Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1974. FÖSTUDAGUR 4. október 8 A sunnudag ók hann út i sveit. Hann gekk spölkorn meðfram ströndinni, þar sem hann hafði farið i sjóinn um sumarið. Rökkr- iö féll á áður en hann komst aftur að bilnum sinum. Um nóttina dreymdi hann. 1 draumnum sat hann fastur á ein- hverju. Aðrir gátu komið og farið, hann ekki. Hann var aleinn og fann að hann gat ekki fært sig úr stað. Hvar var hanirt Ljósið kom frá hólkum i loftinu, hvergi voru skuggar. Þetta var auðvitað bankinn, gjaldkerabúrið. Hann gaf sjálfur engan skugga heldur, það kom enginn skuggi af fingr- unum né kúlupennanum sem þeir héldu um dauðahaldi. — Bíöið eftir mér, hrópaði hann á eftir hinum.en enginn beið. Hann vaknaði. Klukkan var hálfsex,á náttborðinu stóðu þrjár flöskur af porter. Þú verður að hætta að kaupa nema eina i einu, sagði hann við sjálfan sig. Hann hresstist smám saman og afpant- aði simavakninguna. A mánudag sat hann á sinum stað hinn hressasti. Hann var aö enda við að taka næturhólfin á- samt Cordeliusi. — Er það nú lika jólunum að kenna? spurði Cordelius. Borck kinkaði kolli. Það var þrisvar sinnum meira en vanalega, laug* ardagssala og siödegissala á sunnudag. Eins og á föstudaginn lagði Borck fimm hundruð krónu seðl- ana á bláa nestiskassann sinn að frátöldum tuttugu. Bill ók út af bilastæðinu,og það kom i ljós að enginn stóð fyrir utan jólabasar- inn. Þetta var allt úr sögunni, hugsaði hann. En nokkrum min- útum áður en banklnn var opnað- ur, gekk hann samt fram að gler- hurðinni. Hann starði út á torgið þennan desembermorgun: Eng- inn jólasveinn. En spölkorn frá bankadyrunum stóð sænska vél- hjólið enn á ný. Slagæðin á hálsinum utanverð- um fór að hamast þegar hann gekk aftur að kassanum og settist á sinn stað. Þegar leið á morguninn kom jólasveinninn inn i bankann,' en þá var hann enginn jólasveinn. 6. Borck þekkti hann strax og hann birtist i dyrunum, þrátt fyrir breytingarnar. Sama hæð og limaburður, sama ljósleita hárið, sömu rjóðu flekkirnir i vöngunum. Nýi dulbúningurinn var ekki eins frumlegur. Rykfrakki með uppbrettan kraga, flókahattur dreginn fram á ennið svo að aðeins sást i ljósa háriö við eyrun. Sólgleraugu með græn- leitum glerjum. Sömu brúnu skórnir og áður með nákvæmlega sama slitfarinu ofaná vinstri fót- ar skónum. Það var tilviljun að Borck skyldi lita upp og koma auga á hann um leið og hann steig inn i bankann. Klukkan var hálftólf og tveir viðskiptavinir stóðu við kassann hjá Borck. Hinn ný- komni gekk beint að kassanum og tók sér stöðu fyrir aftan þá. Agndofa á rósemi sinni hætti Borck snöggvast að afgreiða sól- brennda konu sem var að sækja tvö þúsund og fimmhundruð krónur i pesetum, opnaði neðstu skúffuna og færði bláa nestis- kassann sinn yfir i skjalatöskuna, sem hafði allan timann staðið op- in á gólfinu við fætur hans. Hann gaf sér meira að segja tima til að loka töskunni áður en hann hélt á- fram að afgreiða. Konan hafði ekki fylgst með at- höfnum hans, heldur verið að reikna á blað sem hún var með fyrir framan sig. Maðurinn bak við hana starði tómlátlega fram fyrir sig; hann var með opinn poka fullan af skiptimynt. Hinn þriöji horfði niður á skóna sina, svo að hattbarðið duldi augun. Hann leit út eins og dæmigerður bankaræningi, hugsaði Borck. Meðan konan taldi seðlana vildi hún fá að vita hve mikið bankinn tæki þegar gjaldeyrir væri seldur. Borck hlustaði á sjálfan sig út- skýra með mestu ró. Hann var öldungis furðulega rólegur: Hverju hafði hann að tapa? Kon- an fékk upplýsingar sinar og fór. Borck tók við pokum með tieyr- ingum, tuttugu og fimmeyring- um, krónum, túköllum og fimm- köllum. Hann hafði enga nákvæma hug- mynd um hve langan tima þetta tók. Otundan sér sá hann hitt fólkið, sem virtist frosið á sinum stað. Engir nýir viðskiptavinir komu að utan. Maðurinn I ryk- frakkanum gekk fram, leit ekki af skónum ~sinum og tók eins og vænta mátti vinstri hönd upp úr frakkavasanum og lagði miða á borðið fyrir framan Borck. Hviti vaskaskinnshanskinn sem huldi höndina sjálfa, var einnig hinn sami. Miðinn var eyðublað frá bankanum sjálfum: Ottekið af sparisjóðsreikningi, hvitt með bláu letri, en það var skrifað á bakhliðina. Borck lagði tvo fingur á blaðið meðan hann las kunnugleg orðin með kunnuglegu prentstöfunum. ftG ER MEÐ SKAMMBYSSU 1 VASANUM. FAÐU MÉR SJÓÐ- INN OG LATTU EKKI A NEINU BERA Sami krókurinn á G-inu. Sami djúpi punkturinn milli setning- anna tveggja og enginn f lokin. Utundan sér sá Borck hægri frakkavasann. Maðurinn stóð svo sem metra frá honum. Fremsti hluti vasans var beint fyrir fram- an opið á lúgunni i glerbúri Borcks og miðaði á hálsinn á hon- um. Vasinn kipptist til þegar maðurinn uppgötvaði að Borck leit á vasann. Borck dró út mið- skúffuna og tók tiu krónu seðlana. Höndin á hinum ýtti búntunum til hliðar um leið og Borck varð var við höfuðhristing sem eiginlega var utan sjónmáls. Borck lagði fram hundrað krónu seðlana. Vinstri hönd mannsins tók við búntunum jafn- óðum og þau voru lögð á borðið. Hann hafði snúið sér eilitið, þann- ig að likami hans leyndi athöfn- inni fyrir hinu starfsfólkinu i bankanum. Athafnirnar voru einfaldlega fólgnar i þvi að troða seðlabúnt- unum I vinstri frakkavasann. Borck tók eftir þvi að breyting hafði verið gerð á vasanum. Seðl- arnir virtust detta djúpt niður i frakkann, alveg niður i botninn á fóðrinu, með öðrum orðum fyrir neðan hné á slða, gamaldags ryk- frakkanum. Einhvers staðar að utan — af torginu eða öllu heldur frá ein- hverjum öðrum stað I bygging- unni — heyrði hann lúð'rasveit leika meðan hann lauk við hundr- að krónu seðlana og byrjaði á litla hlaðanum af fimmhundruð króna seölum, sem hann hafði ekki þeg- ar flutt i nestiskassann. Um leið og hönd hans ýtti siðustu seölun- um i áttina að hanskaklæddri hönd mannsins með látbragði sem átti að tákna að nú væri allt komiö,skaut tveim ljóðlfnum sem áttu við tónlistina. upp I huga hans: Nóttin helga hálfnuð var/ huldustnærfellt stjörnurnar. Tón- listin silaðist áfram. Hægri frakkavasinn kipptist til. Borck hristi höfuðið; honum fannst allt i einu sem Miriam væri að horfa til þeirra. — Komdu með afganginn, sagði óeðlilega djúpa röddin sem Borck hafði heyrt einu sinni áður. Borck hristi höfuðið á ný. Hann hlustaði á sina eigin rödd og undr- aðist að hún hafði lika færst I dýpri tóntegund. — Það er ekki meira. Sjáið sjálfur. — Fifl. Næstu skúffu. Rödd hins hafði hækkað. Miri- am horfði beint til þeirra. Nokkr- ar laglinur sem minntu á tilheyr- andi ljóðlinur: Sögðu fornar sagnir vlða/sá mun fæðast meðal lýða... Borck var kominn með tals- verðan hjartslátt. Hann dró út þriðju skúffuna sem var tóm. Maðurinn i rykfrakkanum hallaði sér nær glerveggnum sem að- skildi þá til að gægjast niður. Miriam var staðin upp. — Þá efstu. Borck dró út efstu skúffuna með skiptimyntinni. Hinn hreyfði enn á ný hægri vasann. — Komdu strax með afgang- inn, sagði hann án allrar festu. Borck svaraði engu. Hann mætti loks augnaráði hins og tók eftir ódulinni skelfingu I augum hans.Þeir horfðust I augu og I svip fannst Borck sem milli þeirra væri óeölilega náiö sam- band. Ekki tveir' hugir, heldur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Haraldur Jóhannsson heldur áfram lestri þýðing- ar sinnar á sögunni „Emil og leynilögreglustrákun- um” eftir Erich Kástner (5). Spjallað við bændurkl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25 Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmónlusveit Lundúna 1 e i k u r „Mazeppa”, sinfónlskt ljóð nr. 6 eftir Liszt / Julian Bream leikur á gitar „Noktúrnal” op. 70 eftir Benjamin Britten / Itzhak Perlman og FIl- harmóniusveit Lundúna flytja Konsert í d-moll fyrir fiðlu og hljómsveit op. 22 nr. 2 eftir Wieniawski. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning.ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Slðdegissagan: „Skjóttu hundinn þinn” eftir Bent Nielsen. Guðrún Guðlaugs- dóttir les þýðingu slna (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Hy- man Bress og Charles Reinar leika Sónötu I G-dúr fyrir fiölu og planó op. 78 eftir Brahms. Artur Rubin- stein leikur á pianó „Andante Spianato” og „Grande Polonaise brill- ante” f Es-dúr eftir Chopin. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Páskaferð til Rúmenfu Sigurður Gunnarsson kenn- ari lýkur ferðasögu sinni (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 19.55 Fyrstu tónleikar Sin- fóniuhljómsveitar tslands á nýju starfsári. Haldnir I Há- skólabiói kvöldið áður. llljómsveitarstjóri: Kar- sten Andersen frá Björgvin. Einleikari á selló: Ralph Kirschbaum frá Houston i Texas a. Passacaglia eftir Ludwig Irgens Jensen. b. Sellókonsert eftir Antónin Dovarák. c. Sinfónia nr. 4. „Italska hljómkviöan”, eft- ir Felix Mendelssohn. 21.25 Utvarpssagan: „Gull- festin” eftir Erling E. Hall- dórsson. Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöar- þáttur: Kartaflan er við- kvæm matvara.Edwald B. Malmquist yfirmatsmaður flytur erindi. 22.35 „Afangar” Tónlistar- þáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Brúðkaup Þann 26. júll voru gefin saman I hjónabnd af séra Árelfusi Niels- syni Hafdis Hlöðversdóttir og Sig- mar Teitsson. Heimili þeirra er að Vesturgötu 25, Reykjavik. Þann 20. júll voru gefin saman I hjónaband I Háteigskirkju af séra Arngrimi Jónssyni Asta Friðjóns- dóttir og Erlendur Jóhannsson. Heimili þeirra er að Vesturvalla- götu 12. O cj 20.00 20.25 Frettir. Veður og auglýsingar. 20.35 I söngvanna riki. Kór Menntaskólans við Hamra- hlið syngur. Stjórnandi Þor- gerður Ingólfsdóttir. Aður á dagskrá 4. april 1974. ' 21.05 Kapp meðforsjá.Breskur sakamálamyndaflokkur. Þýöandi Kristmann Eiðs- son. 21.55 Kastijós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur ólafur Ragnarsson. 22.30 Dagskráriok. Indversk undraveröld Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrval af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrvai af reykelsi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætíð gleður, fáið þér i Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). (BI Bókhaldsaðstoó meó tékkafærslum BÚNAÐARBANKINN REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.