Þjóðviljinn - 03.11.1974, Page 2
(
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974.
Umsjón: Vilborg HarOardóttir
venjur hafa haft á þær. OMA eru
þau samtök sem konur I Angóla
hafa myndað til að berjast við
þessi vandamál.
— Hvernig taka karlmennirnir
þessu?
— Flestir eru fylgjandi þátt-
töku kvenna i starfi og baráttu
hreyfingarinnar, þótt þeir séu
ekki allir strax tilbúnir að sam-
þykkja að konur inni af hendi
störf, sem áður var litið á sem
eingöngu fyrir karlmenn.
— Er meðvitað stefnt að þvl að
færa út starfssvið kvenna?
— Eitt af pólitlskum verkefn-
um MPLA hefur verið að auka
skilning á grundvallarkenning-
unni um starfsstolt. Innan MPLA
er ekkert starf ætlað aðeins öðru
kyninu. Störf kvenskæruliða og
karlskæruliöa skiptast eftir hæfni
viðkomandi persónu.
Auðvitað hafa ekki allir þegar
sætt sig við breytingar á rótgrón-
um venjum, en OMA hefur unnið
mikið að jafnréttismálum, með
þvi aö útskýra þau og fræða fé-
laga sína.
Fundur kvenna I Angóla
BARIST GEGN TVÖFALDRI KÚGUN
Hver er þáttur kvenna í
þjóðfrelsishreyfingunni?
Undir nýlendustjórn
búa konur við tvöfalda
kúgun. Einsog karl-
mennirnir eru þær arð-
rændar og kúgaðar af
valdhöfum, en jafn-
framt er alin upp i þeim
minnimáttarkennd og
þeim innrætt að lita á
það sem hlutverk sitt að
þjóna karlmönnunum.
Þvi er það sérstakt
ánægjuefni, að einmitt i
nýlendum i Afriku hafa
risið upp sterkar og
meðvitaðar kvenna-
hreyfingar, sem gera
sér ljóst, að þjóðir
þeirra losna ekki undan
helsinu nema þær taki
þátt i þjóðfrelsisbarátt-
unni og einnig, að þær
sjálfar verða ekki frjáls-
ar ef þær vikja sér und-
an þessari baráttu og
láta karlmennina eina
um hana.
I nýlegu hefti „Spare Rib” einu
málgagna Women’s Lib. i Bret-
landi er sagt nokkuð frá þátttöku
kvenna I þjóðfrelsishreyfingu
portúgölsku nýlendnanna I Afr-
Iku, Mósambik, Angóla og fyrr-
verandi nýlendunni
Guinea-Bissau. Frelsisbarátta
þessara þjóða hefur staöið I
meira en áratug. Á þeim tlma
hafa frelsissamtökin FRELIMO,
MPLA og PAIGC orðið aö vinna
að framþróun á öllum sviðum
þjóðlifsins og komist að raun um
nauösyn þess að bæta stöðu
kvenna innan samfélagsins. bar
sem aðstæður eru ólfkar I löndun-
um hefur llka verið beitt mismun-
andi aðferðum við sjálfsvakningu
og frelsun i hverri hreyfingu.
1 Guinea-Bissau, þar sem lýst
var yfir sjálfstæði I september sl.
ár, tóku konur þátt i striöinu og
nokkrar voru i forystu sjálfstæð-
ishersins PAIGC, en þar voru
engin sérstök kvennasamtök
einsog eru innan FRELIMO I
Mósambik og MPLA I Angóla.
FRELIMO byrjaði að þjálfa
kvenskæruliða strax 1967. í fyrstu
var þetta aðallega bardagasveit
og flestar konurnar tóku þátt I
varnaraðgeröum, en sumar I
árásum og jarösprengjulagningu.
En konurnar reyndust geta tekið
að sér æ margvislegri störf og
voru brátt einnig komnar I skipu-
lagningu og fræðslustörf. Og i
mars 1973, á fyrstu ráðstefnu
kvenna I Mósambik, var ákveðið
að stofna formlega kvennasam-
tök, sem sæju um stjórnmála- og
fræðsluþáttinn og einbeittu sér.
einnig aö þvl að frelsa konur und-
an tvöfaldri kúgun þeirra.
OMA, samtök kvenna I Angóla,
er einskonar kvennadeild þjóð-
frelsishreyfingarinnar þar og elst
kvennasamtaka I portúgölsku ný-
lendunum. OMA var stofnað 1962 i
þvi skyni að aðstoða konur I An-
góla, vinna félaga til liðs við
MPLA og þjálfa sveitafólk i þorp-
unum I sjálfstæðisbaráttunni.
Óþarfi er að rekja sögu frelsis-
striðsins i portúgölsku nýlendun-
um hér, svo oft sem sagt hefur
verið frá þvi hér i Þjóðviljanum,
en sennilega er ómögulegt fyrir
evrópubúa að gera sér grein
fyrir, hve erfitt llf skæruliðanna
og stuðningsmanna þeirra hefur
verið og er. Skæruliðahernaður er
fyrst og fremst háður til sveita og
án stuðnings ibúa þorpanna, sem
fæða og skýla hermönnunum,
yrði hann árangurslaus. Auk hins
beina hernaðar þarf að flytja alla
hluti, lyf, fræðsluefni, vopn og
annan hernaðarútbúnað, mat og
tæki langar leiðir. Á frelsuðu
svæðunum fer þessi flutningur að
mestu þannig fram, að það er fót-
gangandi fólk sem ber varning-
inn, oft hundruð kilómetra, eftir
þröngum stigum erfiðum yfir-
ferðar og hvernig sem viðrar.
Það eru ekki sist konurnar, sem
annast hafa þessa flutninga.
Konur I OMA
segja frá
í „Spare Rib” birtist eftirfar-
andi samtal, sem tekið var upp á
segulband á fundi með konum I
OMA:
— Hver eru sérstök vandamál
kvenna I frelsishreyfingunni?
— MPLA berst gegn nýlendu-
stefnu og heimsveldisstefnu.
Konur og karlar búa við sömu
kúgun. En konurnar eiga einnig
við að striða vandamál, sem
rekja má til siðvenja, einsog kon-
ur annarra landa. Þið I iðnaðar-
löndunum búið bæði við kynþátta-
misrétti og svo eru konur beittar
misrétti af körlum. Þótt evrópsk-
ar konur séu lengra komnar en
konur I Afriku er þeim enn mis-
munað, á vinnustöðum, I launum
og á flestum sviðum lifsins, þám.
heimilunum.
Konur finna lika aðrar skyldur
hvila á sér, einsog td. umönnun
barna. 1 hvaða þjóðfélagi sem er
verða konur að berjast gegn þeim
minnimáttáráhrifum sem úreltar
Á kvenmaður i námi
ekki að taka
þetta til sín?
Ætla mætti, að námslán væru
bæði fyrir karla og konur, enda
erþað svo, skrifar Námsmaður,
sem sendir 2. dreifibréf
„Baráttunefndar um námslán”.
En þar kemur fram, skrifar
námsmaðurinn, eitt dæmið um
þá fjölmörgu áhrifavalda, sem
orsaka að konur taka sig ekki
eins alvarlega sem námsmenn
HvaP kemur betta plnnl pyng.ju vlð?
Eftlrfarandl tafla sýnlr hvaða þýölngu þessl mál hafa fyrlr
hvern einstakan námsmann. Sem dæmi eru teknir tvelr elnstakllng-
ar, annar í námi í V-Þýskalandi, en hinn hér helma, svo og náms-
maður á íslandl, kvæntur meö 1 barn og námsmaður á íslandi,
kvæntur meö 2 börn. í"öllum tllfellum er gert ráö fyrir þriggja
mánaöa sumarleyfl og 250 þás. kr. tekjum námsmanns, en ekki er
gert ráö fyrlr neinum tekjum maka.
Porsendur: S c hp (ð C H 3! aS 'Þ. •P A co 1 c > —4 W V4 51 s sa % (ð QS P H 10 01 C VH W 'OJ s S g £ S X6 H i B' 1 il •o c 5 £ 6 2 H9 <VÍ B 0 B -II a js|I
1. Samkvæmt vilja ráöherra 251.0 122,0 157,0 359,0
2. Mlöaö viö 6br. raun«lldi 253,0 234,0 298,0 591,0
3. Elns og (2), en meO
breyttum úthlutunarregluir 253,0 234,0 532,0 696,0
4. 100f lín 297,2 275,0 626,0 817,0
og karlar og að aðrir taka nám
þeirra heldur ekki eins alvar-
lega. Að þessu leyti er þetta
plagg þeim ekki til sóma er það
sömdu. A kvenmaður kannski
ekki að taka það til sin?
Það virðist ékki gert ráð fyrir
að námsmaður sé kona, þvi oft-
ast er talað um kvænta náms-
menn.einu sinni þó um makaog
er furðuleg ósamkvæmni að þar
skuli ekki standa eiginkona. En
kannski sýnir það, að semjend-
ur átta sig ekki á hvað þeir eru
að gera með þessari kynferðis-
mismunun i orðavali og þá ér
rétt að skila til þeirra að fá stað-
fest hjá málfræðingum, að karl-
menn geta verið giftir einsog
konur, segir Námsmaður að
lokum.
Og l stk.
einstaklingur....
B. kom og sagði frá skiptum
sinum við Manntalsskrifstof-
una, en þangað fór hann til að
tilkynna flutning tveggja ein-
staklinga, „hennar” og „hans”.
Þurfti hann þar að greina skil-
merkilega nöfn, fæðingardag og
ár, eins og lög gera ráð fyrir,
hvaðan var flutt og hvert
o.s.frv.
Hugsið ykkur undrun hans
þegar kvittunin sem hann fékk
hljóðaði uppá, að skrifstofan
hefði móttekið tilkynningu
um flutning B. „og 1 einstak-
lings”!
— Er breytt hlutverk konunnar
rætt I þorpunum?
— A frelsuðu svæðunum I
Angóla er fólkið annaðhvort I
þjóðfrelsishreyfingunni eða styö-
ur hana. Og innan hreyfingarinn-
ar eru öll vandamál rædd við
fólkið.
Alla ævina og á mismunandi
stigum I uppvexti sinum verða
stúlkurnar að þola hina svoköll-
uðu helgisiði kynþroskans, sem
allir eiga sameiginlegt, þótt þeir
séu mismunandi frá einu héraði
til annars, að innræta stúlkum
undirgefni við karlmenn og kenna
þeim að þær séu annars flokks I
samfélaginu. Og meðan á kyn-
þroskaathöfninni stendur er
stúlkunum sagt, að héðan I frá sé
hlutverk þeirra að ala börn og
hugsa um eiginmann og heimili,
og öll önnur störf séu þeim bönn-
uð. Þessir helgisiðir sem eru um-
leiknir dulúð og trúaralvöru, hafa
mjög sterk sálræn áhrif og fá
stúlkurnar til að taka blint við þvl
sem þeim er kennt og slæva þær
oft það sem eftir er ævinnar.
— Eru venjur einsog helgi-
siöir I sambandi við kynþroska og
eiginkvennakaup að breytast?
Framhald á 22. siðu.
Ensku fegurðardfsirnar
verða hjá okkur f dag
TIL HELGARINNAR:
Dilkakjöt
Saltkjöt f fötum
Hangikjöt
Frosið grænmeti
Allar nýlenduvörur
á lægsta
mögulega verði
Þér sparið að verzla hjá okkur
Opið kl. 9—12
og 13—18
Föstudaga
til kl. 22.
Engin
sparikort
Engin
afsláttarkort
Kaupgaröur
Smiöjuvegi 9 Kópavogi
Kjötiö auglýst
Mikill húmoristi má hann
vera, kaupmaðurinn, i Kópa-
vogi, sem auglýsti kjötið sitt
svona nú fyrir helgina. Atli
Heimirsendi þessa auglýsingu.
Fylgist þið
með Olgu?
Við skulum láta þetta nægja
að sinni, en ég get ekki stillt mig
um að benda þeim konum, sem
ekki eru þegar farnar að fylgj-
ast með amstri Olgu, tveggja
barna útivinnandi móðurinnar i
sögunni „Venjuleg vika” að láta
hana ekki framhjá sér fara.
Mikið þekkir maður sig i öllum
hlaupunum! vh