Þjóðviljinn - 04.10.1974, Page 8

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 4. október 1974. CJ □ * /o' A D ö ))C^2)Öð0[F ■—r' 7> 'O n 0 . r , Reykjavíkurmótið í handknattleik: Fram varði titilinn sigraði slakt Vals-lið 16: 14 í úrslitum Reykjavikurmeistarar Fram i handknattleik 1974 Fram varði Reykjavik- urmeistaratitil sinn með glæsibrag er það mætti Val í úrslitaleik mótsins i fyrrakvöld og sigraði 16:14. Eins og markatalan gefur til kynna var þetta leikur sterkra varna en það sem þó öðru fremur gerði gæfumuninn fyrir Fram var einstök markvarsla Guðjóns Erlendssonar, sem greinilega hefur aldrei verið jafngóður og nú. Hann hreinlega lokaði markinu langtimum sam- an og var alveg sama hversu góð og opin mark- tækifæri Valsmanna voru, Guðjón varði af snilld. En það sem var kannski furðulegast við þennan leik var það, að Vals-liðið byrj- aði af þvi líkum krafti að maður hélt að það hefði gert útum leikinn á fyrstu 12 minútum þegar það komst i5:1. En þá hljóp allt í baklás hjá því og á næstu 18 mínútunum skoraði það aðeins eitt mark gegn 6 mörkum Framara. Það er hreint óskiljalegt hvernig liðið datt niður i ekki neitt siðari hluta fyrri hálfleiks, jafn- vei þótt markvarsla Guðjóns hafi verið góð, þá er það ekki nema hálf sagan. Mjög svipað þessu gerðist í leiknum við tR á dögun- um, en þá var það bara svo seint að IR-ingum tókst ekki að notfæra sér það. Þetta er greinilega atriði sem þjálfari liðsins þarf að laga með einhverju móti, þvi ekkert lið kemst nærri toppnum ef það skor- ar ekki langtimum saman i hverjum leik, þótt byrjunin sé góð. Hellas- liðið kemur dag Sænska handknattleiksliðið Hellas kemur til landsins i dag og leikur sinn fyrsta leik hér á landi á sunnudagskvöldið næsta og mætir þá fslands- meisturum FH. Siðan leikur liðið 3 leiki i viðbót i næstu viku og mætir þá nýbökuðum Reykjavikur- meisturum Fram, þá Val sem varð i 2. sæti mótsins og loks úrvalsliði HSf, og verður það fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Birgis Björnsson- ar jálfara. A morgun munum við kynna ieikmenn Heilasliðsins og segja frá ýmsu fleira i sam- bandi við þetta frægasta handknattleikslið Sviþjóðar fyrr og siðar. Það var aðdáunarvert hve Fram-liðið lét mótlætið i byrjun litið á sig fá. Sum lið hefðu brotn- að við það að vera undir 1:5 eftir 12 minútur, en ekki Fram-liðið. Það seiglaðist áfram og náði for- ystunni 6:5 þegar 2 mínútur voru til leikhlés en á siðustu sekúndun- um jöfnuðu Valsmenn þannig að staðan i leikhléi var 6:6. Snemma i siðari hálfleik var Björgvin Björgvinsson fyrirliöi Fram með sigurlaunin. aftur jafnt, 7:7 en siðan skoruðu Framarar 3 mörk i röð án þess að Valsmenn svöruðu fyrir sig, stað- an 10:7 og þetta þriggja marka forskot var meira en Valsmenn gátu brúað. Eftir þetta var mun- urinn þetta 2 til 3 mörk og var 2 mörk þegar flautað var til leiks- loka 16:14. Eins og raunar hefur áður komið fram er það ljóst að bæði þessi lið verða með i toppbarátt- unni i vetur. Margir bjuggust við að Fram-liðið myndi dala nokkuð við að missa Axel, en svo virðist ekki vera. Vörn þess er betri en nokkru sinni, markvarslan hefur ekki verið jafn góð siðan Þor- steinn Björnsson hætti, og þótt engin stórskytta á borð við Axel sé i liðinu, þá eru nokkrir þokka- legir skotmenn sem nú verða að Með einstakri heppni og dyggilegri aðstoð annars dómarans, Ölafs Steingrimssonar náðu Þróttarar 5. sæti Reykja- vikurmótsins i handknattleik með þvi að sigra Armann 18:17. Ármenningar voru betri aðilinn i þessum leik og höfðu yfir lengst af, en undir lokin sleppti ólafur dómari, sem var svo kallaður innidómari siðustu minúturnar þremur augljósum vitum á Þrótt, þegar gróflega var brotið á linumanni Ármanns og það sem meira var, hann dæmdi ekki einu sinni aukakast. Þetta réð bagga- muninn og Þrótti tókst að snúa stöðunni 15:13 Ármanni i vil i 17:15 Þrótti i vil. treysta á sjálfa sig i stað þess að treysta á Axel. Valsmenn hafa i öllum leikjum sinum i mótinu sýnt frábæra kafla.cn siðan dottið niður þess i milli, og i leikjum gegn sterkari liðunum geta langir slikir kaflar þýtt tap eins og i þessum leik. Að visu vantar enn nokkra af fasta mönnum liðsins frá i fyrra eins og þá Gisla Blöndal og Ágúst ög- mundsson sem eru meiddir, og vissulega styrkist liðið mikið þegar þeir koma inn aftur sem verður sennilega mjög fljótlega. Mörk Fram: Stefán 6, Pálmi 5, Björgvin 2, Hannes, Kjartan og Pétur 1 mark hver. Mörk Vals: ólafur 4 Jón Karls- son 3, Gunnsteinn 2,Stefán 2, Jón P. Jóhannes og Bjarni 1 mark hver. —S.dór Leikurinn var fremur til- þrifalitill lengst af. Ármenningar náðu snemma forystunni og höfðu yfir i leikhléi 8:7. Siðan komust þeir I 11:7, 13:9 og 15:13, Formaður- inn fórholu i hoggi Það bar til tíðinda á goifmóti hjá GR um siðustu hclgi að formaður klúbbsins, Guðmundur S. Guðmundsson fór holu i höggi. Þetta gerðist á 11. braut sem cr 135 m. löng og notaði Guðmundur járn númer 6. þegar hörmuleg dómgæsla kom I veg fyrir nokkur mörk Armenninga, og i stað þess að breikka bilið náði Þróttur að jafna og siðan að komast yfir. Róður Armenninga i 1. deild i vetur verður þungur og eins og liðið leikur nú á það ekki möguleika á sigri gegn einu einasta liði nema ef vera skyldi gegn Gróttu. Miðað við frammistöðu Þróttara i Reykjavikurmótinu er greinilegt að Bjarni Jónsson á mikið verk fyrir höndum ef hon- um á að takast að koma Þrótti upp i 1. deild i vetur en vissulega munar um minna en Bjarna Jónsson i einu liði. Heppnir Þróttarar hrepptu 5. sætið með því að sigra Ármann 18:17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.