Þjóðviljinn - 13.10.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur. 13. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 KJARTAN ÓLAFSSON: „Ég vil ekki heyra velgerðir nefndar, þar sem engar eru” „Ég vil ekki heyra velgeröir nefndar þar sem engar eru. Mér finnst þaö vera eins og þar sem kotungar hafa taliö suma rikis- mennina velgeröarmenn sina sem hafa sogiö þá út, en siett i þá bita og sopa til aö halda i þeirn lifinu.” Þaö er forystumaður lang- kúgaörar nýlenduþjóðar, Jón forseti Sigurösson, sem þannig kemst aö oröi i bréfi þann 28. september árið 1846. Ekki fer milli mála að sá, sem þannig ritar, gerir sér glögga grein fyrir stéttaandstæðunum, sem fyrir hendi voru i bændaþjóðfélagi 19. aldar, — rikismenn — kotungar, og hann leynirekki skömm sinni á hræsni og sýndarmennsku ríkismannanna, sem útsjúga almúgann, en þykjast svo sérstakir velgerðarmenn kotung- anna, ef þeir sletta i þá bita eða sopa. — broti af ránsfengnum. Að ganga uppréttir Höfundur þeirra orða, sem hér var vitnað til hefur náð meiri árangri en aðrir menn i þeirri viðleitni að kenna islendingum að ganga uppréttir, — að standa á réttinum, en vera á varðbergi gegn tilhneigingum til að missa höfuðið niður i bringuna á ný, sem er kúgaðra manna háttur. Og það er ljóst af þeim ummælum, sem hér voru rakin, að enda þótt barátta Jóns og annarra forystumanna á 19. öld hlyti fyrst og fremst að beinast gegn erlendum yfirráðum á íslandi og fyrir rétti þjóðarinnar i heild til sjálfsforræðis, þá hefur viljinn til að „heimta kotungum rétl” úr hendi innlendra rikis- manna einnig brunnið bestu mönnum þjóðarinnar i brjósti. Fyrir daga verkalýðs- hreyfingarinnar og áður en Kommúnistaávarpið varð til voru til menn á Islandi, sem gerðu sér grein fyrir stéttaandstæðunum milli rikismanna og kotunga og voru reiðubúnir að rétta kúgaðri stétt fána til baráttu fyrir rétti sinum, þann fána sem verkalýðs- hreyfingin siðar hóf á loft, i stéttabaráttunni, réttindabaráttu alþýðu, gegn blekkingunni um að hver biti og sopi, sem félli fátæku fólki til frá nægtaborði rikis- manna væri þakkarvert náðar- brauð. Orð bréfsins, sem barst frá Kaupmannahöfn að Arnarstapa á Snæfellsnesi með haustskipum árið 1846, eru rifjuð hér upp að gefnu tilefni, og eiga ekki siður erindi nú en þá, þótt islenskt þjóðfélag hafi tekið ærnum stakkaskiptum á þeim nær 130 árum, sem liðin eru. Það fer vist ekki milli mála, að aögerðir rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar siðustu vikurnar i þágu rikismanna nútimans og blekkingavefurinn i kringum þær eru af sama toga og þær „velgeröir”, sem bréfritari lýsir af heitri reiði. Bak við grímu velgerðanna Kjör láglaunafólks eru skert mjög verulega, hlutur sérhvers launamanns gerður minni við skipti á sameiginlegum afrakstri þjóðarbúsins, en fengur „velgerðarmannanna”, sem spila upp á gróðann aukinn að sama skapi. Sósialistar 20. aldar á tslandi tala um arðrán atvinnurekenda og gróöalýðs, þegar fésýslumenn draga tilslndrýgstan hluta þeirra auðæfa, sem vinnan skapar. 19. aldar menn á Islandi, sem báru hag alþýðu fyrir brjósti, höfðu annað orðafar yfir sama hugták. Forseti segir i tilvitnuðu bréfi, að rikismenn „sjúgi kotunga út” og alþýðuskáldið, sá mikli drauma- maður Magnús Hjaltason, er átti sæti i fyrstu stjórn verkalýðsfé- lags á tsafirði um aldamótin, og varð Halldóri Laxness fyrir- myndin að Ólafi Kárasyni Ljós- viking segir i einni af sinum mörgu visuni: „Ot þeir sjúga erfð og fé ekkna og föðurlausra...” (samkvæmt munnlegri geymd). En litum aftur á atburði siðustu vikna. Geir Hallgrimsson og félagar hans gleymdu ekki frekar en hyggnir rikismenn fyrri tiðar að skila kotungunum fáeinum bitum og sopum til baka af aröránsfengnum og setja upp gervi velgerðarmannsins á nákvæmlega sama hátt og lýst er I bréfinu frá 1846. Og enn eru þeir þvi miður alltof margir, sem láta blekkj- ast, eru fúsir að kyssa á vöndinn og hneigja höfuð sin og eygja ekki ránshönd- ina bak við grimu velgerð- anna. Einhver kann að segja sem svo, að ósanngjarnt sé að likja lágtekjufólki á Islandi árið 1974, fólki sem hafi þó alltaf til hnifs og skeiðar og geti axlað auknar byrðar, við þá kotunga, sem hér „kúrðu með galtóma maga” á fyrri hluta 19. aldar. Menn þykjast sem sagt hafa samúð með kotungum liðinnar tiðar og telja þá ekki hafa átt skilið að kosti þeirra væri þrengt, en hins vegar sé ekki nema sjálf- sagt, að láglaunafólk i dag missi spón úr aski sinum, þetta sé striðalinn lýður, — nú riði hins vegar á miklu að bjarga þjóð- félaginu og þá verði menn að gjöra svo vel og fórna, allir sem einn. Stafróf verkalýðs- hreyfingarinnar Það verður aldrei nógsamlega undirstrikað, að slikum kenn- ingum ber sérhverjum þeim, sem skilið hefur stafróf verkalýðs- hreyfingarinnar, að svara fullum hálsi. Staöreyndin er nefnilega sú að okkar rika Islenska þjóðfélag áriö 1974 hefur miklu fremur efni á þvi, að borga verkafólki yfir 40.000,- krónur i kaup á mánuði, heldur en fátæktarþjóðfélag fyrri hluta 19. aldar að forða öllum frá hungurdauða. Slik margföldun þjóðarauðs og þjóðartekna hefur átt sér stað og baö er skýlaus réttur hvort heldur sem er kotungsins eða verka- mannsins að hlutur hans vaxi til jafns við aukinn þjóðarauð, og reyndar meira. Það er engin dyggð, heldur blinda, að láta vera að kalla eftir þeim rétti. Með slikri linkind eru menn ekki að fórna sér fyrir þjóð sina, heldur að lúta hagsmunum þeirra þjóðfélagsafla, sem sist skyldi. Hér skal það tekið fram, að ekki ber að skilja það sem hér er sagt svo, að öll kröfugerð, hvaða laun- þegahópa sem er sé réttlætanleg, — þvi fer fjarri. Hitt stendur, að lágtekjufólkið, þeir sem nú hafa i laun kringum 40.000- á mánuði fyrirdagvinnu, en þar er m.a. um að ræða meginþorrann af almennu verkafólki, — þetta fólk á algera forgangskröfu um að kjör þess verði þegar færð a.m.k. i það horf, sem þau voru áður en vinstri stjórnin fór frá. Kjarabarátta, sem beinist að þvi að forðast myndun lágtekju hópa, sem búa við ósæmileg kjör miðað við getu þjóðarbúsins, er ekki aðeins réttlætanleg með tilliti til beinna hagsmuna lágtekjufólksins, heldur er það þjóðarnauðsyn, að forráðamenn atvinnulifsins og rikisvaldsins hafi hitann i haldinu og leggi þvi frekar nokkuð að sér við að tryggja hagkvæmni og gott skipulag i atvinnurekstrinum. Að öðru jöfnu má yfirleitt gera ráð fyrir þvi, að eitt fyrirtæki, sem þarf að borga þokkaleg laun sé betur rekið en annað, sem kemst upp með að halda kaupinu niðri. Og sama gildir um þjóðarbú. Skelegg kaupgjaldsbarátta láglaunafólks er þjóðar- búskapnum nauðsynlegur hvati. Stríösyfirlýsing eða ekki Þjóðviljinn hefur haldið þvi fram að með kjaraskerðingu þeirri, sem rikisstjórn Geirs Hall- grlmssonar hefur beitt sér fyrir nú á fyrstu vikum tilveru sinnar, hafi verkalýðshreyfingunni og lágtekjufólki almennt verið sagt strið á hendur. Ritstjóri Timans telur þetta harða kenningu og hvetur verka- fólk i leiöara blaðsins um siðustu helgi til að fara sér hægt, þ.e. láta sér nægja bitana og sopana úr hendi „velgerðarmannanna” Geirs Hallgrimssonar og Co. Það er þá vert að minnast þess að forkólfar Framsóknarflokksins hafa reyndar aldrei verið neinir sérstakir liðsmenn verkafólks i kjara- og réttindabaráttu þess. Og segja verður hverja sögu eins og hún gengur, að á nýliðnum vinstri stjórnar árum, hefði minna orðið um kjarabæturnar ef ekki hefði komið til stöðugur eftirrekstur og varðgæsla Alþýðubandalagsins um hagsmuni verkafólksins. Og enn siður getur verkafólk og aðrir lágtekjumenn vænst umtalsverðs liðsinnis frá ráðamönnum Fram- sóknar nú, þegar StSherrarnir úr Frimúrarareglunni hafa treyst tak sitt um stýrisvöl Framsóknarskútunnar og eru komnir með hana i slef aftan i kútter heildsala- og lögfræðinga- fylkingar Sjálfstæðisflokksins, þar sem Rockefeller Islands, auðmaðurinn Geir Hallgrimsson, situr við stýrið. Þrátt fyrir hinar svokölluðu láglaunabætur, — bitana og sopana — af allsnægtaborði Geirs, þá verður ekki um það deilt, að ráðstafanir hinnar nýju rfkisstjórnar skerða kaupmátt tekna verkafólks fyrir áramót um a.m.k. milli 10 og 20%. Auðvitað varð að búa til einhverja réttlætingu fyrir svo stórvægilegri kjara- skerðingu, svo freklegum flutningi fjármuna frá lágtekju- fólkinu og til þeirra aðila, sem betur mega. Með einhverjum ráðum varð að fá almenna kjósendur til að trúa þvi að „velgeröir” væru á ferð og dylja hinn raunverulega tilgang, — þann að auka hlut þeirra sem fjármagninu ráða á kostnað alþýðu manna. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins er það fyrst og fremst tvennt, sem borið er á borð, til réttlætingar kaupráninu. Aö fórna sér fyrir þjóöina I fyrsta lagi er fullyrt, að þjóðarbúið hafi rambað á barmi algers gjaldþrots. Þess vegna reyni nú svo mjög á þegnskap og fórnarlund landsmanna, hollustu þeirra við sameiginlegt bú jijóbarinnar, sem bjarga verði frá algeru hruni. Og það er undir- strikað, að allir (hvað um heildsalana og verðbólgu- braskarana?) verði að fórna, eyri ekkjunnar megi ekki heldur vanta. Jú, hver vill svo sem skerast úr leik, þegar þjóð hans er i vanda stödd? önnur fyllyrðing talsmanna Sjálfstæðisflokksins, sem hamrað er á dag eftir dag og viku eftir viku til réttlætingar kjara- skerðingunni er sú, að Alþýðu- bandalagið hafi sko ætlað að gera nákvæmlega þetta sama, ef ekki bara eitthvað ennþá verra, hefði það tekið sæti i rikisstjórn. Báðar þessar fullyrðingar staðlausir stafir, eins og sýnt hefur verið fram á hér i Þjóðviljanum. Islenskt þjóðarbú stóð að flestu leyti sterkar að vigi við stjórnarskiptin en nokkru sinni fyrr. Þjóðarframleiðslan á mann hafði tvöfaldast að verðmæti, mælt i dollurum, á þremur árum frá 1970 — 1973 samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar og alþjóðlegum skýrslum. Engar spár hafa verið uppi um samdrátt i þjóðarframleiðslunni á þessu ári, enda þótt vaxtarhraðinn verði sjálfsagt nokkru minni en áður, eftir risastökk fram á við á árum vinstri stjórnarinnar. Enda þótt innflutningur lands- manna ykist um 57% á fyrstu 7 mánuðum þessa árs miðað við sömú mánuði ársins i fyrra, og innfluttar vörur yfirfylltu þvi allar vöruskemmur, þá reyndist gjaldeyrisstaða landsmanna svo traust, að þessa 7 mánuði, sem hér rikti fullkomið innflutnings- æði, vegna ótta við gengislækkun, þá gekk aðeins mjög óverulega á gjaldeyriseign landsmanna. Gjaldeyriseignin, þ.e. gjald- eyrissjóður Seðlabankans + verðmæti útflutningsvörubirgða i landinu + gjaldeyrir fyrir útfluttar vörur, sem ekki var búið að skila til bankans, nam um siðustu áramót 12,1 miljarði króna.en i júlilok 11,4 miljörðum. Sem sagt rýrnun um aðeins 7%, þrátt fyrir allt innflutningsæðið. Slikt er ekki til marks um þjóðargjaldþrot á næsta leiti, en ber þvert á móti vott um sterka stöðu þjóðarbúsins. Lækkun á söluverði einstakra útflutnings- vara, fiskblokk og mjöli hefur að sjálfsögðu valdið einstökum atvinnugreinum nokkrum örðug- leikum, en menn skulu ekki gleyma þvi, að jafnframt hefur verðlag farið hækkandi á ýmsum öðrum útf lutnings v örum . Þjóðhagstofnun spáöi á miðju þessu ári, að framundan mætti vænta 1500 miljón króna halla hjá frystihúsunum á ársgrundvelli vegna lækkandi útflutningsverð- lags, og var þá miðað við heldur svartsýnar forsendur, en sama stofnun gaf jafnframt þær upplýsingar meðan á stjórnar- myndunarviðræðunum stóð, aö væmta mætti hagnaðar, sem næmi 1500 miljónum á ári hjá saltfisk- og skreiðarverkun og hyggði þær tölur á samningum, sem þegar hafa verið gerðir. Nú er það eins og allir vita mjög almennt að sami aðili reki bæöi frystihús, saltfisk- og skreið- arverkun, svo að hér er nú varla neinn voði á ferðum, þegar lika er tekið tillit til þess, að tölur þjóðhagsstofn- unar um tap og gróða eru við það miðaðar, að fiskvinnslu- fyrirtækin hafi afskrifað eignir sinar samkvæmt itrustu heimildum i þeim efnum, sem þýðir, að fram kemur reiknings- legt tap i orði þrátt fyrir umtals- verðan hagnað á borði. Og menn skulu heldur ekki gleyma þvi, að Þjóðhagsstofnun hefur vottað i sinum prentuðu skýrslum, að siðast liðið ár hafi reyndar verið eitt það allra hagstæðasta hjá islenskum sjávarútvegi, frá hvaða sjónarmiði, sem það mál sé skoðað. Hér var þvi ekkert þjóðhagslegt tilefni til þess kaupráns og kjara- skerðingar, sem rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur þeitt sér fyrir gagnvart láglaunafólki, sem hefur i raun ósæmilega lág laun miðað við okkar mikla þjóðarauð og háu þjóðartekjur. Þá peninga, sem einstakar greinar fisk- vinnslunnar kunna að hafa þurft á að halda, átti að taka annars staðar en hjá lægst launaða fólkinu. Afstaða Alþýðubandalagsins Og svo er það hin fullyrðingin frá talsmönnum Sjálfstæðis- flokksins um, að Alþýðubanda- lagið hafi ætlað sér að standa fyrir sams konar aðgerðum til skerðingar á kjörum hinna lægst- launuðu, ef það hefði mátt ráða. Þessi fjarstæða er endurtekin dag eftir dag I Morgunblaðinu i þeirri von, að fólk fari að lokum að trúa, ef hlutirnir eru bara endurteknir nógu oft, hvað sem sannleiks- gildinu liður. Málflutningur Morgunblaðsins i þessum efnum hefur i stuttu máli verið sá, að Alþýðubandal. hafi á vissu stigi vinstri stjórnar viðræðnanna lýst sig reiðubúið að gera samkomulag um láglauna- bætur er næmu 10% kauphækkun, og nú hafi hægri stjórnin ákveðið kr. 3.500,- i láglaunabætur, sem sé 10% af 35.000,- króna launum, og þarna sé þvi um sama hlutinn að ræða. Já, það er einfalt að fá fyrirfram pantaða útkomu úr dæmum, með þvi að sleppa öllum þeim liðum, sem ekki passa fyrir þá útkomu. Það er ekkert launungarmál, aö með tilliti til þess vaxandi launabils, sem varð illu heilli niðurstaða kjarasamninganna snemma á þessu ári, þá kom það fram i viðræðunum um myndun vinstri stjórnar, að Alþýðubanda- lagið gat hugsað sér að fallast að nokkru á kröfu Framsóknar- flokksins um kjararýrnun hjá Frh. á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.