Þjóðviljinn - 20.10.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974 „Frjálsbornir íslenskir karlmenn” Skoöuö lög eins karlafélagsins Umsjón: Vilborg Haröardóttir Eins og flestum mun kunnugt eru starfandi hér á landi (og víðar) allmörg karlafélög undir allskyns yfirskini einsog góðgerða- starfsemi, menningar- ástundun, sjálfsþroskun og guðveithvað. öll eru þessi félög og klúbbar harðlokuð konum og reynt að halda yf ir þeim einhverjum ieyndardóms- fullum blæ, þótt æ fleiri séu nú farnir að sjá í gegn- um, að góðgerða- starfsemin er ekki annað en sníkjur af almenningi, menningarástundunin mest brennivínsdrykkja ásamt rabbi um einhverja bók eða álíka meðan fært er, og sjálfsþroskunin í mesta lagi að étið er saman og haldnar ræður hver yfir öðrum. En þetta viöurkenna náttúrlega ekki félagskarlarnir, hvort sem klúbburinn heitir nú Lions, Kiwanis, Oddfellow, Frimúrarar, Rotary eöa einhverju innlendu nafni. Reynt er aö upphefja félagsskapinn meö allskyns oröa- gjálfri i lögum og reglum og hin- um hlægilegustu siöum, eins og lýst var nýlega hjá frlmúrurum i grein í Þjóöviljanum, og minnir sumt af þvi sem frést hefur af reglunum mest á gömlu þýsku skylmingafélögin eöa „bræöra- lögin” eins og þau voru svo fagur- lega titluö. En þetta er vist „siöasta vigiö” þeirra, einsog talsmaöur Rotary I Kópavogi oröaöi þaö viö konu, sem vildi fá inngöngu (Orö I belg, Þjóöv. 29. sept sl.)) Nú hefur jafnréttissiöan komist yfir lög eins karlaklúbbsins og kemur þar margt fróölegt i ljós, eða hvaö finnst lesendum: 1. kafli. Markmið félagsins ...boöar endalok: Leti, andlegrar og likamlegrar — A1 e c t o r o 1 o p h u s minor. Stöngullinn uppréttur (erectus) ógreindur neöantil, litiö hæröur eöa þvi sem nær hárlaus. Blööin stilklaus, hjartfætt. Krónan gul, efri vörin hjálmlaga. Aldinin nærri kringlótt, gljáandi....... (Flóra) fláræöi-heimsku-ódrenglyndis og bulluskapar — ljótleika. .... lýkur upp portum fyrir: Atorku, andlegri og likamlegri — hreinskilni — visku — menntun — drenglyndi og bræöralagi — fegurö. .... vill þroska limi til áhuga á ORÐ Auglýsing BELG Þau viðskipti ekki fyrir konur Kunningi ó.E. þurfi um dag- inn að eiga viðskipti við veð- deild Landsbankans og komst þá aö þvi, að sllkt er ekki ætlaö konum. Eyöublöð fyrir veölán eru sumsé öll stiluð uppá Herra.... Þvi má bæta við, að til skamms tima var ekki gert ráö fyrir, aö konur ættu neinskonar lánaviðskipti viö Landsbankann samkvæmt eyðublöðum, þvi vixileyðublööin voru öll með herra á undan plássinu fyrir nöfnin. Enþetta hefur nú verið endurskoöaö bæöi i Landsbank - anum og fleiri bönkum, en þó ekki alls staðar, eins og bent hefur veriö á áöur hér i belgn- um. Allt karlkyns Og hér kemur annaö bréf um álika: „Ég var aö fylla út umsókn um ökuskirteini núna áöan og þótti nóg um. Þaö virðist ekki gert ráö fyrir ööru en aö um- sækjendur séu allir karlkyns. Umsóknin hljóðar svo: Undirritaður (fullt nafn)......, fædd ur........ sækir hér meö um ökuskirteini sem heimilar honum aö stýra: bifreiöCbifhjóliQdráttarvél o.s.frv. Yfirleitt er nú kvenkynsend- ing i sviga eöa neöanviö á svona eyðublööum, en það var ekki á þessu né kennsluvottoröinu. Þar var sömuleiðis gert ráö fyrir aö ökukennari væri karlkyns (Veit ég um allavega eina konu sem kennir á bifreið). Steinunn Bergsteinsdóttir.” Steinunni gremst vitanlega, aö ekki viröist gert ráö fyrir kvenkyns umsækjendum. En sé nánar gáö hefur sá sem samdi umsóknareyöublööin kannski haft i huga oröið umsækjandi, sem er jú karlkyns, eöa bara maöur,— og allar konur eru jú menn, þótt ekki séu allir menn konur. Greind stúlka eða kona með fallega rithönd og vél- j ritunarkunnóttu óskast 3-5 tíma á dag eftir hádegi. , Umsóknir leggist inn á Suðurnesjatíðindi, merkt l „Greind' Greind með fallega rithönd Olfar rakst á þessa I Suöur- nesjatiöindum. Getiö þið hugsaö ykkur hana I karlkyni: Greindur karlmaður meö fallega rithönd....! Auðvitad vill konan yðar laga gott kaffi fyrirhaf narlítið. Gefið hennl þvi Remington kaffilagara. Helstu kostir: SamilBða með könnu og Irekt. Hægl aS atilla renmli heita vatnilna (þér gatiS notaS eigin katlikönnu) — Hitavatns- geymir tekur 1.3 Iftra cg er meS akiptingu fyrir 1—10 bolla — Sjállvfrkur hitaalillir varnar ofhitun — Hitaplatan beldur kalli haelilega heltu allan daginn — Fallega hannjð helmiliataaki — Ara ébyrgS OB&ÍSJ SPER*V-$-REMINGTC' J t aogavegi 178 simi 38000 — merki aem trygglr gaaSin. Hver vill ekki laga gott kaffi? Bjarni Sigtryggsson bendir á auglýsinguna þá arna um kaffi- lagara og er ég honum hjartan- lega sammála um, aö hún er helber möögun viö eiginmenn og aöra karlmenn. Eöa hver vill ekki laga — og drekka — gott kaffi, hvers kyns sem hann er? Ævintýraheimur húsmæðra Kryddhúsið í verzl okkar í Aðalstræti 9 Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýínsu kryddtegunda kl. 2—6 i dag Verið velkomin. Matardeildm Aðalstræti 9. Ævintýralegt Og svo var það þessi, rétt eina feröina, en Karlmaöur, sem hefur gaman af aö elda sendir hana: — Þaö viröist vera sérstök kvennastétt, húsmæður, sem á aö hafa forréttindi á þessu sviöi, sagöi hann móðgaöur. Þaö er sannarlega ævintýralegt á þess- um tímum jafnréttis og sam- hjálpar á heimilunum. Kaffi Þjóðviljans Annars höfum viö hér á Þjóö- viljanum vist varla efni á aö gagnrýna aðra auglýsendur i þessu efni, þvf enn einu sinni hefur hér veriö auglýst eftir konu til aö laga kaffiö okkar. Þær auglýsingar hef ég áöur gert að umtalsefni hér i belgn- um og ekki stóö á viöbrögöum lesenda nú, a.m.k. fimm hringdu og bentu á þessa aug- lýsingu blaðsins neöst á 5. siöu 11. október. Þótti mönnum þetta stinga þvi meir I stúf þar sem slegiö var upp I fyrirsögn efst á sömu síöu mótmælum rauö- sokka gegn kynferöismismun- un. Ein þeirra, sem hringdi til aö gera athugasemd við þessa aug- mundu þiggja svona starf hluta úr degi, — en þeir eru sem sé útilokaðir og yfirleitt karlmenn, eða hvað? Engar þekktar konur? V.D.vekur athygli á vasabók með almanaki, Minnisbók Fjöl- viss, þar sem henni þykir heldur betur farið i manngreiningarálit eftir kynjum: 1 bókinni er getiö fæöingard. fjölda þekktra islendinga, lifs og liöinna, og m.a.s. dánardaga sumra, en allt eru þetta karl- menn. Eru engar og hafa engar þekktar islenskar konur veriö uppi aö áliti ritstjöra vasabók- arinnar? Viö athugun á umgetinni bók taldist mér, aö þar væri getið afmælisdaga rúmlega 70 karl- manna þar af uppundir 20 núlif andi. Hvers konur eiga áð gjalda fæ ég ekki skiliö. Samstarf, ekki hjálp S. skrifar eftirfarandi: „Þaö er hreint ekkert létt verk að koma á jafnræöi meö hjónum. Ég, húsbóndinn á heimilinu, vil aö jafnræöi sé meö okkur hjónum og tel mig leggja mig nokkuö fram I þvi máli. Einn laugardag sem oftar tók ég til hendi meö konu minni, og þegar ég var búinn meö mitt verk, sagöi konan: Mikiö þakka ég þér vel fyrir. Svo varö hún hugsi smástund / síona óskast til að annast kaffihitun tvisvar á dag JbWIUINN Skólavörðustig 19 Siwi 17500 íauðsokkar inótmæla' kynferðisniismunun lýsingu sagöist þekkja þó nokk- uö marga skólastráka, sem og sagöi siðan: Mikiö er nú þetta undarlega rikt I manni — hversvegna á ég annars að vera að þakka þér, ekki þakkar þú mér fyrir unnin heimilisverk. Og ég var alveg sammála Þeg- ar ég kvaddi stuttu siöar, kall- aöi ég um leiö og ég hljóp út: Þakka þér samstarfiö I dag!” Fyrirvinna Valdimars Ég hef ekki lengur tölu á öll- um þeim, sem hringt hafa vegna ummæla I „Kastljósi” Sjónvarpsins i fyrri viku, en þar ræddi Valdimar Jóhannesson viö Guömund Oddsson lækni um nýja. hjartabilinn og spuröi m.a. eitthvaö á þessa leið: En ef fyrirvinnan fær skyndilega hjartakast, hvað gerir þá eigin- konan, dauöhrædd? Valdimar viröist I fyrsta lagi hafa mjög einkennilega hug- mynd um „fyrirvinnu” miöaö viö þá staðreynd hve stór hluti giftra islenskra kvenna stundar vinnu utan heimilis og i öðru lagi hlýtur sú spurning aö vakna, hvort „eiginkonan” i dæmi hans veröi svona hrædd af þvi að „fyrirvinnan” hennar og þar með lifsafkoma og peningar séu I veöi eöa af því aö önnur manneskja sé i nauðum stödd. Einn þeirra sem hringdi, Sigl- firöingur, langar jafnframt i sambandi viö svar læknisins, aö ekki eigi aö hringja i lækni held- ur slökkviliðið, aö koma þeirri spurningu á framfæri, hvaö fólk úti á landi eigi þá aö gera i svona tilfellum. Þar er ekki hægt aö hringja I slökkviliðið. Meira næst Viö skulum enda aö þessu ] sinni á tveim fyrirsögnum, klipptum úr Visi. Belgurinn er | oröinn yfirfullur aö þessu sinni, en nokkur bréf biða birtingar. \ Meira næst. —vh I ( Viðhaldið aftur til frádráttar ^ Vegnar ógiftiim konum betur? I _ á mflðan aiftum mönnum vegnar hins vegar betur J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.