Þjóðviljinn - 04.10.1974, Page 12
'IOÐVIUINN
Föstudagur 4. október 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi biaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna I Reykjavik vikuna 27.
sept. til 3. okt. er i Holtsapóteki og
Laugavegsapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
60 þúsund við Kristjánsborg
„Danmörk
úr EBE!
Hœkkandi verðlag og 7%
atvinnuleysi hefur snúið dönum til
andstöðu við „evrópska einingu”
i fyrradag# 2. október,
voru tvö ár liðin frá því,
samþykkt var í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í Danmörku
að landið gengi í Efna-
hagsbandalag Evrópu.
Danir minntust dagsins
með því að fara i stórar
kröf ugöngur þar sem kraf-
ist var þess að danir segðu
sig úr bandalaginu.
Við höfðum tal af Lasse Elle-
gárd blaðamanni við Information
og spurðum hann um gang mót-
mælaaðgeröanna.
Hann sagði að 15 þúsund
manns hefðu safnast saman á
Ráðhústorginu i Kaupmannahöfn
Jarð-
skjálfti
Liraa 3/10 — Mikill jarðskálfti
skók höfuðborg Perú i heila
minútu i morgun. Ekki er vit-
aö um manntjón en fyrstu
fréttir hermdu að a.m.k. tveir
he:fðu látið lifið og miklar
skemmdir hefðu orðið á
mannvirkjum.
Jarðskjálftinn mældist 7,8
stig á Richterskvarða. Upptök
hans voru fyrir utan strönd
landsins, á svipuðum slóðum
og jarðskjálftinn mikli varð
árið 1971, en hann kostaði 67
þúsund manns lifið og olli
skemmdum sem metnar voru
á 250 miljónir dollara. reuter
undir einni kröfu: Danmörk úr
EBE! Þaðan var gengið niður að
Kristjánsborgarhöll sem er að-
setur þingsins. Þegar þangað
kom var mannfjöldinn orðinn um
60 þúsund. Þar héldu ýmsir and-
stæðingar EBE, innan þings sem
utan, ræður og kröfðust úrsagnar
úr bandalaginu.
Einnig voru farnar mótmæla-
göngur i Alaborg, Óðinsvéum,
Esbjerg og viðar.
Við spurðum Ellegárd hverjar
væru helstu ástæðurnar fyrir þvi
að álit dana á bandalaginu hefði
breyst svo mjög. Hann kvað
hækkandi verðlag á matvælum og
sivaxandi atvinnuleysi vera
helstu ástæðurnar,en menn setja
þetta i beina samband við aðild
landsins að EBE. Atvinnuleysið
er nú talið vera um 7% sem þýðir
að um 60 þúsund manns séu at-
vinnulausir.
— Eru einhverjar horfur á að
aðildin verði tekin til endurskoð-
unar?
— Alls engar eins og er. Rlkis-
stjórn Vinstriflokksins er hlynnt
aðild og hyggur ekki á neina
endurskoðun. Það gæti þó haft
einhver áhrif ef englendingar
segðu sig úr bandalaginu.
Þegar kosið var um aðildina
fyrir tveimur árum voru 57%
kjósenda hlynntir henni, 33%
andvígir og 10% greiddu ekki at-
kvæði. Siðan þá hafa danir skipt
um skoðun ef marka má skoðana-
kannanir. í Gallup-könnun sem
gerð var I siðasta mánuði reynd-
ust 53% aðspurðra vera andvigir
aðild landsins að EBE, 31% voru
hlynntir henni og 16% höfðu enga
skoðun. — ÞH
Stjórnarkreppan bætir ekki á stjórnmálaöngþveitið á italiu.
Kristilegir demókratar óttast fylgisaukningu fasista og komm-
únista ef til kosninga kemur, en óvist er hvort af þeim verður.
Italska
stjórnin
fallin
Róm 3/10 — ítalska rikisstjórn-
in sagði af sér i dag. Ekki kom
það mönnum á óvart þar sem
miklar dcilur hafa orðið milii
flokkanna sem aðild eiga að
stjórninni. Búist er við að
Mariano Rumor forsætisráð-
herra afhendi Leone forseta af-
sagnarbeiðni sina I dag eða á
morgun.
Deilurnar risu eftir að sósial-
demókratar ásökuðu sósialista
um skemmdarverk innan
stjórnarinnar og tilraunir til að
koma kommúnistum I stjórnar-
aðstöðu.
Rumor reyndi allt hvað hann
gat til að bera klæði á vopnin.
Siðasta tilraunin var rikis-
stjórnarfundur i dag. Hann stóð
I tuttugu minútur og að honum
loknum tilkynnti einn ráðherr-
anna blaðamönum að stjórnin
myndi segja af sér.
Stjórn Rumors var 36. rikis-
stjórn landsins frá falli fasism-
ans árið 1943. Hún komst til
valda um miðjan mars og varð
þvi ekki sjö mánaða gömul.
reuter
Portúgql
Vinstri menn eflast
Lissabon 3/10 — Herforingja-
hreyfingin sem stóð að bylting-
unni i Portúgal i april sl. er talin
hafa styrkt mjög stöðu sina eftir
að tilkynnt var að forsætisráð-
herrann, Vasco Goncalves,
myndi bæta á sig embætti
varnarmálaráðherra,en það losn-
aði eftir að Spinola sagði af sér á
mánudag.
í tilkynningu frá stjórninni seg-
ir að forsetinn muni áfram gegna
stöðu yfirmanns hersins. Þannig
er sýnt að ríkisstjórn Goncalves
er orðin mjög trygg I sessi.
Goncalves til aðstoðar i varnar-
málaráðuneytinu var settur
Victor Alves, ráðherra án ráðu-
neytis. Alves er einn af leiðtogum
herforingjahreyfingarinnar.
Einnig segir I tilkynningu
stjórnarinnar að upplýsingaráðu-
neytið verði lagt niður, en upplýs-
ingaráðherrann var einn af
stuðningsmönnum Spinola og
sagði af sér um leið og hann. Með
störf ráðuneytisins mun fara
Guilhermo Conceicao de Silva
flotaforingi og er það enn ein vis-
bendingin um það hversu vinstri
menn í hernum hafa styrkt stöðu
sina. ntb
Óþarfa skítkast
Fjallkóngur tungnamanna fótbrotnar
Aiþýðublaðiið birtir á miðviku-
dag viðtal við Einar Guðjohnsen
framkvæmdastjóra Ferðafélags
tslands þar sem hann sakar ma.
leitarmenn úr Biskupstungum
um mikinn sóðaskap I skála
Ferðafélagsins i Hvltanesi.
Einar varpar fram þeirri
spurningu hvort leitarmenn séu
enn á „moldarkofastiginu” og
segir ma.: ,,En aldrei man ég
eftir annarri eins aðkomu og i
Hvitanesskálanum, þegar við
komum þangað i frágangsferð
um helgina, en leitarmenn úr
Biskupstungum höfðu verið þar
nóttina áður og höfðu greinilega
sett hundana upp á loft, þvi
dýnurnar, sem þar eru, voru allar
útataðar I hundaskit. Raunar er
umgengni I Hvítanesskálanum
alltaf verst.”
Við hringdum i Arnór Karlsson
bónda á Bóli i Biskupstungum en
hann var I hópi þeirra sem Einar
talar svo um. Sagði hann að
leitarmenn hefðu orðið að iáta
fyrirberast i skálanum á annan
sólarhring á uppeftirleið vegna
sandbyls. Þegar við komum i
skálann var hann ansi skitugur.
Við tókum til að mestu þegar við
fórum,en venja okkar er að gista i
skálanum i báðum leiöum þannig
að við göngum frá honum á heim-
leiðinni. En þeir Ferðafélags-
menn komu I millitiðinni og af þvi
stafar fjaðrafokið.
Arnór sagði að þessi skáli væri
alltaf óhreinlegur, ma. af þvi að
þar skortir alla hreinlætisað-
stöðu, það er ekki einu sinni kam-
ar við hann. Hann sagði að hann
hefði haft hunda sina inni við
Alþýðubandalagið
Námshópar um sósialisma og nútima þjóðfélag.
Alþýðubandalagið hefur ákveðið að koma af stað námshópum um
sósialisma og nútima þjóðfélag, og er ráðgert að þeir taki til starfa um
miðjan október I Reykjavik, Hafnarfirði og Kópavogi. Þeir sem áhuga
hafa á að taka þátt i námsstarfinu og kynna sér fræöikenningu sósial-
ista geta látiö skrá sig I námshóp fyrir 15. okt. á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins Grettisgötu 3. Siminn er 28655.
vegna þess að þeir hefðu verið
ragir við að siga þeim út i óveðr-
ið. Hins vegar hefðu þeir ekki
hleypt þeim upp á loft, þó ekki
væri loku fyrir ”að skotið aö ein-
hverjir hefðu kumist þangað.
Arnór sagði að honum fyndist
þetta ekki rétt leið hjá Einari að
rjúka með skitkast i blöð og
gestabækur og vera með órök-
studdar ásakanir. Nauðsyn væri á
góðu samstarfi leitarmanna og
Ferðafélagsins i þessum málum.
Væri það ekki ætlun hans að
svara þessu skitkasti.
Við spurðum Arnór hvernig
leitir hefðu gengið að öðru leyti
hjá þeim tungnamönnum. Hann
sagði að þeir hefðu hreppt aftaka-
veður I tvo daga á leiðinni uppeft-
ir. Tvo menn þurfti að senda til
byggða vegna slysfara. Fjall-
kóngurinn fótbrotnaði þegar hest-
ur hans tók vixlspor i sandbylnum
og annar fékk sand i auga.
Veður var hins vegar sæmilegt
og stundum prýðilegt það sem
eftir var.
— Það er orðið ansi vetrarlegt
inni á hálendinu. Mikið er um
snjódila i fjöllum og gerðu þeir
okkur erfitt fyrir i leitinni.
— Voru góðar heimtur?
Maður veit það nú ekki strax,en
eitthvaðer þó áreiðanlega eftir af
Kosið í Grikklandi
Aþenu 3/10 — Griska stjórnin til-
kynnti i gær að hún hygðist efna
til kosninga 17. nóvember nk.
Verða það fyrstu kosningarnar
sem haldnar hafa verið I landinu I
heilan áratug.
Karamanlis hóf hina opinberu
kosningabaráttu með sjónvarps-
ræðu i dag. Skoraði hann á grisku
þjóðina að sýna pólitiskan þroska
þegar að kjörborðinu kemur og
varaði við þvi að skiptin frá her-
foringjastjórn yfir i borgaralega
gætu reynst erfiðari en margir
héldu. reuter.
fé innfrá.
-ÞH
Enn safnar
Hreggviður
Það er undirskriftagarpúrinn,
Hreggviður Jónsson, sem beitir
sér fyrir undirskriftasöfnuninni
þar sem krafist er aukins sendi-
styrks Keflavikursjónvarpsins á
ný. Hreggviður þessi skipulagði
sem kunnugt er ásamt fleirum
undirskriftasöfnun VL sl. vetur,
og i fyrrasumar, 1973, skipulagði
hann undirskriftasöfnun um land-
helgismálið. Þess má geta að
Hreggviður er einn þeirra sem
höfða mál gegn blaðamönnum
Þjóðviljans og fleirum fyrir
meint meiðyrði.
Það er ekki Varið land sem
stendur fyrir þessari undir-
skriftasöfnun, heldur svokölluð
„Frjáls menning”.
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Brúnir
Nökkvavog
Alfheima
Skipholt
Laugaveg
Laufásveg
Seltjarnarnes
Vinsamlegast hafið
samband við af-
greiðsluna.