Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 5

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 5
Sunnudagur. 13. október. 1974. ÞJóÐVILJXNN — SÍÐA 5 t>essu plakati var dreift á hátfb l’Humanite. Skvisan ljóshærfta segir við töffarann: Ég er kommúnisti — af hverju eruö þér þaö ekki líka? FRANSKIR KOMM- ÚNISTAR VILJA „OPNAM FLOKKINN 'SIfLS mnmmmlí! IHHiniWf Kommúnistaf lokkur Frakklands, sem hefur haft orð á sér f yrir strang- an flokksaga, hefur stigið mjög ákveðin skref, að dómi ýmissa franskra blaða, í þá veru að bæði opna flokkinn fyrir nýju fólki og að laga hann að breiðri fylkingu sem nær nokkuð út fyrir hefð- bundna vinstri flokka. Þetta kom meðal annars í Ijós á mikilli hátíð, sem kennd er við málgagn flokksins l'Humanité, og haldin var nýlega með mikilli þátttöku ólíklegasta fólks. Þaðan er plakat það sem fylgir greinarkorni þessu. Sem fyrr segir beinir f lokkurinn orðum sínum út fyrir hefðbundna vinstri flokka, sem tóku þátt í samsteypunni sem barðist með góðum árangri fyrir sigri Mitterands. Þeim er m.a. beint til ,,lýðræðis- sinnaðra og þjóðrækinna gaullista", en gaullista- hreyfingin hefur alltaf átt sér einskonar vinstriarm. ( nýlegri samþykkt franska kommúnistaflokksins seg- ir meðal annars: „Fjölbreytileiki skoðana getur borið góðan ávöxt, ef honum er beitt í þágu meiriháttar sameiginlegra markmiða innan breiðrar alþýðuhreyf ingar, þarsem hlið við hlið mætast ýmis- leg samtök sem halda sér- kennum sínum og láta í Ijósi frumleg viðhorf, sem sprottin eru af frönskum veruleika. Eins og vinstri- f lokkar hafa nú þegar gert geta þessi samtök komið á sín í milli traustu sam- starfi reistu á trúnaðar- trausti og jafnrétti". Fyrsta Ijóðabókin eöa Hjartsláttur lífsins.... Anton Helgi Jónsson heitir nitján ára Kennaraskóianemi sem hefur gefiö út sina fyrstu ljóöabók. Hún heitir Undir regn- boga. Þaö hefur fariö i vöxt aö undan- förnu að skólaskáld hafa ekki látið sér nægja skólablöðin heldur gefiö út kver sin á eigin vegum og sent á almennan bókamarkað. Hvers vegna? — Þetta er miklu auðveldara viðfangs en áður, eftir að fram- farirurðulfjölritun. Þetta veröur ekki svo mikið fyrirtæki að nokkur fari á hausinn þess vegna, sagöi Anton Helgi. Hann gerði ráð fyrir, að lesendur sinir yrðu ekki hvað sist jafnaldrar. En það er auðvitað mjög misjafnt hvað þeir eru duglegir að lesa. — Um hvað yrkir þú? — Ég hefi gert þrjár ljóðlinur eftir Einar Braga að einkunnar- orðum: Þaö er sorg min og hamingja aö hjartsláttur lifsins heldur fyrir mér vöku... Þetta vildi ég sagt hafa og ég vona aö það takist að einhverju marki. Ég get svo farið meö eina visu, sem gefur nokkrar viöbótarupp- lýsingar um min áhugamál, þótt hún sé reyndar ekki i bókinni. Hún er ort til Geirs Hall- grimssonar og er svona: Augnamissir illt er tjón þótt annaö skyn sé gefiö. Hitt samt verra aö hafa sjón en horfa bara á nefið... Sjö ára gömul vinkona Antons Helga, Nonna, hefur gert myndir i bókina. — áb ÞORGEIR 1 1^7 ÞORGEIRSSON SKRIFAR UM TJÁNINGU Okkur er sagt að manneskjan sé félags- vera. Það inniber að henni sé náttúrleg þörfin til að tjá sig. Þetta ætti aö gilda um alla einstaklinga tegundarinnar. Fjölmiðlun byrjar i samtali tveggja einstaklinga og endar þar sem einn situr og talar við alla þjóöina — máski i beinni sjónvarpsútsendingu. Einn úr forustuliði verkalýðshreyfingar- innar var á dögunum að sinna tjáningarþörf af æöstu gráöu. Guömundur Garöarsson sagði allri þjóðinni I einu að hún yrði að fá sér nýtt og betra útvarpsráð. — Hvað finnurðu að útvarpsráði? sagði spyrillinn. Og ekki stóð á svarinu. Að dómi verkalýðsleiðtogans var dagskráin alveg meingölluð i tiö þessa útvarpsráös. — Og hverjir eru gallarnir? segir þá spyr- illinn. — Alltof mikið sósialrealiskt efni, svarar verkalýðsleiðtoginn. t orðabókinni finnum við að sósialrealismi er sama og félagslegt raunsæi. Maðurinn er semsé á móti félagslegu raunsæi. Ekki vil ég fara að þýfga Guðmund um hvað sé svona fráhrindandi við félagslegt raunsæi I sjónvarpi. Mér er lika meinalaust þó hann heldur kjósi félagslegt óraunsæi eða ófélagslegt raunsæi, ef það væri til. Og viö látum það liggja á milli hluta að sinni þó meining hans sé að heimta enn meira af ófé- lagslegu óraúnsæi i sjónvarpið en þar er fyr- ir. En þetta svar hans situr i mér vegna þess að það er alveg dæmigert um afstöðu fjölda fólks til tjáningar. Ahugi minn beinist að ó- sjálfráða hlutanum i svarinu. Viðbrögðum hinnar pólitisku eðlishvatar sem alltaf er sterkari en greindin hjá mönnum eins og Guðmundi. Þeim er einatt að finnast þessu eöa hinu ofaukið. Þeim er eiginlegra að am- ast viö þvi aö stefnur eöa skoöanir komi fram heldur en að auka fjölbreytnina með þvi að örva aðrar stefnur og skoðanir til að koma fram lika. Allir vanhugsaðir hlutir eru sjálf- sagðir i veröld svona manna. Þeim er nánast eðlishvöt aö útrýma hugsunum annarra, bola þeim burt og drepa þær niður I þögnina. Og þeim er áreiðanlega ekki ljóst að hræðsla þeirra viö fjölbreytni heimsins er oröin aö grimmustu ritskoðun. Mönnum er eiginlegra að takmarka tján- inguna en örva hana. x X x Septembermenn héldu nokkurs konar af- mælissýningu núna i haust. Fyrir aldarfjórð- ungi ærðu þeir sálina úr virðulegum borgur- um með nýjungum sínum og geröu ungum eldsálum lífið bærilegra með þvl að auka við fjölbreytileika heimsins þá. En postular ó- umbreytanleikans hrópuöu aö þeim og báöu um minna af sliku. Nú eru verk þessa fólks oröin slétt og felld og fáguö. Verslunarvara. Þau svikust ekki undan merkjum nema siður væri, breyttu heiminum meira að segja dálitið. En nú eru þau semsé orðin einn af föstu punktunum I þessum nýja heimi. t dag hanga myndir þeirra yfir sófanum hjá postulum óumbreytanleikans. Og þá eignast Moskva sina September- menn, Sósialrómantikin I sovétinu snýst enn harðar til varnar en hinn frjálsi Islenski fjallasalur geröi fyrir aldarfjórðungi og lætur sorpeyöingarstööina ganga I máliö. Nú kom Moggi til skjalanna og birti álit nokkurra listamanna, hérlendra, á þessum tjáningarhömlum. öllum þótti þeim ljóttað heyra. öllum þótti þeim gott að búa við islenskt tjáningarfrelsi. Einn þeirra bað menn sérlega að halda vöku sinni i tilefni af þessu. — Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sagði hann. Og strax næsta sunnudag opnuðu sovétyfir- völdin nýja Septembersýningu með pomp og pragt þar sem fjölskyldur listamannanna og útlendingar máttu koma. En sorpeyðingin fékk fri. Þannig getur Moggi gamli unniö þær menningarstyrjaldir austur i Moskvu sem hann tapaði á heimavelli aldarf jórðungi fyrr. Samt er ég á þvi að það sé mest undir heimamönnum austur þar komið hvort ab- straktlist verður hangandi yfir sófunum hjá öllum flokkskommisörum um næstu aldamót eða jafnvel fyrr. Verst væri þó ef þessi seinkun listaklukk- unnar i Moskvu yröi til þess að viö hér á Is- landi færum að halda aö við ættum öllu að tapa en ekkert að vinna I tjáningarfrelsis- málum. x X x I fyrra vann ég i verksmiðju inná Artúns- höfða. Ferðalög I vinnu og úr tóku daglega um hálfan annan tima og fargjaldið borgaði maður sjálfur. Fyrir röskum 20 árum vann ég hjá öðru fyrirtæki á svipuðum slóðum. Þá voru verka- menn fluttir i vinnutimanum á kostnað fyrir- tækisins á vinnustað. — Borgin hefur stækkað. Nú er þetta innan- bæjar, var mér sagt. Hvernig stendur á þvi að öllum finnst þetta sjálfsagt? Að verkafólk endilega borgi fyrir óþægindin af stækkun borgar. Hálfur annar timi og fargjald fram og aftur daglega i 48 vinnuvikur eru 85 þúsund krónur. Þarna vinna 50 manns. Eigendurnir eru vist fimm. A tuttugu árum hefur borgin semsé stækk- að svo mikið að 50 verkamenn þurfa aö gefa fimm eigendum fyrirtækisins tæpa milljón hverjum árlega, eða sem svarar verði á bil sem svona menn ættu að geta sýnt sig i. A meðan þessi hundalógik er staðreynd finnst mér verkalýðsforingjar ekki hafa neitt að gera niðri Alþingishúsi að éta vinarbrauð eða uppi sjónvarpi að útrýma félagslegu raunsæi þar. En ég var að tala um tjáningarfrelsi. Viö hliðina á stimpilklukkunni þarna og i öðrum verksmiðjum er fjölmiðill, dálitið málgagn, veggblað þar sem birtar eru til- skipanir frá fimmmenningunum sem eiga verksmiöjuna til fimmtiumenninganna sem vinna þar. Fjölmargar þessara tilskipana eru brot á vinnumálasamþykkt sameinuöu þjóöanna. Þarna eru samningsákvæöi fölsuö purkunarlaust, skotið inn i þau klausum frá stjórunum til óhagræðis fyrir verkafólkið. Væri kinverja sagt frá þvi aö hér i verk- smiðjum væru veggblöð þar sem verkafólkið mætti ekki svara þegar á það hallar i skrifum þessara málgagna mundi hann hneykslast. Manneskjan er félagsvera með tjáningar- þörf. Þetta gildir um alla einstaklinga teg- undarinnar. Ég er ekki að draga neitt I efa einlægnina i hrifningu listamannanna af Is- lensku tjáningarfrelsi þó ég bendi á að hér eru til hópar sem hafa ekki þetta frelsi i dag- legu umhverfi sinu. Ég er lika á þvi að það sé mest undir heimamönnum komið hvort verkafólk i verk- smiðjum fær mannréttindi sem aðrar stéttir telja sjálfsögð. Þeim mannréttindum mundi fylgja fleira. Fólk með full mannréttindi mundi aldrei vera beðið að taka á sig meira en sinn hluta af stækkun borgarinnar til aö mynda. Ef hinsvegar einhver erlendur aðili færi að berjast fyrir þessum réttindum þá mundi ég strax aðgæta hvort það væri máski gert i þvi augnamiði að breiða yfir einhverja vöntun þar heimafyrir. i Heima fyrir er mönnum eiginlegra að tak- marka en örva tjáningu. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.