Þjóðviljinn - 20.10.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Allt sem er nýtt á aö vekja deilur... Leikhúsið á Taganka Þrjár systur á Taganka. Klasslkln þótti I þeirrl sýningu full-nærgöngul við samtfðina. Það hefur gerst oftar en einu sinni í Moskvu, að eitt leikhús hefur náð forystu um nýstárleg og vönduð vinnubrögð. En sú forysta gengur á milli húsa — þegar leikhúsið hefur komið sér upp sínum „stíl", sínum svip, þá hættir því til að rækta þetta svipmót eins og dýrmætan safngrip. Þá fer frum- kvæðið eitthvað annað, færist til yngra fólks sem tekuraðsér afskipt leikhús og lyftir þvi til vegs. Eitt- hvað í þessa veru gerðist á Taganka, en hér á eftir f er viðtal við leikhússtjóra þess Ljúbimof. Taganka-leikhúsið i Moskvu hefur starfað i 10 ár, og hefur Júri Ljúbimov verið stjórnandi þess frá upphafi. Ég átti tal við hann i skrifstofu hans i leikhúsinu. Hann er fjörlegur og kvikur i hreyfing- um og erfitt að trúa þvi, að hann sé orðinn 56 ára. Ég les fyrir hann ummæli um Taganka, þar sem sagt er, að leikhúsið eigi aðeins einn leikara, Júri Ljúbimov. Hann vill ekki fallast á það og segir, að leikhúsið hafi á að skipa úrvalsleikurum og ekkert leikhús geti öðlast vinsældir án góðra leikara. ,,Þér voruð leikari, áður en þér gerðust leikstjóri?” „Aður en ég fór að vinna við leikhúsið, var ég rafvirki. Ég ákvað að reyna að komast i leik- listarskóla MHkAT og fyrir inn- tökuprófið æfði ég mig i flutningi á ræðu Júri Olesha, sem hann hélt á 1. þingi sovéskra rithöfunda. En áhrifin urðu önnur en ég ætlaðist til. I ræðu þessari er rætt um, hvernig fullorðinn maður öðlast nýjan skilning á lifinu. Olesha segir i ræðu sinni: ,,Ég sé nýtt hörund handa minna. Ég sé um- hverfið i nýju ljósi. Ég lit náttúr- una öðrum augum.” En þegar ég, tæplega 16 ára sveinstaulinn lét þessi orð útúr mér, vakti það hlátur. Prófnefndin skellihló, en ég fokreiddist. ,,Ég er að tala i al- vöru, en þið hlæið”, sagði ég og gekk út. En ég fékk samt inn- göngu. Ég lærði leiklist. Fyrst lék ég hjá MHkAT, en sfðan fór ég að vinna hjá leikhúsi, sem E. Bakhtangov stjórnaði. Þar vann ég i mörg ár, uns ég gerðist leik- hússtjóri við Taganka.” ,,En auk þess voruð þér kennari við Sjúkin-leiklistarskólann. Höfðuð þér i hyggju að gerast leikstjóri, eða var það kennslan, sem leiddi yður á þá braut?” „Það var kennslan. Eitt sinn ákvað ég ásamt þriðjubekkingum að setja upp leikritið „Góði maðurinn frá Sezúan” eftir Ber- told Brecht. Þetta var nýjung. Venjan hafði verið sú, að fjórðu- bekkingar settu upp leikrit i lok leiklistarnámsins og léku það 2-3 sinnum og fóru siðan i ýmsar áttir til starfa. Mér datt i hug, að þarna mætti samræma nám og leik- sýningar siðasta veturinn og þá gæti upphaf nemendanna á leik- listarbrautinni orðið auðveldara. Þegar við byr juðum að sýna leik- ritið, vakti það mikla hrifningu og við sýndum kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi. Þá fæddist hugmyndin um stofnun nýs leikhúss. Smám saman settum við saman okkar eigin dagskrá.” „Ef litið er á leikskrána i dag, vekur það athygli, að þar er að finna fá leikrit, sem eru sérstak- lega skrifuð fyrir leiksvið. Oft eru sett á svið ljóðræn og skáldleg verk, sem hafa verið „löguð að” sviðinu. Hvernig stendur á þvi?” „Mér finnst margir sovéskir leikritahöfundar ekki eins skemmtilegir og mörg ljóðskáld og rithöfundar. Auðvitað er þetta min hlutdræga skoðun. En þetta er skýringin á þvi, að leikhúsið okkar fór að hafa samband við skáld, fyrst Andreij Voznesenski, sem ég er mjög hrifinn af og slðar við önnur skáld. Þetta byrjaði með frumlegri kvöldvöku, sem viö kölluðum „Skáldið og leik- húsið”. Andreij Voznesenski las kvæðin sin og siðan voru þau leikin á sviðinu. Ég áleit þetta fyrst og fremst tilraun, sem átti að sýna nokkrum sinnum, en leikurinn gengur enn og áhorf- endur hafa hrifizt mjög af þessari nýjung. Þetta skapaði nýja stefnu i leikhúsinu, sem nefna mætti ljóðrænar sýningar. Við settum upp „Andstæðir heimar” eftir Voznesenski, „Hlustið” eftir kvæðum V. Majakovskis, „Fallnir og lifandi”, sem fjallar um heimsstyrjöldina siðari. „Góði maðurinn'* skapaði aðra stefnu, runna frá hinum þjóðlegu, lýðræðislegu götuleik- húsum, sem ná langt aftur i aldir til trúarleikja hátiða og grimudansleikja. Þannig var settur upp sjónleikurinn „10 dagar, sem skóku heiminn” eftir bók John Reed um Október- byltinguna 1917. Við settum leik- inn upp sem byltingarhátið. Þriðja stefnan er sótt til hins si- gilda bókmenntaarfs: Moliere, Shakespeare og Ostrovski.” „Hvaða hefðum teljið þér að leikhúsið fylgi?” „Það hanga hjá okkur fjögur málverk: K. Stanislavski, Evgeni Bakhtangov, V. Meyerhold og þýska skáldið Bertold Brecht. Ég heyri oft fólk segja: „Hvers vegna aðhyllast þeir stefnu fjögurra manna?” Og einhver svarar: „Þeir reyna sennilega að velja það besta frá hverjum og einum.” Og þannig er það.” „Sviðsetningar ykkar hér hafa ætið haft I för með sér miklar deilur og umræður, gagnrýni og hrifningu. Hvað viljið þér segja um það?” „Það einhæfa og leiðinlega, sem öllum fellur i geð, getur listin ekki fengist við. Hún á að fást við það, sem er sérstakt og frumlegt. Allt sem er nýtt og sérkennilegt á að vekja deilur. Ég held það verði leiðinlegt, þegar við hættum að leita hins nýja. Það þýðir, að við munum deyja. Leiklistin er sérstök. Bók getur staðið á sinum stað og fundið les- enda sinn. En leikhúsið er dag- bundið fyrirbrigði. Kvöldinu er lokið og leiknum einnig. Og að morgni þarf að byrja að nýju.” Egorof —apn Fjölskylduráðstefnan Kreppan er komin — er kallað af húsþökum, en aðrir bera þá frétt til baka. En víst er að verð- bólga, samdráttur, aftur- kippur eru orð dagsins. Hér á eftir hittir Art Buchwald nokkrum sinnum naglann á höf uðið þegar hann færir efna- hagsmálaumræðuna yfir á vettvang fjölskyldu- lífsins: Við söfnuöumst saman, öll úr fjölskyldunni, i stofunni til fyrsta efnahagsmálafundar I sögu okkar. Ég setti fundinn sjálfur með stuttri yfirlýsingu. — Ég hefi kvatt ykkur saman til að ræða hinn alvarlega efna- hagsvanda, sem steöjar að fjöl- skyldunni. Eins og þið vitið hefur verðbólgan geist áfram eins og landafjandinn, verð á neysluvörum okkar hefur rokið upp, og likur benda til að við stefnum beint á alvarlega heimiliskreppu. Ég mæti það mikils við ykkur, ef að þið bæruð fram ráðleggingar ykkar um það, hvernig við getum komið á röð og reglu I okkar húsi. Sonur minn Jóel sagði: —■ Ég állt að nánasarstefna þin i fortiðinni hafi lagt mikinn skerf til þessarar kreppu, sem nú vofir yfir. Mér sýnist, að ef að þú slepptir kverkatakinu á vasapeningum okkar, þá fengjum við meira i eyðslu og gætum hrist af okkur dapur- leikann. — Ég er ekki viss um að þetta sérétta lausnin, sagði ég. Ein af ástæðunum fyrir fjárhagsvand- ræöum fjölskyldunnar er sú, að við eyðum meira fé en við öflum. Það var von min, að við gætum jafnað greiðsluhallann, áður en þetta ár væri liðiö. Sérhver aukning á vasa- peningum nú mundi ekki gera annað en að auka d verð- bólguna. Nú tók dóttir min, Jennifer, til máls: — Menntun er stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar. Hvers vegna ekki að taka okkur öll úr skóla, og við fengjum þá árs fri til að finna sjálf okkur? — Þetta er ekki praktisk lausn, sagöi ég. Ef að þið tækjuö ykkur ársfrifrá skóla, þá mundi ég þurfa að halda ykkur uppi, og það mundi kosta mig meira en nemur skólakostnaði. Ég á erfitt meö að koma auga á leið til björgunar þarna. Ég tel ekki að aukið atvinnuleysi meðal fjölskyldunnar mundi leysa eitt eða neitt. — Mér virðist, hélt ég áfram, að ein helsta ástæðan fyrir vandanum sé sú, hve dýrt bensinið er oröið. Ef að hver og einn skilaði bensinlánskortinu sinu og borgaði fyrir sitt bensin I reiðufé, þá mætti svo vel fara, að ljós sæist framundan. Dóttir min Connie brást reið við: — Gott samgöngukerfi i þessari fjölskyldu er grund- vallarforsenda fyrir heilbrigðu fjárhagslifi. Ef að við erum neydd til að skila bensinlána- kortinu okkar, þá er þar um að ræða neyöarráðstöfun sem ekki ætti að gripa til fyrr en allt annað hefur þegar brugðist. — Látum svo vera. En við skulum þá taka upp annað efni: popptónleika. A siðastliðnu ári eyddu meðlimir þessarar fjöl- skyldu 250 dölum i rokktónleika, og 330 dölum i poppplötur og hljómbönd. Hér er sannarlega um að ræða eyöslusvið sem þolir verulegan niðurskurö. Jennifer reis á fætur öskuvond: — Þú ætlar að refsa hinum fátæku og þeim verst settu i f jöl- skyldunni með þvi að taka frá þeim það sem þeir helst gætu skemmt sér við. Af hverju skerðu ekki niður einhverja feita bita af heimilisrekstrinum hennar mömmu? — Ég ætlaði einmitt að fara að koma að þvi, sagði ég. Mér sýnist að alltof miklu hafi veriö eytt i sængurver, gluggatjöld og allskonar óveru eins og perur og dregla. Ég legg til að 500 dalir verði hámarkseyðsla I slikan heimilisrekstur. — Það er nú alveg fráleitt, sagði konan min. — Ég var hræddur um að þú myndir bregðast svoleiðis við, En hvað þá um matinn? Það ætti ekki að verða svo erfitt að skera niður þar. — Það gæti ég fallist á, sagði konan min. En með einu skilyrði. Héðan i frá myndir þú sjálfur gera öll vörumarkaðs- innkaup fyrir fjölskylduna og ég er viss um að þú munt njóta þess vel. — Allt I lagi, sagði ég, við skulum gleyma þvi að við ætlum að spara i mat. En það hlýtur að vera eitthvað af útgjöldum þessarar f jölskyldu sem hægt er að skera niður. —■ Hvers vegna hættirðu ekki við áskriftarmiðann á völlinn? spprði dóttir min, Jennifer. — Biddu nú hæg, sagði ég gramur. Við skulum ekki henda barninu út með baðvatninu...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.