Þjóðviljinn - 13.10.1974, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Qupperneq 13
Sunnudagur. 13. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 ÚR SÖGU VERKLÝÐSHREYFINGARINNAR OG SÓSÍALÍSKRA SAMTAKA Fyrstu myndirnar sem við birtum í þessum þætti eru allsögulegar, teknar þegar aðförin var gerð að Ólafi Friðrikssyni í nóvember 1921. Því máli lýsir Hendrik Ottósson snilldarlega í bók sinni, Hvíta stríðinu. Aðdragandi þessa máls var að Ólafur Friðriksson ritstjóri Al- þýðublaðsins hafði heim með sér úr Rússlandsför 14 ára gamlan föðurlausan dreng, son þekkts verkalýðsforingja, sem hvitliðasveitir drápu. Eftir heimkomuna kom I ljós að drengurinn var með augnsjúk- dóm, sem nefndur er „trach- oma”, smitandi, en ekki bráð- smitandi. Landlæknir lagði til, að drengnum yrði visað úr landi, landsstjórn úrskurðaði að hann færi út með skipinu Botn- iu, en ólafur neitaði að afhenda Aöförin að Ólafi Friðrikssyni Sagt er að ólafur Friðriksson hafi sett á fót skrifstofu i húsi sinu og innritað fjölda manna i „varalið”, er eigi að taka þátt i frekari mótspyrnu gegn rikis- stjórninni. Æsing er mjög mikil i bænum á báðar hliðar, enda búist við stórtiðindum”. Siðan segir frá þvi að varð- flokkar hafist við i Suðurgötu 14 daga og nætur. Rlkisstjórnin býður út varaliði og ungir versl- unar- og iþróttamenn stofna sjálfboðalið til aðstoðar lögregl- unni, æfa flokkinn og skipa i liðssveitir. Stjórn Alþýðusam- bands íslands samþykkir, að brottvisunarmál drengsins sé einkamál Ólafs, en ekki flokks- mál. drenginn. Benti hann á i Al- þýðublaðinu, að um pólitiska of- sókn gegn sér væri að ræða, en ekki áhuga heilbrigðisyfirvalda á að hefta útbreiöslu sjúkdóms- ius, enda hefðu engar ráðstaf- anir verið gerðar til að einangra sjúklinginn né koma honum I sjúkrahús. Frá atburöunum sjálfum seg- ir svo i öldinni okkar, 1901—1930, I samantekt Gils Guðmundssonar: „Bardagi i Suðurgötu 19/11.1 gærdag, kl. 1 eftir há- degi, fór lögreglustjóri ásamt lögregluliðinu og nokkurri að- stoðarlögreglu, heim aö húsi þvi, er Ólafur Friöriksson býr i, Suðurgötu 14. I aðstoðarlögregl- unni voru brunaliðsmenn og fé- lagar Skotfélagsins. Voru þeir allir vopnaðir kylfum. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman við húsiö, bæði vinir ólafs og forvitnir borgarar, sem komu til að sjá, hverju fram yndi. Lög- reglan ruddi sér braut inn i hús- ið, leitaði drengsins, sem hafði verið falinn, fann hann eftir nokkra leit og dró hann grátandi út úr húsinu. Þar var kominn allmikill liðsafli Ólafi til full- tingis, aðallega Dagsbrúnar- menn neðan frá höfn og af öðr- um vinnustöðvum, sem frétt höfðu hvaö um væri að vera og hraðað sér á vettvang. Þegar Ólafur Friðriksson varð þess var, að drengurinn hafði fund- ist, kallaði hann upp yfir mann- fjöldann: „Nú eru þeir búnir að finna drenginn og koma senn með hann út. Þeir skulu aldrei kom- ast meö hann burt!” Jafnskjótt og lögregluþjón- arnir komu út á tröppurnar með drenginn, réðust fylgismenn Ólafs að þeim, og sló þegar I bardaga. Varalögreglunni var þá skipað að skerast i leikinn og aöstoða lögregluna. Var nú bar- ist alllanga stund og af mikilli heift. Fóru lögregluþjónarnir halloka fyrir mannfjöldanum. Voru kylfur teknar af mörgum þeirra, einkennishúfur tættar i sundur og flestir hlutu einhvern áverka. Snemma i bardaganum var rússneski drengurinn hrif- inn úr höndum lögreglumanna og farið með hann aftur inn I húsið. Ekki gerði lögreglan aðra til- raun i gær til að ná drengnum. Botnia fór, en pilturinn ekki. sendur utan tveim dögum fyrr með Gullfossi. Flestum fylgis- mönnum Ólafs var fljótlega sleppt úr haldi, en hann sjálfur sat inni til 30. og Hendrik Ottós- son til 29. nóvember. Neytti Ólafur einskis matar þá 7 daga, sem hann var I varðhaldinu. Myndirnar Myndirnar eru teknar við Suðurgötu 14 og sjástjá þeirri efri, menn á þaki hússins. Hverjir eru þeir? Verkamenn úr Dagsbrún og aðrir fylgismenn Ólafs eru á hinni. Hendrik Ottósson gengur i broddi fylk- ingar, en hverjir eru hinir? Þekkir einhver þá? Skrifið okk- ur eða hringið i sima 17500 og talið annaðhvort við bókavörð Dagsbrúnarsafnsins, Eyjólf Arnason, eða Vilborgu Harðar- dóttur blaðamann. —vh DAGSBRÚNARSAFNIÐ Þegar skoðaðar eru gamlar myndir finnur maður sárt til þess, hve ótrúlega fljótt fyrnist yfir hlutina sé þess ekki gætt að skrásetja jafnóðum atburði, tlma, nöfn og annað sem kemur við sögu. Jafnvel fólk sem sjálft er á myndunum man ekki alltaf hvar eða hvenær þær voru teknar né hverjir eru með þeim. Og þvi lengra sem liður þvl fá- mennari verður hópurinn sem hefur til þess forsendur að þekkja gamlar myndir. I fyrra birti Þjóðviljinn um skeiö gamlar myndir i eigu Þjóöminjasafnsins, sem litiö eða ekkert var vitað um þar á safninu, og fékk lesendur til að gefa þær upplýsingar sem þeir gátu. Þessi leið gafst ótrúlega vel, fjöldi manns um allt land hafði samband við Þjóðviljann eða Þjóöminjasafnið og greindi frá ýmsu, sem á myndunum var. Nú ætlum við að byrja aftur á dálltið svipuðu og væntum þess, að Þjóðviljalesendur bregðist ekki siður vel við. Það er ljós- myndasafn Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, sem við tökum fyrir að þessu sinni og birtum ýmsar myndir, eldri og yngri, úr sögu verklýðshreyfingarinn- ar og sósialiskra samtaka. Birtar verða bæði myndir, sem við vitum flest um, og aðrar sem við vitum litið um eða ekk- ert, en skorum á lesendur að veita fyllri upplýsingar. Eigiö þið myndir? Svo er annað. I safni Dags- brúnar eru ekki sérlega margar myndir, þótt sumar þeirra séu ómetanleg heimild um liöna at- buröi verklýðsbaráttunnar. En ekki er að efa, að ýmsir eiga i fórum sinum merkar myndir, kannski eina, kannski fleiri, sem gætu fyllt upp I þetta ágæta safn. Við erum þarmeö ekki að fara framá, að fólk gefi slikar myndir i safnið, heldur að það lániþær til eftirtöku. Þvi fyllra sem slikt safn verður, þvi verð- mætari heimild eftirkomendum okkar, og með þvi að leggja öll saman og koma myndunum á einn stað ynnum við verk, sem seint yrði meitið til fjár. Bókasafn Dagsbrúnar Liklega vita færri en skyldi utan Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, að það á allgott bókasafn, þar sem bækur um verkalýðs-og þjóðfélagsmál eru meginuppistaöan. Ljós- myndirnar eru hluti þessa safns. Að þvi er bókavörður Dagsbrúnar, Eyjólfur Arnason, sagöi Þjóðviljanum, var bóka- safnið opnað 10. desember 1960. Framhald á 18. siðu. Lagt til atlögu 23/11 segir svo frá aðförinni: „1 sjálfboðaliðssveitinni voru nú 400-500 menn. Rikisstjórnin hafði leigt Iðnaðarmannahúsið sem aðalstöðvar liðsins. Var þar samankominn fjöldi manns og fyrir utan dyrnar stóðu all- margir vopnaðir varðmenn. Góðtemplarahúsið var einnig haft til taks, ef á þyrfti að halda. Var þar fyrir komið ýmsum hjúkrunargögnum, sjúkrabör- um, sáraumbúðum o.fl. Þótti á þvisýnt.að búist var við hörðum átökum og blóðuguin. Vopnaðir verðir höfðu verið settir viða um bæ, um stjórnar- ráðið, Islandsbanka, bústað for- sætisráðherra og viðar. Umferð var bönnuð á einstaka staö. Upp úr hádegi I gær var lagt til atlögu. Tveir fjölmennir flokkar gengu sinn hvoru megin aö heimili Ólafs Friðrikssonar. Margir af liðsmönnum voru vopnaðir með byssum og aðrir með bareflum. Hinn nýi lög- reglustjóri krafðist inngöngu, en þvi var ekki svarað. Lét hann þá brjóta upp hurðina og gengu lögreglumenn inn i húsið. Leið örstutt stund þar til út var kom- ið með Ólaf Friðriksson hand- járnaðan og þrjá aðra. Ekkert viönám hafði verið veitt. Var umsvifalaust farið með þá upp i fangahús. Siðan var haldið á- fram handtökum þeirra manna, er i húsinu voru. Rak hver ferðin aöra. Bifreiöar sóttu fangana niðureftir og fluttu uppeftir. Sumir voru hafðir lausir, en fleiri þó I járnum. Húsið var tæmt eftir stutta stund. Voru þar alls handteknir 22 menn. Með konu Ólafs Friðrikssonar og rússneska drenginn var farið upp I sótt- varnarhús. Siðar um daginn voru 6 menn handteknir i viðbót. 1 gærkveldi og nótt hélt sjálf- boðalið sterkan vörð viða um bæinn. Kvikmyndahúsin voru lokuð og engir fundir háðir. 1 dag er enn haldinn vörður á ýmsum stöðum”. Hernaðarástandinu var aflétt þ. 24. nóvember og þann 30. komu blaðafréttir um aö rúss- neski drengurinn hefði veriö

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.