþykktir bæjarfélaganna ykkur ekkert erf- itt fyrir, með þvi að leyfa ekki byggingu tréhúsa, eða er sú tið ef til vill af? — Brunamálasamþykktirnar hljóða að ég held upp á það, að ekki megi reisa timburhús upp á nema eina hæð, en viðast hvar er leyfilega að byggja timburhús á einni hæð. Þessu fylgja önnur ákvæði um fjarlægð milli húsa frá lóðarmörkum, en gilda um stein- hús. — Hefurðu trú á þvi, að tslend- ingar fái aukinn áhuga fyrir timburhúsum, mannfólk, sem á seinni tið byggir gjarnan ekki annað en steinsteypt hús utan um sig? — Sannast sagna hef ég trú á að svo verði. En til þess að sú sama þróun i ibúðabyggingar- málum geti átt sér stað hér á landi sem annars staðar á Norð- urlöndum, þarf hið opinber að sýna af sér snarborulegri vinnu- brögð við útborganir lána en nú tiðkast þar sem byggingartimi hvers húss styttist mjög mikið með þessum hætti. Kostir við að búa i timburhúsi eru tvimælalausir, og nefni ég sem dæmi að i slikum húsum er mun betra loft, og þar af leiðandi heilnæmara i þeim að búa. Að sjálfsögðu skal þvi ekki gleymt, að timburhús hafa sál, sem eng- um hefur enn tekist aö finna i steinhúsi. —úþ ur: endurgr. úr rikissjóði kr. 14.501.00. Flgill Stefánsson, verksmiðju- eigandi: engurgr. úr rikissjóöi kr. 6.715.00 Jóhann Stefánsson, kaupmað- ur: endurgr. úr rikissjóði kr. 18.500.00 Siðar i greininni er skattrann- sóknarstjóri boðinn velkominn til bæjarins til að lita til með afkomu hinnar nýju öreigastéttar, og er boðinu hér meö komið á framfæri við hann, ef svo kynni að vera, að hann fengi ekki Mjölni sendan. —úþ VÍÐA ERU VESALINGAR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.