Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 6

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. RAGNAR ARNALDS: Nýlega fékk ég i hendur skatt- skrá 1974 fyrir Reykjavik. Ég fletti upp i kaflanum um félög og fór að áætla, hve veltan hefði verið mikil hjá ýmsum stórfyrir- tækjum borgarinnar á siöast liðnu ári. Litum fyrst á: FIMM SKIPAFÉLÖG Arsvelta: Fragtskip hf. Hafskip hf. - Jöklar hf. Vlkingur hf. Eimskip hf. ca. 20milj.kr. ca. 370milj.kr. ca. SOmilj.kr. ca. 30milj.kr. ca. 2450 milj. kr. Og hvað skyldu þessi skipafélög greiða mikinn tekjuskatt til rikis- ins? Ekki eina einustu krónu! Þau sleppa öll við tekjuskatt. Nú kynnu menn að halda, að á þessu sviði atvinnurekstrar slyppu fyrirtækin betur við skatt en á öðrum sviðum. En litum á versl- unina: ATTA VERSLUNARFÉLÖG Arsvelta: milj. Garðar Gislason hf. ca. 85 H. Benediktsson hf. — 110 islenski verðlistinn — 80 « 'f SUSIB4R Fjárfesting Silla og Valda I Glæsibæ við Suðurlandsbraut er hin dæmigerða aðferð atvinnurekenda til að sleppa við að greiða tekjuskatt. Silli og Valdi greiða engan tekjuskatt I ár. Svikamylla skattalaganna Silii og Vaidi s.e.f. — 515 Sláturfél. Suðurl. s.v.f. — 1905 Veltir hf. — 420 Verslanasambandið hf. — 65 Þórður Sveinss. & CO — 45 Það ótrúlega kemur i ljós, að ekkert þessara fyrirtækja borgar tekjuskatt. Sama er að segja um fjögur tryggingafélög með tæp- lega eitt þúsúnd miljón króna veltu og hótelin, sem kenna sig við Esju, Borg og Sögu og hafa samanlagða veltu um 350 milj. kr. Þau borga heldur ekki tekjuskatt. Ég hafði heyrt dæmi um fyrir- tæki, sem slyppu vel frá skatt- lagningu þessa árs, en niðurstað- an af þessari athugun kom mér óneitanlega á óvart. Ef aðeins eru meðtalin félög i Reykjavik og hvorki tekin með þau fyrirtæki, sem rekin eru i nefni einstakl- inga, né smáfélög með minna en einnar miljón kr. ársveltu, er niðurstaðan sú, að félög, sem engan tekjuskatt greiöa eru um 240. Samanlögð ársvelta þeirra er örugglega yfir 10.000 miljónir króna. íslenskur Glistrup? Hvaða ályktanir má nú draga af þessum staðreyndum? Að sjálfsögðu kynnu menn að halda að geysilegt hrun hefði átt sér stað i islenskum atvinnurekstri á árinu 1973. Hins vegar sýna opin- ^berar skýrslur, að árið 1973 varð ’atvinnurekstrinum mjög hag- stætt. Enginn vafi er á þvi, að flest þessara fyrirtækja hafa haft dágóöan hagnað. Við getum þar að auki verið viss um, að þegar svo mörg stærri fyrirtæki i Reykjavik eru tekjuskattslaus (yfir 100 mæla veltu sina i tugum milljóna) eru hundruð fyrirtækja um land allt með tekjuskatt- greiðslur, sem eru I engu sam- ræmi við hagnað þeirra. Hver er skýringin á þessu? Höf- um við eignast islenskan Glistrup? Ólöglegar aðferðir til að kom- ast undan skattgreiðsium eru vissulega mýmargar. Hér verður þó ekki fjallað um hin eiginlegu skattsvik, enda er sannleikurinn sá, að flest fyrirtæki geta losað sig við obbann af tekjuskatts- greiðslum með aðferðum, sem lögin leggja blessun sina yfir. Nefna má sem dæmi, að mörg fyrirtæki hafa i hendi sér að meta vörubirgðir i lágu verði. Með þessu geta þau velt á undan sér miklum tekjum, en það er að sjálfsögðu mjög hagkvæmt gagn- vart skatti á verðbólgutimum. Skyld aðferð, sem tryggingafé- lögin nota meira eða minna eftir- litslaust, er heimild þeirra sam- kvæmt 17. gr. skattalaganna til að leggja til hliðar vegna ógreiddra tjóna eða bótagreiðslna. Þannig skjóta þau undan miklum tekjum, sem oft eru ekki skattlagðar, fyrr en löngu siðar með miklu verð- minni krónum. Flýtifyrnirigin En algengasta og auðveldasta aðferðin til að sleppa við tekju- skatt er fullnýting heimilda til fyrninga. Hugsunin á bak við fyrningareglur er sú, að eigand- inn geti lagt til hliðar á hverju ári nokkra upphæð, sem ekki sé skattlögð, og þannig safnist i sjóð jafnvirði eignarinnar á sama tima og hún gengur úr sér eða verður ónýt. Viðreisnarstjórnin lét Alþingi samþykkja ný skattalög I april 1971. 1 þessum lögum fólust stór- felldar skattaivilnanir til fyrir- tækja, meðal annars ákvæði um skattfrelsi arðs af hlutabréfum og heimild til fyrirtækja að bæta við venjulegar afskriftir allt að 30% aukafyrningu sem nefnd hefur verið flýtifyrning. Með þessum lögum hefði mestur hluti atvinnurekstrarins orðið tekju- skattslaus fyrstu árin eftir setn- ingu laganna, en til þess kom þó aldrei, þvi Viðreisnarstjórnin féll sumariö 1971 og Vinstristjórnin beitti sér fyrir nýjum skattalög- um. Við Alþýðubandalagsmenn kröfðumst þess, við undirbúning nýju skattalaganna að þessar ein- stæðu ívilnanir yrðu algerlega af- numdar, en við fengum þeim kröfum ekki framgengt að öllu leyti. Ákvæðin um skattfrelsi hlutabréfaarðs voru að vlsu felld niður og fyrningarákvæðunum var verulega breytt, en eftir stóð, að til viðbótar venjulegum fyrn- ingum, sem eru að hámarki 10% af öðrum byggingum en Ibúöum og 15% af skipum og vinnuvélum bætist heimild til flýtifyrningar, allt að 6% á ári I 5 ár. Meö þessum reglum geta fyrir- tæki losnað við að greiða skatt af hagnaði sínum, sem nemur 16- 21% af verðmæti þess, sem fyrir- tækið hefur fjárfest á undanförn- um árum. Oft er þvi um gifurlega fjármuni að ræða, sem skotið er undan skatti, þvi að flest fyrirtæki leitast við að fjárfesta og útvikka starfsemi sina, eins og þau framast megna. Að sjálf- sögðu er fjárfestingin ekki byggð nema að litlu leyti á eigin fjár- magni, en langoftast er að mikl- um meirihluta um að ræöa fjár- magn úr bönkum og sjóöum hins opinbera. Eigandinn fær þvi ekki aðeins að leggja til hliðar skatt- frjálst andvirði þess, sem hann á sjálfur i eigninni, heldur fær hann aö fyrna miklu meiri verðmæti en hann raunverulega á og þarf að eiga til að geta endurnýjað hina forgengilegu eign. A þennan hátt er fólkið i landinu, hinir almennu skattgreiðendur, látnir gefa at- vinnurekendum þúsundir miljóna á hverju ári út á lán úr opinberum sjóðum til viðbótar við skatta- ivilnanir vegna vaxtagreiðslna af þessum lánum, sem siðan rýrna með ári hverju og verða aðeins brot af upphaflegu verögildi við endurgreiðslu. Annar leikur á borði En þá er ónefndur sá þátturinn i þessari afskriftaendaleysu, sem furðulegastur er. Eignir má fyrna allt að 90% af upphaflegu and- virði þeirra, en við þaö bætast hækkanir vegna gengislækkana eða annarra veröhækkana sam- kvæmt almennri heimild, sem fjármálaráðherra veitir á ári hverju. Eignin er þvi oftast fyrnd að fullu eftir 5 eða 6 ár. Einhver kynni að segja, að nú loks fari atvinnurekandinn að borga skatta og það mikla skatta, þvi að hann sé nú loksins búinn aö eyða öllum fyrningarheimildum á fáum árum, og standi nú berskjaldaður gagnvart skattinum, svo fremi, að hann hafi ekki bætt við sig nýjum eignum, sem hann geti afskrifað. En þetta þarf ekki að vera rétt. Ef eignin er þess eðlis að auðvelt er að selja hana á atvinnurekandinn enn einn góðan leik á borði til að losna við skattana. Hann selur eignina og kaupir sér aðra. Hvort sem hún er notuð eða ný, þá getur hann byrjað að afskrifa á nýjan ieik af fulium krafti. Tökum dæmi Til þess að menn geti glöggvað sig betur á þessari furðulegu, lög- vernduðu leið til að komast hjá sköttum, skal ég nú rekja eitt dæmi: Útgerðarmaður kaupir nýjan skuttogara fyrir 200 miljónir kr. og fær 85% af andvirði skipsins að láni úr opinberum sjóðum til 18 ára eins og nú tiðkast. Fyrstu árin borgar hann af láninu 9,5 milj. kr. á ári, en afskrifar 21% eða 42 milj. kr. Fyrirtækið má sem sagt græða rúmar 32 milj. kr. árlega án þess að þurfa að borga nokkurn tekjuskatt. I þvi tilviki aö fyrirtækið hafi minni hagnað, t.d. aðeins 12 milj. kr. á ári, glymur að sjálfsögðu stöðugt i eyrum, að skipið sé rekið með miklu tapi og erþvi ekki óliklegt, að útgerðarmaðurinn fái styrk af almannafé frá Matthiasi Bjarna- syni til að jafna tapið. En sleppum þvi. Við hugsum okkur, að reksturinn gangi vel og fullar afskriftir séu notaðar. Útgerðar- maðurinn hefur frádregið undan skatti tekjur að upphæð 168 milj. kr. á 4 árum, sem jafngildir 89 milj. kr. tekjumissi fyrir rikis- sjóð. 1 afborganir hefur hann hins vegar aðeins greitt 38 milj. kr. Báðar tölurnar hækka hlutfalls- lega, ef reiknað er með verðbólgu og gengisfellingum. Nú er rétti timinn kominn til að selja skipið og fá sér annað. Það er engin tilviljun, að útgerðar- menn skipta oftast um skip eftir 4-5 ár. Þvi valda skattalögin. Eftir 4 ára eignarhald þarf seljandi skipsins ekkert að greiöa i skatt af söluhagnaði, en hann á lögum samkvæmt að greiða skatt af flýtifyrningunni, sem i þessu tilviki er 53% af 48 milj, kr. Og þó ekki! Ef hann kaupir annað skip fyrir t.d. 300 miljónir króna og byrjar strax að afskrifa 21% eins og lög heimila, nema afskriftírnar þegar á fyrsta ári 63 miljónum kr., og hann má jafna þessum fyrningum á móti þvl, sem hann átti að greiða af gamla skipinu. Hann er þvi enn skattlaus, og mætti meira að segja hafa 15 miljónir kr. (63 minus 48) íhagnaðá þessu árinu, án þess að borga nokkurn tekju- skatt. Að öðru leyti endurtekur sagan sig á næstu 4-5 árum, þar til næstu eignaskipti eiga sér stað. Engu aö kvíöa Sjálfsagt vill einhver benda á, að skip hafi þá sérstöðu, að þau séu auðseljanlegri en önnur framleiðslutæki, og þvi sé eigendum þeirra auðveldara en öðrum að leika þennan leik. Þetta er rétt. En eftir stendur að lang- flest fyrirtæki njóta að einhverju leyti góðs af þessum fáránlegu fyrningarreglum, og í krafti þeirra tekst þeim að velta yfir á almenning byrðum, sem þau ættu ella aö bera og nema þúsundum miljón króna á hverju ári. Margar eru veilurnar I skatta- lögunum, en þetta er tvimæla- laust ein sú versta. Það var við- kvæðið hjá Halldóri Sigurðssyni, fjármálaráðherra, þegar við Alþýðubandalagsmenn kröfðumst lagfæringar á þessu atriði og mörgum öðrum i skatta- lögunum, að við yrðum að biða eftir „heildarendurskoðun” laganna, sem unnið væri að i nefnd. Þetta var hin vænsta nefnd, enda vel skipuð, en nokkuð seinvirk eins og margar stöllur hennar. Hún sendi frá sér skil- merkilegar skýrslur, en endan- legar tillögur fæddust ekki. Nú er Halldór búinn að fleygja frá sér skattamálunum og kominn á kaf i annað. Formaðurinn i skatta- n/jfndinni er fluttur úr landi til nokkurra ára og nefndin óstarf- hæf, — ef ekki sofnuð svefninum langa. Þaö er þvi heldur liklegt, að eigendur fyrirtækja, sem ekki borga tekjuskatt, þurfi litlu að kviöa i bráð. Hin lögverndaða svikamylla heldur áfram af fullum krafti enn um nokkurt skeið. Áríöandi tilkynning um breytt síma- númer á Akureyri Simaskráin fyrir árið 1974 tekur gildi að fullu varðandi Akureyri mánudaginn 4. nóvember 1974 kl. 8, en samkvæmt henni breytast simanúmerin 11500 til 12499 þannig að tveir fyrstu tölustafirnir verða nú 23. Dæmi: 11500 verður 23500 11869 verður 23869 12499 verður 23499 Eitt þeirra simanúmera, sem breytist er afgreiðslunúmer Landssimans á Akureyri 12100 sem verður 23100, en þetta sima- númer er skráð sem 12100 i simaskránni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.