Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 3
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÖÐVTÍ JINN — SÍÐA 3
SJONVARPS-
DAGSKRÁIN
í VETUR
ER DAPURLEG
Of margir Júdasar
í fógetaræfilinn!
klásrilui
og íslenskir popparar fá fyrir
bragðið ekki mikið inni í
sjónvarpssalnum í vetur
sökum fjárhagserfiðleika
BORNAR
í HEIM
Ágætu lesendur.
Margir hafa að und-
anförnu klifað á því að
vöntun væri á efni fyrir
ungt fólk í sunnudags-
blaðið og það ekki að
ástæðulausu. Því var
það að undirritaðir voru
fengnir til að ráða bót á
þessu. Strax í upphafi
tókum við þá ákvörðun að
takmarka efni síðunnar
við innlend málefni, en
ekki falla í sömu gryf ju
og sum hinna dagblað-
anna með því að éta upp
erlenda plötugagnrýni,
fyrir
þunn-
skipuöum
salnum
Síðastliðinn þriðjudag
brugðu Klásúlur sér f
Austurbæjarbíó á mið-
næturhljóm leika. Þar
áttu að koma fram Ingi
Steinn og Júdas úr Kef la-
vík og John Miles og fé-
lagar, en þeir eru mörg-
um að góðu kunnir eftir
veru sina hér á landi s.l.
vetur.
Hljómleikarnir byrjuðu hálf-
tima seinna en áætlað var, sam-
kvæmt islenskri venju og voru
Júdas fyrstir. Þeir voru töluvert
lengi I gang en náðu sér nokkuð
á strik er liöa fór á. Þó verða
Klásúlur að fullyrða að þær hafa
oft séð Júdas betri, einkum
samspil bassa- og trommuleik-
ara. En það sem mesta athygli
okkar vakti var afbragðsgóður
gitarleikur Vignis, sem sann-
færði viðstadda um að hann sé
einn besti gitarleikari landsins.
Hvaö um það, þá dró þeirra
framlag ekki úr þeirri skoðun
Klásúlna, að Júdas sé liklega
besta starfandi hljómsveit
landsins um þessar mundir.
stórstjörnufréttir o.fl.
efni úr blöðum eins og
Melody Maker, Rolling
Stones o.fl. Þeim sem
áhuga hafa á að fylgjast
með nýjustu viðburðum
úti í hinum stórapopp*
heimi skal bent á aó
verða sér úti um þessi
blöð, þvi þar er að finna
yfirgripsmeiri og betri
fróðleik en við gætum
nokkurn tíma miðlað.
Næst var að skíra af-
kvæmið og eftir mikil
heilabrot urðum við
sammála um að það
Næstur átti að vera Ingi Steinn,
en hann var forfallaður af ein-
hverjum orsökum og var þaö
fremur bagalegt þvi Ingi er einn
af athyglisverðari poppurunum
i bransanum og mjög góður
lagasmiður. Þá var ekki um
annað að gera en að taka pásu
og fá sér kók.
Eftir hlé var komið að aðal-
númeri kvöldsins (næturinnar),
John Miles. Þéir byrjuðu af
miklum krafti á þremur göml-
um og góöum stuðlögum. Síðan
fóru þeir yfir i eigin tónsmiðar
og kenndi þar margra grasa, en
mest af frumsamda efninu virð-
ist vera mjög frambærilegt. Há-
punktur hljómleikanna var tvi-
mælalaust er þeir tóku lag
Magga Kjartans To be Grateful,
frábært lag, vel flutt að undan-
skyldi heita
„KLÁSÚLUR". Þeim
sem finnst nafngiftin
tormelt, skal bent á ís-
lenska orðabók og geta
þeir fengið þar svölun
forvitni sinnar. Að lok-
um vonast Klásúlur til
þess að þið, lesendur
góðir, megið nokkra
skemmtunaf þeim hafa
ogóska um leið, sjálfum
sér langlífis.
Ingólfur Hannesson
Sverrir Sverrisson.
skyldu leiðinlegu urgi i píanó-
inu, sem ekki var sök hljóm-
sveitarinnar. Klásúlur eru ekki
undrandi á þvi að John Miles
skyldi hafa valiö lag þetta á a-
hlið næstu litillar plötu hljóm-
sveitarinnar þó lagið á b-hlið-
inni sé skemmtilegt rokklag. Að
lokum flutti hljómsveitin fáein
þrumurokklög, allt var sett i
botn og má mikið vera ef sumir
áhorfendurnir hafa ekki þurft
magnyl daginn eftir.
John Miles virðist hafa náð
saman ágætis hljómsveit og
munar þar mikið um hinn nýja
orgelleikara, þó aö hann hafi
augljóslega ekki náð að sýna
sinar bestu hliðar þetta kvöld.
Framfarirnar frá þvi I fyrra eru
mjög augljóslegar og gera
Framhald á 22. siðu.
Sjónvarpið er að öllum
líkindum sá f jölmiðíII sem
hvað best kemur til skila
efniætluðu ungufólki og því
var það að Klásúlur lömdu
sig þangað og hittu að máli
Jón Þórarinsson, dag-
skrárstjóra lista- og
skemmtideildar.
Klásúlur: Hvað er það helsta,
sem verður i vetrardagskránni
fyrir ungt fólk?
Dagskrárstjóri: Ja, það verð-
ur með svipuðu sniði og I
fyrra vetur. Uglan, en hún verður
nú i breyttu formi frá þvi i fyrra
og eitthvað af þáttum af léttara
taginu verða keyptir frá
Norðurlöndum. Vaka verður
væntanlega á dagskránni. Þá
verða islenskir jassþættir og er
þegar búið að taka tvo upp, en þar
spila þekktir jassistar, sem ekki
hafa komið saman áður. Mun sá
hátturinn einnig verða hafður á
þeim þáttum er eftir koma.
Klásúlur: Geturðu sagt okkur
frá þeirri breytingu sem verður á
Uglunni?
Dagskrárstj.: Það verða sömu
mennirnir er að þættinum vinna,
en formið breytist þannig að hann
verður að nokkru leyti i getrauna-
formi, sem byggist á þátttöku
áhorfenda er verða i salnum.
Hvernig þeir verða valdir hefur
ekki verið ákveðið ennþá. Það
hefur nú verið ýmiss háttur á þvi,
stundum er leitað til fólks á
vinnustöðum og stundum ein-
hvern veginn öðru visi.
Klásúlur: Hvað um þætti svip-
aða Júdasarþættinum sem sýnd-
ur var nýlega og vakti talsverða
athygli?
Dagskrárstj.: Það verða ein-
hverjir slikir jpættir með islensk-
um popphljómsveitum, en um
fjölda þeirra eða hvaða hljóm-
sveitir koma fram, get ég ekki
sagt um ennþá.
Klásúlur: Verða þá engar
breytingar frá þvi I fyrra?
Dagskrárstj.: Það var nú tölu-
vert rætt i sumar að það þyrfti að
gera verulegar breytingar á dag-
skránni, en það æxlaðist nú þrátt
fyrir allt þannig, að mér sýnist
hún verða með mjög svipuðu
sniði. Helsta breytingin er sú að
leikrit er voru á mánudögum.
verða nú á sunnudögum.
Klásúlur: Finnst þér persónu-
lega nógu mikið af (popp)þáttum
i sjónvarpinu, t.d. miöað við
Rikisútvarpið (hljóðvarp)?
Dagskstj: Sjónvarpið tilheyrir
Rikisútvarpinu, og þvi meira sem
þeir gera i hljóðvarpinu fyrir popp
músik, þá má lita svo á, að þeim
mun minna þyrftum við aö gera.
Klásúlur: Hvað kostar t.d. að
gera hálftima þátt með islenskri
popphljómsveit?
Dagskstj: Það er nú mjög mis-
jafnt, og fer eftir þvl hvernig það
er reiknað. Eins og við reiknum
það innanhúss þá kosti hann sum-
part I beinum kostnaði og sum-
part i algjörum reikniskrónum,
þ.e.a.s. föstum kostnaði sem hér
er fyrir hendi, hvort sem þáttur-
inn er gerður eða ekki, aldrei
undir hálfri miljón. Bein útgjöld
vegna þáttarins geta þó farið allt
niður i 100.000 krónur.
Klásúlur: Er dýrt að kaupa er-
lenda skemmtiþætti?
Dagskstj: Það fer einkum eftir
þvi hvers lenskir þeir eru. T.d. er
hagstætt verð á þáttum frá Norö-
urlöndunum, en breskir skemmti-
og músikþættir eru með dýrasta
sjónvarpsefni, sem völ er á.
Klásúlur: Verða engir slikir
þættir þá keyptir i vetur?
Dagskstj: Jú, það ætla ég að
vona og við erum þegar búnir að
kaupa nokkur prógrömm með
Julie Andrews og eitthvað fleira
verður keypt af sliku.
Julie Andrews — léttmeti
fyrir ungu kynslóðina að
mati dagskrárstjóra!
Of margir
Júdasar I
Það var og, Julie Andrews og
fleiri henni likir á dagskránni i ■
vetur. Vart minnast Klásúlur I
þess að hafa séð eins þreytt efni i I
sjónvarpinu og það kennt við I
skemmtun og ungt fólk. Þátturinn
var alveg þrælleiðinlegur og sjá I
Klásúlur fram á bióferðir á I
sunnudagskvöldum i allan vetur. I
Það helsta sem athygli vekur af
þvi sem Jón segir hér að framan, I
er hið rýra efnisval og hvernig I
allt virðis.t vera skorið viö nögl. I
Og þó, ófáar miljónirnar fóru i I
Lénharð fógeta, en hefði þeim .
fjármunum ekki verið hægt að I
verja á skynsamari hátt? Dag- I
skrárstjóri upplýsir að beinn |
kostnaður viö hálftima popp-
hljómsveitarþátt sé 100.000 krón- I
ur og geta lesendur þá séö hve I
margir Júdasar hafi farið 1 einn I
fógetaræfil. Okkur er spurn hvar 1
skynsemin sé. ■
Sú skoðun Jóns að þvi meira I
sem hljóðvarpiö geri fyrir ungt I
fólk, þeim mun minna eigi sjón- I
varpið að gera, er i hæsta máta
furðuleg. Sjónvarpið notar hljóð-
varpið sem skálkaskjól fyrir eigið
sleifarlag; og er illt i efni> ef við
megum búast við sliku af fleiri
opinberum stofnunum. Ekki er þó i
ástæða til örvæntingar strax i I
upphafi vetrar, þvi ekki er öll
nótt úti enn og best að biða og sjá I
klsisrilnr
Miðnæturhljómleikar í Austurbæjarbíói
JÚDAS OG JOHN
MILES LÉKU
Vignir (t.v.) kom á óvart með frábærum gitarleik á miðnætur-
hljómleikunum.