Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 4
*íi5 >> lI ? /s# v | 1 LTP* v« * t^réint il-ííi
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974.
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur)
Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f.
ÞITT LÓÐ Á VOGASKÁLINA SKIPTIR EINNIG MÁLI
Frá þeim mánaðamótum, sem nú voru
að liða, eru flestir kjarasamningar i land-
inu lausir og hægt að boða til verkfalla
með viku fyrirvara. Það eru um 70 verka-
lýðsfélög sem nú hafa lausa samninga,
þar á meðal flest öll fjölmennari félögin og
má segja, að innan þessara félaga sé meg-
inþorrinn af félagsmönnum Alþýðusam-
bands Islands.
Engum blandast hugur um, að aðgerðir
núverandi rikisstjórnar hafa leitt til mjög
alvarlegrar kjaraskerðingar launafólks,
sem nemur 10—20% a.m.k. hjá flestum nú
þegar og á þó ýmislegt eftir að koma
fram.
Verkalýðsfélögin munu að sjálfsögðu
ekki geta unað slikri árás á kjörin án mót-
aðgerða, en enn hefur ekki verið gengið
frá kröfugerð, og tekur það jafnan nokk-
um tima. Undir lok þessa mánaðar verður
haldinn fundur i sambandsstjórn A.S.Í.,
en i henni eiga sæti um 50 fulltrúar alls-
staðar að af landinu. Þar munu fulltrúar
verkafólks ráða ráðum sinum, og væntan-
lega marka stefnu varðandi gagnaðgerðir
heildarsamtaka verkafólks. Ýms sérsam-
bönd innan A.S.Í. halda einnig þing sin nú i
nóvember, og er ekki að efa, að þar verða
kjaramálin og árásir rikisstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar efst á
baugi. Þá hefur þing Sjómannasambands
íslands verði haldið nýlega og sent frá
sér harðorðar ályktanir vegna stórlega
skertra kjara sjómanna, og sömu sögu er
að segja frá formannaráðstefnu B.S.R.B.,
sem haldin var fyrir skömmu.
Það er sama hvert litið er, launafólk býr
sig nú undir að beita samtökum sinum til
að hnekkja stórárás fjandsamlegrar rikis-
stjórnar, sem gerð hefur verið, eins og
jafnan áður undir þvi falska yfirskyni að
verið sé að bjarga atvinnuvegunum og
þjóðarbúskapnum, þótt tilgangurinn sé
allur annar, — sá að færa fjármuni frá
lágtekjufólki og öllum almenningi til fé-
sýslumanna, sem þóttust bera skarðan
hlut frá borði á timum vinstri stjórnarinn-
ar.
1 þeim átökum, sem framundan eru,
milli verkalýðssamtakanna og fjandsam-
legrar rikisstjórnar, þá er ekki nóg að ætla
einstökum forystumönnum, þótt góðir
séu, að fylgja baráttunni fram til sigurs.
Styrkur forystumannanna verður aldrei
meiri en svarar til þess hugar sem að baki
býr hjá almennum félagsmönnum. Þess
vegna verður hver einstaklingur i röðum
verkalýðshreyfingarinnar að ætla sjálfum
sér nokkurn hlut i þeirri baráttu sem
framundan er. Aðeins virk og lifandi
verkalýðshreyfing er nokkurs megnug i
sókn og vörn gegn fjandsamlegu rikis-
valdi.
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
Á morgun, 4. nóvember, hefði Jóhannes
úr Kötlum orðið sjötiu og fimm ára, sá
maður sem Halldór Laxness i minningar-
grein nefndi ,,hinn skira góðmálm og ó-
brotna ljóðasmið islenskrar sósialista-
hreyfingar”.
Jóhannes er látinn fyrir tveim árum, en
verk hans eru okkur máttug áminning um
sigurför skálds og manns, sem er okkur i
senn hvatning og ögrun. Oft hefur verið
vitnað til þess afreks Jóhannesar skálds
að hann á miðjum aldri tók ljóðlist sina til
róttækrar endurskoðunar og kom nýr og
ferskur úr þeirri raun. Og fordæmi hans,
ástsæls skálds alþýðu, hafði hin jákvæð-
ustu áhrif á sambúð almennings við nýjan
skáldskap, ný viðhorf i bókmenntum. Hitt
er svo ekki minna virði að hin sanna
dirfska, sivökula gagnrýni, ósérhlifna
hreipskilni, sem dugðu Jóhannesi svo vel
til skáldlegrar endurnýjunar, einkenndu
alla hans hugsun, allt hans mikla framlag
i ljóði og lausu. máli til baráttu fyrir hug-
sjónum sósialisma og þjóðfrelsis. Aldrei
eitt andartak missti hann sjónar á hinni
mannlegu hugsjón sósialismans, þótt
margir brygðust — eins og Njörður Njarð-
vik setur fram i greinargerð þeirri um
baráttuljóð Jóhannesar, sem birt verður
hér i blaðinu á þriðjudag. Liðveisla hans
var og er ómetanleg i senn sem úrræða-
góðs striðsmanns gegn fjandsamlegum
öflum og siðameistara sem með fordæmi
sinu og hreinskiptni fælir á brott frá sam-
herjum sinum, þá háskalegu sjálfs-
ánægju, sem lætur sér nægja að hafa fund-
ið sannleikann i eitt skipti fyrir öll.
Ljóð Jóhannesar úr Kötlum voru ekki
,,dæmd til að deyja” i striði mannkyns og
þjóðar, eins og hann komst að orði á stund
efasemda. Þau eru og verða einhver ágæt-
ust samfylgd þeim sem halda út i „vorið á
veginum” að vekja þá sem stungnir hafa
verið svefnþorni — svo sem segir i Sóleyj-
arkvæði.
Sigurður Blöndal
fimmtugur
Fimmtugur verður hinn 3.
nóvember Sigurður Blöndal,
skógarvörður á Hallormsstað.
1 nafni embættis sins og áhuga-
mála hefur Sigurður komið fram
fjölda mörgum sinnum á opinber-
um vettvangi, sem skógræktar-
maður, sem þátttakandi i stjórn-
málum i ræöu og riti, og viðar.
Þann Sigurð hvorki þarf ég að
kynna né get kynnt betur en hann
hefur sjálfur gert. Varla mun t.d.
snjallari né eftirminnilegriþáttur
hafa verið fluttur i útvarpinu um
langa hrið, en þáttur Siguröar
„Um daginn og veginn”, þegar
hann fjallaöi um gjaldeyrisöflun
sjávarþorpa viða um land og ann-
að, sem kom viö kviku nokkurra
lögfræðinga og heildsala.
Mig langar hins vegar að minn-
ast þess við þennan áfanga Sig-
urðar, að fáir menn, ef nokkur
maöur, er mér eftirminnilegri i
viðkynningu um dagana en hann.
Hvað veldur þessu?
Ýmislegt ber til, en fyrst og
stærst er lifsgleði og lifsþorsti
Sigurðar. Meðan við vanalegt fólk
göngum i þoku hversdagsleikans,
þá stendur Sigurður við hlið okk-
ar i undraheimi, þar sem hver
tiðindin öörum meiri eru að ger-
ast. Þokan er I augum þess, sem
horfir, og hversdagsleikinn er
blinda vanans.
Mér er það minnisstætt frá sild-
arárunum á siöasta áratug að
upplifa Sigurð hlusta á sildar-
fréttir og rekja á eftir eigendur og
útgerðarmenn báta á fjarlægum
stöðum. Um sama leyti rámar
mig I bréf, sem birtist einhvers
staðar frá „konu úr Vesturbæn-
um”, sem kvartaði yfir þessari
sibylju, sem enginn nennti að
hlusta á og næst yrði farið að telja
upp hirðingu bænda á þurrkdög-
um með sama áframhaldi.
Áhugamál Sigurðar ætla ég
mér ekki aö reyna að telja upp,
enda visast að ég þekki ekki nema
hluta þeirra. Ég hjó t.d. eftir þvi,
þegar ég hlustaði á myndlistar-
þátt Gylfa Gislasonar i útvarpinu
i fyrravetur, að Björn Th. Björns-
son, sem var gestur þáttarins,
var spurður, hver hefðu verið til-
drög þess að bók hans „Alda-
teikn” kom út. Björn svaraði eitt-
hvað á þá leiö, að hann hefði átt
mikið efni i handriti frá kennslu
sinni i Handfða- og myndlistar-
skólanum. Svo hefði þaö gerst, að
Sigurður Blöndal hafði komiö i
heimsókn og hann lagöi fast að
Birni að koma þessu efni fyrir al-
menningssjónir og það hefði riðið
baggamuninn. Ég þykist hafa
þetta nokkurn veginn rétt eftir,
þótt ég muni ekki orðrétt samtal-
ið.
En Sigurður er ekki hlutlaus á-
horfandi i lifsins ólgusjó. Hann er
liðsmaður og þátttakandi, sem
um munar, hvar sem hann ber
niður. Mér hefur sagt afar dóm-
bær maður um stjórnmál á
Austurlandi að andstæöingur Sig-
urðar i pólitik, að Alþýðubanda-
lagið eigi engum meira en Siguröi
Blöndal að þakka fylgi sitt á
Fljótsdalshéraði. Hið sama hef ég
heyrt frá menntaskólaárum Sig-
urðar á Akureyri. Sigurður vann
þar rauðliðum meira fylgi með
hægðinni og elskulegheitum
heldur en þeir, sem böröu stór-
trommurnar I ræðustól. Sjálfur
getég borið vitni um, að mér hafa
fáir eða engir orðið jafnlærdóms
rikir I umræðum um stjórnmál á
háu plani jafnt sem um dægurmál
og skiptir þá ekki máli, hvort
maður er sammála Sigurði eöa
ekki. Skyldi fólk t.d. átta sig á þvi,
hvernig það fer fram, þegar
ákvarðanir eru teknar i við- v
kvæmum pólitiskum málum?
Sjálfsagt gerist það með ýmsu
móti, en ég teldi mig sýnu fávis-
ari um þaö, ef ég heföi ekki átt
kost á að ræða það við Sigurð.
Ónefndur er áhugi Sigurðar á
náttúrunnar riki og lögmálum
þess eða hæfileiki hans til upplif-
unar, sem óspillt náttúra ein get-
ur veitt þeim, sem við kunna að
taka. Það er aö sjálfsögðu mikill
styrkur i skógarvarðarstarfi, þótt
mér sé ókunnugt um, að það sé
reiknað til stiga i Kjaradómi.
Nú á timum mengunar og auð-
lindasóunar detta mér heldur
ekki i hug framsýnni orð en þau
orö Sigurðar, að timabært sé, aö
náttúrufræðingar skipi þann sess,
sem hagfræðingar hafa skipað við
að stjórna alþjóðamálum.
Lagarfljótsormurinn er stolt
Héraðsbúa og engan veit ég um
sem verðugri aðalfulltrúa hans á
þurru landi en Sigurð Blöndal.
Aðspurður um tilvist hans i sjón-
varpsviðtali svaraði Sigurður
þannig, að allar frekari umræður
voru óþarfar: „Maður trúir þvi,
sem maður sér”. Ég stenst ekki
þá freistingu að segja frá þvi, að
nokkru eftir að þetta sjónvarps-
viðtal birtist, var ég dreginn út i
rökkvað horn og spúrður i trún-
aði, hvort ég héldi, að Sigurður
Blöndal trygði þvi virkilega, að
Lagarfljótsormurinn væri til.
Um svör min læt ég ekkert
uppi.
Nú er timi til kominn, að ein-
hver spyrji, hvort Sigurður sé svo
glær, að hvergi stafi af honum
skugga. Eitt af meiriháttar
skáldum þjóðarinnar mun hafa
lýst þvi yfir, að Njála sé sveita-
bókmenntir henni ekki beint til
hróss. Svona má sjá fleiri en eina
hlið á öllum hlutum, lika Njálu.
Innan skógræktarinnar hér á
landi er til skammstöfunin
H.A.S., sem útleggst „Hið Aust-
firska Seinlæti”. Þessi skamm-
stöfun kvað vera notuð, þegar það
dregst, að frá Sigurði Blöndal
berist reikningsuppgjör og
skýrslur til aðalskrifstofunnar.
Þetta er „sveitabókmenntahlið-
in” á Siguröi, þegar hann er að
leggja skerf sinn ósmáan af
mörkum við að halda uppi menn-
ingarlifi á Austurlandi og þar
með islandi.
Sigurði Blöndal verður ekki lýst
án þess að minnst sé á söguáhuga
hans og frásagnarhæfileika. Ég
tel mig um dagana einungis hafa
kynnst tveimur mönnum, sem
nefna megi i sömu andránni, en
þeir eru Ingvar heitinn Ingvars-
son á Desjarmýri og Vilhjálmur
Hjálmarsson, menntamálaráð-
herra. Ég hef heyrt Sigurð og
annan mann lýsa sama atvikinu,
sem báðir upplifðu jafnt og sú lýs-
ing átti ekki einu sinni nafnið
sameiginlegt. Meðal kunnugra er
þekktur áhugi Sigurðar á sögu
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Þá
sögu hefur hann kynnt sér um
áratuga skeið. Nú segja mér nýj-
ar heimildir, að Sigurður sé að
færa sig upp á skaftið og sé kom-
innfram i seinni heimstyrjöldina,
a.m.k.fram iflug RudolfsHess til
Bretlands.
Mál er að ljúka þessari af-
mæliskveðju. Henni er ekki ætlað
að vera úttekt á lifi og starfi Sig-
urðar Blöndal fram að þessu,
heldur upprifjun fáeinna tilvilj-
unarkenndra minningarbrota.
Þessi upprifjun hefur þó ekki
verið tilviljunarkenndari en svo,
að ég hef átt mér við hana eina
fyrirmynd, sem nú skal greint
frá:
Það gerðist einhverju sinni, að
skáldið Ernest Hemingway ákvað
að láta skrá sig til herþjónustu.
Hemingway var þá kominn á
þroskaár og eftir hann lágu þegar
nokkrar bækur. Hann fór á her-
skráningarskrifstofu og gaf sig
fram við starfsmann stofunnar.
Sá dró fram eyðublað og tók að
Framhald á 22. siðu.