Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 19
Sunnudagur. 13. október. 1974. ÞJÓDVILJINN — StÐA 19
fkólaritvélcir'
BROTHER skólaritvélar hafa fariö sigurför um landiö
og eru nr. 1 á óskaiista allra nemenda í landinu og
allra þeirra, sem þurfa aö nota ferðaritvélar.
GERÐ 900
3 linubil. auóveld spassiustilling.
færsla, 3 litabandsstillingar.
spássiuútlausn. og lyklaútlausn.
ásláttarstillir.
GERÐ 1350
Vélin, sem hagar sér eins og
rafmagnsritvél meö hinni nýju
sjálfvirku vagnfærslu áfram.
8 stillmgar á dálka Hefir auk þess
alla kosti geróar 900 Er i fallegri
tosku ur gerfiefni.
GERÐ 1510
Hefir alla kosti geróar 1350 og
auk þess valskúplingu og lausan
dálkastilh þanmg aó dálka má stilla
inn eóa taka út hvar sem er á
blaóinu Mjog sterkbyggó vél i
fallegri leöurlikistosku
BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar
og traustar, en kosta samt minna en allar sambærilegar vélar
ábyrgð 2 ár.
BORGARFELL
Skólavörðustig 23, sími 11372
y
Húsbyggjendur —
EINANGRUNAR-
PLAST
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavikursvæöiö meö stuttum fyrir-
vara.
Afhending á byggingarstaö.
HAGKVÆM VERÐ.
GREIÐSLUSKILMALAR
BORGARPLAST HF.
Borgarnesi
Sími: 93-7370
AUGLYSENDUR!
Um leið og breyting verður á efni og
uppsetningu sunnudagsblaðsins vill
auglýsingadeild blaðsins koma á móts
við auglýsendur og auka þjónustu sína
báðum aðilum til hagsbóta.
Eins og sést á bls. 12 er auglýsingum
raðað þar undir einn hatt: SUNNU-
DAGSAAARKAÐ. Þar viljum við gjarn-
an sjá f leiri auglýsingar í svipuðum dúr
er fram líða stundir. Við leggjum á-
herslu á, að með þessari breytingu ér
stefnt að því að láta minni auglýsingar
njóta sín, og þarna munum við birta
hvers konar smáauglýsingar frá fyrir-
tækjum og einstaklingum, sem vilja
kaupa, selja eða birta persónulegar orð-
sendingar.
Auglýsingarnar á bls. 12 eru að mestu
hannaðar af okkur og þær eiga að sýna
hvað offsettæknin veitir mikla mögu-
leika. Við erum fús til að aðstoða við
myndatöku og annast snúninga vegna
auglýsinganna.
Auglýsendur geta pantað pláss á 12. og
13. síðu fram til kl. 5 á fimmtudögum,
en tekið er á móti almennum auglýsing-
um í sunnudagsblað til kl. 5 á föstudög-
um.
Vinsamlegast hringiö i auglýsinga-
deildina, sími 17500, og spyrjist fyrir
um þjónustu og kjör.
a.nda-ió* aftt<
J SK/i-fa.
. /yafcít já
Ó þú frelsi!
Oröiö frelsi er mikiö brúkað
þessa dagana og tekur þaö á sig
ýms gervi: einstaklingsfrelsi,
athafnafrelsi, fjármálafrelsi, —
frjálst framtak, frjáls sam-
keppni og síöast en ekki sist:
frjáls menning. Allar spretta
þessar frelsishugsjónir upp i
skjóli blessaðrar rikisstjórnar-
innar okkar nýju, sem aö sjálf-
sögöu aöhyllist sem viðtækast
frelsi á sem flestum sviöum
þjóölifsins, bæöi útávíö og inná-
viö. Frelsi er til margra hluta
brúklegt, ekki hvaö sist i fund-
arsamþykktum og flokksyfir-
lýsingum.
Og enn ryöjast „hugprúðir
dátar” fram úr sviplausum
óræöum röðum „þögla meiri-
hlutans”, — aö þessu sinni til
þess að leysa menningu þjóðar-
innar úr viðjum, frelsa hana frá
öllu illu, leiða menntagyöjuna út
úr gjörningaþoku vinstri vill-
unnar i útbreiddan faöm Sáms
frænda i vestri. Tólfmenning-
arnir eru að visu horfnir úr
sviðsljósinu, enda búnir að
bægja háskanum frá og treysta
varnir landsins. Þeir biöa þess
nú i hógværð sinni aö réttvisin
dæmi þeim umbun fyrir erfiðið
og rói samvisku þeirra. Fram-
sóknarbykkjan er tamin og
hleypur ekki lengur út undan
sér. Búið að leggja beisli viö ut-
anrikisráöherra og snúa honum
öfugum vestur um haf að éta oni
sig ótimabæra kokhreysti frá i
vor, hinu þögla liði til þægðar og
velþóknunar.
Þó finnst ýmsum úr þvi liði
ekki nóg að gert, una illa þessu
blessaða logni. 1 þeim er enn þá
glimuskjálfti. Hreggviður vill fá
að starfa nokkuð. Sá mikli
pappirssmali leggst nú i fornu
gólfin og lætur hvergi bilbug á
sér finna. Er nú heldur en ekki
sláttur á kappanum. Hiklaust
má likja honum við ævintýra-
persónur á borð viö Jón sterka,
sem ekki þóttist lakari til fylgd-
ar i stórræðum en sumir tveir.
Vitaskuld hefur islensk menn-
ing verið i álögum þessar aldir,
sem þjóöin hefur hjarað. Hefur
hún ekki beðið þess ellefu aldir i
útlegð að ævintýraprinsinn
kæmi að frelsa hana? Þvi skyldi
hún þá ekki fleygja sér i fangið á
fallega rika dollaraprinsinum
sinum, loks þá hann birtist
henni hlaðinn gulli og gersem-
um? — Svona einfalt er þetta og
ef okkur væri þetta öllum jafn-
ljóst og „frelsishetjunum” okk-
ar þá værum viö núna lausir við
öll leiðindi, sem islenskri menn-
ingu fylgja.
Það er von aö islending-
ar, sem hafa galopnað hjá sér
vesturgluggann og séð um hann
alla auðlegð og ævintýri villta
vestursins, skilji ekki heimaln-
ingshátt hinna, sem ekki vilja
opna annan skjá en þann sem
veit út á hlaðvarpann. Og ekki
vaxa þar nú skrautblómin,
Jesús minn, i þessu lika karga-
þýfi. Hefur ekki islensk menn-
ing alltaf verið mest i rökkrinu?
Og það litið sem sagt er allt
tuldrað oni bringu. — Það er von
að mörg Kleopatra gráti blessað
kanasjónvarpið.
— En hjálpin er nærri!
1 anda hins frjálsa framtaks
og frjálsrar samkeppni smala
frjálsir menningarpostular
frjálsum undirskriftum frjálsra
einstaklinga. — Að visu bregður
svo undarlega viö að þakklæti
húsbændanna er ekki fullkomn-
lega einlægt aö þessu sinni.
Einstaka ráðamönnum flokks-
ins þykir þessi smalamennska
jafnvel hálf óheppileg eins og
sakir standa. Sumir geta jafnvel
ekki orða bundist og vanda um
við undirskriftasmala sina — og
það i sjálfum Mogganum, auð-
vitað þó af móðurlegri bliðu.
1 áminningu þingmannsins,
sem birtist i Mogganum fyrir
skemmstu er það tekið fram, aö
þetta sé hið ágætasta fólk, sem
þessa dagana stendur i ströngu
við undirskriftir og áróður fyrir
Keflavikursjónvarpinu og auð-
vitað sé það rétt að hræðsla viö
erlend menningaráhrif geti
hæglega leitt til einangrunar og
forpokunar. En það er bara eins
og þingmanninum finnist þetta
ekki passa, og raunar finnist
honum Keflavikursjónvarpið
opið eða lokað „lltilf jörlegt
hégómamál”.
Aumingja Hreggviður. Er
þetta þakklætið fyrir allt hans
strit og erfiði til framgangs
flokksstefnunni!
Annars liggur við að maður
vikni við lestur þessarar grein-
ar þingmannsins i Mogganum á
þriðjudaginn, svo hrærður verö-
ur maður, að hugsa til þess að
svona saklaus sál, skuli fyrir-
finnast i islenskri pólitik.
Þingmaðurinn leggur óhindrað
út i skilgreiningar á frelsi.
Frelsi sé hættulegt án takmark-
ana og geti hæglega snúist upp i
ranghverfu sina.
Þaö væri gaman að heyra
þennan þingmann skýra frelsis-
hugmyndir Sjálfstæðisflokks-
ins. Ætli flokksforystunni þætti
það ekki hastarlegur andskoti,
ef gera ætti eitthvert mál úr
frelsisyfirlýsingunum og farið
væri aö krukka i frelsishugtök-
in.
Myndi kannski felast i „at-
hafnafrelsi einstaklingsins”
frelsi til þess að traðka á frelsi
annarra einstaklinga? Og það
skyldi þó ekki vera einum
frjálst að skammta öðrum
frelsi, samkvæmt þeim afstæðu
lögmá'ium, sem við köllum lýð-
ræði og frelsi?
Eftir þessu lögmáli hafa
girugar loppur kapitalismans
teygt sig um lönd og álfur og
seilst eftir frelsi einstaklinga og
þjóða. Samkvæmt þessu lög-
máli dansar aumingja neyslu-
þjóðfélagið örþreytt og sligað,
ofmett og taugaveiklað.
Frjálsa menningin hans
Hreggviðs og þeirra bræðra, er
eðlileg afleiðing þess skolla-
leiks, sem leikinn hefur verið
undir yfirskini frelsis, áþreifan-
legt og átakanlegt dæmi um úr-
kynjaða hugmyndafræði.
Blekkingin blifur.
GLEFSUR
I
TÍÐINNI