Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 14

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 14
FYRSTI HLUTI: MANUDAGUR Ég hleyp upp stigana og rekst á Jakob Petrovitsj á palli þriðju hæðar. Hann biður mig að lita inn fyrir og spyr hvernig mér gangi i vinnunni. Ekki orð um að ég kem kortéri of seint. Siðasta mánudag voru það 12 minútur, og þá bað hann mig einnig um samtal, hann vildi vita hvaða verðskrár og timarit amrisk og bresk, ég hafði komist yfir að fletta. Skráin, sem við merkjum okkur inn á á morgnana, lá þann morgun á borði hans. Hann leit á hann nokkrum sinnum en sagði ekki orð. t dag minnti hann mig á að til- raununum með nýja trefjaglerið ætti að vera lokið i janúar. Ég sagðist muna það. — Það verður gerð pöntun á fyrsta ársfjórðungi, segir hann. Ég veit það, hvernig ætti ég að geta gleymt þvi. Augu Jakobs Petrovitsj fara á flökt i holdmiklu andlitinu, en hann nær svo tökum á augnaráði minu og spyr: — Hefur tilraunum yðar ekki seinkað, Olga Nikolaévna? Ég andvarpa og þegi, miður min. Ég get auðvitað sagt: Nei, hvað eruð þér að fara, auðvitað ekki”. Það hefði verið besta svar- ið. En ég þegi. Þvi að ég get i reynd ekki ábyrgst nokkurn skap- aðan hlut? Jakob Petrovitsj segir með stilltri og einhæfri röddu: — Með tilliti til áhugg yðar á starfinu og... hm. hm... hæfileika yðar höfum við haft yður i huga i sambandi við lausa stöðu yngri vísindamanns. Hópurinn sem þér mynduð þá starfa i fæst við mjög áhugaverð vandamál. Ég dreg ekki dul á það, að við höfum nokkrar áhyggjur af... að þér sýnið starfinu ekki nægilega alúð.... Ég þegi. Ég kann vel við mitt starf. Ég met mikils sjálfstæði mitt. Mér þykir gaman að vinna. Mér finnst ekki að ég sýni starf- inu ónóga alúð. En ég kem oft of seint, sérstaklega á mánudögum. Hverju á ég að svara? Ég vona, að þetta skipti ekki miklu máli. Að hann sé barasta að kvarta yfir þvi, að ég komi of seint. Ég muidra eitthvað um skafla og klaka úti i úthverfinu okkar, þar sem ekki er enn búið að ganga frá hlutum, um strætisvagna sem þegar eru yfirfullir þegar þeir koma að okkar stöð, um þessi skelfilegu þrengsli i neðanjarðar- brautarstöðinni Sokol. Ég hugsa til þess með döprum leiða, að það sé ekki í fyrsta sinn, sem ég reiði fram þessa útskýringu. — Þér verðið að reyna að taka yður á, er niðurstaða Jakobs Petrosvítsj. Fyrirgefið að- finnslurnar, en þér eruð nú ný- komin til starfa. Við vonum satt að segja, að þér risið undir þvi trausti sem við berum til ungs sérfræðings.... Varir hans lengjast og frarn kemur eins konar bros. Þetta bros setur mig úr jafnvægi. Hás rödd, sem mér finnst rödd ann- arrar manneskju, afsakar mig og lofar að ég muni bæta mitt ráð. Ég flýtti mér út á gang, ráfa um, hleyp eftir þessum löngu og mjóu göngum (gamla deildin var áður hótel) og fer inn á klósett. Ég dreg út hárnálarnar og legg þær á vaskinn undir speglinum, greiði mér og ég hata sjálfa mig. Ég hata þetta krullaða hár, svefnþrungin augun, þetta stráksandlit mitt með alltóf stór- um munni og nefi. Hvers vegna i ósköpunum fæddist ég ekki strák- ur úr þvi ég hefi þetta andlit? Einhvernveginn ræð ég við hár- ið. Ég dreg blússuna niður og gegn hægt eftir þessum löngu göngum — ég verð að jafna mig. En samtalið við yfirmann minn snýst i hausnum á mér, eins og segulbandsspóla. Einstkar setn- ingar, tóntegundin, einstök orð ...allt sýnist þetta þýðingarmik- ið og uggvekjandi. Hvers vegna sagði hann alltaf ,,við” — ,,við reiðum okkur á” ,,við höfum áhyggjur af”? Hann hlýtur þá að hafa rætt min mál við einhvern annan. Kannski við forstjórann? Hvað sagði hann nú aftur — ,,höf- um áhyggjur af” eða ,,undr- umst”? Það er verst að ,,undr- ast”. Og svo vék hann að lausri stöðu... Lidia Tsjistakova hefði gjarna viijað fá hana. Það væri komið að henni ef farið væri eftir starfsaldri, en ég hefi orðið fyrir valinu, af þvi að min sérgrein er nær viðfangsefninu. Og ég kann lika ensku, en það hefur rann- sóknarstofan notfært sér óspart. Þegar Jakob Petrovitsj tók mig i sinn starfshóp fyrir hálfu ári og lét mig um tilraunirnar með þetta nýja efni, þá tók hann á sig vissa áhættu, vissulega. Það veit ég vel. Ef að hann hefði tekið Lidiu, þá heði hann mátt vera viss um að staðið hefði verið við réttan timaramma... Ætlar hann núna að fá henni mitt starf i hendur? Það væri skelfilegt, þvi ég er næstum þvi búin með allar til- raunirnar. En kannski ýki ég allt þetta. Kannski er þetta ekki annað en venjuleg streita, þessi eilifu hlaup, óttinn við að koma ekki af verkum, að verða of sein. Og þó — nei — hann vildi setja ofan i við mig, það fer i taugarnar á honum að ég er orðin á eftir. Hann hefur rétt fyrir sér. Þetta er hans skylda, þegar allt kemur til alls. Við þekkjum okkar stjóra, hann er skilvis jálkur. En nóg um það. Ég þröngva hugsunum mlnum inn á aðrar brautir. Nú skal ég koma með niðurstöðurnar af til- raunum okkar með hitaþol, sem við iukum við á föstudaginn. Ég hefi engar áhyggjur af tilraunun- um á eðlisfræðistofunni — þær eru að verða búnar. En það er mekaniska labbið sem er okkar veiki punktur. í þeirri rannsóknastofu vantar bæði tæki og starfslið. Það gerir ekki svo mikið til með starfsliðið — öll höfum við tvær hendur og getum sjálf unnið eitthvað af þessari vinnu. En það eru tæk- in.... það er biðröð við nokkur þeirra. Þarna neyðast menn til að ,,taka tillit til aðstæðna” eins og Jakob Petrovitsj segir, eða þá blátt áfram að „berjast til sig- urs”. Ég reyni að þoka áfram minu trefjagleri, en aðrir starfs- hópar hafa lika sina menn i þvi að koma þeirra hlutum áfram — öll erum við á hlaupum niður á fyrstu hæð, gerum hosur okkar grænar fyrir yfirtækninum, sem setur tilraunirnar upp i skema og á að sjá um að þvi sé fylgt eftir. Við köllum hana ýmist elsku Völu eða Valentinu Vasilévnu og reyn- um með öllum ráðum að finna gat I kerfinu. Já, ég er vist neydd til að lita við hjá Völu. Ég fer niður og inn fyrir glervegginn þar sem heitir „kontór” Völu. Venjulega er hér margt fólk, en núna er hún ein. Ég bið hana um að „stinga okkur inn” i þessari viku. Vala hristir höfuðið —nei. Ég reyni aðfá hana á mitt mál. — Kannski seinna, reyndu að lita við fyrir næstu helgi. Ég fer inn til sjálfrar min, inn á polymerastofuna. f okkar „kyrr- láta” herbergi eiga niu mann- eskjur að fara yfir niðurstöður rannsókna og færa þær inn, en þar eru aðeins sjö borð. En það eru samt alltaf einhverjir á rann- sóknarstofunum, i bókasafninu eða þá á ferðalagi. 1 dag á ég eitt af borðunum. Og það hefur þegar verið autt i 40 minútur. Ég geng inn. Mér mæta sex augu. Ég geispa og segi: — Ég var inni hjá þeim I mekanikinni. Það er einhver hræðsla i augum Ljúsu: „Hefur eitthvað komið fyrir þig?” Maria Matvéévna sendir aðvarandi augnatillit yfir gleraugun: „ekkert máiæði, takk fyrir”. Augnaráð öllu Ser- géévnu spyr undan hálflokuðum blámáluðum augnalokum — „hvað nú, hvað er að?”. Hin kringlóttu og alltaf skelkuðu augu Sjúru stækka, andartak bregður fyrir leiftri i hörðum augnastein- um Zinaidu Gústavovnu — „við vitum á hvaða rannsóknarstofu þú varst, þú hefur komið of seint og þú hefur verið kölluð fyrir”. Hópurinn okkar — það eru Ljúsurnar tvær og ég. Jakob Petrovitsj er yfirmaður okkar. En það er Ljúsa Markorjan sem mest fæst við mál hópsins. Þegar ég byrjaði I poly- merunum var rétt búið að renna fræðilegum stoðum undir nýja glertrefjaefnið. Ljúsa vann að efnasamsetningunni. Allir litu svo á að Ljúsa Markorjan ætti hugmyndina að þessu efni, en svo kom á daginn að það var Jakob. Ég spurði hana einu sinni: Ljúsa Vartanóvna, hvers vegna segja menn, að það sért þú sem hefur fundið upp glertrefjaefnið nýja? Hún leit á mig: „Segja menn það virkilega? Nú, það er víst... Æ. látum þá bara mala.” og svo sagði hún ekki orði meira um þetta efni. Seinna lofaði hún mér að segja frá þessari fárán- legu sögu”. En hún hefur þagað og ég hefi ekki spurt siðan. Mér var falið að annast tilraun- irnar. Sumar geri ég sjálf, en aðr- ar með þeim sem vinna i viðkom- andi rannsóknarstofum. Svo fer ég yfir niðurstöðurnar og dreg þær saman. Ljóshærða Ljúsa (hún heitir reyndar Ljúdmila Litsjkova) pressar plöturnar sem notaþar eru við tilraunirnar nákvæmlega eftir staðli og hjálpar til með hvaðeina. Og svo er það Zinaida Gústavovna. Hún fer með skrif- finnsku og áætlanagerð fyrir alla hópana og semur við viðskipta- vini okkar. Allir hafa nóg að gera. Ég hefi sest við borðið og opnað skúffuna til að ná i skýrslur en þá kem ég auga á spurningalista sem hefur verið lagður á borðið. Efst stendur með stóru letri: Spurningaskrá fyrir konur og með blýanti i horninu O.N. Voron- kova. Merkilegt. Ég horfi i kring- um mig. Ljóshærða Ljúsa sýnir mér að hún hefur fengið svona lika. Þetta er itarlegur listi. Ég les: Þriðja grein: i fjölskyldunni eru eiginmaður.... börn yngri en sjö ára .... börn eldri en sjö ára ... aðrir ættingjar sem hafa fasta búsetu hjá yður .... Einn maður, tvö börn, amma, afi, nei aðrir ættingjar geta átt sig sjálfir. Fleiri spurningar: Hver sér um börnin, eru þau á vöggustofu, barnaheimili, hafa þau fram- lengdan skóladag. I vöggustofu að sjálfsögðu og drengurinn á barnaheimili. „Venjuleg vika” er stutt skáldsaga sem var fyrst birt i sovéska timaritinu Novi mir 1969, og er eftir þá óþekktan höfund, N. Baranskaja. Efni hennar er næsta einfalt: ung kona, gift og tveggja barna móðir kemur til vinnu á mánudagsmorgni og finnur á borði sinu spurningalista um sitt daglega lif eina viku. Og siðan er vikudögum þessarar konu lýst með einföldum og raunsæjum hætti — og um leið hefur til orðið i senn heimild um sovésku konuna og fram- lag til þeirrar umræðu um stöðu kvenna sem fram fer um heim allan. Við munum birta þessa stuttu skáldsögu i næstu sunnudagsblöðum, lýsingu eins dags i hverri viku nema hvað við neyðumst til að skipta mánudeginum i tvennt. Teikningarnar fylgdu danskri útgáfu sögunnar. —AB

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.