Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 8

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974. Helder Camara erkibiskup Vangaveltur um verðlaunaveitingar Friöur er meira en að vopn þegi Það er einhver jöklatign i þeim báðum (Kjarval og Kiljan). Þetta eru ljónduglegir menn sagði mér kunningi minn, sem þekkir þá báða. Maður verður að viðurkenna þá, hvorn á sinu sviði. Og Steinn Steinarr er mikið skáld, sagði forstjóri beinaverksmiðjunnar. Allir þessir menn komast annað hvort á seðla eða frimerki. Guðbergur Bergsson OPINBERAR VIÐURKENNINGAR hvers- konar, verölaun sem hressa upp á fjárhag og efla frægö, eru jafnan vanda bundnar. En í fljótu bragöi sýnist þó ekkert af þessu jafn vandræöalegt og út- hlutun friðarverölauna Nóbels — það er allt að þvi orðið árviss tiðindi að hún geri menn hissa og að einhverju leyti grama. Og einhver slik bianda er á ferðum nú þegar þessi viðurkenning hefur verið veitt Sato, fyrrum forsætisráðherra Japans og Sean MacBride, fyrrum utan- rikisráðherra Irlands og forseta Amnesty International. VANDI ÞEIRRA sem úthluta slikum verðlaunum er að sjálf- sögðu mikill. Hann hlýtur ekki hvað sist að vera tengdur þeirri spurningu, hvað friður i raun og veru sé. Er friður kannski bar- asta það ástand að vopnin þegi (og þá gert ráð fyrir að allt sé betra en þau tali)? Ef að slikt sjónarmið er ofarlega, þá er kannski ekki nema eðlilegt aö menn eins og Kissinger utanrik- isráðherra Bandarikjanna fái verðlaunin, en það gerðist I fyrra. Enginn fær neitað þvi, að hann hefur mikið starfað og enn meira ferðast I viðleitni til að koma I veg fyrir að bein vopna- viðskipti haldi áfram eöa þau breytist I heimsbál. En þar með hefur þá aðeins verið talað um formlega hlið málsins. Hverjir eru I raun friðarveröleikar manns, sem einnighefur staðið aö stigmögnun striðs (I Indó- kina með þátttöku i þvi aö færa það inn fyrir landamæri Kam- bodju)? Og hverjir eru verðleik- ar sliks manns t.d. I Austurlönd- um nær, þegar hann meö ann- arri hendi togar striðsaðila til að semjaum aðskilnaðherja, en sér með hinni til þess, að vopna- búr þar um slóðir séu troðfull? Svo að ekki séu nú rakin herfileg afrek Kissingers i þágu ,,ó- breytts ástands” I Suöur-Ame- ríku. VERÐLAUNAVEITING til Eissaku Sato virðist vera af svipuðum toga spunnin og verð- laun Kissingers. Maðurinn á aö hafa komið i veg fyrir eitthvað sem er verra en það sem gerðist i raun og veru. I rökstuðningi nóbelsnefndar norska stór- þingsins segir aö Sato ,,hafi beitt sér fyrir þvi aö japanir kæmu sér ekki upp kjarnavopn- um”. Það er kannski jákvætt, en þaö nær skammt, og það er ekki einu sinni vist, aö þetta sé rétt forsenda. Það liggur bein- ast við að ætla að það sé ekki vilji japansks forsætisráðherra sem kemur i veg fyrir að Japan verði kjarnorkuveldi, heldur blátt áfram það, að japanska þjóðin þekkti atómsprengjuna betur en nokkur önnur og vildi vita af henni sem fjærst sér. Og svo sú staðreynd, að fyrrver- andi andstæðingar Japans I heimsstyrjöldinni hafa ekki komið sér saman um friðargerð við rikið og þá ekki heldur skil- mála fyrir vigbúnaði þess. EN SAMAN VIÐþetta formlega viðhorf til friðarmála blandast annað, sem viðurkennir með nokkrum hætti, að friður sem þögn'vopnanna geti I sjálfu sér alveg eins jafngilt styrjaldar- ástandifyrir marga menn. Hug- myndir um að friður sé ekki sannur nema I tengslum við réttlæti og mannréttindi eru á kreiki, þegar fyrrum forseti Amnesty International, sem hjálpar pólitiskum föngum, fær verðlaunin. Enn betur hefði þetta jákvæða viðhorf komiö fram, ef að verðlaunin hefðu verið veitt þeim manni sem oft- ast hefur verið nefndur til þeirra á undanförnum misser- um — dom Helder Camara erki- biskupi og málsvara snauðra manna i örbirgðarhéruðum Norður-Brasiliu. En hann fékk ekki verðlaunin nú frekar en i fyrra, og mættu likur vel benda til einhverskonar pólitiskrar til- litssemi eða útreikninga, sem fyrr og siðar hafa mjög spillt fyrir friðarverðlaununum. En biskup hefur verið mjög litinn hornauga af stjórnvöldum I Brasillu. I fyrra klauf þetta mál nóbelsnefndina, og ýmsir góöir menn tóku sig saman og sæmdu biskup „friðarverölaunúm fólksins”. ■ MENN GETA EINNIG orðið varir við minnkandi hrifningu af veitingu nóbelsverðlauna I ýmsum greinum raunvisinda. Framfarir I visindum gerast blátt áfram með allt öðr- um hætti en þegar til þess- ara verölauna var fyrst stofnað. Timi hinna miklu brautryðj- enda og uppfinningamanna er löngu liðinn (og kannski var hann alltaf blekking að verulegu leyti). Visinda- leg afrek eru allavega ekki unnin af einstaklingum nema örsjaldan, þau eru verk stórra hópa, og það eru viða ýmiskon- ar óvisildal. bolabrögð og spill- Kissinger var reyndar á ferð á flugi.... Vagtaflesning . . . (Tcgning: KLAUS ALBRECTSEN. Copyrlgh* ing tengd þvi, hver telst vera höfuðpaur og leiðtogi sliks hóps. Hér við bætist að þekkingin hef- ur aldrei veriö I örari vexti; það er oft um það talað, að það sé meiri vinna að ganga úr skugga um það hvort tiltekið visinda- legt starf hafi þegar verið unnið en að ráðast i það sjálfur. Sömu hlutir og svipaðir eru á döfinni i visindastofnunum margra landa I senn — og margt á huldu um hvað gerist, vegna þess að leyndarbrugg i þágu hernaðar eða stóriðju blandast I málin. Val visindamanna til nóbels- verðlauna verður þvi æ meir háð einskonar tilviljun, eða handahófi — um leið og viöur- kenningunni fylgja mjög raun- veruleg markaðshlunnindi til þeirra sem þau þiggja. ÞEGAR ÖLLU ER A BOTNINN hvolft þá verða það vist bók- menntaverðlaun Nóbels sem best standa sig i samanburði. Og mun þó enginn neita þvi, að sænsku akademiunni hafi oftar en ekki orðið stórlega á I sinni messu. Má vera að bókmennta- verðlaunin tolli betur i áliti vegna þess, að einskonar prófun á þeim er tiltölulega aðgengileg. Hver maöur sem er sæmilega vel að sér getur orðið sér úti um þýðingar á skáldverkum nóbelshafa og lagt á þær mat. En verðleikar þeirra, sem verð- laun hljóta i raunvlsindum, hljóta af eðlilegum ástæðum oftast að vera mönnum óskilj- anlegir, og verðleikar friðar- verðlaunahafa mjög i þoku — eins og siðferðileg vandamál einatt eru, þvi miður. Kostur bókmenntaverðlaun- anna er, eins og Olof Lager- crantz segir'hinummegin á sið- unni, sú, að þau vekja blátt áfram athygli á góðum höfund- um, góðum verkum, eins og öll bókmenntaviðurkenning gerir, meira að segja litið silfurhross. Gallar þessara sömu bók- menntaverðlauna hafa lika oft veriðtiundaðir. Óneitanlega eru þau mjög takmörkuð við evrópska höfunda, eru mjög sjálfhverf eins og mestöll menn- ingarskoöun I okkar álfu hefur verið. t reynd fá þau helst rosknir menn, einatt undir lok ritferils sins, svo seint að þeir „geta ekki skemmt sér fyrir peningana” eins og haft er eftir George Bernard Shaw, ef mig misminnir ekki. Og i þriðja lagi — eins og Lagercrantz bendir á — þá gerist það I okkar auglýs- ingaheimi að menn mikla mjög fyrir sér muninn á þeim rithöf- undum sem fengu nóbelsverö- laun og þeim sem ekki fengu þau. Það er þvi nokkur vita- hringur utan um þessi verölaun. Sem auðveldara væri að rjúfa ef að þau væru ekki ein i heiminum ef svo mætti segja. Engin al- þjóðleg bókmenntaverðlaun eiga orðstir til hálfs við þau, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Astandið væri þægi- legra viðfangs, blátt áfram, ef að t.d. efldust verðlaun sem huga helst að nýstárlegum bók- menntum (eins og bryddað hef- ur verið upp á vestur I Okla- homa af öllum stöðum), eöa þá verðlaun sem spanna samstæð- ar menningarheildir og tungu- málaflokka — eins og t.a.m. Norðurlandaverðlaun. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.