Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974.
Sunnudagur. 13. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Þessi galdrastafur gegn „óvinum” var borinn i göngunni gegn Nixon
og Pompidou I Reykjavik f fyrra. Og galdratrúarmenn gætu spurt:
Hvar eru þeir nú?
Kvikmyndin Fjandafælan
og viðbrögð við henni:
Enn eru djöflar
reknir út í
stórum stíl
víða um hinn
kristna heim...
• Búist er við þvi að bandariska kvikmyndin
Fjandafælan, sem lýsir þvi er djöfullinn tekur sér
bólfestu i 12 ára gamalli stúlku, verði vinsælli og
gróðavænlegri en nokkur önnur kvikmynd til þessa.
• Menn segja að hér sé um að ræða eitthvert
glæfralegasta hjónaband einstaklega nákvæmrar
tækni og brasks með áhuga á þvi sjúklega og órök-
visa, sem á sér bæði sálfræðilegar og félagslegar
forsendur.
• En umræða um myndina minnir lika á það, að
svartur galdur djöflatrú og brottrekstur illra anda
eru allt lifandi veruleiki miklum fjölda fólks. Að enn
i dag er verið að reka út illa anda i stórum stil, og
fylgir reyndar hér á eftir viðtal við eina slika
fjandafælu.
Linda Blair — til
hægri i daglegu lifi —
og til vinstri I hlut-
verki stúlkunnar sem
verður aðsetur and-
skotans.
En William Friedkin, sem
stjórnað hefur gerð myndarinnar,
lætur slikar vangaveltur lönd og
leið: Ég er enginn hugsuður, seg-
ir hann, ég er aðbúa til sölumynd.
bað eru ekki til nema þrjár á-
stæður fyrir þvi að búa til kvik-
mynd: að fá fólk til að hlæja eða
gráta, eða skelfa það.
Dauðavein svína
Og Friedkin er vissulega maður
sem kann sitt fag i skelfinga-
tækni. Satt að segja var heilsa
Lindu Blair, stúlkunnar sem leik-
ur aðalhlutverkið oftar en ekki
I stórri hættu vegna ým-
islegs óvenjulegs álags. A ein-
um stað lætur leikstjór-
inn rúm leika á reiðiskjálfi
með hana þrælfesta við það, hún
þurfti svo sannarlega ekki að lát-
ast þegar hún hrópar inn i upp-
tökutækin „Make it stop” — láttu
það hætta! I annað skipti hafði
hann breytt upptökuherberginu i
einskonar frystikistu, til að
andardráttur djöfulsbarnsins og
fjandafælunnar verði sýniilegur
og draugslegur. Friedkin lét búa
til hárnákvæma eftirlikingu af
likama hinnar ungu leikkonu til
að geta sýnt hvernig höfuð hennar
snýst heilan hring á hálsinum fyr-
ir tilverknað andskotans.
Sjaldan hefur jafnmikil vinna
Bandariska kvikmvndin
„Fjandafælan” (The Exorcist)
hefur orðið öðrum hryllings-
myndum frægari. Þar vestra
hafa langar biöraðir myndast við
kvikmyndahús hennar vegna og
miðar rokið upp i 50 eða jafnvel
100 dollara á svörtum markaði.
Enda þótt taugar áhorfenda séu
sorfnar með svo grófum sand-
pappir útsmoginnar grimmdar að
þrir eða fjórir hniga ’i öngvit á
hverri sýningu, algengt sé að
menn séu gripnir móðursjúkum
ótta og þurfi geðiækningar við
eftir myndina — i einu tilviki
eignaðist ólétt kona barn sitt fyrir
timann. Allmargir leggja bölv-
andi á flótta út úr kvikmyndahús-
unum.
Kvikmynd þessi fjallar um 12
ára stúlkubarn i friðsælum
borgarhluta i Washington. Djöf-
ullinn kýs sér bólfestu f stúlku
þessari og breytir henni i full-
komna ófreskju yst sem innst. Úr
munni barn'sins koma fyrst for-
mælingar og klám og siðar saur
og annar óþverri, röddin og útlitið
breytast, barnið fær i sig fitons-
anda með tilheyrandi morðum og
öðrum glæpum. Stúlkan er leidd
fyrir læknavisindin, en þau
standa ráðþrota. Lýkur siðan
myndinni á mikilli svartri messu,
þar sem spilaö er af kaldrifjaðri
þekkingu á móðursýkisviðbrögð
áhorfenda, og er djöfullinn eftir
langa mæðu út rekinn — ekki þó
fyrr en annar særingameistarinn
býður djöflinum sjálfan sig i stað-
inn fyrir stúlkuna, og tekur djöfsi
boðinu.
Auglýsing fyrir
annað líf?
Kvikmynd þessi er gerð eftir
metsölubók eftir William nokkurn
Blatty sem til þessa hefur i
Bandarikjunum selst i tólf mil-
jónum eintaka og mun það eins-
dæmi. Þessi furðulega blanda af
trúarvingli Blattys sjálfs og sölu-
gáfu vakti tiltölulega jákvæðan á-
huga ýmissa kirkjudeilda sem
ætla Satan mikið rúm I tilverunni,
t.d. kaþólskra manna. Sjálfur
kveðst Blatty hafa ætlað bókina
sem einskonar auglýsingu fyrir ó-
dauðleika sálarinnar, framlag til
þeirrar þróunar, að æskufólk
hverfi frá visindalegri efnis-
hyggju til dulfræða.
Friedkin leikstjóri; maður gerir kvikmyndir af þrem á-
stæðum og ein er að skelfa fólk.
Hryllingsmyndin Nosferatu frá 1921; sjúk
leg forvitni ágerist.
Gliman við Satan; tveir sérfræðingar reyna að særa burt hinn illa anda.
verið lögð i útsmogna hljóð-
setningu myndar. Til þess að gera
Satan heyranlegan voru hljóð-
rituð hljóð þau feiknleg, sem
svin gefa frá sér þegar
þeim er slátrað, einnig gelt
og ýlfur hunda, örvæntingarfullt
krafs hamstra, sem lokaðir eru
inni i trumbum. Einn tónmanna
lét vinkonu sina gleypa hrá egg i
stórum stil, allt þar til hún seldi
upp — og tók öll þessi kokhljóð
innvirðulega upp á band til notk-
unar i myndinni.
Gróði og háski
Og það verður ekki annað sagt,
en að þessi fyrirhöfn borgi sig
fjárhagslega. Fjandafælan hefur
þegar sett 94 miljónir dollara i
kassa framleiðenda i Bandarikj-
unum einum, og búist er við að
þegar hún er komin á skrið i öðr-
um löndum fari þessi upphæð alls
upp i 220 miljónir dollara. Er það
þrisvar sinnum meira en mesta
metsölumynd til þessa, A hverf-
anda hveli, færði sinu kvik-
myndafélagi.
En margir eru þeir sem telja
velgengni þessarar hryllings-
myndar skelfilega i sjálfu sér.
Sálfræðingar hafa lýst þvi yfir, að
það sé háskasamlegt „tripp” að
sjá þessa mynd, og hafi þeir af
þvi drjúga reynslu meira eða
minna taugabilaðra manna sem
hafa bókstaflega kiknað undan á-
laginu. Ýmsir klerkar og aðrir
sem hafa sérhæft sig i að reka út
illa anda (sjá siðar) hafa óvenju
mikið að gera. Séra Christofer
Heil Smith, sem er mesta fjanda-
fæla i Lundúnum, segir i viðtali,
að myndin sýni „hve margir hafi
þörf fyrir særingar... Eftir að far-
ið var að sýna myndina hér I
London koma til min um fimmtiu
manns á viku hverri, sem haldnir
eru illum öndum”.
Sá gamli
lygalaupur
Einna reiðastir eru kirkjunnar
menn eins og kannski er von.
Mariusystur i Darmstadt i
Þýskalandi dreifðu flugriti um
myndina og stendur þetta þar
m.a.: „Með þvi að Satan er sá
gamli lygalaupur og pinari
manna vill hann hafa sitt fram;
með þessari bók og þessari kvik-
mynd, vill hann freista sem mest
lesanda og áhorfanda og reyna að
ná þeim á sitt vald til að kvelja
þá. í þvi skyni freistar hann mil-
jóna manna til að fara að sjá
myndina”.
Það kemur nefnilega á daginn
að brottrekstur illra anda úr
manneskjum er ekki sjaldgæf
endurminning um myrkar mið-
aldir, heldur veruleiki og þáttur i
trú margra kristinna manna.
Þýska sjónvarpið hefur tekið
saman skýrslur um þetta. Frie-
drich Jussek, kaþólskur prestur,
hefur alls rekið út sex illa anda,
þann siðasta úr ungri stúlku 1968,
og er af þvi vottfest frásögn sem
komið hefur á prent. 1 janúar i
fyrra rak munkurinn Konstanz
Wolfsgruber (með samþykki sins
biskups) púka sem nefndi sig
Pluto I úr hálffertugri konu, sem
læknar sögðu flogaveika, kallaði
Pluto þessi hinn fróma munk
„skitasvin” og kvaðst gleðjast yf-
ir bæði breytingum á kaþólskri
messu og pinupilsum, þvi hvort-
tveggja auðveldaði verk fjandans
á jörðunni. Cristiani, einn af pre-
látum páfagarðs, hefur i bókinni
„Nærveru Satans i nútimanum”
skýrt frá fjölda andasæringa i
Frakklandi og á ítaliu á seinni ár-
um.
Djöf latrú=
guðsótti?
Samkvæmt skoðanakönnun i
Washington Post trúa 36% banda-
rikjamanna á það, að djöfullinn
geti farið i menn, og tuttugasti
hver fullorðinn maður heldur að
hann sjálfur eða kunningjar hans
hafi verið eða séu haldnir af
fjandanum.
Sr. Christopher Neil Smith, sem
áður var nefndur, hefur fengið
umboð frá Englandskirkju til að
reka út illa anda, og hann fæst við
um 20 tilfelli á viku hverri. Hann
kveðst alls hafa flæmt á flótta
2000 fjanda, og geri aðrir betur.
Alls er talið að um 35000 manns
fáist við að glima við Satan á
Englandi, en það land á sér ein-
mitt sterka hefð i draugagangi og
svörtum galdri.
En nú er ekki rétt að hlaupa
heldur yfir þá staðreynd, að t.d.
kaþólska kirkjan er ekki óskipt
gegn kvikmynd sem „Fjandafæl-
unni”. Fjórir jesúitar tóku þátt I
gerö fyrrnefndrar kvikmyndar
sumpart sem ráðgjafar, sumpart
sem leikarar. Að minnsta kosti
einn þeirra hefur iðrast þessa —
vegna þess að hann er smeykur
við þá móðursýki sem slikt
sjónarspil vekur upp. En ka-
þólska kirkjan getur verið klofin i
afstöðu til málsins vegna þess, að
annarsvegar er það henni nokk-
urt gleðiefni að ótti manna við
Satan styrkist og þar með guðs-
ótti (gleymum þvi heldur ekki, að
i kvikmyndinni er þvi vist haldið
beinlinis fram, að kaþólsk kirkja
sé hin rétta), en á hinn bóginn
getur kirkjan haft áhyggjur af
þvi, hve vald djöfulsins reynist
mikið I þessari mynd. Hann vikur
ekki af hólmi, en fer þvi aðeins úr
stúlkubarninu að hann geti hrifs-
að með sér annan særingamann-
inn.
Félagslegar
forsendur
Auðvitað hafa menn einnig lagt
út af velgengni þessarar myndar
á félagslega visu. Frumsýning
hennar i fyrra kemur beint ofan i
Watergate, eftirstöðvar Vietnam-
striðs, oliukreppu, óvissu um
framtið velferðarþjóðfélags,
verðbólgu og atvinnuleysi. News-
week segir að „I eins rikum mæli
og hugsanlegt er i einni kvikmynd
hefur Fjandafælan n£ð tökum á
heildarstemmningunni og endur-
speglar með miklum fyrirgangi
þann ótta, hugaróra og truflanir
sem brotist hafa úr djúpunum
upp á yfirborð hins bandariska
samfélags”.
Og þessar sérstöku bandarisku
aðstæður blandast saman við við-
tækari áhuga á þvi óræða, hrylli-
lega og sjúklega, sem virðist
sækja á. Og kvikmyndamenn ætla
sér bersýnilega að plægja þennan
akur meðan gróðavænlegt er.
Steven Spielberg er að búa til
kvikmynd um hákarl ein sem tæt-
ir I sig baðgesti. önnur mynd er i
bígerð sem mun sýna mannát
mjög innvirðulega — byggir hún á
frásögn nokkurra manna sem
komust lifs af úr flugslysi i
Andesfjöllum með þvi að leggja
dauða félaga sina sér til munns.
(A.B. byggði á Spiegel)
Einu sinni fann ég 1200
í einum manni...
Séra van Dam fjandafæla: Hann telur mjög varhugavert að fara til
spákvenna og kikja I stjörnuspádóma, þar með séu menn aö opna
fjandanum leið.
Þekktasta fjandafæla
Hollands er tæplega
fimmtugur mótmæl-
endaprestur, Willem
Cornelis van Dam að
nafni. Hann hefur kennt
kristinfræði, starfað hjá
Siðvæðingarhreyfing-
unni sálugu og verið
herprestur. Siðan 1965
hefur hann fengist mjög
við að reka út illa anda.
í viðtali við Spiegel kvaðst van
Dam hafa rekið út djöfla hundr-
uðum saman. Hann kveðst ekki
sjá þá sjálfur né heldur finna af
þeim þeirra fúlu lykt. Stundum sé
erfitt að vita, hvort manneskja sé
haldin af fjandanum eöa ekki. En
það megi ráða af vissum um-
merkjum: Fjandinn er hræddur
við nafn Krists, auk þess segir
hann til sin meö vissum sálræn-
um og líkamlegum einkennum.
Van Dam telur til dæmis, að ef
að I manni vakna svokallaðar
dulargáfur, eins og t.d. að vita
hluti fyrirfram, eða einhver óút-
skýranleg tungumálakunnátta,
þá sé það fjandans verk.
Kukl er
kölska gleði
Presturinn hollenski segir, að
fjandinn fái einatt aðgang að
mönnum þegar þeir séu að kukla i
dulrænum fræðum. É£ er til
dæmis ekkert hissa, þegar ég
heyri að einhver manneskja hafi
komist i óeðlilegt ástand eftir aö
hún leitaði til spákonu, segir van
Dam. Reyndar hefur Biblian,
djöfla
kirkjusagan og einnig sálusorg-
unarmiðstöðvar siðustu 125 árin
sýnt, að það er visst samband
milli dulfræðakukls og djöfla.
Þetta á einnig við um stjörnuspá-
dóma, sem eru I hverju blaði. Það
er auðvitað, segir van Dam, um
að ræða samband milli hins illa
og stjörnuspádóma. Þegar menn
gera ráð fyrir þvi að þeirra eigið
lif ákvarðist að einhverju leyti af
hóróskópum i blöðum hafa djöflar
fengið vissa glufu til aðgangs.
Eins og reyndar lika þegar menn
leggjast i eiturlyf eða austræna
hugleiðslutækni. Þá er einnig viss
hætta á ferðum.
Heilagur andi og
stelsýki
Fyrir ut'an ýmisleg einkenni
gefur heilagur andi nokkra hug-
mynd um það, hvort illur andi er
til staðar. Heilagur andi og illir
andar eru að sjálfsögðu andstæð-
ur. Og þvi fyllri sem við sjálfir er-
um af heilögum anda þeim mun
liklegar er að viö rekum okkur
beinlinis á veruleika illra anda...
Van Dam sagði til útskýringar
frá eigin reynslu. Hann haföi um
langtskeið reynt að fá stúlkubarn
til að hætta að stela. Hann hafði
sett á langar tölur við hana, beöið
fyrir henni, og hann hafði lika
sent hana til lækna og sálfræð-
inga. Þá kom heilagur andi yfir
hann og læddi þeirri hugmynd að,
að hér væri eitthvað demóniskt á
ferð. Hann sagði við stúlkuna að
sig grunaði að „eitthvað utanað-
komandi” neyddi hana til að stela
og spurði hvort hann mætti ekki
reka þann illa kraft út i Jesú
nafni. Stúlkan játaði. „Og þá tók
ég á allri minni trú og leit á hana
og sagði: Þú illi andi, sem neyð-
ir þetta barn guðs til að stela, ég
skipa þér i Jesú nafni, farðu burt,
fa’-ðu þangað sem Jesús skipar
fyrir og komdu aldrei aftur...
Þetta tók ekki nema 20 sekúnd-
ur.”
Van Dam segir, að stúlkan hfi
látið af stelsýki upp frá þessu.
Hvað heitir þú?
Van Dam segir, að stundum
segi djöflarnir til sin, en stundum
ekki. Þá tala þeir — ýmist með
röddu fórnarlambsins eða þá
annarlegri röddu og jafnvel tungu
sem fórnarlambið venjulega ekki
skilur. Oft snúast þeir til varnar
og segja við særingamanninn:
Farðu burt, af hverju lætur þú
okkur ekki I friði..„ Helst vilja
þeir að fjandafælan hætti að tala
um blóð Jesú, það þola þeir ekki,
fjandarnir. Og það kemur einnig
fyrir, að ekkert miðar i glimu við
púkana fyrr en spurt er hvað heiti
(En i Rituale Romanum, reglum
kaþólsku kirkjunnar um brott-
rekstur illra anda, sem enn eru i
gildi, er einmitt gert ráð fyrir
slikri spurningu).
Spiegel spurði: Verður fjandinn
að hlýða vegna þess að hann er
sköpunarverk guðs?
Ég er lögreglan
Van Dam: Hann verður að
hlýða vegna þess að hann er mér,
sem kom fram I Jesú nafni, óæðri.
Ég er semsagt lögreglumaðurinn.
Ég er dómarinn, málafærslumaö-
urinn. Hann mun reyna að kom-
ast undan. Hann mun reyna að
ljúga. Hann mun segja að hann
fari hvergi. En hann verður að
hlýða að lokum.
Stundum eru djöflarnir fleiri en
einn...
Spiegel: Hvernig kemst fjanda-
fælan að þvi?
Van Dam: Maður spyr: Hve
margir eruð þið? Þá reynir hann
fyrst að ljúga. En það kemur þá
lika fyrir, að i bardaganum fær
maður leiöbeiningar heilags anda
og hann segir við mig: Hann lýg-
ur. Einu sinni var það, þegar ég
var að reka út illa anda, að ég
spurði eftir fjölda illra anda en
fékk ekkert svar. Þá heyrði ég
ejtthvað i mér, sem ég kalla heil-
agan anda, að þeir væru 1200. Og
þá sagði ég þetta við hinn illi
anda og hann sagöi: Af hverju
spyrðu ef þú veist það?
Spiegel: 1200 demónar? 1 einni
persónu?
Van Dam : Já. Og þar með verð
ég að leiðrétta það sem sé sagði
fyrst. Ég hef ekki rekið út hundr-
uð djöfla, heldur þúsundir.
Sérhæfðar hersveitir
Spiegel: Þér sögðuð 1200 — ekki
hafið þér getað rekið þá alla út,
einn i einu?
Van Dam: 1 þessu tilviki hefði
það verið mögulegt að reka burt
aðalforingjana.
Spiegel: Eru einhverjir höfuðs-
menn yfir djöflum?
Van Dam: Þeir hafa með sér
tignarstiga. Þetta er heill her, og
þeir eru i mismunandi flokkum.
Hópur af hræðsludemónum, hóp-
ur af þrældómsdemónum, flokkur
af sjálfsmorðsdemónum,
sérhæfðir eins og stórskotalið,
skriðdrekasveitir og svo fram-
vegis. Og þegar maður er búinn
að ná i höfúðsmanninn þá kann
það að vera mögulegt að reka
heilan flokk ásamt með honum...
Blaðið lýkur viðtalinu með
þeirri tiltölulega einföldu niður-
stöðu, að vissulega séu djöflar
fullkominn veruleiki séra van
Dam. Rudolf Augstein, ritstjóri
sama blaðs, skrifar fróðlega hug-
leiðingu um þýðingu Satans fyrr
og siðar. Hann kemst að þeirri
gömlu niðurstöðu, að ef að kirkj-
an eða kristnir menn þurrka
fjandann út úr sköpunarverkinu,
þá eigi þeir á hættu að missa guð
almáttugan einnig. Enda sendi
Páll páfi frá sér boðskap um djöf-
ulinn 1972 þar sem minnt er á til-
veru „fullskapaðs persónulegs
valds, sem fyrir eigin skuld er illt
og hefur verið útskúfað”.