Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 9
Sunnudagur. 13. október. 1974. Þ.1ÓÐV1I..I1NN — SIÐA 9
bókmenntir
OLOFLAGERCRANTZ
UM
NÓBELSSKÁLDIÐ
^HARRY
<MARTINSON
Greinarhöfundur, skáld-
iðOlof Lagercrantz, segir í
leiðara sem hann hefur
skrifað í blað sitt, DN, að
víst eigi þeir báðir skilið
nóbelsverðlaun, Harry
Martinson og Eyvind John-
sen. Og það á ekki að bera
þá saman við aðra hugsan-
lega verðlauna-
hafa. Skáld eru ekki stang-
arstökkvarar né knatt-
spyrnumenn og það er ekki
hægt að mæla verk þeirra
með aðgengilegum sentí-
metrum eða markafjölda.
Þeir verða ekki bornir
saman við neitt.
„Netlurnar blómstra” eru tengd-
ar ótta við „fóstra” með haröar
hendur, við dýr sem sparka eöa
bfta frá sér. Hann hatar hunda.
Á reki um hafið
Lif Harri Martinsons mótast
af þessu baksviði Hann fer að lok-
um til sjós og kynnist þvi hafi,
sem faðir hans hafði siglt um.
Hann byrjar sjómennsku um
svipað leyti og fyrri heimsstyrj-
öldinni lýkur. Alls staðar er veriö
að segja frá tugum þúsunda
drukknaðra sjómanna, sem fór-
ust á timum ótakmarkaðs kaf-
bátahernaðar og tundurdufla. í
ljóðum hans kemur alltaf öðru
hvoru upp á yfirborðið deyjandi
sjómaður á reki um hafið eftir að
skip hans var skotið niður. Eyvind Johnson og Harry Martinson; ferill þeirra hefur verið likur um
Martinson vann um hrið sem margt.
Leiö sjálfmenntaðs
skálds úr alþýöustétt
En það sem ég hef i, segir
Lagercrantz, á móti
Nóbelsverðlaunum, er, að
þau vekja upp mikið sjón-
arspil í allri okkar fjöl-
miðlaringulreið. Það er
gott að verðlaunin vekja
athygli á frábærum rithöf-
undum, en þau rugla um
leið hlutföllum, skapa mis-
mun á höf undum sem ekki
er raunverulegur, búa til
bókmenntalegan sérflokk,
sem þeir sem ekki eru inni
í málum skoða sem úrvals-
flokk í úrvalsflokki.
Niðursetningur
Harry Martinson var fæddur i
Blekkinge árið 1904. Faðir hans
hafði verið skipstjóri, en gengið á
land og sett upp verslun.
Hann dó úr berklum þegar sonur
hans var sex ára að aldri. Móðirin
stóð ein uppi með mörg börn og
réöi ekki við neitt. Hún tók eina af
dætrunum með sér og hélt til
Ameriku.
Harry Martinson var boðinn
upp i sókninni i samræmi viö
gamalt og grimmdarlegt kerfi.
Það var þá enn lenska að halda
uppboð á munaðarlausum börn-
um, sá bóndi sem sætti sig við
minnsta meðgjöf fór heim með
ódýran vinnukraft.
Harry Matinson var viða i fóstri
þvi hann strauk oft. Fyrstu minn-
ingar hans, sem hann segir frá i
sjálfsæfisöguskáldsögunni
kyndari á skipum og virti fyrir
sér heimsálfurnar frá sjónar-
horni hafnarborganna. í lok
þriðja áratugsins gengur hann
um atvinnulaus með sjúkdóm
föður sins i lungum og lifir lifi
flakkara. Artur Lundkvist hefur
skýrt frá þvi, að þegar hann hitti
fyrst Harry Martinson hafi hann
dregið derhúfuna niður fyrir aug-
un sem höfðu spillst af þvi að rýna
i kolaeldana.
Lukkunnar pamfill
Harry Martinson vann sina
fyrstu sigra með tveim söfnum
frásagna frá sjónum, Feröir án
fyrirheits, 1932 og Kap FarvhT
1933. Það var tekið á móti honum I
bókmenntum okkar með hrifn-
ingu sem ekki á sinn lika. Við
höfðum áður átt skáld úr alþýðu-
stétt, en þá hafði svo illa til tekist,
að þeir voru næstum þvi búnir að
vera þegar þeir náðu viðurkenn-
ingu. Þyrnirósin bleika, sem
Almquist kaus að láta tákna
sænska fátækt, einkenndi lif
þeirra, en miðlimir akademiunn-
ar fengu i sinn hlut rósirnar
glæsilegu.
Harry Martinson var ungur að
árum. Hann réði yfir nýju og
ónotuðu tungutaki. Hann var að-
laðandi persóna, brosleitur undir
hárlubbanum sem féll niður á
ennið. Sem ijóðskáld notaði hann
frjálslegri hætti en aðrir — tók
miö af Carl Sandburg og Walt
Whitman. Hann hafði mótað sitt
eigið lif, neyddur til að gera sem
bændum og skipstjórum likaði.
Nú opnaði öll Sviþjóð dyr sinar
fyrir honum og hann varð lukk-
unnar pamfill úr ævintýrinu og
gegndi lengi þvi hlutverki.
Rósemd hugans
Það er ekki hægt annað en að
undrast það nú, hve mörg þeirra
skálda úr verklýðsstétt sem á
þeim tima komu fram, reyndust
ráða yfir jafnvægi hugans, birtu
og yfirsýn. Vilhelm Moberg sendi
frá sér Raskens, þar sem bænda-
lif liðins tima var fært i búning
hetjusögu. t dásamlegum sögnum
sem Eyvind Johnson skýtur inn i
sjálfsæfisöguskáldsögu sina um
Olof er eitthvað sem i senn er al-
býölegt og utan við timann.
Skáldskapur Harry Martinson er
frá upphafi vega i jafnvægi, vitur
og ofar tima.
Þegar við hugsum til þess
hvernig heimurinn var á þessum
árum: fjöldamorð heimstyrjald-
arinnar fyrri, byltingin mikla i
Rússlandi, ringulreið sú sem gat
af sér nasimsa og fasisma i
Evrópu, allar þessar nýju bylt-
ingarhugmyndir sem á kreiki
voru — og við siðan berum þetta
saman við verk þessara skálda,
þá kemur fram mynd af landi
okkar eins og það væri i órafjar-
lægö frá öllu þessu eins og ein-
angrað heimkynni bjartrar hóf-
semdar og „hugsjónastefnu”, þar
sem arfleifð hins hamslausa
Strindbergs hefði verið gerð upp-
tæk.
Harry Martinson er öðru
fremur klassiskt skáld. Sumarið
er hans árstið. En hann hefur
hinsvegar andúð á vorinu eins og
öllu sem er ýkt, hamslaust, bylt-
ingarsinnað. Til þess má i senn
rekja að nokkru ástæðurnar fyrir
vinsældum hans og þá fhaldssemi
sem hann tileinkaði sér snemma.
Ljós viskunnar
í Netlurnar blómstra lýsir
Harry Martinson með miklum
hlýhug kennara sinum Stav, sem
gætir frá sinum gula kennarastóli
ljóss viskunnar og mynda fegurð-
arinnar. Harry Martinson hefur
reynt að móta sjálfan sig eftir
Stav og verða kennari okkar allra
i visdómi. Visdómur hans er fólg-
inn i þrá eftir ihygli og jafnvægi.
Kristindómurinn með endur-
lausnarkenningu sinni og hræðslu
við syndina er honum einskis
virði. Hann leitar i stað uppi
kenningu Búdda um sameiningu
andstæðnanna. Aðaltáknin i
skáldamáli hans er sólin, sem
sendir geisla sin i allar áttir og
öxulgatiö þar sem allir pilárarnir
koma saman.
Harry Martinson var furðulega
afkastamikill á fjórða áratugin-
um. Hann lagði rækt við innilega
náttúrulýsingu i anda Linnés i
bundnu máli og óbundnu. Hann
var næmari fyrir mold, ormi og
grösum jarðar en nokkurt annað
skáld. Mál hans var auðugt
sveigjanlegt og fullt af hlátri. En
tvö mestu framlög hans til bók-
menntanna eru frá eftirstriðsár-
unum.
Frásögnin VSgen til Klockrike,
1948, fjallar um Bolle, sem áöur
sneri sigarettur en flosnar upp og
fer á flakk. Hann er fulltrúi þeirr-
ar fátæku Sviþjóðar, sem Martin-
son á sjálfur ætt að rekja til, en i
honum er ekki til andóf, mótmæli.
Hann er vitringur i flakkarabún-
ingi, utan við timann og samfé-
lagið og skirskotar til hins sam-
mannlega. Eftir langa flækings-
ævi lýkur Bolle ferli sinum á
berklahæli. 1 lokakaflanum lætur
Harry Martinson hann stiga niður
úr rúmi sinu á hælinu og niður I
hinn þrönga farkost Karons.
Þessir tveir, ferjumaður dauðans
og flakkarinn, róa saman út á
fljót dauðans og þá ber aftur að
strönd lífsins eftir langa ferð og
ágæta samræðu. Bolle endur-
fæðist i anda Búdda i litlu brasi-
lisku þorpi. Hann er kominn aftur
til sælurikis meðvitundarleysis-
ins. Bókinni um hann lýkur á orð-
unum: „Þetta var i Paradis”.
Jafnvægið
i hættu
En i fremsta verki Harry
Martinsons, ljóðfrásögninni um
geimskipið Aniara, er það jafn-
vægi i hættu sem hann hefur alltaf
sóst eftir. Hann hafði orðið að
greiða hátt gjald fyrir ihyglis-
speki sina um að hið illa væri ekki
annað en öfgar. Ljósið logaði á
kennarastóli bernskunnar til að
fæla burtu skuggann frá grimmd
fósturheimilanna og tröllin i
skógunum.
Bálkurinn um Aniara er skrif-
aður eftir að menn fréttu um gas-
klefana og eftir sprenginguna i
Hirosjima, eftir að ný hætta
stefndi að umhverfinu, hætta sem
Martinson hafði tekið þátt i að
finna, vegna þess að náttúru-
kennd hans er svo næm. Aniara
lýsir jörðunni á tima kjarnorku-
styrjalda framtiðarinnar. Það er
verið að flytja ibúa jarðar til
Mars. Geimskipið sem á að flytja
fólkið, Aniara, lendir út af braut
sinni fyrir slysni og út úr sólkerfi
okkar og byrjar þúsund ára ferð
sina um geiminn.
Kvæðið er um fólkið i geimskip-
inu þau 24 ár sem það heldur þar
lifi. Aðalpersónan er ekki mann-
eskja heldur vél, sem heitir
miman. Miman er einskonar
sjónvarpstæki i mörgum viddum,
og heldur uppi sambandi við jörð-
ina sem veslings fólkið i geim-
skipinu fjarlægist stöðugt.
Miman er tákn um kvæðið, um
minnið og um samviskuna. Mim-
an er Harry Martinson sjálfur
eins og hann hefði viljað vera, sá
sem sýnir öðrum fegurð náttúr-
unnar, boðberi vonarinnar á graf-
arbarmi.
I kvæðinu deyr miman. Þján-
ingarnar á jörðunni verða svo
skelfilegar að heimsskipanin fer
úr skorðum. 111 öfl birtast sem eru
eitthvaðannað en öfgarsem hægt
er að kveða niður með skólavis-
dómi. Bálkurinn um Aniara er
dauðakvæði, eða réttara sagt
mikil tilraun til að særa fram
dauðann, sem færist að bæði i
persónulegum sammannlegum
skilningi. 1 bálkinum eru mörg
frábær kvæði.
Harry Martinson var i skáld-
skap okkar lengi drengurinn i
galdraskóginum með lampa ris-
ans i hendi, söngvari daggar-
dropa og snigils, flakkarinn á
góðvildargöngu um heiminn. 1
Aniara brýst hann út úr þvi jafn-
vægi sem hann hafði skapaö sér
og fer yfir eigin takmarkanir.