Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 15
Sunnudagur. 13. oktdber. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Höfundar spurningalistans
vilja vita hvernig við búum: eigin
ibúð.... fermetrafjöldi .... fjöldi
herbergja... þægindi. Ég bý
ágætlega — í nýrri ibúð, 34 fer-
metrar, þrjú herbergi.
Æjá, þeir vilja bara vita alla
skapaða hluti um mig. Þeir hafa
áhuga á lifi minu klukkustund eft-
ir klukkustund .... „innan hæfi-
legs timaramma” Og timaeining-
in er vika. Hve mörgum stundum
ver ég i aiheimilisstörf b) börnin
c) menningarlega fristundaiðk-
anir. Fristundaiðkanir eru flokk-
aðar niður: útvarp, sjónvarp,
leikhús, lestur, iþróttir, ferðalög
og svo framvegis.
Ææ, fristundaáhugamál. Það
er eitthvað klaufalegt við þetta
orð. „Konur, berjist fyrir menn-
ingarlegum tómstundaiðkunum”.
Markleysa. Persónulega iðka ég
eina Iþrótt. Hlaup. Hlaup hingað,
hlaup þangað. Tösku i sitt hvora
hendi og upp og niðus rafmagns-
vagn, strætisvagn, neðanjarðar-
brautin, inn og út. Það eru engar
verslanir i okkar hverfi enn, við
höfum búið þar i eitt ár, en það er
ekki búið að opna þar búðir.
Þannig geri ég athugasemdir
við spurningalistann fyrir mina
parta. En næsta spurning rekur á
brott alla löngun til að sýna
skarpskyggni eða fyndni: „Hve
oft hafið þér vanrækt starf yðar
vegna sjúkdóma — yðar, barna
yðar (fjöldi vinnudaga sl. ár gjör-
ið svo yel að fara eftir vinnu-
skýrslum fyrirtækisins). Þarna
hittu þeir beint i mark. Beint á
minn auma blett. í morgunsam-
tali við yfirmanninn. Að sjálf-
sögðu veit stjórnin að ég á tvö
börn. En enginn hefur reynt að
telja það saman, hve oft ég hefi
orðiðaðsitjaheima þeirra vegna.
Þeir yrðu skelfdir ef að þeir
fengju slikar hagskýrslur.
Kannski yrði ég hrædd sjálf — ég
hefi ekki talið þessa daga saman
heldur. Ég veit bara að þeir eru
margir.
Nú er desember. t október
fengu þau bæði flensuna, Gúlja
byrjaði og svo veiktist Kotja, ég
held i tvær vikur. I nóvember of-
kæling, eftirstöðvar af flensunni i
köldu veðri — átta dagar. 1
september hlaupabóla... Kotja
kom með þann fögnuð heim.
Þrjár vikur alls. Og svona er
þetta alltaf, þegar annað barnið
er búið að ná sér þá byrjar hitt.
Mislingar, hettusótt, rauðir hund-
ar... og fyrst og fremst flensan og
kvef. Út af húfum, sem ekki hafa
verið vel bundar á litinn koll,
blautum buxum, köldum gólfum,
súgi. Læknarnir skrifa „á erfitt
með andardrátt”. Læknarnir
hafa yfrið nóg að gera. Ég hefi
lika mikið að gera og enn einu
sinni troðum við lyfjum i börnin,
en þau halda áfram að hósta samt
þar til komið er fram á sumar.
Hver hefur fundið upp á þessum
spurningalista? Hvaða gagn á
hann að gera? Hvaðan er hann
kominn. Ég skoða bakhliðina en
þar er engar upplýsingar að
finna. Ég lit á dökkhærðu Ljúsu,
gef henni merki með augunum
um að hún skreppi út fyrir með
mér. Og ljóshærða Ljúsa stendur
lika upp og við förum út allar
þrjár. Það er leiðinlegt. Ég hefði
viljað tala við Ljúsu Markorjan
um það sem skeði I morgun, um
vinnuna um spurningalistann.
Ljúsa ljóshærða er ágætis mann-
eskja, en það er ekkert hægt að
segja svo hún heyri, hún getur
ekki þagað yfir neinu.
Markorjan kveikir sér i sigar-
rettu, blæs yfir okkur reykskýi og
spyr ögrandi:
— Og hvað svo?
Það þýðir: hvað finnst þér um
spurningalistann En Ljúsa ljóska
er gröm:
— Hún veit ekki neitt, hún kom
of seint. Það kom i morgun einn
af þessum mannfjöldafræðingum
og sagði að þeir ætluðu að gera
tilraun með þennan lista hjá okk-
ur og i fleiri kvennastofnunum og
verksmiðjum....
— Einmitt,þetta er karlastofn-
un með kvennarannsóknastofur.
skatu Ljúsa dökkhærða inn.
— Láttu ekki svona, segir ljósa
Ljúsa. Og svo ef að árangurinn
verður góður, þá á að fara með
þessar spurningar um alla
Moskvu.
— Hvað þýðir góður árangur?
spyr ég Ljúsu dökkhærðu, og
hvað er það sem þeir vilja?
— Það má fjandinn vita, segir
hún, það er komið i tisku að gera
svona athuganir. Ætli þeir vilji
ekki fá svar við þeirri spurningu,
af hverju konur vilja ekki eiga
börn.
—- Ljúsa þó, þeir minntust ekk-
ert á það, segir Ljúsa hneyskluð.
— Jú vist. Þeir kölluðu það
bara „ónóg fólksfjölgun”. Þú og
ég skilum okkur ekki einu sinni.
Hvert par á að fæða tvö eða þrjú
börn, og við eigum bara eitt hver
(Nú man Ljúsa eftir þvi, að ljós-
hærða Ljúsa er einstæð móðir)
Það er allt i lagi með þig, það er
ekki hægt að krefjast meira af
þér. Það er lika i lagi með Olgu,
hún hefur staðið við planið. En
ég? Ef ég ætti að fara að standa
við þá áætlun, þá verð ég að af-
skrifa kandidatsritgerðina.
Ég birði þær fyrir mér og
hugsa: Ljúsa Markorjan likist
slökknandi báli en Ljúsa hvitu,
hrokknu lambi, en ef að. dæma
ætti eftir spurningaskránni þá
er hin fyrri sú heppnasta og siðar-
nefnda ólánssömust af þessum
fjórum mæðrum á okkar stofu.
Við vitum allt hver um aðra.
Maður Ljúsu dökkhærðu er dokt-
or og þau hafa nýlega keypt stóra
ibúð I samvinnufélagi, þau vantar
ekki peninga og þau hafa ráðið
sér barnapiu til að hugsa um hann
Markúsja, sem er fimm ára.
Hvers gætu þau frekar óskað? En
svo er mál með vexti, að doktor-
inn hefur sl. fimm árin sakað
Ljúsu um að vera eigingjörn og
að spilla barninu með þvi að láta
vandalausa annast það (hann
hefur beinlinis bannaö henni að
senda barnið á barnaheimili)
Ljúsa er alltaf að leita að eftir-
launakonu sem „gæti verið hjá
barninu”. En doktorinn vill að
Ljþusa hætti að vinna, hann vill
eignast annað barn og yfirleitt
eiga „normal fjölskyldu”.
Ljóshærða Ljúsa er ógift. Faðir
hans Vorku hennar er kafteinn
sem var að læra við herskóla og
hann lét þess ógetiðá sinum tima,
að hann ætti konu og barn i ann-
arri borg. Þegar hún komst að
þvi, var það of seint. Þegar Ljúsa
sagði honum frá þvi; að hún væri
á f jórða mánuði hvarf hann spor-
laust. Móðir Ljúsu kom ofan úr
sveit, fyrst ætlaði hún að lemja
dóttur sina, svo sendi hún kvörtun
á kafteininn til æðstu yfirvalda,
siðan grét hún með Ljúsu,
skammaðist og bölvaði öllum
karlmönnum og losk ákvað hún
ab setjast að i Moskvu, gæta
barnabarnsins og annast heimil-
ið. Hún krefst þess af dóttur sinni
aðhún geri innkaup, sjái um stór-
þvotta og sofi heima á næturna.
Minnst vitum við um Sjúru.
Sonur hennar er i þriðja bekk.
Hann er einn heima eftir skólann
þar til móðir hans kemur heim.
Sjúra hringir heim nokkrum sinn-
um á dag: „Ertu búinn að fá
nokkuð að borða? Þú hefur vist'
ekki gleymtaðloka fyrir gasið?...
Mundu að læsa dyrunum þegar þú
ferð (lykillinn er saumaður við
jakkann hans). Ertu að læra?
Eða ertu aftur búinn að ná þér i
skáldsögu? Dregnurinn er litill og
alvörugefinn. Maður Sjúru
drekkur. Við getum okkur þess
til, þótt hún reyni að leyna þvi.
Við spurjum aldrei um hann.
Liklega er ég hamingjusömust
af okkur fjorum.
Ljóshærða Ljúsa hefur tekið al-
varlega athugasemdum Ljúsu
Markorjans um „barneignaáætl-
un”.
— Aætlun, hvernig þá? and-
varpar hún. Það getur ekki verið.
Þú ert bara að grinast, auðvitað,
segir hún og vonbrigðin i röddinni
leyna sér ekki... En stelpur ég
held annars að spurningalistinn
s£ til annars. Þeir ætla að veita
okkur mæðrunum ýmisleg for-
réttindi Haldið þið það ekki.
Styttri vinnutima. Kannski ætla
þeir að borga veikindadaga barn-
anna, ekki bara þrjá daga eins og
núna... Við sjáum nú til. Það
kemur eitthvað út úr þessu.
Ljóshærða Ljúsa er i æstu
skapi, hárlokkarnir eru á iði og
kringlótt andlitið roðnar.
— „Lambið mitt með blómið
bjarta” vitnar Ljúsa dökkhærða i
barnavisu. Okkur skortir vinnu-
afl. Það er ekki annað en það sem
er að. Skilurðu það ekki. Okkur
vantar vinnuafl nú þegar. Og
hvernig verður það seinna? Hver
á að byggja þetta land?
Frainhald næsta sunnudag.
Sorgarsaga
BÓKIN auglýsir
Kaupum og seljum lesnar bækur I;
og tímarit. Eigum öðru hvoru í
heil sett tímarita.
óskum eftir góðu eintaki af ■;
frumútgáfu árbókar Ferðafé- í;
lagsins 1934. ;•
Bókin hf.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
10680
6/ sími •*
Það geröist á úrslitaleiknum i
Munchen i sumar. Allt var upp-
selt löngu fyrirfram. En eitt sæti
var autt. Maður I sömu röð spurði
þann sem sat við hliðina á þvi,
hvort hann hefði keypt miðann.
— Jú, hann hafði keypt tvo
miða.
— Og hversvegna notar enginn
sætið?
— Það átti að vera fyrir eigin-
konuna, en hún dó skyndilega.
— Það var leitt. En gastu ekki
látið einhvern ættingja eða kunn-
ingja nota miðann i staðinn?
— Nei, þeir eru allir við jarð-
arförina.
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum I 7500
einangraskálar fyrir 220 k'V háspennulinu milli
Sigöldu og Búrfells (Sigöldulina).
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Landsvirkj-
unar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavlk, frá og
með mánudegi 14. október 1974 og kosta kr. 500.-
hvert eintak.
Frestur til að skila tilboðum er til 15. nóvember
1974.
LANDSVIRKJUN
Saga, íslensk og almenn Félagsfræði
Björn Þorsteinsson:
Ný islandssaga — Þjóðveldisöld. Verð
ib. kr. 700.
islenska skattlandið. Verð ib. kr. 800.
Enska öldin í sögu islendinga. Verð ib.
kr. 700.
Einar Olgeirsson:
Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi
islendinga. Verð ib. kr. 900.
Jón J. Aðiis:
Einokunarverslun Dana á islandi.
Verð ib. kr. 1.000.
Jón Sigurðsson:
Hugvekja til islendinga. Inngangur
eftir Sverri Kristjánsson. Verð ib. kr.
400.
Ásgeir Hjartarson:
Mannkynssaga — Fornöldin. Verð ib.
kr. 1.350.
Sverrir Kristjánsson:
Mannkynssaga 300—630. Verð ib. kr.
1.100.
Bergsteinn Jónsson:
Mannkynssaga 1648—1789. Verð ib. kr.
1.100.
Jón Guðnason:
Mannkynssaga 1789—1848. Verð ib. kr.
1.100.
Albert Mathiez:
Franska byltingin. Tvö bindi. Verð ib.
kr. 1.870.
David Horowitz:
Kalda stríðið. Pappirskilja. Verð kr.
300.
r
Islensk bókmenntasaga
Sigurður Nordal:
Islensk menning. Verð ib. kr. 800.
Um íslenskar fornsögur. Verð ib. kr.
500.
Hermann Pálsson:
Sagnaskemmtun islendinga. Verð ig.
kr. 500.
Jón Helgason:
Handritaspjall. Verð ib. kr. 600.
Tvær kviður fornar. Verð ib. kr. 600.
Kviður af Gotum og Húnum. Verð ib.
kr. 650.
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi:
Þorsteinn Erlingsson. Verð ib. kr. 700.
Helge Toldberg:
Jóhann Sigurjónsson. Verð ib. kr. 500.
Peter Berger:
Inngangur að félagsfræði. Pappírs-
kilja kr. 300.
Jóhann PálI Árnason:
Þættir úr sögu sósíalismans. Pappírs-
kilja kr. 400.
Listir
Björn Th. Björnsson:
Aldateikn. Þættir úr listasögu heims-
ins. Verð ib. kr. 1.500.
Ernst Fischer:
Um listþörfina. Pappírskilja kr. 400.
K.S. Stanislavskí:
Líf í listum. Verð ib. kr. 500.
Myndlist:
Cézanne Matisse
Gauguin Michelangelo
Goya Rembrandt
Manet Velazquez
Verð kr. 140 hvert hefti.
Náttúrufræöi
Þorleifur Einarsson:
Jarðfræði# saga bergs og lands. Verð
ib. kr. 1.500.
Jarðfræði. Stytt útgáfa. Verð ib. kr.
1.200.
Wilhelm H. Westphal:
Náttúrlegir hlutir. Verð ib. kr. 400.
A.I. Oparin:
Uppruni lífsins. Verð ib. kr. 200.
Vistfræði
Hjörleifur Guttormsson:
Vistkreppa eða náttúruvernd. Verð ib.
kr. 1.100.
Uppeldisfræði
Matthias Jónasson:
Nýjar menntabrautir. Verð ib. kr. 500.
Mannleg greind. Verð ib. kr. 700.
Matthías Jónasson, Guðmundur Arn-
laugsson, Jóhann S. Hannesson:
Nám og kennsla. Verð ib. kr. 900.
Ýmsir höfundar:
Uppeldi ungra barna. Matthías Jónas-
son sá um útgáfuna. Verð ib. kr. 600.
(Verðið er tilgreint án söluskatts)