Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 20

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Síða 20
oiomiuiNN Sunnudagur. 13. október. 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Eeykja- vikur, simi 18888. Kvöldsfmi blaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla lyfjabúöanna i Reykjavik vikuna 4.—10. okt. i Garðsapóteki og Lyfja- biíðinni Iðunni. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Yfirstéttin á sunnudagsakstri; hún hefur varist með furðulegum árangri. Jk Atvinnuleysingjar eru nú 700 þúsundj hvaö veröur um fyrirheit Wilsons? Veik stjóm verkamannaflokksins and- spænis líkum á auknum stéttaátökum Heath og Wilson voru hvorugir sériega hrifnir af „þriöja manninum” I kosningaslagnum, foringja frjálslyndra, Jeremy Thorpe. Þegar þessar linur eru skrifaöar á miðjum fösfu- degi, lítur út fyrir að Verkamannaf lokkur Wil- sons nái hreinum meiri- hluta á þingi, en knöppum þó. Kosningaþátttaka var með minnsta móti, og það bitnar að jafnaði á Verka- mannaf lokkinum. Búist var við því að Verka- mannaflokkurinn fengi um fimm sæta meirihluta, en það þýðir að erfitt er að koma fram neinum um- talsverðum breytingum á bresku samfélagi eins og vinstri helmingur flokks- ins hefur fullan hug á. Tap íhaldsins var ekki eins mikið og menn gerðu ráð fyrir. Frjálslynda flokkn- um tókst ekki að rjúfa ein- okun stóru flokkanna á þingi, þrátt fyrir mikið at- kvæðamagn. Aftur á móti er skoski þjóðernisf lokkur- inn eiginlega eini sigurveg- ari kosninganna, og mun hin mikla fylgisaukning hans vafalaust verða til aö ýta undir aukna sjálfstjórn skota. Að öðru leyti vísast til kosningafréttanna frá þvi i gær. Slagurinn Kosningabaráttan sjálf fór fram i sýnu mildari tóntegundum en i febrúar, en þá áttu þeir Wil- son og Heath bágt með að dylja sterka persónulega óbeit hvor á öðrum. Stóru flokkarnir hafa sjálfsagt reiknað dæmið þannig, að frjálslyndir gætu grætt á mikl- um illindum og stóryrðum þeirra á milli. Og sáttfýsi var mjög höfð á oddinum, einkum eftir að Heath tók að hamra á tilboðum sinum um þjóðstjórn eftir kosningar. Þau orð heyrðust að aldrei hefði kosningabaráttan verið jafn leiðinleg. Mikiö fylgi frjálslynda flokks- ins sem fór upp i sex miljónir at- kvæða en fékk aðeins 14 þing- menn kjörna i febrúar, hefur af eðlilegum ástæðum orðið til þess, að i kosningabaráttunni var mjög um það fjallað að kosningafyrir- komulagið væri úrelt orðið, en það gefur stærstu flokkunum möguleika á einokun á áhrif- um á stjórn landsins. óréttlæti það sem fylgir kosningaskipan breta er augljóst. Það vakti og at- hygli, að fréttamen segja kosn- ingabaráttuna i Bretlandi i æ rik- ari mæli háða eins og forseta- kosningar i Bandarikjunum eða þá Frakklandi. Hún snýst i revnd um að skapa heppilega „mynd” af foringjum flokkanna i sjón- varpi og öðrum fjölmiðlum og að þveita þeim um allt land. Þar með er orðin heldur mjóslegin sú röksemd fyrir einmenningskjör- dæmum að þau tryggi beint sam- band og náið milli kjósenda og frambjóðanda. Eftir kosningunum i febrúar að dæma máttu 128 ihaldsþingmenn og 18 verkamannaflokksþing- menn óttast um sig fyrir fram- bjóöendum frjálslyndra, en i við- komandi kjördæmum hlutu þeir næstflest atkvæöi og i mörgum munaði litlu að þeir sigruðu. En vonir Frjálsiynda flokksins um að honum tækist i þetta sinn aö festa sig óumdeilanlega i sessi sem „þriðja aflið” i breskum stjórn- málum hafa ekki ræst. Og það er ekki vist að annað tækifæri gefist. tækifæri gefist. x Viðbrögð við kreppu Þau mál sem mest fór fyrir i kosningabaráttunni voru verð- bólga (17% nú), atvinnuleysi (700 þúsundir manna eru atvinnu- lausir og búist er við þvi að þeim fjölgi) og viöskiptahalli við útlönd (um 1000 miljarðir króna á fyrri helmingi ársins). Wilsonstjórnin, sem setið hefur siðan i febrúar, hafði mætt verðbólgunni með verðlagseftirliti, niðurgreiðslum á nauðsynjum, lækkun virðis- aukaskatts. Ihaldsmenn héldu þvi mjög á lofti i slagnum að hér væri aðeins um skottulækningar að ræða, og að eftir kosningar mundi verðbólguhjólið fara upp i 30-40%. Svar þeirra átti svo að vera þjóð- arsáttmáli — samvinna allra flokka, verklýösfélaga og at- vinnurekenda. Verkamannaflokkurinn bauð hinsvegar upp á „félagslegan sáttmála” sem verklýðsfélögin hafa i stórum dráttum fallist á. Hann felur það i sér, að verklýðs- félögin fari sér hægt i kaupkröf- um, gegn þvi að verðlagseftirlit verði strangt — og svo — eins og siðar verður vikið aö, gegn þvi að Verkamannaflokkurinn taki upp róttækari stefnu. Þjóðasáttastefna ihaldsflokks- ins reyndist ekki ýkja trúverðug, þvi að þess var mjög skammt að minnast, að stjórn Heaths hélt uppi stefnu sem mjög var fjand- samleg verklýöshreyfingunni og skerfi rétt hennar á margan hátt — beiðsú stefna herfilegan ósigur i vinnudeilu kolanámumanna, sem var mikill þáttur i þvl að fella Heath. Efndir Verklýðshreyfingin mun að likindum spyrja Wilson mjög um efndirá fyrirheitum um róttækari stefnu. En kreppuástandið i bresku efnahagslifi hefur gert hana að ýmsu leyti harðari og róttækari og ýtt undir vinstri arm fiokksins. Það verður þvi ekki spurt eingöngu um meira eða minna timabundnar verðbólgu- ráðstafanir heldur um breytingar á valdahlutföllum eins og einn af foringjum vinstri armsins Wedgwood Benn orðar það, breytingu á gerð þjóðfélagsins, aukna þjóðnýtingu. Ráðstafanir i dýrtiðarmálum geta reyndar komin inn á einmitt þetta. Hægri menn spá þvi, að áframhaldandi veröstöðvun muni setja allmörg fyrirtæki á höfuðið. Og bæta þvi við, að vissulega muni vinstri- sinnar i flokki Wilsons gráta þaö þurrum tárum þótt einkaauð- magnið hrynji — það gefi einmitt gullið tækifæri til að ná á sitt vald „stjórnpóstum efnahagslifsins”, fylgja tiltölulega sósialiskri stefnu. Hitt er svo jafn vist, að einka- fjármagnið mun ekki taka þvi þegjandi, að vettvangur þess sé skertur. Það ræður yfir ýmsum leiðum — t.d. fjárflótta — til að gera róttækri vinstristjórn lifið leitt, stöðva fyrirtækin og auka þar með á atvinnuleysi. Og þeir mundu að sjálfsöðgu njóta stuðnings stéttarbræöra sem betur eru settur i kapitaliskum heimi en lifsþreyttir eigendur fremur úrelts bresks iðnaöar. Vaxandi stéttaátök væru þvi likleg niðurstaða af sigri Wilsons. En þessi sigur virðist svo naumur, að róttækari öflin i flokki hans og verklýðshreyfingunni hafa miklu minna svigrúm en þau hefðu haft ef að flokkurinn hefði náð þeim 30-40 sæta meirihluta sem skoðanakannanir bentu til. Hér við bætist að Wilson þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að Efna- hagsbandalaginu, ef að marka má kosningaloforð hans, og flokkur hans sjálfs er mjög klofinn i þvi máli. Andstæður Stéttaandstæður eru lika magnaðri i Bretlandi en viðast hvar i okkar heimshluta. Yfir- stéttin hefur, eins og Tom Bottomore segir i merkri úttekt á „Valdakerfinu i Bretlandi”, varið hagsmuni sina með furðulegum árangri. Orlitill hluti þjóðarinnar á enn mestan þjóðarauðinn, hvort sem reiknað er i iðnfyrirtækjum eða landflæmum, sem yfirstéttin á sér til skemmtunar i þessu þétt- býla landi. Enn i dag koma flestir þeir sem stjórna iðnaði og stjórn- málum Bretlands úr örfáum, dýrum einkaskólum. Þessir skólar taka við um 2,5% nemenda á menntaskólastigi, en þeir eru siðan meir en þriðjungur stúdenta i bestu háskólunum, 71% forstjóra helstu fyrirtækja — og úr þessum sama hópi voru niu af hverjum tiu ráðherrum siðustu ihaldsstjórnar. A hinn bóginn eru laun verka- fólks lélegri en i mörgum iðn- rikjum og áhrif þess á stjórn fyrirtækja minni. Breskir verka- menn vinna að meðaltali lengur en starfsbræður I Þýskalandi og á Norðurlöndum, og margir þeirra hafa aðeins 10-14 daga orlof. Húsnæðismál eru i miklum ólestri og atvinnuleysi mjög tilfinnanlegt eins og áður var tekið fram. Mikil bölsýni hefur greipið um sig meðal almennings, og skoöana- kannanir benda til þess að um þessar mundir hafi ein miljón breta hug á að flýja land fyrir fullt og allt — helst til Kanada og Astraliu, sem telja sig vart geta annað þessari eftirspurn. En hér við bætist, að bresk verklýðssamtök eru ekki eins bundin af löggjafarákvæðum og innra skipulagi i kjaradeilum eins og hliðstæð samtök i þeim löndum sem Bretland er helst borið saman við. áb tók saman

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.