Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974.
UÚmiUINN
má
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson :
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 llnur)
Prentiin: Blaöaprent h.f.
BREYTINGAR A SUNNUDAGSBLAÐI ÞJOÐYILJANS
Sunnudagsblað Þjóðviljans kemur út i
dag i nýjum búningi. Ætlunin er að blaðið
verði frá og með deginum i dag nokkru
stærra á sunnudögum en aðra daga, 20—24
siður, en 12—16 siður aðra daga vikunnar.
Þá er fyrirhugað, að sérstaklega verði
vandað til efnis i sunnudagsblaðið og hef-
ur i þvi sambandi verið leitað til all-
margra velunnara Þjóðviljans um að
leggja kaupendum til lesefni á sunnudög-
um, og jafnframt er ráðgert að auka hlut
teikninga og myndræns efnis, svo sem for-
siða Þjóðviljans i dag er til marks um.
Hér verður ekki rakið i einstökum atrið-
um, hvaða ráðagerðir eru helst á prjónun-
um i þessum efnum, en von okkar er sú, að
nýbreytnin varðandi sunnudagsblaðið
verði sem flestum lesenda Þjóðviljans að
skapi.
Útgáfa Þjóðviljans i bráðum 40 ár hefur
verið islenskum sósialistum erfitt en um
flest ánægjulegt verkefni, enda þótt fjöl-
margir hafi frá þvi fyrsta orðið að taka á
sig allverulegar fjárhagslegar byrðar af
litlum efnum til að tryggja útkomu blaðs-
ins.
Útgáfukostnaður hefur vaxið gifurlega
að undanförnu og auðvitað kostar það
aukið fjármagn, að gera blaðið betur úr
garði. Velunnarar Þjóðviljans munu þvi
enn sem fyrr þurfa að vera við þvi búnir
að leggja nokkuð af mörkum til að tryggja
útgáfu Þjóðviljans sem málgagns sósial-
isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis.
Oft var þörf en nú er nauðsyn, þegar haft
er i huga að Þjóðviljinn stendur að kalla
einn i dagblaðaheiminum, gegn samein-
uðum blaðakosti helmingaskiptastjórnar
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Það er við hæfi nú þegar sunnudagsblað
Þjóðviljans tekur nokkrum stakkaskipt-
um að skýra lesendum frá þvi, að þrátt
fyrir fjárhagsþrengingar ráðgerir Þjóð-
viljinn að hefjast áður en langt um liður
handa um nýbyggingu á húsnæði fyrir
blaðið og hefur i þvi sambandi fengið út-
hlutað byggingarlóð við Siðumúla i næsta
nágrenni við Blaðaprent, þar sem öll dag-
blöðin nema Morgunblaðið eru nú prent-
uð. Stefnt er að þvi, að þær framkvæmdir
geti hafist fyrir lok þessa árs, en fram-
kvæmdahraði mun siðan ráðast af undir-
tektum stuðningsmanna við málaleitan
um fjárframlög i þvi sambandi.
Stjómmálahreyfing islenskra sósialista
og sá málstaður, sem hún ber uppi, þarf á
þvi að halda að útbreiðsla Þjóðviljans
aukist verulega. Bætt sunnudagsblað ætti
að geta stuðlað að þvi, ekki sist, ef allir
þeir sem vilja veg blaðsins sem mestan
einsetja sér að leggja sitt af mörkum með
þvi að svipast um eftir hugsanlegum nýj-
um kaupendum, hver i sinu umhverfi.
Að undanförnu hefur kaupendatala
Þjóðviljans farið vaxandi, jafnt og þétt, og
hefur kaupendum fjölgað hátt á annað
þúsund á rúmlega fjórum árum. Þessi
aukning er i samræmi við vaxandi gengi
Alþýðubandalagsins i islenskum stjórn-
málum, en alþingis- og byggðakosningar
sem fram hafa farið 1970,1971 og 1974 hafa
allar fært stjórnmálasamtökum islenskra
sósialista aukinn styrk. En betur má, ef
duga skal. Þess vegna þurfa að haldast i
hendur á næstu mánuðum skelegg sókn
Alþýðubandalagsins á vettvangi stjórn-
málanna, m.a. hér i Þjóðviljanum og auk-
in útbreiðsla blaðsins.
Hver einstaklingur i röðum islenskra
sósialista hefur hér verk að vinna.
Vonandi fær ..varnarliðið” nú tækifæri til að veria okkur fvrir
óvinum sem eru „miög grimmir en vitrir’’ (eins og rússar?')
Má Varnarliðið |
skjóta höfrunga?
Beðið eftir úrskurði frá Washington
Loksins kom langþráö
tækifæri #/varnarliðsins"
til að verja íslendinga/ en
þá þarf að biða lengi eftir
formlegum leyfum frá
Washington. Eina bótin að
íslendingar óska mjög ein-
dregið eftir vörnum, eða
eins og Páll Ásgeir í
varnarmáladeild segir:
„Við erum tilbúnir að
leggja fram beiðnina og
hefur ríkisstjórn íslands
samþykkt það. Utanrikis-
ráðherra hefur sagt að allt
verði gert í þessu efni sem
unnt er". En það er „beðið
eftir úrskurði frá
Washington" hvort hreyfa
megi vopnin.
„Varnarliöiö mun ekkert gera
og getur ekkert gert fyrr en form-
leg beiöni um aðgeröir hefur bor-
ist frá rikisstjórninni” var haft
eftir „varnarmálastjóranum”
Páli Asgeiri i Margunblaðinu á
fimmtudaginn en samkvæmt
fimmtudagsfréttum sama blaös
var hún (sem betur fer) „tilbúin
að leggja fram beiönina”. Þá var
hins vegar „verið að fletta upp (i
bókum? Nei:) meðal löglæröra
manna í Washington hvort
bandariskir hermenn hafi leyfi til
aö „skjóta” á óvininn!
Hvaðerþetta?! Þurfa löglærðir
menn i Washington aö fletta upp i
sjálfum sér til þess aö úrskuröa
hvort leyfilegt sé að verja islend-
inga? Ja, það er náttúrlega alltaf
spurningin — fyrir hverju á að
verja þessa halanegra þarna
noröur I Dumbshafi. Þaö hefði
náttúrlega veriö allt i lagi ef þaö
heföu verið rússar, ekki þurfti
neinar uppflettingar við aö freta á
vietnama hér um árið.
Þaö er nefnilega ekki fólk sem
islendingar eru aö biöja drengina
okkar að skjóta á(segja þeir lög-
læröu) heldur hvalir — og herinn
hefur svo takmörkuð leyfi til þess
að skjóta á annað en menn. Dýr
og menn er jú sitthvað, og dýrin
eru vernduð meö löggjöf hjá okk-
ur fyrir westan.
Og nú kemur hin erfiða spurn-
ing: Hvaða skepna er þetta sem
islendingar vilja fá varnarlið sitt
til þess aö segja strið á hendur
(afsakið: á hreifa)? Það er ekki
nóg að segja hvalir hvalir (farðu i
helviti og hvöiunum ef þú ert meö
þennan hvalablástur, Einar!).
Hvaða hvalir eru þetta, Páll Ás-
geir?
A fimmtudegi voru það háhyrn-
ingar: „Jú, það er rétt að horn-
firðingar hafa farið fram á það
við varnarmáladeild að hún hlut-
ist til um að hermenn frá varnar-
iiðinu verði fengnir til að fara út
með reknetabátum og skjóta með
vélbyssum á háhyrninga sem
koma I veg fyrir slldveiðar við
Hrollaugseyjar”.
Föstudagur: „Má Varnarliðið
(stór stafur samkvæmt rétt óbirt-
um reglum um nýja stafsetningu)
skjóta höfrunga?” Sem sagt höfr-
ungar.Enda Páll Asgeir nú sýnu
áhyggjufyllri þar eð það er full-
komið álitamál hvort bandariskir
hermenn hafi leyfi til að skjóta á
höfrunga, en samkvæmt banda-
riskum lögum er bannað að drepa
hvali og höfrungar teljist til hvala
enda spendýr með heitt blóð.
Ekki er þó fullvíst að höfrungar
falli inn i friðunarrammann, en
þessi mál eru mjög viðkvæm i
Bandarikjunum (ekki á íslandi
sem betur fer!) vegna náttúru-
verndarsjónarmiða”.
En þetta er sko stórt atriði
hvort þetta eru háhyrningar eöa
höfrungar. Háhyrningur, það er
ekkert annaö en drephvalurinn
okkar (segja hinir löglærðu og
fletta upp á killer-whale i þeim
löglæröasta) og þaö er ekkert
annað en púra sérviska i þessum
náttúruverndurum að vilja friöa
hann (nú en margir þeirra vildu
nú lika friða vfetnama). En
höfrungur (segja þeir löglærðu og
fara nú framarlega i stafrófið),
það er sú blessuð skepna sem
frakkar kalla dauphin eins og
krónprinsinn hjá sér (áður en þeir
tóku upp á öllum þessum bylting-
um) og er svo sætur i dýra-
garðinum, og svo 'er sagt að það
sé hægt að kenna honum að bera
djúpsprengju. Hann má sko ekki
drepa (það gerum við ekki einu
sinni fyrir Stóra-Geira, hvað þá
litla Geira eða Einsa).
Ja, vel á minnst,
djúpsprengjur, hornfirðingum er
vlst heldur I nöp við þær. Þær
höfðu þó vist ansi góð áhrif á há-
hyrninga i Faxaflóa á árunum
1955-56, en þá var „varnarliðið”
fengið til að stugga við há-
hyrningum. Páll Asgeir i
fimmtudags-Mogga. Flugvélar
kanans „vörpuðu djúpsprengjum
sem sprungu svo á vissu dýpi.
Höfðu sprengjurnar þau áhrif á
háhyrninginn að hann hvarf af
sildarsvæðinu i marga mánuði
á eftir.... Hornfirðingar eru hins
vegar hræddir við að nota djúp-
sprengjur þar sem þeir segja að
sildin sé á tiltölulega litlu svæði
og fariö gæti svo að djúp-
sprengjurnar dræpu allmikið af
henni”.
Það er nefnilega ekki sama
hvernig hernaðaraðferðin er, það
mega hinir löglærðu i Washington
vita. En hitt er annað mál hvort
sá sem biður um varnarlið, hefur
lika rétt til þess að tiltaka varnar-
vopnin. Eiga islendingar að segja
okkur fyrir verkum um það (spyr
einn af þeim löglærðu) hvort við
notum atómsprengju á kvikindin
eða bara hvaltönn og gjöldum
liku likt: auga fyrir auga og hval-
tönn fyrir hvaltönn?
En guði sé lof að þessir is-
lensku þorskar báðu okkur aldrei
um varnaraðgerðir gegn bretan-
um hér um árið. Það er nefnilega
mjög erfitt lögfræðilegt atriði
hvort bretinn er friðaður eða
ófriðaður samkvæmt réttum
bandariskum lögum. Vorum við
alveg hættir að lumbra á bretan-
um þegar stjórnarskráin gekk i
gildi 1787, eða hvernig var þetta
aftur? Mogga-flettari
Burt með bláu þokuna
Gagnger endurskoðun fer um
þessar mundir fram á þeim regl-
um um mengun á vinnustöðum
hér i Sviþjóð, sem nú eru i gildi.
Brátt er væntanleg skrá yfir 150
efni, þar sem segir i hve rikum
mæli þessi efni mega finnast i
andrúmslofti á vinnustöðum.
Verksmiðjueigendur sjá fram á
kostnað við þau tæki sem þarf til
hreinsunar ioftsins, og bera sig
aumlega. Eins og er stendur aðal-
striöið um efniö vinylklórið. Þetta
efni er notað við plastframleiðslu.
Nýlega var staðfest að tveir
verkamenn dóu úr lifrarkrabba-
meini, sem beint mátti rekja til
þessa efnis. Læknar hafa raunar
lengi varað við þessu efni og get-
ur það að þeirra dómi valdið auk
lifrarkrabbameins, lungna-
krabbameini, hjartasjúkdómum
og þunglyndi, sem getur leitt til
sjáifsmorða.
Nú siðustu dagana hefur komið
enn frekari skriður á málið vegna
reglugerðar sem búið er að sam-
þykkja i Bandarikjunum. Þar er
nú leyfilegt að viny lklóriðinnihald
loftsins sé 50 ppm á móti 20 ppm i
Sviþjóð (1 ppm þýðir einn hluti af
miljón). Nýja reglugerðin banda-
riska segir aftur á móti að á kom-
andi ári verði magnið aö komast
niður i einn ppm.
Plastauðféiögin vestra eru auð-
vitaö æf út af þessum úrskurði og
ætla með málið fyrir dómstóla.
Sama er uppi á teningnum hér og
kveina forstjórar fyrirtækjanna
og segja að hvorki séu til pening-
ar, né tæknileg kunnátta til að
gera þessar ráðstafanir. Aftur á
móti stangast ummæli vara-at-
vinnumálaráðherra Bandarikj-
anna á við þetta, þvi hann segir
að auðvelt sé að koma fyrir slik-
um hreinsitækjum. Svo trúi hver
þvi sem hann vill.
Hið þarfasta verk er þegar fjöl-
miðlar taka upp þessi mál, eins
og Þjóðviljinn gerði i frétt um að-
búnað við Kisilgúrverksmiðjuna
29. september. Um nokkuð langt
skeið hefur verið mikið um fréttir
og greinar af þessu tagi i blöðum
hér. Það vekur nánast furðu is-
lendings, að dagblöð borgara-
flokka skuli beita sér I þessu máli,
eins og stórblaðið Dagens Nyhet-
er hefur gert. Maður kemst að þvi
að Morgunblaðið er sennilega
einstætt fyrirbrigði i Norður-
evrópu, þvi að meira aö segja
ihaldsblaðið Svenska Dagbladet
birtir öðru hvoru greinar um ó-
frelsi fólks og harðrétti annars-
staðar að en i Sovétrikjunum, til
dæmis frá Chile og Vietnam.
En svo aftur sé vikið að illri
Framhald á bls. 18