Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974.
Grein Kjartans
Framhald af bls. 3.
þeim betur settu i hópi launa-
fólks, gegn þvi að Framsóknar-
flokkurinn féllist á það m.a., að
ný vinstri stjórn gengi allmiklu
harðar að hvers kyns fésýslu-
bröskurum og gróðamönnum en
sú fyrri hafði gert.
Það var hins vegar sérstaklega
undirstrikað af hálfu fulltrúa
Alþýðubandalagsins i ölluni um-
ræðum um stjórnarmyndun, að
ekki kæmi til greina að skerða eitt
eða neitt kjör hinna lægst laun-
uðu, þ.e. fólksins f almennu
verkalýðsfélögunum og annarra
með álika kjör.
Þær tillögur um að binda launa-
hækkunina við 10% fram til 1.
mars I vetur, sem Alþýðubanda-
lagið var til viðtals um, voru al-
gerlega við það miðaðar, að verð-
lag hækkaði þá ekki meira en um
12.-13% og mismunurinn 2-3% yrði
einnig bættur t.d. með hækkuðum
fjölskyldubótum. Sú afstaða
Alþýðubandalagsins, að i engu
mætti skerða hlut þeirra verst
settu i þjóðfélaginu var afdráttar-
laus.
Nú hefur verðlagi hins vegar
verið hleypt upp með aðgerðum
hægri stjórnarinnar um yfir 20%
og kjör hinna lægst launuðu sem
annarra þar með skert verulega,
þegar þeir, sem höfðu 35.000,-
krónur i mánaðarlaun fá 10%
hækkun á móti, og aðrir þaðan af
minna, eða ekki neitt.
Verkföll
eða nauðvörn
Þvl er nú haldið fram I stjórn-
arblöðununuog Alþýðublaðið tek-
ur undir, að Alþýðubandalagið
ætli sér að misnota verkalýðs-
hreyfinguna i flokkspólitiskum
tilgangi I þvi skyni að koma rikis-
stjórninni á kné og spilla friði i
þjóðfélaginu. Ljótt er, ef satt er.
Það skal tekið fram hér, að
Alþýðubandalagið litur'ekki á sig
sem neinn herra yfir verkalýðs-
hreyfingunni, en hitt er væntan-
lega flestum kunnugt að sósial-
iskar stjórnmálahreyfingar hafa
löngum talið það skyldu sina að
starfa sem hluti af verkalýðs-
hreyfingunni i baráttunni fyrir
bættum hag alþýðu, auknum rétt-
indum og þvi jafnréttisþjóðfélagi,
sem frá þvi fyrsta hefur verið
stefnt að með starfi verka-
lýðshreyfingarinnar.
Nú heyrist spurt, ætlar Alþýðu-
bandalagið aðefna til verkafalla?
Þvi er til að svara, að verkföll
eru jafnan nauðvörn verkafólks,
sem ekki er gripið til fyrr en
aðrar leiðir hafa verið þraut-
reyndar. Verkföll hefjast ekki
með þeim hætti að þrýst sé á ein-
hvern hnapp á skrifstofum
Alþýðubandalagsins og þar með
stöðvist hjól atvinnulifsins. Það
er heldur ekki á valdi neinna ein-
stakra forystumanna i verkalýðs-
félögunum að efna til verkfalla,
þegar þeim kann að detta i hug.
Það eru hinir almennu félags-
menn sjálfir sem þar hafa
ákvöröunarvaldið i sinum hönd-
um, eins og vera ber.
Geir Hallgrimsson og félagar
hafa með stórfelldri kjaraskerð-
ingu láglaunafólks kastað striðs-
hanskanum að verkalýðshreyf-
ingunni. Sú sending er geymd en
ekki gleymd. Það er ekki sá
rændi, sem gerist friðarspillir,
þótt hann snúist til varnar gegn
ræningjaflokki.
Alþýðubandalagið og Þjóðvilj-
inn munu hér eftir sem hingað til
veita verkafólki sinn stuðning i
baráttu þess og okkur er það heið-
ur að vera vændir um að stuðla
heldur að þvi að islenskt verka-
fólk gangi upprétt, en það hneigi
höfuð sin, þegar rikisstjórn fé-
sýslumanna lætur skina i tenn-
urnar.
Dagsbrún
Framhald af 13. siðu.
Stofn safnsiris var gjöf Guð-
rúnar Pálsdóttur, ekkju Héðins
Valdimarssonar, um 3 þúsund
bindi bóka og rita, en þar i var
mikið af gömlu prenti og fá-
gætu, svoog verulegt safn blaða
og timarita.
Geir Jónasson borgarskjala-
vörður var safnvörður frá upp-
hafi og til ársloka 1972 og fyrir
hans atbeina jókst safnið veru-
lega af ritum um verkalýðsmál
og verklýðshreyfinguna hér og
Fágætar
bækur til sölu
Grágás 1— II./ 1829, Hafniæ
Safn til sögu l'slands I—VI KBH. og Rvk.
1853—1939.
Gula- Things-Laug, Havniæ 1817
Járnsíða. Havniæ 1847
Snorre Sturluson Noregs Konungs Kronika,
Kbh. 1757
Reykjavíkurpósturinn, 1.—3. ár, Rvk.
1847—1849
Snorra Edda ásamt Skáldu Stockhólmi, 1818
Arii Thorgilsis: Schedae feu Libellus de Is-
landia, Havniæ 1733
N.Norrebow: The Natural History of lceland.
London 1758
Sagan af Gunnlaugi Ormstungu og Skalld-
Rafni, Havniæ 1775
íslenskir Annálar. Havniæ 1847
Islandske Annaler indtil 1578. Christiania 1888
Sveinbjörn Egilsson: Lexicon Poeticum. Kbh.
1931.
Olaf Klose: Islandskatalog. Kiel 1931
Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og Munnmæli.
Rvk. 1899
Erik Jonsson: Oldnordisk Ordbog. Kjöben-
havn 1863
Bjarni Þorsteinsson: Islenzk þjóðlög. Kbh.
1906—1909
Björn Halldórsson: Lexicon. Islandico-Latino-
Danicum. I—II. bindi. Havniæ 1814.
Sveinn Níelsson: Presta Tal og Prófasta. Kbh.
1869.
Hervararsaga og Heidrekskongs. Havniæ 1785
Jón Árnason: Nucleus Latinitatis (Kleifsi),
Havniæ 1738.
KLAUSTURHOLAR
Lækjargötu 2 — sími 19250
KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR
velur gítargrip við vinsælustu lögin
TÖKUM LAGIÐ!
Flestir hafa gaman af að
syngja og ótrúlega viða er til
gitar á heimilum til að slá
undir á, þótt það gangi svo
kannski misjafnlega að finna
réttu gripin við lögin. Þess-
vegna höfum viö á Þjóðviljan-
um fengið Katrinu Guðjóns-
dóttur gitarkennara til að
hjálpa okkur að finna rétta
hljóma og munum framvegis
birta i sunnudagsblaðinu nýj-
an dægurlagatexta eða vinsælt
sönglag, sem þið getið svo
reynt að syngja og spila undir.
Katrln hefur skrifað hljóm-
ana inná fyrsta erindið og
teiknað skýringateikningar,
sem fylgja með.
Við byrjum á lagi, sem mik-
iðer á dagskrá i óskalagaþátt-
um útvarpsins núna, „Litlir
kassar”, sem „Þokkabót”
syngur á nýútkominni plötu
sinni. Treystum að þið hafið
heyrt lagið nógu oft til að
kunna það.
G-hljómur.
c
C-hljómur.
cb
D^-hljómur.
D-hljómur.
G
Litlir kassar á lækjarbakka, litlir kassar úr dinga-iinga-Iing,
L) C G d7
litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar. allir eins.
G
Einn er rauður, annar gulur, þriðji fjólublár og f jórði röndóttur,
D C g DT G
allir búnir til úr dinga-Iinga, enda eru þeir allir cins.
Og i húsunum eiga heima ungir námsmenn sem ganga i háskóla,
sem lætur þá inn i litla kassa, iitla kassa, alla eins.
Þeir gerast læknar og lögfræðingar og landsbankastjórnendur,
og i þeim öllum er dinga-linga, cnda eru þeir allir eins.
Þeir stunda sólböð og sundlaugarnar og sjússa I Naustinu,
og eignast allir börn og buru og börnín eru skirð og fermd.
Og börnin eru send I svcitina og siðan beint I háskólann,
scm lætur þau inn I litla kassa, og út úr þeim koma allir eins.
Og ungu mennirnir allir fara út i bissness og stofna heimili,
og svo er fjölskyldan sett i kassa.sotla kassa, alla eins.
Einn er rauöur, annar gulur, þriðji fjólublár og fjórði röndóttur,
allir búnir til úr dinga-linga, enda eru þeir allir eins.
Litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar allir eins.
Litlir kassar á lækjarbakka
að lokum tæmast og fólk sem i þeim bjó, er að sjálfsögðu sett I
kassa, svarta kassa og alla eins.
erlendis, sem og þjóðfélagsmál,
sögu og fl.
Nú telur safnið um hálft
tiunda þúsund bindi. Aukningin
er mest fyrir gjafir frá ein-
staklingum og stofnunum, en
töluvert hefur einnig verið
keypt. Safnið er ekki útlána-
safn, en nokkrir einstaklingar
hafa á undanförnum árum
fengið þar aðstöðu til að vinna
að rannsóknum i sambandi við
sögu islenskrar verkalýðs-
hreyfingar, auk þess sem les-
salur er opinn á laugardögum
og sunnudögum kl. 4-7 siðdegis.
Undanfarið hefur staðið yfir
málning á lesstofu og nokkrar
tilfærslur á bókakosti, sagði
Eyjólfur, þannig að safnið hefur
verið illaðgengilegt um tima, en
þegar verkinu lýkur mun Þjóð-
viljinn fá tækifæri til að kynna
safnið og ýmsa kjörgripi þess
betur.
Eyjólfur sagði, að rit á is-
lensku væru rúmlega þriðjungi
fleiri en rit á erlendum málum.
Rúmur helmingur ritanna eru
um þjóðfélags- og félagsmál,
verkalýðsmál, hagfræði, stjórn-
mál ofl. þh., og næststærsti
flokkurinn er saga, æyisögur,
ferðir og fleira skylt. Þá er tals-
vert um skáldrit og rit um bók-
menntir og mikið er til af tíma-
ritum og dagblööum, en I gömul
blöð og timarit eru þó viða
eyður, vantar stök blöð og jafn-
vel heila árganga. Furðu mikiö
er til af ritum á esperantó i
Dagsbrúnarsafninu og nokkuð
um visindi og listir, trúmál,
heimspeki, málfræði, atvinnu-
vegina osfrv.
Eyjólfur kvaðst álita að
miðað við stofn safnsins og vöxt
stæðist það gagnrýni um gæði,
og þær kröfur sem gera verður
til bókasafns verkalýðs-
hreyfingarinnar sérstaklega.
enda þótt ýmislegt vantaði, sem
æskilegt væri að hafa þar.
Margar fágætar bækur eru i
safninu og peningalegt verð-
mæti þess mikið og óumdeilan-
legt.
—vh
Yisur
Framhald af bls. 7.
og komdu inn með mér. Vöktu
báðir um nóttina og leiddist
hvorugum.
En þótt Arni væri hvers
manns hugljúfi og vinsæll með
afbrigðum gat hann átt eitur-
þrunginn flein undir tungurót-
um. Þessar visur eru til marks
um það.
Þeir, sem niðast nú mér á
njóti að orðum minum.
Kkrattinn sjálfur skiri þá
úr skitakoppum sinum.
Þó ég drekki mér I mein
mun ég glaður segja:
Haltu kjafti bölvað bein
og berðu þig að þegja.
Sennilegast hefur Arni séð
eftir þvi að hafa kveðið svona
fast að orði ef marka má þessa
vlsu, sem við skulum láta
verða þá siðustu eftir hann að
sinni:
Marga visu mikið ljóta um
ævi.
þá hóflaust geðið hreyfði
sér
hef ég kveðið þvi er ver.
Þá skulum við áður en að
fyrri partinum kemur skoða
eina mjög nýlega visu sem
skýrir sig sjálf:
Visku þó af veittist nóg
valdi slóðir grunnar,
óli Jó I eiturkló
ihalds-þjónustunnar.
—S.
Og þá er það fyrri parturinn
sem við ætlum að biðja hag-
orða lesendur að botna og
senda okkur.
Nú skal þjóðin færa fórn
og fylia auðvaldskassann
S.dór.
Blá þoka
Framhald af bls. 6.
vinnuaðstöðu verkafólks þá er
hún víðar fyrir hendi en hjá stór-
um verksmiðjum og mikið verk
fyrir hendi aö koma þvi i gott lag.
Raunar verður það sennilega
seint gott meðan aðalatriðið er
eiginn ágóði. En með þvi að skora
á fólk að láta vita finnist þvi um-
bóta vant á vinnustöðum sinum
mætti kannski komast framhjá
þeirri hræðslu sem drepið var á i
frétt Þjóðviljans og verður til að
fólk þorir ekki að kvarta. Það er
ekki allsstaðar að fólk hefur jafn
góð samtök með sér og i einni
plastverksmiðju hér, þar sem
fólkið allt gekk út, þegar i ljós
kom við mælingu að mengunin
var aðeins hærri en núgildandi
reglur leyfa.
Burtu með bláu þokuna fyrir
sunnan Hafnarfjörð.